Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 8
8 - ÞRIÐJUDAGVR 14. SEPTEMRER 1999
FRÉTTASKÝRING
Thgur
Forsætísráðhexra <
viliugur að axla á
Sveitarstjdrnarmenn
hafna gagnrýni Davíðs
Oddssonar forsætisráð-
herra um að sveitarfé-
lögin séu verðbólgu-
valdamir. Á árinu
1999 urðu sveitarfé-
lögin fyrir skerðingu á
tekjum símuii upp á
tvo milljarða króna
vegna skattabreytinga
ríkisins, segir Ingi-
björg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri.
Verðbólgudraugurinn er vaknaður
til lífsins og nú leita menn þeirra
sem hafa vakið hann til lífsins eft-
ir að ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar, Alþýðsambandið og
Vinnuveitendasambandið, svæfðu
hann árið 1990 með hinum fraegu
„þjóðarsáttarsamningum". Þegar
Davíð Oddsson tók við sem for-
sætisráðherra 1991 var búið að ná
verðbólgunni niður í 6% og hún
fór raunar síðar alveg niður í núll.
Yfirvöld peningamála sendu út
viðvörun fljótlega eftir kosningar
en enn sem fyrr var ekki hlustað
og allt sagt vera í besta lagi. Nú er
verðbólguhraðinn kominn yfír 6%
og forsætisráðherra, Davíð Odds-
son, hefur komið fram í sjónvarpi
og sagt að ástæðan fyrir verðbólg-
unni sé meðal annars lántökur,
framkvæmdir og þensla hjá sveit-
arfélögunum í landinu. Hann
sagði að sveitarfélögin safni skuld-
um á sama tíma og ríkissjóður
greiði niður skuldir. Sömuleiðis
segir hann minnkandi samkeppni
á matvörumarkaði eiga þarna stór-
an þátt og að Samkeppnisstofnun
hafi ekki staðið sig í stykkinu við
að fylgjast með matvörumarkaðn-
um, öfugt við það sem hún hafi
gert á öðrum sviðum. Og hann
boðar frekari Iagasetningu til að
herða samkeppnislögin.
Það sem vekur athygli í þessu
sambandi er, að það er Finnur Ing-
ólfsson viðskiptaráðherra sem er
yfirmaður Samkeppnisstofnunar,
og það er hann sem væntanlega
sér um frumvarpsgerðina ef breyta
á samkeppnislögunum og gera þau
strangari. Ekki verður annað séð á
yfirlýsingu forsætisráðherra en að
hann sé að grípa enn einu sinni
inn í málefni sem heyra undir ráð-
herra Framsóknarflokksins.
Sighvatur Björgvinsson, formað-
ur Alþýðuflokksins, fullyrðir f DV í
gær, að Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra láti það Ieka út á réttum
stöðum að Sjálfstæðisflokkurinn
sé tilbúinn til að slíta stjórnarsam-
starfinu við Framsóknarflokkinn
og mynda ríkisstjórn með vinstri
grænum. Þessi sögusögn fer nú
víða og áhrifamenn innan Sjálf-
stæðisflokksins halda henni á Iofti.
Ráðherra líti sér nær
Sveitarstjórnarmenn eru allt ann-
að en hressir með þá ásökun for-
sætisráðherra að þeir séu söku-
dólgarnir í að magna upp verð-
bólguna með framkvæmdagleði.
Þeir benda á að sveitarfélögunum
hafi með lögum verið lagðar aukn-
ar skyldur á herðar, sem kosti stór-
fé. Þeir benda þar á einsetningu
skóla og samfelldan skóladag.
Sömuleiðis hafi verið sett ný lög
um holræsi og frágang þeirra og
þetta allt kosti hvert sveitarfélg
stórfé. Hjá því verði ekki komist að
taka lán til að uppfylla þær kröfur
sem nýju Iögunum fylgja, svo
sveitarfélögin verði ekki lögbijótar.
Sveitarstjórnarmenn úti á landi
benda h'ka á að þar sé engin
þensla. Sú þensla sem valdi vax-
andi verðbólgu í landinu sé öll á
höfuðborgarsvæðinu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri er ómyrk í máli þegar
hún svarar þessari gagnrýni Dav-
íðs Oddssonar forsætisráðherra á
sveitarfélögin.
„Mér finnst nú forsætisráðherra
ekki mjög viljugur að axla ábyrgð í
þessum efnum þegar hann vísar
annars vegar á kaupmennina og
hins vegar á sveitarfélögin. Kaup-
menn hafa svarað íyrir sig en hvað
sveitarfélögin varðar dreg ég ekki í
efa að þau væru fús til að koma að
því að reyna að draga úr þenslu
sem hér er og hafa af því mikla
hagsmuni. Staðan er aftur á móti
sú, og það er ástæðan fyrir því að
þau hafa ekki getað greitt niður
skuldir sínar, að rfkið hefur á und-
anförnum árum sífellt verið að
seilast í tekjustofna þeirra eða
velta yfir á þau nýjum skylduverk-
um, sem þau eiga ekki svo auðvelt
með að komast undan,“ segir Ingi-
björg Sólrún.
Hún nefnir í því sambandi upp-
byggingu í grunnskólunum eins og
einsetningu skóla og holræsafram-
kvæmdirnar, sem lög voru sett um
á Alþingi. Þetta segir hún vera
stærstu verkefni sveitarfélaganna
um Jiessar mundir.
„Eg vil einnig nefna það að ný-
búið er að taka saman greinargerð
sem starfshópur á vegum félags-
málaráðherra gerði, sem sýnir það
að á árinu 1999 urðu sveitarfélög-
in fyrir skerðingu á tekjum sínum
upp á tvo milljarða króna vegna
skattabreytinga ríkisins. Loks vil
ég benda á að ríkisvaldið á veruleg-
an hlut af þessari umræddu
þenslu vegna þess launaskriðs sem
verið hefur og ríkisstjórnin mark-
aði fyrir kosningarnar í vor. Þess
vegna er gagnrýni forsætisráðherra
á sveitarfélögin ósanngjörn og ég
tel að hann ætti að líta sér nær í
þessum efnum,“ segir Ingibjörg
Sólrún Gísladóttír.
Litlar varnir
I fáum sveitarfélögum er jafn mik-
ið um framkvæmdir um þessar
mundir og f Kópavogi. Sigurður
Geirdal bæjarstjóri þar tekur ekki
undir með forsætisráðherra. Hann
segir vissulega rétt að sveitarfélög-
in í landinu standi í miklum fram-
kvæmdum. Stærsti hlutinn þar af
séu grunnskólarnir, samkvæmt
lögum sem Alþingi setti, og sveit-
arfélögin komist ekki hjá að fara
eftir.
„Við eigum ansi litlar varnir og
erum ekki í neinum framkvæmd-
um að gamni okkar. Langstærsti
hlutinn af tekjum sveitarfélaganna
fer í skylduverkefni og því heldur
lítið sem þau geta ráðstafað sjálf.
Við erum bara að uppfylla þær
Iagalegu skyldur um verkefni sveit-
arfélaganna. Ef við tökum bara
lagaskyldur sveitarfélaganna um
holræsagerð þá myndi það kosta
fleiri milljarða króna að uppfylla
allar kröfur sem þar eru gerðar til
sveitarfélaganna ef allt landið er
tekið. Bara í Reykjavík, Seltjarnar-
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:
Mér finnst nú forsætisráðherra ekki
mjög viljugur að axla ábyrgð í þess-
um efnum.
nesi, Kópavogi og Garðabæ kosta
holræsamálin milljarða króna. Það
er því misskilningur að það kosti
ekki peninga fyrir sveitarfélögin að
fara að lögum,“ segir Sigurður
Geirdal.
Hann segir að sveitarfélögin séu
að byggja skóla og byggja leikskóla
og fleira. Þetta kosti allt peninga
og ef þensla er á markaðnum kosti
það enn meiri peninga.
Þenslan ekki á
landsbyggðinni
Sigurður J. Sigurðsson, forseti
bæjarstjórnar Akureyrar, hafnar
því að sveitarstjórnir í landinu séu
höfuðverðbólguvaldarnir.
„Forsætisráðherra sagði að á
sama tíma og ríkissjóður rekur sig
Sigurður Geirdal: Það er
misskilningur að það kosti ekki
peninga fyrir sveitarfélögin að fara
að lögum.
með tekjuafgangi væru sveitarfé-
lögin að reka sig með lánum.
Sveitarfélögin hafa talið undanfar-
ið að ýmis verkefni og lög sem rík-
isvaldið hefur sett á þau hafi orðið
þess valdandi að kostnaðarauki
þeirra hafi vaxið hraðar en tekjur.
Sjálfsagt má endalaust um þetta
deila en umræðan um þetta hefur
verið hvað sterkust í tengslum við
grunnskólann, færslu hans yfir til
sveitarfélaganna, einsetningu
hans og önnur verkefni sem hon-
um tengjast. Sveitarfélögunum
finnst þau hafa borið skarðan hlut
frá borði j þessum málum," segir
Sigurður.
Hann segir það alveg Ijóst að hjá
sveitarfélögunum hafi kostnaður
við rekstur grunnskólanna vaxið
Sigurður J. Sigurðsson: Sveitarfé-
lögunum finnst þau hafa borið
skarðan hlut frá borði við yfirfærslu
grunnskólans.