Dagur - 14.09.1999, Blaðsíða 6
6 - ÞRIÐJUDA GUR 14. SEPTEMBER 1999
rD^tr
ÞJÓÐMÁL
Utgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Aðstoöarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Slmar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverd:
Grænt númer:
Netföng auglýsingadeildar:
Símar auglýsingadeildar:
Simbréf auglýsingadeildar:
Símbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.900 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
greta@dagur.is - gunnarg@dagur.is
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 Gunnar Gunnarsson
460-6192 Gréta Björnsdóttir
460 6161
460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Yflrgangur í ríMsstjóm
í fyrsta lagi
Ekkert lát er á yfirgangi forsætisráðherra í ríkisstjórninni.
Hann heldur áfram að grípa fram fyrir hendur samráðherra
sinna í Framsóknarflokknum, sérstaklega þó Finns Ingólfsson-
ar sem fer meðal annars með viðskipta- og bankamál. Samt
sitja ráðherrar Framsóknarflokksins enn þegjandi undir þess-
um frekjulega hamagangi forsætisráðherra. Margir undrast
þolinmæði þeirra og spyija sig hvenær þeir ætli að setja for-
sætisráðherra stólinn fyrir dyrnar og koma honum í skilning
um að hann er verkstjóri í samsteypustjórn en ekki einræðis-
herra.
í öðru lagi
Gleðilegt er til þess að vita að ýmsum í Framsóknarflokknum
er loksins nóg boðið. Stjórn samtaka ungs fólks innan flokks-
ins hefur þannig sent frá sér skorinorða yfirlýsingu, þar sem
lýst er furðu á „gerræðislegum afskiptum forsætisráðherra" af
sölu hlutabréfa ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
(FBA). I því máli, sem er á forræði viðskiptaráðherra, hefur
Davíð Oddsson hvað eftir annað skipt um stjórnarstefnu án
þess að hafa um það nokkurt samráð við samstarfsflokkinn.
Hann mun halda því vinnulagi áfram á meðan ráðherrar
Framsóknarflokksins taka slíkri framkomu þegjandi.
í þriðja lagi
Það er einnig gleðilegt að ungir framsóknarmenn átta sig á því
að stefna Davíðs Oddssonar í bankasölumálunum sýnir glögg-
lega „að taka á hagsmuni sérhópa fram yfir hagsmuni ríkis og
almennings við framkvæmd einkavæðingar," svo vitnað sé í
fyrrnefnda yfirlýsingu. Þeir hvetja því „formann Framsóknar-
flokksins og viðskiptaráðherra til þess að halda fast við upp-
runalega stefnu ríkisstjórnarinnar um dreifða sölu hlutabréfa
til almennings og hindra í leiðinni einkavinavæðingu forsætis-
ráðherra og Sjálfstæðisflokksins. Að öðrum kosti verði frekari
sölu á hlut ríkisins í FBA slegið á frest.“ Þetta er skýr, afdrátt-
arlaus og fyllilega tímabær áskorun til ráðherra flokksins.
Elías Snæland Jónsson
Heimilisbölið í
stjómarráðiiiu
Sighvatur
Björgvinssort.
Garri hefur í ákafa fylgst með
þagnarbindindi Finns Ingólfs-
sonar, viðskiptaráðherra, upp á
síðkastið. Lengst af virtist sem
það stafaði af pólitískri skyn-
semi ráðherrans, það borgaði
sig einfaldlega ekki að hafa
uppi mörg orð opinberlega um
bankamálið, því af tvennu illu
væri betra að taka slaginn við
Davíð Oddsson bak við luktar
dyr en frammi fyrir alþjóð.
Augljóst er að forsætisráðherra
ætlar ekki að gef-
ast upp í þessu
máli og það gæti
orðið erfitt fyrir
Finn, sem aug-
ljóslega gengur
ekki í takt við
Davíð í málinu,
ef hann stæði í
opinberum ill- __
deilum við for-
ingja ríkisstjómarinnar sem
hann situr í. Því væri það klók-
ara, hvort sem Finnur tapaði
eða sigraði í þessum slag, að
úrslitin yrðu ekki í beinni út-
sendingu.
Sighvatur út-
skýrir
Nú nefur Sighvatur Björgvins-
son hins vegar skrifað grein í
DV, þar sem þögn Finns er út-
skýrð með nokkuð öðrum
hætti. Sighvatur, sem raunar
hefur þagað nokkuð lengi
sjálfur, segir í grein sinni að
þögn Finns stafi ekki af póli-
tískri útsjónarsemi, heldur af
illri nauðsyn. Davíð sé með
Finn í bóndabeygju. Sighvatur
hefur, eins og allir vita, tals-
verða reynslu af samstarfi við
Davíð og hefur sjálfur verið í
sömu sporum og Finnur í rikis-
stjórnarsamstarfi við hann.
Það er því full ástæða til að
taka mark á Sighvati þegar
Finnur
Ingólfsson.
hann opnar sig um þetta mál.
Kvenuaathvarf
Hvata
Skýring Sighvats er í raun ein-
föld. Davíð er einfaldlega bú-
inn að segja við Finn að ef
hann ekki þegi og veri sætur,
þá muni hann skilja við hann.
Sighvatur segir Davíð hafa lýst
þessu yfir í góðra vina hópi á
„réttum stöðum". Orðrétt segir
hann: þó
hann laumi því
út úr sér á rétt-
um stöðum, að
ef Framsóknar-
flokkurinn sé
með óþægð,
hendi hann
flokknum út f
kuldann og kippi
inn Vinstri græn-
um, sem eiga sameiginleg
stefnumál með Davíð f afstöð-
unni til Evrópusambandsins og
til kvótakerfisins."
Þau örlög blasa semsagt við
Framsóknarmaddömunni að
verða „dömpað“ fyrir yngri
konu, verði hún manni sínum
ekki undirgefin. Og því þegir
Finnur, og því þegir Framsókn-
armaddaman, því síst af öllu
vill hún skilja. Frekar lætur
hún sig hafa ofstopann og bar-
smíðarnar - því margt er jú
heimilisbölið. Garra sýnist á
öllu að Sighvatur sé að bjóða
sig fram sem pólitískt kvenna-
athvarf, þar sem Framsóknar-
maddaman geti fundið öruggt
skjól og einhvern sem kann að
hlusta á skilningsríkan hátt,
einhvern sem þekkir heimilis-
bölið á stjórnarheimilinu af
eigin raun, en hefur náð að
vinna sig út úr því. GARRI
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Enn er deilt um túlkun á orðum
Davíðs Oddssonar í rómaðri
ræðu hans um rússnesku mafí-
una. Sumir skilja ræðuna á einn
veg, aðrir á annan og enn aðrir
telja ræðuna óskiljanlega. Sem
er auðvitað illsldljanlegt þegar
Davíð á í hlut því venjulega talar
hann enga tæpitungu og oftar en
ekki með tveimur hrútshornum.
Davíð hefur sem sé hingað til
þótt auðskiljanlegur.
Þannig vafðist það ekki fyrir
mönnum að skilja orð hans í
sjónvarpsviðtali um helgina þar
sem verðbólga og ríkisfjármál
voru til umræðu. Davíð gumaði
af því að ríkissjóður yrði rekinn
hallalaust eða með hagnaði en
sagði það hinsvegar óskiljanlegt
að á sama tíma væru sveitarfé-
lögin að auka skuldir sínar í góð-
æri.
Og ættu sveitarstjórnarmenn
Hans óskiIjanleiM
að skilja boðskapinn fyrr en
skellur í tönnum.
15 milljarðar
En þeir skilja kannski
sfður hversvegna
Davíð telur skulda-
aukningu sveitarfé-
laga óskiljanlega og
gætu bent á að hugs-
anlega er samhengi á
milli traustrar stöðu
ríkissjóðs og bágrar
stöðu sveita- og bæj-
arsjóða. Og ef til vill
vildu sveitarstjórnar-
menn minna Davíð á
að í verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga,
tóku sveitarfélögin við útgjalda-
frekum málaflokkum af ríkinu
án þess að tilsvarandi tekjufærsl-
ur hafi átt sér stað milli ríkis og
sveitarfélaga. Og niðurstaðan
varð sú að ríkið sparaði og losn-
aði við útgjöld sem sveitarfélögin
þurftu síðan að taka á sig og
hafði í för með sér sjálfkrafa
skuldaaukningu.
Ágætur sveitar-
stjóri sem tjáði sig
um þessi mál í viðtali
í fyrra hafði þetta að
segja: „Síðast en ekki
síst hefur ríkisvaldið
með ýmsum íþyngj-
andi aðgerðum rýrt
fjárhagsstöðu sveit-
arfélaganna um
nærri 15 milljarða
króna á árabilinu
1990-1997.“
Óráðsíuseggir
En forsætisráðherra er greinilega
ekki kunnugt um þessa hluti og
því er skuldaaukning sveitarfé-
laganna honum óskiljanleg. Því
er að sjálfsögðu ekki hægt að
skilja orð hans öðruvísi en svo að
sveitarstjórnir vítt og breitt um
landið séu gjörsamlega óhæfar
til að sýsla með fé. Og skiptir
greinilega engu hvort sjálfstæðis-
menn eru í meirihluta sveitar-
stjórna eður ei, þetta eru upp til
hópa bruðlarar og óráðsíuseggir
sem ekki kunna fótum sínum
forráð í fjármálum, á meðan fjár-
málaráðuneytið og ríkisvaldið
hafa á að skipa aðhaldssömum
snillingum í peningamálum sem
ganga á undan með góðu for-
dæmi, sem því miður er ekki
fylgt af fávísum fjárafglöpum
sveitarstjórnanna.
Ætli sveitarstjórnarmenn á ís-
landi, jafnvel þó þeir séu í Sjálf-
stæðisflokknum, taki undir
þennan dóm Davíðs?
Kemur til greitia að
Listaháskóla íslands
verði valinn staður í
Hafnarfirði?
Þorgils Óttar Mathiesen
bæjarfulltnii í HafnaifiiðL
„Það ætla ég að
vona og ég er
spenntur fyrir
hugmyndinni.
Þetta myndi
styrkja miðbæinn
í Hafnarfirði þar
sem menningar-
lífið hefur verið mjög öflugt. Ver-
ið er að tala um að velja skólan-
um stað í hinu gamla húsi Bæj-
arútgerðar Hafnarfjarðar, þar
sem í dag er leikhúsið Hermóður
og Háðvör og Kvikmyndasafn Is-
lands - og allt þetta gæti unnið
mjög vel saman. Eg held að full-
ur grundvöllur hljóti að vera fyr-
ir þvf að iistaskólinn fari í Fjörð-
inn.“
Marín G. Hrafnsdóttir
menningarmálafiilltníi Hafiwtfiaiðar-
bæjar.
,Auðvitað er það
góður kostur að
finna Listahá-
skóla Islands stað
í hjarta Hafnar-
fjarðar, á svæði
gömlu Bæjarút-
gerðarinnar. Þar
og í kring eru Kvikmyndasafn Is-
lands, Sjóminjasafn íslands,
Hermóður og Háðvör og bóka-
safnið mun flytja í þennan
kjarna eftir áramót. Eg er sam-
mála Birni Bjarnasyni að með
listaháskóla í Hafnarfirði væri
verið að viðurkenna þá miklu
grósku í menningarmálum sem
hér hefur verið, - og sú gróska
mun ekki síst sjást á næsta ári
því mörg spennandi verkefni eru
á döfinni."
Guðlaugur Þór Þórðarson
borgarfidltrúi.
„Eg myndi ætla
að Listaháskól-
inn ætti að vera £
höfuðborginni. I
það minnsta
Finnst mér að
borgaryfirvöld
ættu að hafa
metnað til þess að svo gæti orð-
ið, en borgarstjóri virðist ekki
hafa neinn áhuga á málinu. í
þeim borgum sem eru höfuð-
horgir í hverju landi er yfirleitt
valinn staður helstu opinberri
starfsemi og stjórnsýslu en sök-
um dug- og metnaðarleysis
þeirra sem nú stjórna borginni
gæti annað orðið upp á teningn-
um varðandi þessa starfsemi og
ef til vill fleira.“
Schram
„Mér finnst alveg
sjálfsagt að
kanna það mál.
Ekki á allt að vera
í Reykjavík, en
skólinn á að vera
hér á SV-horni
landsins og í góð-
um tengslum við mannlífið f
landinu og strauma og stefnur í
listum. Ekki á að setja staðsetn-
ingu fyrir sig, mestu máli skiptir
hvernig búið verður að skólan-
um.“
Hrafuhildur
listfræðingur.