Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 4
é - ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 19 9 9
FRÉTTIR
Byggðajafnvægi forgangsverkefni
ÞingrloUíur Vinstrihreyfíngarinnar - græns framboðs hefur lýst þvi
yfír að byggðajafnvægi verði eitt af forgangsverkefnum flokksins á
komandi vetri.
Þingflokkurinn heimsótti fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum í síð-
ustu viku og efndi til málfunda um byggða- og atvinnumál. „Byggða-
röskun undanfarinna ára hefur komið illa niður á Vestfjörðum,“ seg-
ir í ályktun frá þingflokknum. „Kvóti hefur verið seldur eða tapast frá
mörgum byggðarlögum og hundruð starfa tapast úr fiskvinnslu og
tengdum greinum með tilheyrandi félagslegum afleiðingum. A sama
tíma hefur stjórnarstefnan með niðurskurði og einkavæðingu allan
þennan áratug veikt innviði samfélagsins, dregið úr möguleikum til
að beita félagslegum lausnum í byggða- og atvinnumáium og hrakið
fólk úr heimabyggð sinni. Ofan á þetta bætist að störfum í opinberri,
þjónustu hefur fækkað á landsbyggðinni."
Þingflokkurinn bendir á að þrátt fyrir erfiðar aðstæður sýni árang-
ur ýmissa fyrirtækja vestra, t.d. í hátækniiðnaði tengdum sjávarút-
vegi, ferðaþjónustu og fleiri greinum, hverju dugnaður og framfara-
hugur í atvinnulífinu geti áorkað.
Réttarferð í Húnaþingi
Stóðréttir hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Undir yfírskriftinni „Á vit ævintýrannna" standa ferðaþjónustuaðilar
og hrossabændur í V-Húnaþingi að sameiginlegu og árlegu átaki til
að fá almenning til þátttöku í stóðsmölun og réttum á Laxárdal, sem
fram fer um næstu helgi. Þar verður fólki gefinn kostur á að taka þátt
í viðburðunum með heimamönnum. Þetta hefur átt síauknum vin-
sældum að fagna síðustu árin. Að morgni laugardags verður Iagt af
stað í smölun frá Strjúgsstöðum í Langadal og hrossin rekin út Lax-
árdalinn að Skrapatungurétt. Þá verður gert hlé og efnt til skemmt-
unar og dansleiks í Félagsheimilinu á Blönduósi um kvöldið. Réttar-
störfin fara svo fram í Skrapatungurétt á sunnudeginum þegar
mannfólkið hefur slett úr klaufunum og hrossin hvílt sig yfir nóttina.
- BJB
JólahöHin í annað sinn
Fyrirtækið Markaðssókn hefur ákveðið að halda sýninguna JólahöII-
ina á ný í Laugardalshöllinni. Sambærileg sýning fór þar fram í fyrra
og nú hefur hún verið dagsett helgina 19. til 21. nóvember næstkom-
andi. Að sögn aðstandenda Markaðssóknar hafa fjölmörg fyrirtæki
nú þegar staðfest þátttöku á sýningunni. I tilefni af sýningunni verð-
ur hrundið af stað söfnun til styrktar Barnaspítala Hringsins. Mark-
miðið með sýningunni er „að fyrirtæki og verslanir komist í beint
samband við neytendur á jákvæðan og skemmtilegan hátt í upphafi
jólavertíðar og nái þannig að kynna íjölbreytta möguleika til jóla-
gjafa.“
EX P RESS
HAGLASKOTIN
-HÆFABEIUR
9 Sjörnubrotin plasthylki
9 Plastbolla forhlöð
9 16-24mm sökkull
4Þ VECTAN-hágæða púður
4) 36, 42 og 46 gr. hleösla
• 3% ANTIMONY-högl
• Stærðir 1,3, 4, 5
9 Hraði: 1375fet/sek.
9 ClP-gæðastaðall
Mávahlíð 41, Rvík, sími 562 8383
OG SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND
-------
SPORTVÖRU
GERÐIN HF.
Svo virðist sem það færist í vöxt að ráðist sé á lögreglumenn við skyldustörf. Einn slasaðist við handtöku ung-
lingspilts í Hamrahverfi í Grafarvogi um helgina og sparkað var í annan lögreglumann afæstum partýmanni við
Háaieitisbraut.
Átök viö lögreglu
í Hamráhvem
Víða er komið við í
dagbók lögregliumar í
Reykjavík fyrir helg-
ina 10. til 13. sept-
ember.
Mjög rólegt var í miðborginni að-
faranótt laugardags og flest veit-
ingahús búin að loka klukkan 4.
Töluverð ölvun var þótt fátt hafi
verið í húsunum, samkvæmt
dagbókinni. Börn undir 16 ára
aldri voru ekki áberandi. Hand-
taka þurfti tvo menn vegna ölv-
unar og einn vegna líkamsmeið-
inga. Nokkur erill var hjá Iög-
reglu í miðborginni aðfaranótt
sunnudags þótt ekki væri mjög
margt þar. Einn maður var flutt-
ur á slysadeild eftir að honum
var hent út af veitingahúsi. Tveir
menn voru handteknir vegna lík-
amsmeiðinga og þrír vegna ölv-
unar.
Ekið á bam
Um helgina voru 14 ökumenn
grunaðir um ölvun við akstur og
20 íyrir of hraðan akstur. Síð-
degis á föstudag hljóp 7 ára barn
aftur fyrir strætisvagn, út á göt-
una og lenti á bifreið sem ekið
var hjá. Drengurinn hlaut bein-
brot á fæti og skrámur í andliti.
Okumaður bflsins sem drengur-
inn varð fyrir var einnig fluttur á
slysadeild vegna áfallsins sem
hann varð fyrir.
Þá missti ökumaður stjórn á
bifreið sinni snemma á Iaugar-
dagsmorgun á mótum Breið-
holtsbrautar og Stekkjarbakka.
Bifreiðin lenti á girðingu sem
eyðilagðist á Iöngum kafla.
Á hádegi á laugardag var óskað
eftir því að ölvuðum manni væri
vísað út af veitingastað við Laug-
arveg. Það var gert en síðan
þurfti að handtaka manninn til
að koma í veg fyrir að hann
hjólaði af stað ofurölvi á reið-
hjóli.
Seint á laugardagskvöld var
árekstur á gatnamótum Bústaða-
vegar og Háaleitisbrautar. Öku-
maður og tveir farþegar úr
annarri bifreiðinni voru fluttir á
slysadeild en meiðsli þeirra
munu ekki alvarleg enda allir
með beltin spennt.
Stálu fjarstýrtngu að
bilageymslu
Á laugardagsmorgun var tilkynnt
um innbrot í fyrirtæki við Faxa-
fen. Þar var stolið peningum og
ýmsum tækjum. Þá var brotist
inn í íbúð við Völvufell, litlu
stolið en nokkuð skemmt. Síð-
degis á laugardag var tilkynnt um
innbrot í bflskúr við Bollagötu.
Þaðan var stolið talsverðum
verðmætum.
Aðfaranótt mánudags var til-
kynnt um tvo menn sem hafi far-
ið inn í bíl, tekið úr honum Ijar-
stýringu að bílageymslu og farið
inn í bílageymsluna. Mennirnir
voru handteknir og fannst mikið
magn af ætluðu þýfí í bifreið
þeirra auk fíkniefna í fórum ann-
ars þeirra. Snemma á mánudags-
morgun var maður handtekinn
er hann var að reyna að brjótast
inn í verslun í Hlíðunum.
Sparkað í logreglrnnann
Tilkynnt var um hávaða frá ung-
lingum utandyra í Hamrahverfí
skömmu eftir miðnætti aðfara-
nótt laugardags. Þar höfðu orðið
átök og er lögreglan var að kanna
málið fór ungur piltur að ota
hnífi að lögreglumanni. I átök-
um sem urðu við handtökuna
féll lögreglumaður og rifbrotn-
aði. Tveir piltar voru handteknir.
Sömu nótt var kvartað yfir
miklum látum og skemmdum á
sameign í húsi við Háaleitis-
braut. Þar var að verki mjög æst-
ur maður sem sparkaði í lög-
reglumann er átti að handtaka
manninn. Sparkið mun ekki hafa
haft alvarlegar afleiðingar, að
sögn lögreglu.
Maður kom æðandi út af veit-
ingastað í miðborginni á laugar-
dagsmorgun og sló tvær konur í
höfuðið með flösku. Konurnar
voru íluttar á slysadeild. Árás-
armaðurinn er óþekktur og
fannst ekki.
Feðgar á ferð
Á sunnudagskvöld leitaði lög-
reglan að manni sem gerði til-
raun til ráns í söluturninum Blá-
horninu í Kópavogi. Var leitað í
Fossvogi og víðar án árangurs.
Aðfaranótt sunnudags var pilt-
ur handtekinn fyrir að brjóta
taxaljós á Ieigubifreið og sparka í
aðra bifreið. Faðir piltins var
með honum og reyndi hann að
hindra lögregluna í að handtaka
piltinn en var sjálfur handtek-
inn.
Athugasemd við fánaborg
Tilkynnt var um nokkra landa-
sala á ferðinni aðfaranótt sunnu-
dags. Þeir voru handteknir með
smáræði af landa og nokkuð af
peningum í fórum sínum.
Síðdegis á sunnudag var gerð
athugasemd við fána í fánaborg
við veitingastað. „Nokkuð er um
slíkar kvartanir þegar þjóðfáninn
er settur í fánaborg með merkj-
um eða fánum sveitarfélaga, fé-
laga eða fyrirtækja en það er
bannað. Slíkir fánar skulu vera í
röð sem aðskilin er frá röð þjóð-
fána,“ segir m.a. í dagbókinni.
370 mHljónir í höimun
Samkvæmt yfirliti sem Lands-
virkjun hefur sent Degi, í tilefni af
frétt blaðsins á dögunum um end-
urkröfur íyrirtækisins á hendur
ríkinu ef hætt verður við Fljóts-
dalsvirkjun, hafa þrír milljarðar og
80 milljónir króna á núvirði fallið
til vegna rannsókna og undirbún-
ings á virkjuninni frá árinu 1983.
Af þessu eru 1.550 milljónir yfir-
tekinn kostnaður vegna rann-
sókna Rarik og Orkustofnunar
samkvæmt samningi frá 1983.
Af öðrum kostnaði, sem síðan
hefur til fallið, stafa samkvæmt
yfirliti Landsvirkjunar, 270 millj-
ónir króna vegna rannsókna, 370
milljónir króna vegna hönnunar-
vinnu, 95 milljónir eru eyrna-
merktar „aðstöðusköpun og eftir-
Iit“, 480 milljónir hafa farið í
framkvæmdir og bókfærðir vextir
og lántökukostnaður á fram-
kvæmdatíma hljóðar upp á 315
milljónir króna. Yfirtekinn kostn-
aður er því 1.550 milljónir en
kostnaður Landsvirkjunar sjálfrar
1.530 milljónir, samtals 3.080
milljónir króna.
Fram hefur komið það álit
Landsvirkjunar, að ef ekkert verð-
ur af Fljótsdalsvirkjun, svo sem
vegna mótmæla og afturköllunar
framkvæmdaleyfis, að ríkið eigi að
endurgreiða fyrirtækinu þennan
kostnað. - fþg