Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 2
2"— I’RIDJUDAGUR 14. SEPl’EMBER 1999
FRÉTTIR
Heiðargæs hópast
að BÍondulóni
Heiðargæsiun fjölgar við
Blöndulón og raðar sér
þúsnnduni saman á ný-
græðslu Landsvirkjnnar
við hliðina á sauðfénu.
„Það er óhemju mikið af gæs hér á heið-
inni og á vötnunum, sem er það eina
sem hún getur flúið til meðan hún er í
sárum. Sú geysilega uppgræðsla sem
Landsvirkjun hefur staðið fyrir hér á
heiðinni, þar sem við berum á þúsundir
hektara á ári, hefur kannski líka sitt að
segja. Gæsin sækir þar í nýgræðinginn í
þúsundavís þannig að segja má að við
ræktum bæði sauðfé og gæsir á heið-
inni,“ sagði Guðmundur Hagalín stöðv-
arstjóri við Blönduvirkjun, spurður um
hvort rétt væri hermt að heiðargæs hafi
safnast þúsundum saman að Blöndu-
lóni. Hann sagðist ókunnugur á þessum
slóðum f)TÍr 1990. „En menn sem þekk-
ja til segja að gæsinni hafi Ijölgað mikið.
Strendur vatnanna hérna, bæði Blöndu-
lóns og annarra, eru algjört kjörlendi
fyrir gæs. Og um leið og hún er komin
með unga fer hún beint á Iónið“.
Heiðin nánast friðuð
Að gæsin sitji nú orðið nær ein að
heiðagróðrinum hefur e.t.v. eitthvað að
segja. „Mér er sagt að hér hafi áður ver-
ið 25 þúsund fjár og 1.000 hross. Nú
eru hér engin hross og kannski 6-8 þús-
und fjár,, þannig að heiðin er nánast
friðuð því þetta fé heldur sig að mestu á
túngróðrinum á uppgræðslunni. Við
berum um 400 tonn af áburði fyrir um
15 milljónir á heiðina árlega, með flug-
vélum, í kringum Blöndulón og suður
af því, sem verður allt skrúðgrænt. A
þetta raðar sér féð og gæsin eins og á
tún“. Á veiðitímanum segir Guðmundur
menn gjarnan skjóta kringum lónið, því
gæsin sæki þangað á kvöldin.
Greinilega fjölgað við Blöndu...
Einn þeirra, Jóhannes Pétursson á
Blönduósi, segir það að langmestum
hluta heiðagæs sem sé á þessum slóðum
og hafi verið löngu áður en Blöndulónið
varð til. En henni henni hafi greinilega
farið fjölgandi undanfarin ár. Vestan
megin verpi hún mikið í Seiðsárdrögum
og víðar, en að austan bæði við lónið og
út alla heiði.
Stofninn verið að stækka
„Gæsum hefur Qölgað á þessu svæði
eins og annars staðar á hálendinu, því
heiðagæsastofninn hefur verið að
stækka undanfarin ár“, sagði Arnór Sig-
fússon fuglafræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun. Um fjölgun eftir tilkomu
lónsins sagði hann ekki gott að segja,
enda of lítið vitað um um varp, út-
breiðslu og fjölda heiðagæsarinnar, utan
Þjórsárvera og á austurhálendinu. Við
síðustu talningu á fellifugli 1992 hafí
60 verið taldir á Blöndulóni og auk þess
sést til fjölskylduhópa. Fellifugl leiti að
tvennu; friði á vatni og próteinríkum
gróðri í nánd til að mynda nýjar fjaðrir.
Eftir að hann verður fleygur Ieiti hann
fremur að orkuríkum gróðri, gjarnan á
tún, sem alþekkt er. Arnór sagðist hafa
verið við Blöndulón við merkingar, síð-
astfjúlí 1997. „Við eltumst einkum við
fjölskyldur með unga og merktum þarna
á þriðja hundrað fugla. — HEI
Pottverj ar velta nú mikið
fyrir sér framtíðarleið-
toga Samfylkingarinnar
enda þykir lj óst að enginn
af gömlu leiðtogunum
muni sjálfkrafa samjjykktur sem
nýr leiðtogi. í pottinum er nú
fullyrt að þessa hluti sc farið að
ræða opinskátt í imistu kreðsum
flokksins og sjálf Margrét Frí-
mannsdóttir hafi lýst því yfir á
fundi lýrir skömmu að enginn
þeirra sem þar væru, þ.e. enginn
gömlu leiðtoganna myndi passa í
þetta hlutverk. Á sama tíma cr vitað að ýmsir
hafa efasemdir um að fá Ingibjörgu Sólrúnu í
þetta hlutverk þar sem þá yrði borgin skilin eft-
ir óvölduð. Þeir Samíylkingarmenn sem hvað
leiðastir eru orðnir á þessu eru nú famir að tala
um að einfaldast væri að auglýsa hreinlega eftir
leiðtoga...
Margrét
Frímannsdóttir.
En það eru fleiri en Samfylking-
armenn í naílaskoðun þessa dag-
ana. Framsóknannenn velta því
nú fýrir sér hvað sé eiginlega í
gangi á stjórnarheimlinu, því
dag eftir dag komi forsætisráð-
herra og helli óbeinum skömm-
um yfir Finn Ingólfsson. Nú síó-
ast láti hann skanunimar dynja á
Samkeppnisstofnun vegna matvöruverðs, en
Samkeppnisstofnun er jú á forræði Finns. í pott-
inum er þetta skýrt með því að Davíð telji Finn
hafa haldið vemdarhendi yfir Orca hópnum og
Kaupþingi í málefnum FBA og benda pottverjar
á að margur hafi verið skammaður mcira íyrir
minni sakir á þeim bænum...
Pottverjar voru að lesa „Fréttapóst" Kaup-
mannasamtakanna. Þar var eftirfarandi saga: „í
Brassel era margir mcð farsíma eins og algengt
er orðið. Framleiðendur reyna sífellt að gera þá
sem minnsta og hentugasta fyrir notendur, og er
verð þcirra gjaman í öfugu hlutfalli við stærð.
Haft er cftir Niel Khmock fulltrúa Breta þar
syðra, að hann hafi aldrci áður heyrt karlmenn
FRÉTTAVIÐTALIÐ
Tryggvi Jónsson
fortiiadurundirbúningsnejmlíir
stofnunar Samtaka verslunarog
þjónustu.
Samtök verslutiarog þjón-
ustu voru stofnuð sl. vor en í
dag verðurendanlega getigi)
frá stofnun þeirra, degiáður
en Samtök atvinnulífsins
verða til. Þar verða verslunar-
og þjónustuaðilar næststærsti
hópurinn intian nýrra sam-
taka atvinnurekendameð
23% vægi.
Efla þarf kaupmátt okkar fólks
- Hvemig hefur undirbúningur að stofnun
samtakanna getigið?
„Þetta hefur verið mikil vinna en menn
hafa verið mjög samstíga og sammála um að
stofnun samtakanna væri atvinnugreininni
fyrir bestu. Vegna þeirrar samstöðu hefur
þetta verið ánægjuleg vinna."
- Hversu stór verða þessi samtök og
hverjir eru innan þeirra?
„Innan þeirra verða hátt í 500 fyrirtæki
með mörg þúsund starfsmenn á sínum veg-
um. I samtökunum sameinast ýmis starfs-
greinafélög eins og Kaupmannasamtök Is-
iands, Apótekarafélag Islands, Samtök sam-
vinnuverslana og einstök fyrirtæki eins og
olíufélög, skipa- og landflutningafyrirtæki,
tölvufyrirtæki, fjarskiptafy'rirtæki, endur-
skoðunarstofur og lögfræðistofur, svo fátt
eitt sé talið."
- Þetta eru ú vissan hútt óltk fyrirtæki
innan ykkar vébanda. Má búast við
ágreiningi um einhver mál eða munuð þið
tala einni röddu?
,/Etlunin er einmitt sú að þetta verði ein
rö|dd. Samtökin eiga fýrst og fremst að taka
á þeim málum sem eru sameiginleg, eins og
t.d. samskipti við opinbera aðila, starfs-
mannamál og erlend samskipti. Þetta eru
ekki atriði sem ættu að kalla á einhvern
ágreining. Svona samtök eru byggð upp með
sama hætti á Norðurlöndum, þar sem ég
þekki ágætlega til, og þar hefur þetta gengið
mjög vel.“
- Hvert verður svo meginhlutverk sam-
taka ykkar?
„Hlutverk SVÞ er að sinna sínum félags-
mönnum og þeim snertiflötum sem samein-
ast, eins og t.d. fræðslustarfsemi, hvað er að
gerast erlendis og hvernig jjað skilar sér til
félagsmanna. Kjarasamningar fara svo í
hönd. SVÞ verður ekki beinn aðili að þeim
en það má búast við því að töluverð vinna
verði í tengslum við þá. Samtökin munu
hafa áhrif á ákvarðanir er varða verslun og
þjónustu, koma fram fyrir okkar hönd gagn-
vart stjórnvöldum og benda á mikilvægi
verslunar og þjónustu í þjóðarbúskapnum.
Samtökin eiga að skapa aðildarfélögum mál-
efnalegan vettvang til hagsmunagæslu og
veita þeim þjónustu á ýmsum sviðum."
- Hvert er brýnasta hagsmunamálið?
„Það eru starfsmannamálin, engin spurn-
ing. Við þurfum að finna leiðir til að efla
kaupmátt okkar fólks án þess að það renni
beint út í verðlagið. Það er sérlega að-
kallandi núna í Ijósi verðbólguþróunar. Ég
tel að allir aðilar vinnumarkaðarins séu sam-
mála um að fínna þurfí slíkar leiðir.“
- Tillaga um stjórn nýrra samtaka ligg-
ur ekki fyrir?
„Á stofnfundinum verður ný stjórn kosin.
Hveijir hana skipa verður ekki Ijóst fyrr en
upp er staðið."
- Þú semfomiaður undirbúningsnefndar
hefur borið hitann og þungann af stofnun
samtakanna. Ertu tilbúinn að gegna sjálfri
formennskunn i ?
„Tíminn leiðir það í ljós.“
- Ertu þá i kjöri til formanns?
„Það hefur komið til tals að þeir sem setið
hafa í undirbúningsnefninni sitji áfram.“
- Nií stendur fyrir dyrum stofnun Sam-
taka atvinnulífsins á miðvikudaginn.
Hvaða væntingar hafið þið til þeirra sam-
taka?
„Samtök atvinnulífsins verða samnefnari
fyrir öll þessi samtök. Þar verður megin-
þungi starfseminnar. Við munum láta okkar
rödd heyrast þar, enda erum við næststærstu
aðildarsamtökin. Við vitum að okkar málefni
munu hljóta jiar góðan hljómgrunn." — bjb