Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 9
ÞRIDJVDAGVR 14. SEPTEMBER 1999 - 9
Xfc^ur
FRÉTTIR
erekki
ibyrgð
iverfi í Kópavogi.
geipilega hratt undanfarin ár.
Skólastarfinu hafi verið breytt og
það bætt og það kosti að sjálfsögðu
peninga.
„Síðan má ekki gleyma því að
sveitarfélög á landsbyggðinni eru í
þessari hörðu baráttu varðandi sína
ímynd og við fólksfækkun. Þess
vegna leggja þau á sig ýmsa hluti til
að reyna að balda uppi þeirri mynd
að bæjarfélagið sé gott og farsælt til
búsetu. Þetta kostar auðvitað gífur-
lega peninga og tekur ekki síður úr
kassanum en margt annað. Eg vil
líka benda á þá augljósu staðreynd
að þenslan í þjóðfélaginu er ekki úti
á landsbyggðinni, bún er á höfuð-
borgarsvæðinu. Þess vegna ber að
leita skýringa þar þegar talað er um
ofljárfestingar og aðra verðbólgu-
Ellert Eiríksson:
Ég fellst ekki á að aukin
verðbólga sé sveitarfélögunum að
kenna.
valda. Ég skal á hinn bóginn viður-
kenna að alltaf má betur gera,“
sagði Sigurður J. Sigurðsson, for-
seti bæjarstjórnar Akureryar.
Ujppfylliun lagaboð
„Ég fellst ekki á að aukin verðbólga
sé sveitarfélögunum að kenna,
enda hefur forsætisráðherra líka
sagt að það séu utanaðkomandi
áhrif, sem séu mesti verðbólguvald-
urinn, svo sem hækkun á bensíni
o.fl. Hitt er rétt hjá honum að
sumu leyti að framkvæmdir á veg-
um sveitarfélaga um þessar mundir
eru miklar og við söfnum skuldum
en það er vegna laga sem Alþingi Is-
lendinga hefur sett og lagt á herðar
sveitarfélaganna. Þar vil ég nefna
frárennslismál, einsetningu grunn-
skóla og ýmislegt fleira,“ segir Ell-
ert Eiríksson, bæjarstjóri Reykja-
nesbæjar.
Hann segir fjölmörg sveitarfélög
vera f miðjum klíðum við að upp-
fylla þær lagaskyldur sem á þau
hafa verið lagðar af Alþingi, fyrir til-
skilinn tíma. Til þess að geta þetta
verði sveitarfélögin að taka lán og
safna skuldum til að koma þessu í
verk. Þá bendir hann á að sveitar-
stjórnir séu í miklu meira návígi við
sína umbjóðendur heldur en al-
þingismenn og ráðherrar.
„Þess vegna m.a. eru uppi kröfur
um að grunnskólinn verði betur
rekinn en áður en hann var færður
til sveitarfélaganna. Það er Iögð
mikil áhersla á að vera með rétt-
indakennara og að allur búnaður sé
með því besta. Krafan á okkur
sveitarstjórnarmenn er miklu meiri
en á meðan ríkið var með þetta allt
saman. Allt þetta og ýmislegt ann-
að, sem ný lög hafa skikkað okkur
til að uppfylla, kostar mikla pen-
inga,“ segir Ellert Eiríksson.
Þarf að skerpa lögin
Forsætisráðherra gagnrýndi Sam-
keppnisstofnun og sagði hana ekki
hafa staðið sig í sty'kkinu. Guð-
mundur Sigurðsson, lögfræðingur
stofnunarinnar, segir það ekki
starfsmanna stofnunarinnar að
segja til um það hvort þeir hafi
brugðist eða ekki. Hins vegar ætli
hann engu að svara þeirri gagnrýni
sem fram kom á stofnunina frá for-
sætisráðherra. Um það hvort þörf
sé á að herða löggjöfina um Sam-
keppnisstofnun sagði Guðmundur
svo vera.
„Það hefur lengi verið okkar sjón-
armið að þau megi skerpa og þá
ekki síst að breyta samrunaákvæð-
inu. Fyrr í sumar fjölluðum við um
kaup Baugs á 10-11 keðjunni. Nið-
urstaða þess máls varð sú að menn
töldu ekki mögulegt að taka á því
vegna þess að Hæstiréttur hefði
túlkað ákvæði samrunareglna
þannig að það væri ekki hægt að
nota hana í tilfelli eins og þarna var
um að ræða. Þarna er um atriði að
ræða sem þyrfti að laga,“ sagði
Guðmundur.
Hann segir mögulegt fyrir Sam-
keppnisstofnun að skipta sér af þvf
hvort næg samkeppni sé ríkjandi á
matvörumarkaðnum í ákveðnum
tilvikum, þar sem um ólögleg at-
hæfi væri að ræða. Hann sagði að
þessi málaflokkur væri í alveg sér-
stakri athugun hjá Samkeppnis-
stofnun þessa dagana.
Hækkunin á síðasta ári var líka töluvert meiri en hækkun neysluverðs vísitölunnar í heild.
Matur upp um
6% á einu ári
Matvöruverð sem síö-
an 1991 hefur oftast
hækkað um aðeius
1-2% á ári hefur rok-
ið upp um 6% síðustu
tólf mánuði.
Matvöruverð hækkaði um 6% að
meðaltali síðustu tólf mánuði,
meira en samanlagt síðustu þrjú
árin þar á undan, og meira en
nokkru sinni síðan árið 1991.
Hækkunin þetta eina ár sam-
svarar raunar hálfri samanlagðri
hækkun áranna 1991-98, þegar
matvöruverð hækkaði aðeins um
12% samtals á sjö árum, sam-
kvæmt mælingum Hagstofunn-
ar. Sú spurning vaknar því óhjá-
kvæmilega hvort hin mikla sam-
keppni og sameining til hagræð-
ingar á matvörumarkaðnum sé
hætt að virka?
Hækkunin á síðasta ári var
líka töluvert meiri en hækkun
neysluverðs vísitölunnar í heild -
svo ekki er hægt að skella allri
skuldinni af hækkun hennar
bara á bensínið og uppsprengt
íbúðaverð, eins og sumir virðast
vera að reyna. Til að forðast árs-
tíðasveiflur er ár í þessum sam-
anburði ávallt miðað við septem-
ber-september.
Bjargar Bónus ekki lengur?
Framan af þessum áratug fengu
Bónus, og stundum Hagkaup
Iíka, Iof og prís fyrir að auka
kaupmátt heimilanna með því að
halda matvöruverðinu niðri.
Enda hækkaði matarreikningur
vísitöluljölskyldunnar aðeins um
1,2% til 1,4% á ári á árunum
1991 til 1994. Með 5,4% hækk-
un varð árið 1994-95 alger und-
antekning, en heilmiklar verð-
lækkanir á kartöflum, grænmeti,
ávöxtum og kjöti haustið 1995
áttu sinn þátt í aðeins 0,9%
hækkun matarreikningsins
næsta ár á eftir (1995-96). Og í
fyrra, 1997-98, varð aðeins 1,3%
hækkun á matvöruliðnum á einu
ári.
Allt hækkað
Hin mikla (6%) hækkun síðan í
september í fyrra er hreint ekki
afmörkuð við einhveija sérstaka
vöruliði, því segja má að mikil
verðhækkun hafi komið fram í
öllum matvöruflokkum. Inn-
fluttir ávextir hækkuðu um rúm-
lega 12%, innflutt og innlent
feitmeti um tæp 10%, fiskurinn
nær 9%, ísienskar kartöflur og
grænmeti um 8%, ýmsar matvör-
ur rúm 7%, brauð og kornvörur
ríflega 6% og sætindi ýmiss kon-
ar litlu minna. Hækkanir eru
minnstar á gömlu búvörunum;
mjólkurvörum, ostum og eggjum
tæp 4% og rúmlega 3% að með-
altali á kjötvörum. — HEI
SUF furðar sig á
afskiptum Davíðs
„Stjórnarfundur Sambands
ungra framsóknarmanna, hald-
inn 11. sept 1999, lýsir furðu
sinni á gerræðislegum afskiptum
forsætisráðherra af sölu hluta-
bréfa ríkisins í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins. Án sam-
ráðs við Framsóknarflokkinn
víkur forsætisráðherra frá upp-
runalegri stefnu stjórnarflokk-
anna um dreifða sölu hlutabréfa
í FBA og útilokar þar með al-
menning frá eignaraðild að
bankanum,“ segir í yfirlýsingu
frá SUF.
Þar segir ennfremur að
„vinnubrögð forsætisráðherra
undirstrika að Sjálfstæðisflokk-
Ungir framsóknarmenn senda
Davíð Oddssyni tóninn.
urinn er íhaldsflokkur og ber
þess vitni að taka á hagsmunum
sérhópa fram yfir hagsmuni ríkis
og almennings við framkvæmd
einkavæðingar. Ungir framsókn-
armenn hvetja formann Fram-
sóknarflokksins og viðskiptaráð-
herra til þess að halda fast \ið
upprunalega stefnu ríkisstjórn-
arinnar um dreifða sölu hluta-
bréfa til almennings og hindra í
leiðinni einkavinavæðingu for-
sætisráðherra og Sjálfstæðis-
flokksins. Að öðrum kosti verði
frekari sölu á hlut ríkisins í FBA
slegið á frest.“