Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 12
12-ÞRIDJUDAGUR l-1. SEPTEMBER 19 99 Simí 462 3500 * Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbio UNIVERSAL DDLBY DQLBY f 1; r ' 1 rH- NATTURAN KALLADI CETTU HVER SVARAÐI Þfiöjud. kl. 21 & 23 Þríðjud. kl. 21 Þfiöjud. kl. 231 B.i.16 B.i.16 Rottasta hetja sem sett hefur uerið saman er hoinín á hvíta tjaWið! Matthew firoderick og Rupert Euerett fara á kostum í frábærri tnynd. Sýnd kl. 17 og 19 KVIKMYNDAHÁTÍÐ Sýnd kl. 16.30 Komduoíjhiltu lutefeibertsos I Jujjh Graut ávt.»íse«.^it:r Notting Hill STAHLEY KOBRICK'S THE SHINING RAÐHUSTORG I H X SIMI 461 4666 DOLB Y J Sýnd kl. 21 og 23.30 Sýnd kl. 18.50 Sýnd kl. 21 og 23.15 ÍÞRÓTTIR KR-stelpurnar hampa hér bikarnum í fyrsta skipti, eftir sigurinn á Breiðabliki á sunnudaginn. Þetta er þriðji stórtit- ill KR-inga í fótbolta á 100 ára afmælisárinu og spurning hvort þeir verða fjórir, eftir bikarúrslitaleik KR og ÍA í karlaflokki. KR vann blkariim KR-stelpur iiiiim uin helgiua siim aiiiiaii stórtitil á siunriuu, þegar þær lögðu Breiðablik 3-1 í úr- slitaleik Bikarkeppni KSÍ á Laugardalsvelli. Það var auðséð í upphafi bikar- úrslitaleiks KR og Breiðabliks á sunnudaginn, að Blikastelpurn- ar, bikarmeistarar síðasta árs, voru mættar til að sigra og ætl- uðu ekki að missa bikarinn í hendur KR-inga. Þær mættu ákveðnar til leiks og voru mun betra liðið framan af. Fullar sjálfstrausts sóttu þær stíft í fyrri hálfleik og munaði þar mestu um frábæran leik Rakelar Og- mundsdóttur. Það sem aftur á móti kom í veg fyrir að þeim tækist að skora í hálfleiknum, var stórgóður Ieikur Sigríðar Fanneyjar í KR-markinu, sem sjaldan hefur spilað betur. Blikar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og strax á fyrstu mínútu uppskáru þær fyrsta mark leiksins. Það gerði Kristrún Daðadóttur, eftir góðan undirbúning Rakelar Ögmunds- dóttur. Eftir markið drógu Blikar sig heldur til baka á vellinum, sem þær hefðu ekki átt að gera, því um Ieið gáfu þær KR-ingum færi á að byggja upp öflugra miðjuspil, sem skilaði jöfnunar- marki Helenu Olafsdóttur á 65. mínútu. Tíu mínútum síðar bætti Guðlaug Jónsdóttir, sem var síógnandi, við öðru marki KR-inga og innsiglaði svo sigur- inn með sínu öðru marki fimm mínútum seinna. KR-Iiðið, sem þarna vann sinn annan stórtitil á sumrinu, sann- aði að þar fer sterkasta kvennalið landsins. Þrátt fyrir mótstöðuna í fyrri hálfleik gáfust þær aldrei upp og unnu sannfærandi bar- áttusigur og þar með fyrsta bik- arsigur KR-inga í kvennaflokki. Duga nlu mörk? Eftix níu marka sigur á Makedóníu um helg- ina, liggur leið ís- lenska landsliðsins nú til Skopje í Makedón- íu, þar sem liðin leika seinni leikinn í einu mesta hryllingshúsi handboltasögunnar, að sögn íslenskra íjöl miðla. Islenska karlalandsliðið í hand- knattleik vann í fyrrakvöld lið Makedóníu með níu marka mun, 32-23, í fyrri leik Iiðanna um sæti í úrslitakeppni Evrópumóts Iandsliða, sem fram fer í Króatíu i byrjun næsta árs. Miðað við fram- göngu Makedóníumanna í Kaplakrika í fyrrakvöld, ættu níu mörk í farteskinu að duga okkar mönnum í seinni Ieikinn, sem fram fer á sunnudaginn í Skopje. Makedónska liðið virkaði frekar þunglamalegt og á meðan olikar menn héldu haus, áttu þeir fá svör í pokahorninu. Það var aug- ljóst á Ieik okkar manna, að þeir eiga enn meira inni heldur en þeir sýndu í Kaplakrika og því óþarfi að kvíða framhaldinu. Ljónagryfjan í Skopje 011 umræðan um seinni leikinn í Skopje hefur verið heldur nei- kvæð og niðurdrepandi og látið að Ólafur Stefánsson stjórnaði spili íslenska liðsins gegn Makedóníu- mönnum og skoraði fjögur mörk. því liggja að strákarnir okkar séu jafnvel á leið inn í ystu myrkur. Umræðan ætti þó ekki að hafa áhrif á hópinn, því þar fara ellefu hraustmenni með víkingablóð í æðum, auk þess að hafa eina tveggja metra sleggju, af kúbverskum uppruna, í hópnum. Allar þessar draugasögur um ljónagryfjuna í Skopje verða því örugglega blásnar út af borðinu og með yfirveguðum og ákveðn- um leik ætti dæmið að ganga upp. Ef menn ætla aftur á móti að Iáta þjóðsögur á borð við „Drakúla greifa" hræða úr sér Iíftóruna, þá er ekki von á góðu. Rússneska grýlan var líka komin upp á borð hjá sumum varðandi dómara leiksins, en þar er á ferðinni gott dómarapar sem fengið hefur bestu einkunn á undanförnum stórmótum. Það er því full ástæða til að mæta til leiks með bros á vör og láta ekki fyrirfram slá sig út af laginu. Draiunabyrjiin Islenska liðið náði draumabyrjun í leiknum á sunnudaginn og komst í 3-0 áður en Makedóníu- menn náðu að svara fyrir sig. Staðan var svo fljótlega orðin 6-1 og stefndi í stórsigur. Þá var kom- ið að þessum köflum, sem svo oft hafa einkennt leik íslenska lands- liðsins, þegar allt gengur á aftur- fótunum. Makedóníumönnum tókst að minnka muninn í tvö mörk, 8-6, en sem betur fer tókst strákunum að hrista af sér slenið og auka enn við forskotið. Eftir að staðan var 16-8 í hálf- Ieik, tókst íslenska Iiðinu að halda sjö til átta marka forskoti lengst af, þrátt fyrir misjafnan leik, sem í lokin lauk með níu marka stór- sigri. Hvað meira er líka hægt að biðja um gegn liði sem fyrir skemmstu tók þátt í úrslitakeppni HM og náði einnig þeim árangri að komast í úrslit síðasta Evrópu- móts. Bestur í íslenska liðinu var járnkarlinn Duranona, sem skor- aði alls 12 mörk. Hann virðist engu hafa gleymt frá Akureyrarár- unum og var oft gaman að sjá til hans. Guðmundur Hrafnkelsson virðist líka vera í góðu formi og átti góðar rispur í markinu. Ann- ars stóð allt liðið sig ágætlega og með smá auka yfirvegun ætti Evr- ópudraumurinn að rætast í hryll- ingshöllinni í Skopje.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.