Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 3
ÞRÍBJUDAGUR 14. SEPTEMBER 199 9 - 3
Metí
nýtingu
FRETTIR
LOdegt að meiri
fLkniefni finnist
Lögregluyfirvöld fást
nú viö rannsókn
stærsta fOmiefnamáls
sem upp hefur komið
hér á landi. Hald hef-
ur verið lagt á ríflega
30 kiló af fíkniefn-
um. Fjórir ineim eru í
haldi en líklega verða
fleiri teknir.
Söluverðmæti haldlagðra fíkni-
efna í málinu er talið vel á annað
hundrað milljónir króna. Fyrst
fundust 7 kíló af hassi sl.
fimmtudagsmorgun í farmi tyrk-
nesks leiguskips Samskipa, sem
kom til landsins daginn áður. Við
húsleit eftir það hjá fjórum
mönnum, sem nú hafa verið úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald, fund-
ust til viðbótar 17 kíló af hassi, 4
kíló af amfetamíni, tæpt 1 kíló af
kókaíni og 6 þúsund e-töflur.
Einnig var Iagt hald á 1 milljón
króna í peningum, ökutæki,
tölvTjbúnað og skotvopn. Miðað
við að hver E-tafla sé um 0,2
grömm að þyngd má ætla að
magn fíkniefnanna sé ríflega 30
kíló.
Til marks um umfangið nú þá
var lagt hald á 15 kíló af hassi
allt árið í fyrra. Hvað kókaínið
varðar þá hefur aldrei áður verið
svo mikið magn tekið í einu. Til
samanburðar hefur mest verið
lagt hald á kókaín árin 1992 og
1998, eða í kringum 1 kíló hvort
ár. Svipað er með amfetamínið.
Mest hefur verið tekið árin 1995
og 1996, eða 5-6 kíló fyrir hvort
ár. Mesta magn E-taflna til þessa
er 3.300 töflur allt árið 1997.
Þessar tölur sýna það og sanna
hversu stórt magn hefur náðst í
þessu máli.
Sá yngsti tvítugur
A föstudagskvöld voru 5 aðilar
handteknir vegna málsins, fjórir
karlar á þrítugsaldri og ein kona.
Konan tengdist málinu ekki og
var sleppt eftir yfirheyrslur en
mennirnir fjórir voru sl. laugar-
dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald
til næstu tveggja mánaða. Menn-
irnir, að einum undanskildum,
hafa áður komið við sögu fíkni-
efnamála. Tveir þeirra eru fædd-
ír árið 1972, einn árið 1973 og
sá yngsti er aðeins tvítugur.
Omar Smári Ármannsson að-
Úmar Smári Ármannsson: Teljum
okkur vita býsna mikið.
stoðaryfirlögregluþjónn sagðist í
samtali við Dag ekki útiloka að
verulegt magn fíkniefna til við-
bótar ætti eftir að finnast við
rannsókn máisins og eins að
fleiri aðilar yrðu teknir. Aðspurð-
ur hvort höfuðpaur þessa máls
hefði náðst sagði Ómar Smári:
„Við teljum okkur vita býsna
mikið. Þegar Iengra Iíður á rann-
sóknina munum við birta yfirlit
um málið.“
Gríöarleg leit
Lögregla og tollgæsluyfirvöld
komust á sporið við leit í farmi
tyrkneska skipsins eíns og áður
sagði. Það var að koma frá Norð-
urlöndum og er talið að fíkniefn-
in hafi komið um borð í Dan-
mörku. Gríðarlega umfangsmikil
leit fór fram og farið var í nokkra
tugi gáma skipsins og hver ein-
asti pakki í þeim grandskoðaður.
Miðað við það magn sem síðan
fannst við húsleit hjá mönnun-
um má ætla að þeir hafi áður
notað sömu leið við að koma efn-
unum til landsins. Omar Smári
sagði að rannsókn myndi leiða í
ljós hvort svo væri.
„Við höfum til Iangs tíma
reiknað með þessari leið inn í
Iandið. Gríðarlegur farmur kem-
ur hingað jafnan á skömmum
tíma og erfitt um vik að leita af
sér allan grun. I samráði við
tollayfírvöld höfum við verið að
skoða gámasendingar og eins
Iíka hraðsendingar með pósti.
Við þekkjum dæmi þess að fíkni-
efni hafi komið með slíkum
sendingum, samanber síðasta e-
töflumálið. Þetta eru tímafrekar
aðgerðir og útheimta mikinn
mannskap," sagði Omar Smári.
- BJB
Herbergja-
nýting var
93% í ágúst-
mánuði á
hótelum í
Reykjavík
sem er hæsta
herbergja-
nýting sem
mælst hefur í
nokkrum
mánuði síð-
an skipulagð-
ir útreikningar hófust sam-
kvæmt upplýsingum frá Sam-
tökum ferðaþjónustunnar. Um
86% meðalnýting ársþriðjung-
inn maí-águst slær enn fremur
fyrri met. Hlutfallslega var
aukningin þó lang mest á tíma-
bilinu janúar-apríl, eða tæplega
71% að meðaltali borið saman
við 45-51% á sama tímabili síð-
ustu þrjú árin á undan. Að sögn
Ernu Hauksdóttur, framkvæm-
dastjóra Samtaka ferða-
þjónustunnar er allt útlit fyrir að
herbergjanýting verði með besta
móti í Reykjavík í september og
október.
Allt önnur mynd blasir við
hóteleigendum á landsbyggð-
inni. Herbergjanýting í ágúst
minnkaði um fjögur prósentu-
stig milli ára niður í 79%, sem er
að vísu nokkru betra en á árun-
um 1986-87. Um 66% meðal-
nýting mánaðanna júní-ágúst er
hins vegar töluvert slakari held-
ur en á sama tímabili síðustu
þrjú árin á undan.
Erna Hauksdóttir.
Gömlu húsin tvö við Skipholt sem til stendur að rífa, sitt hvoru megin við steinsteypta íbúðarhúsið. Þetta eru síðustu húsin á
svokölluðum Kringiumýrarbiettum sem risu á þriðja og fjórða áratug aldarinnar. mynd: hilmar þúr.
Kctnglumýrar-
blettimir að hverfa
Hjá skipulagsyfirvöldum borgar-
innar hafa verið samþykktar
beiðnir um að rífa húsin við
Skipholt númer 62 og 66. Þetta
eru síðustu húsin sem eftir
standa á svokölluðum Kringlu-
mýrarbletti. Ekki liggur fyrir
hvað gera á við lóðina nr. 62, þar
sem nú stendur húsið Höfn, en í
stað hússins við Skipholt 66,
sem margir þekkja undir nafninu
Hlíðardalur, eiga að koma tvö
þrílyft íbúðarhús. Á lóð Hlíðar-
dals hafa í raun verið tvær ióðir,
Skipholt 66 og 68, og þar stend-
ur til að byggja húsin tvö.
Fjallað var um Kringlumýrar-
bletti í Islendingaþáttum Dags á
síðasta ári undir greinadálknum
Húsin í bænum. Þar kom fram í
grein Freyju Jónsdóttur að upp
úr 1932 hafi verið úthlutað jörð-
um í Kringlumýri. Á hluta þess
svæðis, austan í Rauðarárholti,
risu nokkur grasbýli sem kölluð
voru Kringlumýrarblettir. Húsin
Höfn og Hlíðardalur eru sem
sagt síðustu húsin á þessu svæði
en þau voru látin falla inn í
skipulagið við lengingu Skip-
holts á sjöunda áratugnum.
Stórar lóðir fylgdu þessum hús-
um og var þar stunduð garðyrkja
og ýmis annar búskapur. - BJB
Krakkavefur á Vísi.is
Krakkavefurinn
hefur verið opnað-
ur á Vísi.is. Hér er
á ferðinni vefur
með leikjum,
þrautum, upp-
skriftum, spjalli og
ýmsu fleira fyrir
krakka á öllum
aidri. Þetta er
fyrsti íslenski vef-
urinn sem sniðinn
er að þörfum og
hugarheimi barna.
Krakkavefurinn
skiptist í eftirfar-
andi hluta: Leikir
og skemmtun,
Litabókin, Spjall-
ið, Uppskriftir,
Póstkort, Krakka-
klúbbur DV, Út-
varp Fókus og
Dagatalið.
Forsíða Krakkavefsins á Vísi.is.
Vaka kærir Lánasjóðinn
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur lagt fram kæru til Tölvu-
nefndar. Kæran er lögð fram vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar Lána-
sjóðsins að veita aðgengi að listum yfir nöfn námsmanna erlendis og
heimilisföng umboðsmanna þeirra.
„Vaka telur hér alvarlega brotið á viðsldptavinum Lánasjóðsins. Líta
verður svo á að ábyrgð Lánasjóðs íslenskra námsmanna sé fullkom-
lega sambærileg við bankastofnanir hvað varðar upplýsingagjöf um
viðskiptaríni sína. Víst er að það þætti ekki til fyrirmyndar ef upp
kæmist að íslenskir viðskiptabankar seldu uppsafnaðar upplýsingar
um skjólstæðinga sína til óviðkomandi aðila í markaðsskyni,11 segir
m.a. í tilkynningu frá Vöku.
Á stjórnarfundi sínum fyrir helgi ályktaði Stúdentaráð Háskólans
um sama mál. Þar lýsti stjórnin furðu sinni yfir umfjölluninni. Greini-
legt væri af ummælum stjórnarformanns og framkvæmdastjóra LIN
að mikil óvissa ríkti um framkvæmd málsins innan sjóðsins. - BJB