Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 6
6 - MIÐVIKUDAGU R 22. SEPTEMBER 1999 ÞJÓÐMÁL -Ðnptr Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Adstodarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netfang auglýsingadeildar: Símar augiýsingadeiidar: Símbréf auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 greta@dagur.is - gunnarg@dagur.is (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 Gunnar Gunnarsson 460-6192 Gréta Björnsdóttir 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Pýrrhosarsigur? Skyndisala á FBA í fyrsta lagi Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að selja í flýti meirihluta þjóð- arinnar í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) lyktar af hrossakaupum þar sem hvor stjórnarflokkanna um sig nær fram hluta stefnu sinnar. Forsætisráðherra fær að ráða því að þessi eign ríkisins verður seld strax og í einu lagi - þrátt fyrir yf- irlýsingar viðskiptaráðherra um að nú ætti að fara sér hægt og „kæla málið.“ En forsætisráðherra verður að lúffa með opin- bera kröfu sína um lokað forval svo hægt væri að velja fyrirfram þá sem mættu kaupa hlut ríkisins. Þessi pólitíska málamiðlun þýðir að fámennum hópi verður nú afhent eitt helsta gróðafyr- irtæki þjóðarinnar. 1 öðru lagi Reglurnar um framkvæmd útboðs á 51 prósenta hlut ríkisins í FBA hafa það yfirlýsta markmið að tryggja dreifða eignaraðild til að byrja með. Þessar reglur virðast hins vegar þannig úr garði gerðar að fjármálaöfl Sjálfstæðisflokksins munu eiga auð- velt með að ná sínu fram. Hvert fyrirtæki í þeim hópi sem fær að kaupa meirihlutann í bankanum má að vísu einungis skrá sig fyrir 6 prósenta hlut í upphafi. En fyrirtæki mega mynda bandalag um kaupin þótt þau eigi allt að 35 prósenta hlut hvert í öðru. Og svo er eftirmarkaðurinn að sjálfsögðu án takmark- ana, því engin lög gilda um hámark eignarhlutar einstakra fyr- irtækja í einkavæddum bönkum. Það er því Ijóst hvert stefnir. í þriðja lagi Ríkisstjórnin hefði átt að taka sér lengri tíma til að endurmeta stefnuna í bankamálunum. Fullyrðingar og stóryrði forsætis- ráðherra og handlangara hans síðustu vikurnar gáfu ríkt tiltefni til að fara sér hægt í frekari sölu á arðvænlegum ríkisbönkum og meta markmið og vinnubrögð upp á nýtt. Atburðarásin að undanförnu var einnig með slíkum hætti að eðlilegt og sjálfsagt var að gefa Alþingi tækifæri til að taka bankasölumálin til um- ræðu áður en næsta skref væri stigið. Þess í stað er farið í skyndisölu á meirihluta ríkisins í FBA. Elíus Snæland Jónsson. Það vakti athygli Garra á sín- um tíma að Davíð Oddsson var viðstaddur opnun á ham- borgarastaðnum McDonalds. Það vakti líka athygli Garra að Davíð var viðstaddur undirrit- un samninga Islenskrar erfða- greiningar og svissneska lyfj- arisans á sínum tíma í Perlunni. Raunar vekur það alltaf athygli Garra þegar Davíð kemur fram og ljær málum lið. Þess vegna olli það miklum von- brigðum að sjá að Davíð hvar hvergi nærri þegar tilkynnt var um fyrirkomu- lagið á sölu á meiri- hluta bréfa í Fjár- festingabanka at- vinnulífsins. Hafði Garri þó staðið í þeirri meiningu að einmitt Davíð hefði forræði þessa máls á sinni könnu, enda hefur for- sætisráðherra ftrekað gegnið fram fyrir skjöldu og tjáð sig um það. Nú síðast sendi hann út fréttatilkynningu þar sem hann undirstrikaði að málið væri á sínu forræði ásamt raunar forræði sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra. Átök Davíð hafði einmit skömmu áður lýst því sem niðurstöðu í málinu að fara ætti fram Iolcað útboð að undangengnu forvali og selja ætti bréfin strax. Finnur Ingólfsson hafði hins vegar áður verið búinn að lýsa yfir öðrum hugmyndum, muldrað eitthvað um opið út- boð og að rétt væri að fara sér hægt. Garri sá í hendi sér að hér stefndi í söguleg átök, því til þessa hefur enginn pólitísk- ur samstarfs-Golíat Davíðs náð að sigra Davíð í beinum Finnur Ingólfsson. átökum - yfirleitt enda slík við- skipti með því að hann skammar viðkomandi og segir honum að svona geri menn einfaldlega ekki. Þar til nú. Nú virðist sem Davíð hafi ekki að fullu fengið vilja sínum fram- gengt og Finnur Ingólfsson, millivegalengdahlauparinn úr Vík í Mýrdal, hafi náð hálfum sigri í þessari viður- eign. Sigur eða tap Þessi niðurstaða telst að sjálfsögðu pólitískur sigur hjá Finni, en hún er aft- ur á móti sögulegt tap hjá Davíð. Enda tekur hann engan þátt í því asnalega leikriti sem kynning niðurstaðna var. Það mun þó væntanlega ekki breyta því að báðir munu lýsa yfir sigri ríkisstjórnarinnar og fullyrða að aldrei hafi komist hnífurinn á milli þeirra í þessu máli, því það eru nánast engin takmörk fyrir því að hvað stjórnmálamenn telja að kjós- endur séu heimskir! Almenn- ingur sem fylgst hefur með rimmunni síðustu vikurnar veit hins vegar sínu viti og spurningin snýst ekki um það hvort Davíð hafi verið beygður eða hvort Finnur hafi unnið hálfan sigur. Spurningin sem fólk spyr sig að núna - ekki sfst almennir framsóknarmenn - er sú hvort þetta hafi ekki ver- ið Pýrrhosarsigur hjá Finni. Víst bakkaði Davíð aðeins - en bankinn verður eftir sem áður færður tröllunum sem hinn al- menni framsóknarmaður vildi síst að fengi hann. — GARRI ODDUR ÓLAFSSON skrifar Árangur markaðssetningar KR hf. fagnaði íslandsmeist- aratitli sínum í fótbolta í dóttur- fyrirtæki sínu Rauða ljóninu um helgina. I rúma þrjá áratugi hefur félagið rembst við að ná þessu marki en það var ekki fyrr en meistaraflokkurinn var gerður að hlutafélagi að það tókst. Þetta er fagur vitnisburður um frjálsa markaðinn og yfirburði hans á öll- um sviðum. KR hf. borgar sínum leikmönnum og starfsliði vel enda er deildin rekin með gróðasjónar- mið í huga og njóta hlutabréfaeig- endur góðs af velgengninni. Það er Ioks að síast inn í höfuð einstakra íþróttaforkólfa, að keppnisíþróttir eru „big bisniss11 og nákvæmlega ekkert annað. Allt kjaftæðið um að keppnisíþróttir þjóni einhveiju göfugu uppeldis- hlutverki og stuðíi að heilbrigði er til þess eins básúnað út að hafa fé af grunnhyggnum og auðtrúa stjórnmálamönnum, sem vanist hafa að bruðla með fé skattborg- ara á þágu „góðra“ málefna. Gróðalind Fjárfestar eru að byija að átta sig á hvílík gróðalind keppnisíþróttir eru. Nú ætla stórir karlar á ís- Iandi að kaupa frægt fótboltalið á Englandi og gera það út til að afla Qár og frama. Inni- falið í kaupunum er liðið, en garpanir sem spila fótbolt- ann ganga kaupum og sölum fyrir sví- virðilegar upphæð- ir, að mati verka- lýðsleiðtoga í ESB. Þá fylgir íþrótta- völlur með öllum búnaði, en á Bretlandseyjum og víðast hvar um heiminn eru skattborgarar ekki látnir standa undir byggingu og rekstri íþróttamannvirkja. Slíkt tíðkast aðallega í sovétum, eins og íslandi, þar sem sveitarstjórn- araular steypa byggðarlögum í botnlausar skuldir til að reisa keppnishús og leggja löglega Fótboltakappar, ný auðlind. keppnisvelli. Og ríkisvaldið sleppir Iiðinu lausu til að raka saman lottó- gróða. Ef þetta er heilbrigt, þá er steraát íþróttafólks það ekki síður. Islandsmeistarar KR hf. eru heil- brigðasta keppn- islið á Islandi. Þar er ekki siglt undir fölsku flaggi og uppskorið eins og sáð er til. Gróða- vonin er það leiðar- ljós sem skilar ár- angri. Engiiui kotungsbragnr Og nú leggja íslenskir fjárfestar í víking og gera strandhögg í höfuð- vígi fótboltans, England. Þegar búið verður að ná eignarhaldi á fótboltaliði þar, sem tekur þátt í keppniskerfum stórliðanna, verð- ur enginn kotungsbragur á ís- lenskri knattspyrnuútgerð. Þá getur ríkisrekna útvarpið sett upp útibú í hjarta heimsveldisins og auglýst ókeypis breska knatt- spyrnu og valtað endalaust yfir alla innlenda dagskrá og bragð- daufa fréttatíma. Þegar KR hf. og Stoke hf. sanna yfirburði hins frjálsa markaðskerf- is eiga önnur lið ekki annars úr- kosti en að breyta sér í hlutafélög. Þá mun létta á sveitarsjóðum og þeir geta farið að selja íþróttahús sín og keppnisvelli, rétt eins og rfkið er að selja sínar eigur. Byggðarlög sem komin eru að fót- um fram vegna skulda, rétta þá úr kútnum og geta jafnvel haldið uppi skólastarfi að lögboðnum hætti. Þá verður bjart yfir sveitum og ríkisrekin hestamennska mun kynna ágæti sitt allt suður yfir heiðar þegar Guðni verður búinn að afhenda Skagfirðingum ríkis- framlagið til að temja hross. Svo má athuga hvort ekki sé hægt að fá handboltalið á Balkan fyrir slikk. svairad Hversvegna fjölgar lausaleiksbömum ? Sigurjón Kjartansson skemmtimaðurí TvOiöfla. „Vegna þess að Islend- ingar eru að verða lauslátari og lauslátari með hverju árinu sem líður. Þetta endar með ósköpum." Karólína Stefánsdóttir félagsráðgjafi á Akureyri. „Það er sitt- hvað hvort konur í yngri eða eldri aldurshóp- um eiga börn án þess að vera í sambúð, lausaleiks- börn sem þú kallar svo. Eftir því sem konan er yngri geta alvarlegri þættir kom- ið inn í mynd þessa máls, svo sem skert sjálfsmynd og ónógur félagslegur og tilfinningalegur stuðningur við þær. Eg tel raun- ar mikilvægt að þessi hópur sé skoðaður betur og hvort um auk- inn fjölda ótímabærra þunganna hjá kornungum stúlkum er að ræða. Sé hinsvegar um að ræða fullþroskaðaar konur sem búa við góðar aðstæður horfir málið öðruvísi við.“ Sr. Íris Kristjánsdóttir prestur í Hjallakirkju í Kópavogi. „Hluti skýr- ingarinnar er sá að dregið hefur úr gifting- um. Þá hef- ur fjöl- skyldu- mynstrið einnig breyst; fjöl- skylda samanstendur ekki ein- ungis af mömmu, pabba og börnum - heldur getur allt eins verið kona og barn. Ástæðan get- ur meðal annars verið aukið sjálfstæði og sjálfstyrkur kvenna; að þær telji sig ekki lengur þurfa á maka að halda til þess að ala upp barnið sitt. Hinsvegar Ieggj- um við kirkjunnar fólk áherslu á að baminu sé fyrir bestu að alast upp með báðum foreldrum, eins- og flest börn eiga reyndar kost á.“ Hulda Jensdóttir Ijósmóðir. um getur fólk varist." „Hlýtur það ekki að hafa eitthvað með afstöðu fólks gagn- vart kynlífi að gera? Og síðan kæru- leysi, því ótímabær- um þungun- .iuroTudA á td ii;pnb go 6i6asv»TsgTod6u3örI .EfmfivÓTíý nintifljoFHijhoííjT Tóv. F8(M 6hA arr(>I?.IIfi TiiIibiolfnHn tev ii;rj na Á'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.