Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL Rfldsfj ármálin ogþenslan JÓN . KRISTJANS- SON ALPINGISMAÐUR SKRIFAR Þær tölur sem hafa verið að birt- ast um verðbólguspár gefa ástæðu til þess að staldra við og huga að viðnámsaðgerðum. Töl- ur um fimm prósent verðbólgu hefðu á síðasta áratug ekki þótt tiltökumál. Nú er öldin önnur. Tvöföld verðbólga á við helstu viðskiptalönd okkar hvað þá meira, mun leiða til versandi lífs- kjara og draga úr samkeppnis- hæfni atvinnuveganna. Tæki ríkisvaldsins til viðnáms I nútíma efnahagsumhverfi eru tvö tæki sem ríkisvaldið hefur í höndunum til viðnámsaðgerða þegar svo hagar til sem nú. Ann- að er stjórn peningamála áhrifin sem Seðlabankinn getur haft á vaxtastigið í landinu og hitt er stjórn ríkisfjármála. Bæði þessi tæki eru vandmeðfarin, en ég ætla að gera það síðara að um- ræðuefni. Stjórn ríkisfjármála er yfirleitt það hagstjórnartæki sem fyrst er nefnt þegar talað er um viðnám gegn þenslu og verðbólgu. Ríkis- reikningur fyrir árið 1998 hefur verið birtur og þar kemur fram endanleg niðurstaða í afkomu ríkissjóðs á því ári. Ríkissjóður er nú gerður upp með hliðstæðum hætti og um fyrirtæki væri að ræða, á rekstrargrunni. Þá er tekið tillit til áfallinna skuld- bindinga. Aður var það ekki gert og gert upp á greiðslugrunni. Eg minnist deilna í upphafi áratugs- ins um afkomu ríkissjóðs og greindi menn á um við hvað ætti að miða. Nú hefur þessum mál- um verið skipað með löggjöf og deilur eru óþarfar. Afkoma ríkis- sjóðs liggur fyrir með glöggum hætti. Skuldir greiddar niður Niðurstaða síðasta árs er sú að ríkissjóður er rekinn með 8. milljarða króna halla. Astæðan er sú að áfallnar lífeyrisskuld- bindingar vegna launahækkana og breytinga á launakerfi ríkisins eru færðar á síðasta ár, en þær nema hvorki meira né minna en 22. milljörðum króna. Hins veg- ar er Iánsfjár afgangur ríkissjóðs á árinu um 17. milljarðar króna sem þýðir það að ríkið greiðir niður skuldir um þessa ljárhæð. Þetta er afar mikilvæg tala í af- komunni þegar rætt er um áhrif ríkisbúskaparins á efnahagslífið. Lífeyrisskuldbindingarnar greið- ast út á löngum tíma og þetta er ráðstöfunarfé framtíðarinnar fyr- ir þá sem þess njóta. Miðað \ið það að greiða niður skuldir um 17. milljarða króna á einu ári er ekki hægt að segja með neinni sanngirni, að stjórn „Hitt er svo annað mál að ríkisútgjöld hafa farið vaxandi. Þvert ofan í það sem haldið hefur verið fram um niðurskurð til velferðarmála hafa útgjöld farið vaxandi til þessara mála og vaxandi tekjur af veltuaukningu og bættum launakjörum í þjóðfélaginu hafa staðið undir þessum vexti." ríkisfjármála hafi kynnt undir verðbólgu. Hitt er svo annað mál að ríkisútgjöld hafa farið vax- andi. Þvert ofan í það sem hald- ið hefur verið fram um niður- skurð til velferðarmála hafa út- gjöld farið vaxandi til þessara mála og vaxandi tekjur af veltu- aukningu og bættum launakjör- um í þjóðfélaginu hafa staðið undir þessum vexti. Ilvar skal spara? Eg er sammála því sem komið hefur fram, m.a. hjá fjármálaráð- herra, að við núverandi aðstæður er nauðsyn að ríkissjóður sé rek- inn með verulegum afgangi. Horfur eru á því á yfirstandandi ári að þau markmið sem sett voru með fjárlagagerðinni náist, en það er vegna þess að tekjur hafa farið vaxandi vegna hækk- andi launa og vaxandi einka- neyslu í samfélaginu. Hækkun ríkisútgjaldanna nú má einkum rekja til þess að launaþátturinn hjá ríkissjóði hef- ur hækkað, sem sjá má af hinum miklu h'feyrisskuldbindingum sem af þessum hækkunum leiða. Það er alveg ljóst að ríkisútgjöld- in verða ekki lækkuð nema það komi við rekstrargjöld ríkissjóðs ásamt stofnkostnaði. Mér er kunnugt um að í at- hugun hefur verið að l’resta stofnkostnaðarframkvæmdum í því skvni að slá á eftirspurn og þenslu, einkum á höfuðborgar- svæðinu. Það er nauðsyn að rík- isvaldið sendi slík skilaboð inn á markaðinn við þær aðstæður sem nú eru. Það er staðreynd að stöðugar kröfur standa á ríkisvaldið að auka þjónustu á þeim sviðum „Tvöfold veröbólga á við helstu viðskipta- lönd okkar hvað þá meira, inmi leiða til versnandi lífskjara og draga nr samkeppnis- hæfni atvinnuveg- anna.“ sem undir það heyra. Þessar kröfur eru jafnt í mennta og menningamálum, heilbrigðis og tryggingarmálum, félagsmálum og á þeim sviðum sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Þessar kröfur eru ekki síður háværar þegar vel árar, og stéttir og starfshópar eru að „sækja sinn hlut í góðærinu“, eins og það er nefnt. Það er ekki vanda- laust að sigla skútunni þegar þannig árar. Þar á við sama ráðið sem fyrr að vanda til þess hvern- ig verkefnum er forgangsraðað, og veita aðhald, án þess að það öryggisnet sem samfélagið vill hafa um þá sem minna mega sín í samfélaginu bresti. Þetta er sá vandi sem fjárveitingavaldið stendur frammi fyrir, nú við upp- haf þings. Afleiðmgar verðbólgu I umræðunni um ríkistjármálin verður að hafa auga á langtíma- markmiðum. Þau eru að halda efnahagslegum stöðugleika í samfélaginu til langs tíma. Jafn- vægi síðustu ára hefur Ieitt til mikilla efnahagslegra framfara. Atvinnulífið hefur eflst, þrátt fyrir tímabundna og staðbund- inna erfiðleika í einstöku grein- um. Sambærileg verðbólga við nágrannalöndin hefur nú um áratug gert stjómendum fyrir- tækja kleyft að skipuleggja sig með allt öðrum hætti heldur en áður, og trú fjárfesta á atvinnu- lífinu hefur aukist. Meðal ann- ars vegna þessa hefur hagvöxtur aukist, og fært almenningi meiri kaupmátt og ríkissjóði auknar tekjur. Þessum árangri má ekki stofna í hættu og ríkisvaldinu ber skylda til þess að varðveita hann með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru. Aukin verðbólga kollvarpar áætlunum og fjárhag bæði fyrirtækja og einstaklinga. Skilaboð til eftirbreytni Ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að senda skilaboð inn í efna- hagslífið sem felast í meira að- haldi og því að fara sér hægar í framkvæmdum á tíma hinnar miklu spennu. Hins vegar ber ríkið ekki eitt skyldur í þessu efni. Hlutdeild sveitarfélaga í búskap hins opinbera er kominn í um 28% og hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Hagstjórn þeirra hefur því mikil áhrif á þróunina. Ég geri mér fulla grein fyrir skyldum þeirra í mikilvægum málum eins og menntamálum, dagvistunarmál- um og félagsþjónustu, en þau hljóta að þurfa í vaxandi mæli að taka mið af almennri efnahags- þróun í sínum ákvörðunum. Sama er í raun að segja um ein- staklinga og fyrirtæki. Þótt nýjar verðbólgutölur séu alvarleg tíðindi á að vera lag til þess að koma á jafnvægi ef allir aðilar leggjast á eitt um það. Það á eftir að koma í Ijós þegar þing kemur saman hvernig andinn er í þessu efni. Miðað við yfirlýs- ingar talsmanns stjórnarand- stöðunnar ætti ekki að verða mikið vandamál að ná sátt um aðhaldssama stefnu í ríkisút- gjöldum. Miðað \að reynsluna treysti ég þó engu f\rr en á hólm- inn er komið, því yfirleitt hefur það nú verið þannig að stjórnar- andstaðan tekur undir hverja kröfu uni aukin útgjöld sem berst, og ég hef reynslu fyrir því að þeim snjóar inn nú á haust- dögum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.