Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 13
X^MT ÞRIDJUD AGU R 14. SEPTEMBER 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR Loksins, loksins Mikil fagnaðarlæti brutust út meðal stuðningsmaima KR á Laugardalsvelli uui helgiua, þegar félagið tryggði sér íslands- meistaratitilinn í lmattspymu karla, eft- ir 0-4 stórsigur á Vík- ingum. Á botninum stefnir í hörku fallhar- áttu á milli Víkings, Fram, Grindavíkur og Vals í innhyrðis leikj- iiin síóustu umferðar. KR-ingar fögnuðu á laugardaginn sínum 21. Islandsmeistaratitli í knattspyrnu karla, þegar þeir unnu 0-4 sigur á botnliði Víkings í næst síðustu umferð Landssíma- deildarinnar á Laugardalsvelli. Þar með hefur Iangþráður draum- ur KR-inga um Islandsbikarinn eftirsótta loksins ræst eftir 31 árs bið, en síðast unnu þeir titilinn árið 1968. Það var ekki seinna vænna íyrir KR-inga að skrá nafn sitt aftur í knattspyrnusögu 20. aldarinnar, áður en ný öld gengur f garð um næstu áramót og því von að mikill glaumur og gleði hafi ríkt í herbúðum þeirra fram eftir nóttu. Eim glæta hjá Víkingum Ekki voru allir eins kátir á Laug- ardalsvelli eftir leikinn, því með tapinu styttist leið Víkinga fram á hengiflugið á botni deildarinnar til muna. Fréttir af úrslitum ann- arra leikja færði þeim þó aftur smá vonarglætu um að bjarga sér frá fallinu í síðustu umferðinni, þegar þeir mæta Frömurum, sem eru í þriðja neðsta sæti deildar- innar með 16 stig, tveimur stigum meira en Víkingar. Þar dugar Vík- ingum ekkert annað en sigur, á meðan Frömurum dugar jafntefli, svo framarlega sem úrslitin í hin- um botnslagnum milli Grinda- vfkur og Vals verði þeim hagstæð. Val dugar jafntefli Grindvíkingar sem eru í öðru neðsta sætinu með 16 stig, eftir 2-1 tap gegn Leiftri um helgina, þurfa einnig á sigri að halda, þeg- ar þeir mæta Völsurum á Grinda- víkurvelli á Iaugardaginn. Þeir gætu þó eins og Framarar hangið á jafnteflinu, en verða þá einnig að treysta á hagstæð úrslit í hin- um botnleiknum. Valur, sem er með 18 stig í Ijórða neðsta sætinu eftir 2-1 sigur á Fram um helgina, dugar jafntefli til að tryggja sig, en gæti hangið uppi þrátt fyrir tap, svo framarlega sem Víkingar vinni Fram. Það má því örugglega búast við miklum slag þessara fjögurra botnliða deildarinnar á laugardag- inn og öruggt að spurningunni um það hvaða lið falla í 1. deild verður ekki svarað fyrr en flautað verður til leiksloka í Grindavík og í Laugardal. Skaginn og Leiftur berjast um 3ja sætið Með 1-1 jafnteflinu gegn Eyja- mönnum f Keflavík, hafa Keflvík- ingar tryggt sæti sitt í deildinni og eru öruggir í sjötta sætinu með 19 stig. Sama er að segja um Breiða- blik, sem vann óvæntan 2-3 úti- sigur á Skagamönnum á Iaugar- daginn og lyfti sér þar með í fímmta sætið með 20 stig. Þar sem bæði Iiðin eiga enga mögu- leika á Evrópusæti, mæta þau án allrar pressu í síðustu umferðina, en þá leika Keflvíkingar gegn ís- landsmeisturum KR í Frostaskjól- inu og Blikar fá Leiftursmenn í heimsókn. Leiftursmenn sem nú eru í þriðja sætinu með 25 stig, eru í hörkubaráttu við Skaga- menn um það sæti, en Skaga- menn eru nú í fjórða sætinu, með einu stiga minna en Leiftur, sem á eftir útileik gegn Eyjamönnum. Úrslit leikja í 17. utnferð: Keflavík - ÍBV 1-1 (Steingrímur, 85) - ^Kristján Brooks, 90.) IA - Breiðablik 2-3 (Kári Steinn, 15. - Alexander, 65.) - (Kjartan 12. - Hreiðar, 16. og 71.) Víkingur - KR 0-4 (Guðm. Ben. 13. - Bjarki, 73. og 75. - Þórhallur, 85.) Leiftur - Grindavík 2-1 (Páll Guðm., 62. - Santos, 79.) - (Óli Stefán, 90.) Valur - Fram 2 - 1 (Arnór 46. - Kristinn, 89.) - (Orlemans, 48.) Meistarariiir fengu hjálp á Anfield Sander Westerveld, markvörður Liverpool, horfir á eftir boitanum í netið þegar Jamie Carrahger skoraði fyrra sjálfsmarkið fyrir Man. United. Jamie Carrahger skor- aði tvö fyrir United. Newcastle veitti Chel- sea verðuga keppni. Sænski landsliðs- markvörðurinn gaf Leeds þrjú stig. West Ham heldur sigur- göngu sinni áfram. Liverpool Ieikmaðurinn Jamie Carrahger var besti leikmaður Manchester United í stórleik helgarinnar á Anfield Road. Tvö sjálfsmörk hans færðu meistur- unum sigurinn á silfurfati. Liver- pool var betra Iiðið allan leikinn, ef frá eru taldar einhveijar mín- útur sem Rauði herinn var að jafna sig eftir fyrra sjálfsmark Carragher. Eftir því sem á leik- inn Ieið hertu heimamenn tökin og það var aðeins fyrir frábæra frammistöðu nýliðans í marki Unted, Massimo Tabi, að Fergu- son fór brosandi heim. Finninn Sami Hyypia, sem leikur við hlið Carragher í miðvarðarstöðunni, sannaði hvílík reifarakaup Houllier gerði með því að veita honum vinnu á Anfield. Hyypia átti fínan leik og kórónaði frammistöðuna með sínu fyrsta marki fyrir Líverpool. Það var ekki aðeins Carrahger sem rétti Manchester United hjálparhönd. Þar lagði dómari Ieiksins, Graham Barber, hönd á plóginn þegar hann snuðaði Liverpool um vítaspyrnu eftir að Nicky Butt sló boltann í horn innan úr teignum. Barber var slakasti maður vallarins á Iaugar- daginn ásamt Andy Cole, sem hann rak af velli fyrir aulaskap. „Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur. Sá seinni var ekki eins góður. Við erum með marga menn meidda svo það er mjög gott að fara héðan með þijú stig,“ sagði Alex Fergu- son eftir leikinn. Hann hélt því einnig fram að það hafí verið rangt að reka Cole af velli, ná- kvæmlega eins og í vor þegar Dennis Irvin var rekinn útaf á Anfíeld. Arsenal öryggt gegn Aston Villa Leikmenn Aston Villa voru ekki hættir að fagna marki Julian Joachim þegar þeir þurftu að hirða boltann úr eigin neti. Zu- ker lék mjög vel fyrir Arsenal og skoraði tvö mörk með fjögurra mínútna millibili. Villa virðist eiga í vandræðum með að takast á við mótbyr. Þessi sami vandi þvældist fyrir liðinu i fyrra og varð því að falli frá toppbarátt- unni. Kevin Keegan, landsliðsþjálf- ari Englendinga, getur varla ver- ið bjartsýnn á hjálp frá Svíum ef Iandsliðsmarkvörður þeirra, Magnus Hedman, stendur sig jafn hörmulega gegn Pólverjum og hann gerði þegar Coventry tók á móti Leeds. Hann gaf Leeds tvö mörk og þrjú stig. Dav- id O’Leary, stjóri Leeds, var allt annað en ánægður með sína menn en þakkaði fyrir stigin. West Ham heldur áfram að hala inn stigin. Nýliðarnir í Watford, Jóhann Guðmundsson og félagar, töpuðu enn einum leiknum þegar þeir heimsóttu Upton Park. Di Canio heldur uppteknum hætti, eftir að hann vann sér traust Harry' Redknap og þakkar fy'rir sig með mörkum. Þar með er West Ham enn með í toppbaráttunni og engin teikn á lofti um að þeir ætli sér að slaka eitthvað á. Davor Zuker er byrjaður að skora fyrir Arsenal. Hann gerði tvö mörk í leiknum gegn Aston Viiia um helgina. Newcastle tapaði Bobby gamli Robson leiddi í fyrsta sinn lið á völlinn í ensku úrvalsdeildinni á Iaugardaginn þegar hann fór með Newcastle f heimsókn til Chelsea. Allt annað var að sjá til Newcastle en f und- anförnum leikjum. Varnarleikur liðsins hefur snarbatnað við komu öldungsins og leikmenn liðsins hafa fengið sjálfstraustið til baka og einhveija ánægju af að spila fótbolta. Toppliðið, Chelsea, þurfti vítaspyrnu, sem Gary Hart gaf því, til að innbyrða sigurinn. Það er því full ástæða fyrir stuðningsmenn Newcastle að taka gleði sína á ný. Liðið á eftir að sigla upp stigatöfluna. Middlesbrough marði sigur á Southampton á heimavelli sín- um sem ætlar að reynast þeirra sterkasta vopn í baráttunni um stigin. Everton átti ekki í erfiðleikum með slakasta lið deildarinnar, Sheffield Wednesday. Walter Smith hefur náð að setja saman lið sem virkar á Goodison Park og Everton megin við Stanley Park eru gamlar grettur farnar að breytast í bros. Sunderland seiglast áfram. Gamli Everton refurinn, Peter Reid, leiddi liðið til sigurs á Leicester sem virðist ætla að eiga í erfiðleikum í vetur. Það sama ætlar að verða með Wimbledon. Drillo fær ekki Ieikmenn sfna til að skilja svæðisvörnina sem hann ætlar að láta liðið leika. Það er því skilningsleysi og víta- spyrnur sem hafa verið fylgifisk- ar fyrsta norska þjálfarans í ensku úrvalsdeildinni í fyrstu leikjunum. — gþö Liverpool - Man. United 2-3 (Hyypia, Berger) - (Carrahger 2 sjálfrnörk, Cole) Arsenal- Aston Villa 3-1 (Suker 2, Kanu) - (Joachim.) Chelsea - Newcastle Utd. 1-0 (Leboeuf víti.) Coventry City - Leeds Utd. 3-4 (McAlIister, Aloisi, Chippo) - (Bowyer, Huckerby, Harte, Bridges.) Middlesbr. - Southampton 3-2 (Pallister, Gascoigne víti, Deane) - (Kachloul, Pahars.) Sheff. Wed. - Everton 0-2 (Barmby, Gemmill.) Sunderl. - Leicester City 2-0 (Butler, McCann.) West Ham Utd. - Watford 1-0 (Di Canio.) Wimbledon - Derby County 2-2 (Hartson, Euell) - (Carbonari, Johnson)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.