Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 1
air Davíð ekki
ja axla ábyrgð
Borgarstjóri sakar
forsætisráðherra iun
að vísa frá sér áhyrgð
vegna þenslunnar.
Sveitarstjórnarmenn eru allt
annað en hressir með þá yfirlýs-
ingu forsætisráðherra að þeir séu
sökudólgarnir í að magna upp
verðbólguna með framkvæmda-
gleði. Þeir benda á að sveitarfé-
lögunum hafi með lögum verið
lagðar auknar skyldur á herðar,
sem kosti stórfé. Þeir benda á
einsetningu skóla og samfelldan
skóladag. Sömuleiðis hafi verið
sett ný Iög um holræsi og frá-
gang þeirra og þetta allt kosti
hvert sveitarfélag stórfé. Hjá þvf
verði ekki komist að taka lán til
að uppfylla þær kröfur sem nýju
lögunum fylgja, svo sveitarfélög-
in verði ekki lögbijótar. Sveitar-
stjórnarmenn úti á landi benda
Iíka á að þar sé engin þensla. Sú
þensla sem valdi vaxandi verð-
bólgu í landinu
borgarsvæðinu.
sé öll á höfuð-
Lögbimdin verkefni
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgar-
stjóri er ómyrk í
máli þegar hún
svarar þeirri gagn-
rýni Davíðs Odds-
sonar forsætisráð-
herra á sveitarfélög-
in að þau séu mörg
hver að safna skuld-
um á meðan ríkis-
sjóður sé rekinn
með tekjuafgangi.
„Mér finnst nú
forsætisráðherra
ekki mjög viljugur
að axla ábyrgð í
þessum efnum þeg-
ar hann vísar annars vegar á
kaupmennina og hins vegar á
sveitarfélögin. Kaupmenn hafa
svarað fyrir sig, en hvað sveitar-
félögin varðar dreg ég ekki í efa
að þau væru fús til að koma að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri í Reykjavík.
því að reyna að draga úr þenslu
sem hér er og hafa af því mikla
hagsmuni. Staðan er aftur á
móti sú, og það er ástæðan fyrir
því að þau hafa
ekki getað greitt
niður skuldir sínar,
að ríkið hefur á
undanförnum
árum sífellt verið
að seilast í tekju-
stofna þeirra eða
velta yfir á þau nýj-
um skylduverkum,
sem þau eiga ekki
svo auðvelt með að
komast undan,“
segir Ingibjörg Sól-
rún.
Hún nefnir í því
sambandi uppbygg-
ingu í grunnskól-
unum eins og einsetningu skóla
og holræsaframkvæmdirnar, sem
lög voru sett um á Alþingi. Þetta
segir hún vera stærstu verkefni
sveitarfélaganna um þessar
mundir.
Aðrir sveitarstjórnarmenn, sem
Dagur ræddi við í gær, tóku í
sama streng. Sigurður J. Sig-
urðsson bendir auk þess á að
ýmsar framkvæmdir sem lands-
byggðarsveitarfélög hafi ráðist í
séu til þess gerðar að halda fólki
og sporna við byggðaröskun. En
sammerkt er viðbrögðum sveitar-
stjórnarmannanna að auknar
framkvæmdir megi að verulegu
leyti rekja til þeirra kvaða sem
Davíð Oddsson og ríkisvaldið
hafi staðið fyrir samfara flutn-
ingi verkefna til sveitarfélaga.
„Hitt er rétt hjá honum að sumu
leyti að framkvæmdir á vegum
sveitarfélaga um þessar mundir
eru miklar og við söfnum skuld-
um en Jjað er vegna laga sem Al-
þingi íslendinga hefur sett og
Iagt á herðar sveitarfélaganna.
Þar vil ég nefna frárennslismál,
einsetningu grunnskóla og ýmis-
legt fleira," segir Ellert Eiríks-
son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Sjá bls. 8-9 og grein Jóns Krist-
jánssonar bls. 7.
i
1
KR-ingar fagna íslandsmeistaratitl-
inum.
eftirsótt
Islandsmeistaratitillinn í knatt-
spyrnu sem KR-ingar nældu sér
í um helgina eftir 31 árs bið og
íyrsti bikarmeistaratitill kvenna
urðu til þess að eftirspurn eftir
hlutabréfum f KR-sporti hf.
jókst stórlega hjá verðbréfafyrir-
tækjunum í gær. Fyrir helgina
stóð gengi bréfanna í 1,35 en í
gær fóru fram viðskipti á geng-
inu 1,75. Að sögn verðbréfa-
miðlara hjá Verðbréfastofunni
var reyndar ekki mikið um bréf á
Iausu. Þar fóru fram viðskipti
upp á 1-2 milljónir að nafnvirði.
Svo virðist sem hluthafar í
KR-sporti, sem er vel á annað
þúsund, vilji halda í bréfin fram
yfir bikarúrslitaleikinn gegn
Skagamönnum. Sigri KR-ingar
þar má vænta enn meiri hækk-
unar bréfanna. - BJB
Umfjöllun á íþróttasíðum um
sigra KR-inga á bls. 12-13.
Fullt sam-
komulag
Davíð Oddsson
forsætisráðherra
hefur sent út yfir-
lýsingu þar sem
áréttað er að sam-
komulag sé um
sölu á hlut ríkisins
í FBA milli stjórn-
arflokkanna. Er til-
kynningin send út
„að gefnu tilefni vegna umræðna
í fjölmiðlum'1.
I yfirlýsingu forsætisráðherra
segir að eignarhlutur ríkisins sé í
sameiginlegu forræði viðskipta-
og iðnaðarráðherra og sjávarút-
vegsráðherra. Nefnd á vegum
þessara ráðherra hafi náð sam-
komulagi um það hvernig staðið
verði að sölu 51 % hlutar ríkisins í
FBA og fullt samkomulag sé með
stjórnarflokkunum um fram-
kvæmd sölunnar. A grundvelli
þess sé nú unnið að útfærsluat-
riðum og stefnt sé að því að salan
fari fram síðar í haust. Sjá einnig
yfirlýsingu SUF á bls. 9.
Davíð
Oddsson.
Úlafur Ragnar Grímsson forseti tók í gær á móti stjórnarformanni og aðalstjórnanda kauphallarinnar við Wall
Street í New York, Richard A. Grasso, og bauð honum til hádegisverðar á Bessastöðum. Þar flutti Grasso erindi
um þróun efnahagsmála og verðbréfaviðskipta í heiminum. Viðstaddir voru margir framámenn úr íslensku við-
skiptalífi. Grasso var hér f boði forsetans, sem heimsótti kauphöllina fyrir þremur árum. mynd: e.ól.
MBBHBBI
vísir.is
Ekki fresta
þinghúsinu
Meirihluti þeirra sem greiddu
atkvæði um spurningu Dags á
Vísi.is í síðustu viku er andvígur
því að fresta framkvæmdum við
Alþingishúsið.
Spurt var: A að fresta fram-
kvæmdum við nýbyggingu Al-
þingis í miðborg Reykjavíkur?
Ríflegur meirihluti, eða 58%,
sagði nei, en 42% vildu láta
fresta þessum framkvæmdum
vegna þenslunnar í þjóðfélag-
inu.
Nú er hægt að greiða atkvæði
um nýja spurningu Dags á vefn-
um: A að sameina Islandsbanka
og Landsbanka? Slóðin er:
visir.is
FERJAYFIR
BREIÐAFJÖRÐ,
Sigling yfir Breiöafjörð er
ógleymanleg ferö inn í stórbrotna
náttúru Vestfjaröa. A
f&mdfi- 'mr jÆL
Ajgrciddir samdægurs
Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524