Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 1
Undiralda vegna
landsfiindar AB
Búist viö að til tíðinda
dragi á landsfimdi Al-
þýðubandalagsins í
nóvember. Hópur fólks
í ABR óánægður með
að flokkuriun gangi í
heilu lagi inn í Sam-
fylkmguna og viU
kosningabandalag
áfram.
Nú er orðið ljóst að draga mun til
tíðinda á landsfundi Alþýðu-
bandalagsins sem haldinn verður
um miðjan nóvember. Hópur
manna úr Reykjavíkurfélaginu er
ekki sáttur við þá þróun sem orðið
hefur og er ekki tilbúinn til að
fórna Alþýðubandalaginu við
flokksstofnun Samfylkingarinnar.
Þeir segja að jafnvel þótt sú aðferð
verði notuð að flokkurinn gangi í
heild sinni inn í Samfylkinguna
þýði það ekkert annað en að verið
sé að leggja hann niður og það
vilja þeir ekki. Þeir vílja að Sam-
fylkingin verði áfram kosninga-
bandalag. Helstu talsmenn þessa
eru úr þeim hópi er töldust vera
sterkustu stuðningsmenn Svavars
Gestssonar í Alþýðubandalaginu,
en sem kunnugt er
hafði Svavar alltaf
nokkrar efasemdir
varðandi Samíylking-
una.
Arni Þór Sigurðs-
son, borgarfulltrúi og
varaþingmaður Sam-
fylkingarinnar, telur
forustu Alþýðubanda-
lagsins ekki hafa um-
boð til að fara út í
flokksstofnun, jafnvel
þó svo að Alþýðu-
bandalagið sé ekki
formlega lagt niður. Það sé ekki í
samræmi við það umboð um
kosningabandalag til ijögurra ára
sem fengist hafi á aukalandsfundi.
Hann segir að þrátt fyrir að Al-
þýðubandalagið sem slíkt gengi
inn í nýjan flokk þá þýddi það í
raun að verið væri að leggja flokk-
inn niður.
Fraiiiúr sjálfum sér
„Eg tel að menn séu að fara dálít-
ið fram úr sjálfum sér í þessu máli
og menn hafi ekki tekið efnislega
umræðu um Alþýðubandalagið
inni í Samfylkingunni. Þá á ég við
hluti eins og t.d. það
hvort kosningastefnu-
skrá Samfylkingarinn-
ar sé þess eðlis að
alþýðubandalagsfólk
felli sig við hana sem
stefnuskrá nýs flokks.
Menn hafa heldur
ekki tekið umræðu
um kosningaúrslitin
og þróunina í Sam-
fylkingunni í kjölfar
kosningaúrslita. Það
hefur ekki verið gert
upp hvers vegna Sam-
fylkingin varð fyrir áfalli í kosning-
unum. Mér finnst að menn verði
að taka þá umræðu af heilindum
og alvöru á vettvangi Alþýðu-
bandalagsins áður en Iengra er
haldið," segir Arni.
Aðspurður um hvað sé hæft í
sterkum orðrómi um að hann sé á
leið yfir til vinstri grænna sagði
Arni að það væri einungis orðróm-
ur, sem hann vildi ekkert tjá sig
um.
Órætt mál
Stefán Pálsson, formaður Verð-
andi, félags ungliða í Alþýðu-
bandalaginu, vill nota landsfund-
inn í nóvember til að ræða þessi
mál öll. Hann segir að í samþykkt-
um á síðasta landsfundi Alþýðu-
bandalagsins hafi verið talað um
tilraun til 4ra ára varðandi Sam-
íylkinguna. Hann segir enn frem-
ur að öllum fullyrðingum þeirra
sem gengu úr flokknum þá, um að
verið væri að Ieggja AB niður,
hefði verið hafnað.
„Þótt formaður AB segi að
flokkurinn geti starfað innan
Samfylkingarinnar, þá tel ég að
flokkur sem ekki er framboðsafl sé
bara skúffufélag og ég tel að sækja
þurfi umboð til þessa til lands-
fundarins. Og ég held að við höf-
um gott af því að nota landsfund-
inn í nóvember sem ákveðna liðs-
könnun. Ég tel að við rennum
blint í sjóinn með hver staða Al-
þýðubandalagsins er og lands-
fundur sem verður bara stimplun-
arbatterí á fyrirfram ákveðnar til-
Iögur mun ekki vera Iandsfundur
sem megnar að tína brotin sam-
an,“ segir Stefán. - bg/s.DóR
Gagnkvæmur
skihiiiigur
I umræðum um
virkjanir og stór-
iðju er brýnt að
varðveita umburð-
arlyndi og gagn-
kvæman skilning
því allir hafa
nokkuð til síns
máls - og missa
ekki sjónar á því
að Austfirðingar og Islendingar all-
ir hafa við ákvarðanir um virkjanir
og verksmiðjur fengið í fangið rök-
ræðu sem víða um veröld er talin
þrautin þyngri og flóknari en fræg-
ir hnútar úr fornum sögum.
Þetta sagði Olafur Ragnar
Grímsson, forseti Islands, í ávarpi
á Eskifirði á fyrsta degi opinberrar
heimsóknar um Austfirði. „Um-
ræðan sem að undanförnu hefur
verið frek á athyglina má ekki
verða til þess að við gleymum hve
fjölþættar framfarirnar eru.“ — SBS
- Nánar um heimsóknina á hls. 5.
Ólafur Ragnar.
Þessir ungu veiðimenn á Akureyri fóru í gær niður að höfn með háfa sína og reyndu fyrir sér í sílaveiðum. Veiðin
gekk bæriiega og veiðimennirnir gengu glaðir í bragði heim á ieið - enda þótt seiðin hefðu verið of smá þannig
að hefðu dugað í kvöldmatinn. - mynd: brink
Halldóra Gunnlaugsdóttir og
Christopher Bundeh.
- mynd: úr einkasafni
Sendur
tilbáka
Christopher Bundeh, maðurinn
frá Sierra Leone sem var framseld-
ur til Finnlands fyrir nokkrum
árum, kom ásamt unnustu sinni,
Halldóru Gunnlaugsdóttur, til
landsins á sunnudaginn var og var
synjað um landgöngu. Hann var
látinn sofa í fangageymslu aðfara-
nótt mánudags og sendur til baka
til Finnlands á mánudaginn.
„Þetta var ferlegt sjokk. Það varð
misskilningur milli okkar og lög-
fræðingsins hér í sambandi við það
að hann gæti komið til landsins.
Við héldum að það væri í Iagi að
hann kæmi hingað sem ferðamað-
ur þangað til hann fengi dvalarleyfi
því að við höfum stundum fengið
þau skilaboð en það virtist ekki
vera alveg á hreinu,“ segir Hall-
dóra.
Slæmar aðstæður
Aðstæður Christophers hafa verið
slæmar frá því hann var framseld-
ur til Finnlands. Hann veiktist af
berklum í fangelsinu, fékk átta
mánaða meðhöndlun og var bund-
inn við hjólastól á meðan. Hann er
nú búinn að vinna bug á berklun-
um en líður illa og þjáist af stöðug-
um verk í baki, að sögn Halldóru.
„Hann verður húsnæðislaus 1.
október. Það er alveg vonlaust að
fá húsnæði í Turku. Hann er bú-
inn að vera undir miklu álagi og
hefði þurft að vera kominn heim
fyrir löngu," segir hún.
Utlendingaeftirlitið á Islandi úr-
skurðaði í apríl að Christopher
Bundeh fengi ekki að koma til Is-
lands þó að hann hefði verið
hreinsaður af áburði um kynferðis-
afbrot hér. Halldóra segir að sá úr-
skurður hafi byggst á því að hann
hafi ekki haft dvalar- og atvinnu-
leyfi í Finnlandi. Slíkt leyfi fékk
hann þó í ágúst og því eru forsend-
ur breyttar. Þau híða nú eftir nið-
urstöðu úr áfrýjun til dómsmála-
ráðuneytisins. Von er á henni inn-
an nokkurra vikna. — GHS