Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAG UR 14. SEPTEMBER 1 999 - S FRÉTTIR ir Valdimar að aki bældingi Varaformaður Frjáls- lynda flokksins full- yrðir að Valdimar Jó- haimesson hafi staðið að „óhróðurshækl- ingnum“. Valdimar segir tvo framsóknar- menn hafa staðið að hæklingnum. Gunnar Ingi Gunnarsson, vara- formaður Frjálslynda flokksins, staðfestir aðspurður í samtali við Dag að hann hafi á miðstjórnar- fundi flokksins í júní lagst gegn boðaðri tillögu um fjárstyrk til handa Valdimar Jóhannessyni, sem skipaði efsta sæti flokksins í Reykjaneskjördæmi, vegna aðild- ar Valdimars að „óhróðursbækl- ingnum" svokallaða fyrir síðustu þingkosningar. „Það hittist svo á, að þegar þessi hugmynd kom upp á fund- inum vissi ég að Valdimar hefði brotið alvarlega gegn samþykkt miðstjórnar með því að standa að þessum bæklingi, sem mið- stjórnin hafði áður hafnað með öllu. A þessum fundi taldi ég lík- legt að ég væri einn um þá vit- Gunnar Ingi Gunnarsson: Valdimar braut alvarlega samþykkt mið- stjórnar flokksins með því að standa að „óhróðursbæklingnum". neskju og ég taldi að ekki kæmi til greina að leggja eina einustu krónu til Valdimars, þótt ekki væri fyrir annað en að með því væri verið að tengja flokkinn gjörðum Valdimars í þessu máli,“ segir Gunnar Ingi um málið. Hafnaði fjárstyrk Gunnar Ingi hafnar því að tillaga um fjárstyrk til Valdimars tengist „kvótamálinu" sem Valdimar stóð að fyrir dómstólum Iands- ins. „í fyrsta lagi hafði aldrei áður komið upp hugmynd um að Valdimar Jóhannesson: „Ég hef hingað til þorað að hafa skoðanir á mönnum og málefni undir eigin nafni.“ styrkja hann fjárhagslega vegna málsins. I öðru Iagi vissi ég ekki betur en að hann hefði fengið gjafsókn í málinu. 1 þriðja lagi átti flokkurinnn ekkert annað en skuldir vegna kosningabarátt- unnar þegar þetta kom upp og því augljóst að aldrei gæti komið til slíks styrks,“ segir Gunnar Ingi. Var þá tal um að styrkja Valdi- mar vegna kvótamálsins yfirskin eitt? „Eg get ekkert dæmt um það. Eg verð að trúa því að for- maður flokksins hafi lagt þetta til í góðri trú og að hann hafi ekki vitað um þátt Valdimars í útgáfu þessa bæklings, sem mið- stjórnin hafði hafnað,“ segir Gunnar Ingi. „Tveir fraiiisóknarmeniÞ4 Valdimar Jóhannesson segir þennan framburð Gunnars Inga alrangan. „Eg ætla ekki að fara að rífast við Gunnar Inga vegna einhvers misskilnings hjá hon- um. Eg hvorki hvatti né latti þá aðila sem leituðu til miðstjórnar flokksins um styrk vegna þessa bæklings, en það voru tveir fram- sóknarmenn og kannski fleiri að baki þeim, en þeir voru þarna að gera það sama og Davíð Oddsson gerði með mun alvarlegri hætti í Hólaræðunni frægu. En nú er komið á daginn hver er að spinna þennan söguþráð, sem Dagur hefur verið að birta. Þá verð ég auðvitað að svara í sömu mynt, að ég ann Gunnari Inga Gunnarssyni einnig hugást- um. Eg vil upplýsa Gunnar og aðra að ég hef hingað til þorað að hafa skoðanir á mönnum og málefni undir eigin nafni. Og ég verð að hrósa Gunnari Inga fyrir að hafa nú komið fram undir eig- in nafni í þessu máli,“ segir Valdimar. — FÞG Ólafur M. Magnússon. MsskUn- iiigur? Olafur M. Magnússon, einn um- hverfissinnaðra framsóknar- manna, hefur ákveðið að kæra til Eftirlitsstofnunar EFTA þá ákvörðun stjórnvalda að „virða að vettugi lög um mat á umhverfisá- hrifum og alþjóðlegar skuldbind- ingar sínar“ vegna Fljótsdalsvirkj- unar. Olafur segir lög um virkjun- ina ekki uppfylla ákvæði og mark- mið Evróputilskipunarinnar um upplýsingagjöf og aðkomu al- mennings. Akvörðun stjórnvalda um virkjun brjóti í bága gegn þeirri tilskipun og vísar Ólafur til dóms Evrópudómstólsins þar að lútandi frá árinu 1996. „Islensk stjómvöld telja sig algjörlega óháð samfélagi þjóðanna og virðast ekki virða þær alþjóðlegu skuldbind- ingar sem þau hafa undirgengist og samþykkt," segir Olafur og ætl- ar að óska eftir flýtimeðferð hjá Eftirlitsstofnuninni, þar sem mik- il náttúruverðmæti séu í húfi. Finnur Ingólfsson, iðnaðarráð- herra og varaformaður Framsókn- arflokksins, sagðist ekki vilja tjá sig um kæru Olafs að öðru leyti en því að hann teldi að um misskiln- ing væri að ræða hjá honum. - BJB Opinber lífeyrir hækkað sjöfalt Lífeyrir opinberra starfsmanna hefur hækkað sjö siiiiiuin meira síðustu árin heldur en lífeyrir úr almennu lifeyrissjóð- unum. Vísitala lífeyrisskuldbindinga fyrir opinbera starfsmenn hækk- aði um 36% frá ársbyijun 1997 til miðs þessa árs, samkvæmt út- reikningum Hagstofunnar. Samkvæmt þessu hefur lífeyrir fyrrum opinberra starfsmanna almennt hækkað um 36% á síð- ustu tveimur og hálfu ári, hjá öðrum en þeim sem fá Iífeyri samkvæmt eftirmannsreglunni. Á sama tíma hefur lífeyrir úr Iífeyrissjóðum almenna vinnu- markaðarins, sem hækkar í takt við vísitölu lánskjara/neyslu- verðs, aðeins hækkað um rúm 5%. Hækkun síðustu tveggja missera, frá júní í fyrra til júní í ár, var rúmlega 12% hjá opinber- um samanborið við tæp 2% hjá almennum lífeyrisþegum. Hörð gagnrýni talsmanna aldraðra á það, að lífeyrisþegar hafi „setið eftir“ og ekki fengið hækkanir í takt við aðra í góðærinu, virðist þannig aðeins eiga við um suma lífeyrisþega. Framangreint á við um lífeyri þeirra opinberra starfsmanna sem hækkar samkvæmt vísitölu lífeyr- isskuldbindinga, sem tekur mið af meðalbreytingum dagvinnulauna opinberra starfsmanna. En aðrir taka lífeyri samkvæmt svokallaðri eftirmannsreglu, þ.e. fá jafnan ákveðið hlutfall af launum sinna þá að eftirmönnum sem hvað lengst hafa náð í aðlögunar- og fastlaunasamningunum á ríkis- stofnunum undanfarin misseri - sem fært hafa öldruðum for\'erum sínum „gull í mund.“ „Verðbólga“ í menntim Innan ríkiskerfisins hefur líka orðið töluverð „verðbólga" í menntun starfsmanna, eins og einn vel menntaður ríkisstarfs- maður orðaði það. Hér áður fyrr var t.d. algengt að deildarstjórar ríkisstofnana væru með gagn- fræðapróf eða því um Iíkt og tækju laun eftir BSRB töxtum. Á síðari árum eru deildarstjórar sömu stofnana með háskóla- próf, gjarnan viðskiptafræðingar eða Iögfræðingar, og Iaun í sam- ræmi við það, auk alls konar fastra yfirvinnugreiðslna, sem með fastlaunasamningunum eru nú komnar inn í föstu dagvinnu- launin. Engu skiptir þótt störf eftirmanns og forvera séu ósam- bærileg - hafi sjálft starfsheitið ekki breyst, þá fylgir lífeyririnn ákveðnu hlutfalli af dagvinnu- launum eftirmannsins. Gömlu gagnfræðingarnir, sem undan- farin ár hafa fengið lífevri sinn reiknaðan út frá launum há- menntaðra hákskólamanna, hafa því nýlega fengið heilmikla viðbótarhækkun, þegar óunnin yfirvinna eftirmannsins var færð inn í fastakaupið. - HEI Lífeyrir fyrrum opinberra starfsmanna hef- ur almennt hækkað um 36% á síðustu tveimur og hálfu ári. Á sama tíma hefur lífeyrir úr lífeyrissjóðum almenna vinnu- markaðarins, sem hækkar í takt við vísi- tölu lánskjara/neysluverðs, aðeins hækkað um rúm 5%. eigin eftirmanna. Lífeyrir sumra þeirra getur því hafa hækkað eitt- hvað minna en 36%, en annarra meira - jafnvel miklu meira. Segja má að þeir lífeyrisþegar hafi fengið „lottóvinninga“ sem eiga Ríkissjóöur með 7,5 milljaxða afgangi Staða ríkissjóðs í ár er verulega mikið betri en reiknað var með í fjár- lögum samkvæmt tölum fyrir íyrri hluta ársins. Tekjur hafa aukist um 6,5 milljarða umfram áætlun. Gert var ráð fyrir um 83,5 milljörðum í tekjur en þær urðu um 90 milljarðar. Ríkisútgjöld hafa hins vegar ekki aukist að sama skapi á þessu tímabili. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun er því gert ráð fyrir því núna að ríkissjóður muni verða rekinn með 7,5 milljarða tekjuafgangi á árinu, sem er um 5 milljörðum meira en gert var ráð fyrir. Áætlunin fyrir árið f heild gerir þannig ráð fyrir að tekjur aukist um 10 milljarða en útgjaldaaukning á síðari hluta ársins verði um 5 milljarðar. Eldur í blikksmiðju Ljóst er að verulegt tjón varð þegar eldur kom upp í blikksmiðju við Malarhöfða í Reykjavík síðdegis í gær. Allt tiltækt slökkvilið var kall- að á staðinn og náði það fljótlega tökum á eldinum. Engu að síður var talið ljóst að skemmdir hefðu orðið miklar. Eldsupptök lágu ekki fyr- ir í gærkvöld. Sjálfstæðisflokkur stækkar Samkvæmt nýrri könnun Gallups er Sjálfstæðisflokkurinn að auka fylgi sitt þriðja mánuðinn í röð og er nú kominn með tæplega 50% fylgi landsmanna. Hinn stjórnarflokkurinn, Framsóknarfíokkurinn, er hins vegar að tapa fylgi og myndi samkvæmt Gallupkönnuninni fá tæp 15% atkvæða. Vinstri-grænir auka við sitt fylgi frá því í síðasta mánuði og myndu samkvæmt könnuninni fá um 13% á meðan Sam- fylkingin stendur í stað með tæplega 19% fylgi. Ríkisútvarpið greindi frá þessu. Bónus í Florida Baugur hefur nú til athugunar að kaupa 50% hlutafjár í Bonus doll- ar stores. Bonus dollar stores er keðja verslana sem verið er að setja upp á Floridasvæðinu. Uppsetningin hefur verið í höndum Jims Schafer og hafa nú verið opnaðar 6 verslanir en samkvæmt þriggja ára viðskiptaáætlun er gert ráð fyrir 50 verslunum á þessu svæði og að á næsta ári verði hagnaður af þessari starfsemi um 30 milljónir. Baugur hefur fylgst með uppbyggingu þessara verslana frá fyrsta degi en hugmyndafræðin er að byggja upp einfaldar verslanir í anda Bón- uss á Islandi sem selja 70% sérvöru og 30% matvöru.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.