Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 10
10 - ÞRIÐJUDAGUR li. SEPTEMBER 1999 -Uu^ttr SMAAUGLYSINGAR Húsnæði í boði Til leigu frá og með 1. okt. 2. hæð i Skipa- götu 6 (yfir Heilsulindinni). Ibúðin er 4 her- bergi (120 m2). Getur hentað vel fyrir skrif- stofur. Húsnæðið er í mjög góðu ástandi. Upplýsingar i sima 461 1861. Atvinna í boði Hrísar Eyiafjarðarsveit Til leigu í vetrarleigu 45 m2 timburhús með svefnlofti að Hrísum Eyjafjarðar- sveit. Innifalinn er allur húsb'’inaður. Upplýsingar í síma 463 1305. Tökum að okkur tjaldvagna og fellihýsi i vetrargeymslu. Verð kr. 1.800 á tjaldvagn og 2.500 á fellihýsi per mánuð. Upplýsingar í síma 463 1305. Viltu fara til Noregs. Fjölskylda í Noregi óskar eftir stelpu til að aðstoða við heim- ilisstörf og barnagæslu fram að jólum. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Upplýsingar í síma 462 3262. Píanóstillingar Ökukennsla Kenni á nýjan Mercedes Benz A-class (litla Benzinn). Útvega öll náms- og prófgögn. Kenni allan daginn, á kvöldin og um helgar. Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari Þingvallastræti 18 heimasími 462-3837 GSM 893-3440. Verð við píanóstillingar á Akureyri og nágr. dagana 19. - 23. sept. Uppiýsingar í s. 462 5785 og 895 1090. (sólfur Pálmarsson, píanósmiður. 0RÐDAGSINS 462 1840 t0) r [ru ÖY FURUVOLLUM 15 • AKUREYRI Atvinna Ispan óskar eftir að ráða starfsfólk nú þegar. Upplýsingar veittar daglega kl. 13.00 - 16.00, ekki í síma. Ispan Furuvellir 15, 600 Akureyri. Véla - Pallaleiga Skógarhlíð 43, 601 Akureyri fyrir ofan Iliisasmiðjuna Leigi út álvinnupalla. Henta vel við málningu og viðgerðir á litlum og stórum húsum. 461-1386 og 892-5576 Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. september 1999 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 23. útdráttur 4. flokki 1994 - 16. útdráttur 2. flokki 1995 - 14. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 - 5. útdráttur Innlausnarveróið er að finna í Morgunblaðinu þriðjudaginn 14. september. Inntausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóóum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Ibúðalánasjóður Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 I Fax 569 6800 ERLENDAR FRÉTTIR Björgunarmenn leita í rústum fjölbýlishússins. Moskvubúar óttast fleiri hryðjuverk Boris Jeltsin sagði hryðjuverkameim hafa sagt rússnesku þjdðinni stríð á hend- ur. Sprengingin sem lagði átta hæða fjölbýlishús í rúst í Moskvuborg í gær er sú fjórða í röðinni á tveimur vikum. Alls hafa þessar sprengingar orðið meira en 200 manns að bana og velkist varla nokkur í vafa Iengur um að um hryðjuverk sé að ræða. Boris Jeltsín sagði í sjónvarps- ávarpi hryðjuverkamenn hafa sagt rússnesku þjóðinni strfð á hendur. Lögreglan segir að ekki sé vitað hver orsök sprengingar- innar sé, en allar líkur séu til að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Júrí Lúsjkov, borgarstjóri í Moskvu, sagðist telja að „téténskir glæpamenn“ hafi ver- ið þarna að verki. I sprengingunni í gær fórust tugir manna og var unnið að því að leita í rústunum. Litlar vonir voru til að finna marga á lífi. 150 manns bjuggu í húsinu, en ekki var vitað hve margir voru heima þegar sprengingin varð. Lögreglan sagðist vona að sem flestir íbúanna hafi verið að heiman yfir helgina. Rússneskir hermenn eru enn að berjast við íslamska skæruliða í Dagestan, sem margir hverjir koma frá Téténíu. Rússneski herinn fullyrti í gær að hann hafi náð á sitt vald öðru þeirra tveggja meginsvæða í Dagestan sem barist hefur verið um síð- ustu daga. urs 'Z&lkSs Traustir og fallegir kanóar, kajakar og árabátar á mjög góðu verði. Dæmi: • 3-4 manna kanó á kr. 62.900, • kajakar og árabátar frá kr. 49.900. Upplýsingar í síma 896-9476 eftir kl. 17.00. Tollkvótar vegna innflutnings á blómum. Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu verð- lagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar dags. 9. september 1999, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi ínnflutn- ing: Tollnúmer: Vara Tímabil Vörumagn Verðtollur Magntollur kg. % kr./kg 0602.9093 Aðrar pottaplöntur til og með 1 m á hæð 01.10.-31.12.99 1.200 30 0 0603.1009 Annars (Afskorin blóm) 01.10.-31.12.99 3.200 30 0 Skriflegar umsóknir skulu sendar bréfleiðis eða með símbréfi til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólagötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 15:00 föstudaginn 17. september 1999. Landbúnaðarráðuneytinu, 13. september 1999. HEIMURINN Annar stór skjálfti TYRKLAND - Sterkur jarð- skjálfti reið yfir Tyrkland í gær, aðeins fjórum vikum eftir að jarðskjálftinn mikli reið yfir, sem varð um 15.000 manns að bana. Jarðskjálftinn í gær er talinn hafa verið 5,8 til 6,0 stig á Richterkvarða, töluvert minni en stóri skjálftinn fyrir mánuði, sem mældist 7,6 stig, en álíka stór og jarðskjálftinn sem reið yfir í Aþenu fyrir skömmu. Sam- kvæmt fyrstu fréttum Iétust að minnsta kosti átta manns af völdum skjálftans í gær, og þó nokkur íjöldi manns slasaðist. Fjölmargar byggingar, sem skemmst höfðu í stóra skjálftan- um, hrundu í gær og var eigna- tjón verulegt. I gær veitti Rauði kross Islands 8,2 milljónum króna til uppbyggingarstarfs í Tyrklandi og verður þetta fé not- að til verkefnis Alþjóða Rauða krossins að aðstoða alls um 250.000 manns við að afla sér brýnustu lífsþarfa og koma 50.000 manns í skjól fyrir vetur- inn. Friðargæslulið til A-Tímor INDÓNESÍA - Ali Atalas, utan- ríkisráðherra Indónesíu, var í New York í gær til að ræða út- færsluatriði varðandi erlendar friðargæslusveitir, sem stjórn- völd í Indónesíu hafa samþykkt að verði sendar til Austur-Tímor. Ástralía, Bandaríkin og Evrópu- sambandið sögðust í gær ætla að senda friðargæslusveitir þangað svo fljótt sem auðið verður. Til mótmæla kom víða í Indónesíu í gær gegn þessum áformum, og veruleg andstaða er innan Indónesíuhers gegn því að fá er- lenda, sérstaklega þó ástralska hermenn til Austur-Tímor. Lokaviðræður hafnar ISRAEL - Israelsmenn og Palestínumenn hófu í gær Ioka áfangann í friðarsamningaferl- inu, og er meiningin að þessum síðasta áfanga ljúki í september á næsta ári með endanlegu sam- komulagi um framtíðarstöðu Palestfnumanna. Hætta tilrauniun NORÐUR-KÓREA - Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa fallist á að hætta við frekari tilraunir með flugskeyti og í kjölfar þess ákváðu Bandaríkjamenn að refsiaðgerðum yrði að hluta til Iétt af landinu. Norður-Kóreu- menn tilkynntu ennfremur að þeir hyggðust að nýju ganga til viðræðna við Suður-Kóreu- menn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.