Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 8
8- MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
X^tr
MIDVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 - 9
T^ur.
FRETTASKYRING
Upp stokkun á skj ániun
FRIÐRIK ÞÓR
GUÐMUNDSSON
OG
HEBOUR .
HELGADÓTTIR
SKRIFA
Mildl gróska í sjón-
varpsmáliun eftir ára-
tug rólegheita. Umrót
vegna velgengni Skjás
1. Ýtir ekki undir auk-
in gæði efnis, segir
Þorbjöm Broddason.
íslenskt efni fer
minnkandi og lenging
dagskrár mestmegnis
vegna endursýninga.
Það hljómar eins og öfugmæli, að
skömmu eftir að Stöð 3 rann á
rassinn með pompi og pragt, í
kjölfar háværra yfirlýsinga um að
hreppa væna sneið af sjónvarps-
markaðnum, skuli nú vera komin
upp bylgja nýrra sjónvarpsrása og
-stöðva. Ætla mætti að reynslan
af Stöð 3 hefði fært með sér þann
stóra sannleik að það væri ekki
pláss fyrir fleiri á markaðnum en
risana tvo, RUV og Stöð 2/Sýn, og
þær rásir sem þær stöðvar bjóða
upp á.
Nú er annað að koma á daginn.
Skjár 1, hugverk þeirra Hólmgeirs
Baldurssonar kaupmanns og Ró-
berts Arna Hreiðarssonar lög-
fræðings, fór af stað fyrir 11 mán-
uðum og náði góðri fótfestu. Nú
er Skár 1 tímabundið lokaður
vegna stórfelldra breytinga í kjöl-
far kaupa félagsins á Nýja bíó
ehf., og boðar stórátak í næsta
mánuði, með fullmannaðri frétta-
stofu og verulegu vægi innlends
dagskrárefnis. Ekki ætti að draga
úr lífslíkum Skjás 1 ef rétt er, sem
hermt er, að aðstandendur stöðv-
arinnar geri sér vonir um að öfl-
ugir ljárfestar komi til liðs við
hópinn, en þá hafa gjarnan verið
nefnd öflug fyrirtæki úr innsta
hring Kolkrabbans. Þeim öflum
þykir víst ekki verra ef unnt væri
að gera Jóni Olafssyni hjá Stöð
2/Sýn einhverja væna skráveifu.
íþróttarás og
iknakriyggóársTÓbVar
Fleíra er að gerast. Aðurnefndur
Róbert Arni hefur ýtt úr vör sér-
stakri popp-sjónvarpsrás, Popp-
TV, sem má kalla íslenska MTV
stöð, og þar verður áhersla lögð á
fslensk myndbönd.
Einnig hefur opinberast af vör-
um Markúsar Arnar Antonssonar
útvarpsstjóra að RUV hyggist fara
af stað með sérstaka rás undir
fjölbreytt efni, svo sem beinar
íþróttaútsendingar og annað efni
sem rúmast ekki vel á hefð-
bundnu ríkisrásinni. Opinberlega
er tilgangurinn að auka fjöl-
breytnina „bæðí í dagskrárfram-
boðinu og eins til að hafa mögu-
leika til að geta boðið upp á lang-
ar beinar útsendingar og m.a.
íþróttaefni án þess að dagskráin
fari meira eða minna öll úr skorð-
um,“ að sögn Markúsar Arnar.
Ekki sísta merkið um gróskuna
er Skjávarpið, sem stofnað hefur
verið með tugmilljóna króna
stofnkostnaði og snertir einkum
landsbyggðina. Fjársterkir aðilar
eru þar inni í myndinni, en Skjá-
varpið er annars hugsað sem stað-
bundinn upplýsingamiðill. Það
þýðir að það sem er í Skjávarpinu
á Seyðisíirði er ekki endilega það
sama og í Skjávarpinu í Vest-
mannaeyjum. Fyrirtæki og stofn-
anir geta keypt birtingar á til-
kynningum pg þau ráða hvort
hún birtist á einum stað eða víð-
ar. Bæjaryfírvöld á hveijum stað
nota Skjávarpið til þess að miðla
upplýsingum til bæjarbúa og á
sumum stöðum eru bæjarstjóm-
arfundir teknir upp og þeim sjón-
varpað í gegnum Skjávarpið inn-
an eins til tveggja sólarhringa. I
dag næst Skjávarpið á 11 þéttbýl-
iskjörnum á landsbyggðinni og
þurfa notendur engan annan
búnað en þeir nota við að taka á
móti sjónvarpssendingum Ríkis-
sjónvarpsins.
Þrátt fyrir að í byrjun hafi hug-
myndin verið sú að Skjávarp yrði
eingöngu á landsbyggðinni, hefur
nú verið ákveðið að setja einnig
upp á næstu vikum senda í Hafn-
arfirði, Garðabæ, Kópavogi, Mos-
fellsbæ og í sjö hverfum höfuð-
borgarinnar. Þegar þessum fram-
kvæmdum lýkur verða komnir 29
sendar og munu útsendingar nást
á 31 þéttbýlisstað.
RÚV óttast um VHS-8 rástna
Hólmgeir Baldursson, einn stofn-
enda og stjórnarmaður í Islenska
sjónvarpsfélaginu - Skjá 1 - segir
aðspurður um gróskuna að menn
hafi séð að Skjá 1 hafi tekist að
klára dæmið þrátt fyrir hrakspár.
„Menn voru mikið til að biða og
sjá hvernig okkur gengi, það er
ekki spurning að það er aðalhvat-
inn á bakvið þessar hræringar.
Astæðan íyrir því að t.d. RUV er
að boða nýja rás er einfaldlega að
krafa almennings gagnvart dag-
skrárefni hefur stóraukist. Létta
efnið hjá Skjá 1 hefur Mrkað og
það er RUV að uppgötva. í öðru
lagi hefur RUV hangið á þessari
VHF-8 rás og ætlar sér bersýni-
lega að fara að nýta sér hana
núna.“
- Heldur þú að þeir ætli nii að
nýta þá rás til að missa hana ekki
frá sér til ykkar?
„Það er ekki ólíklegt að áætla
sem svo. Þetta er takmörkuð og
verðmæt auðlind. Það er lekist á
um þessar rásir og ég get nefnt
sem dæmi af Popp-TV, sem við
Róbert Arni Hreiðarsson lögðum
at'siáo' meo'. viö' vorum meo' ser-
staka tíðni úthlutaða, en náðum
ekki að koma henni út í loftið
vegna ýmissa þvingunaraðferða
sem íslenska útvarpsfélagið beitti
okkur og við brunnum inni með
leyfið. Sem varð til þess að þeir
fengu tíðnina undir „Animal
Planet". En nú er Popp-TV að
fara af stað, reyndar án mín að
þessu sinni, og verður fróðlegt að
fyjgjast með hvernig það gengur."
- Skjár 1 er o-pinn og ókeypis.
Heldur þú að afnotagjalds- og
myndlyklastöðvarnar hafi ástæðu
til að hræðast þetta?
„Ég hugsa að það hljóti að
koma að því að almenningur geri
■'.:■ ■■/:;
■ 'IH|
Húsakyrmi Nýja bíós við Brautarholt, sem verða höfuðstöðvar Skjás 1. Gróskuna sem nú er komin upp í sjónvarpsmáium íslendinga má að stórum hluta rekja til velgengni og vaxtar
þessarar nýju stöðvar.
kröfu til þess, ef okkur gengur
vel, eins og reyndin hefur verið.
Skjár 1 var í loftinu í 11 mánuði
og á þeim tíma voru gerðar marg-
ar áhorfskannanir. Við komum
mjög vel út úr þeim. í ágúst
reyndist Skjár 1 með svipað áhorf
og Sýn. Og ef við tökum burt
fréttirnar á RÚV og Stöð 2 og
horfum til venjulegs dagskrárefn-
is þá liggur áhorfið á svipuðu reki
njá'þeiin og oRRur. lok's ma'netna
að í könnun í september fékk
Skjár 1 hæstu meðaleinkunn hjá
áhorfendum með sitt sjónvarps-
efni af öllum stöðvum.“
- Áttu von á að þessi gróska leiði
af sér fjölskrúðuga flóru sjónvarps-
stöðva og efnis?
„Það ætla ég svo sannarlega að
vona. Það var svo sannarlega
kominn tími til að eitthvað gerðist
í sjónvarpsmálum landsmanna,
því það hefur í rauninni ekkert
gerst á sl. 10 árum eða þar til við
fórum af stað. Þannig fór Bíó-rás
íslenska útvarpsfélagsins ekki af
stað fyrr en Ijóst var að Skjár 1
færi í loftið. Hitt er annað mál að
við erum ekki í sérstakri sam-
keppni við Stöð 2 frekar en aðra.
Við erum á samkeppnismarkaði,
þar sem áhorfandinn velur. Ef
hann er ánægður og horfir frekar
á okkur en aðra er takmarkinu
náð. Þá hefur formúlan gengið
upp,“ segir Hólmgeir.
EkM lengur samstíga
þjóðniennhigumii
ÞördjÖm Brouúáson reíágsrræo'
ingur hefur um árabil rannsakað
þróun fjölmiðlamála og segir í
samtali við Dag að þessi gróska
nú hafi bæði kosti og galla í för
með sér. „Ég segi alls ekki að allt
sé að fara til fjandans, því svo er
ekki. En mér dettur í hug samlík-
ing úr hernaði; áður var hver her-
maður gerður út með einn hólk
þar sem hvert skot var dýrmætt og
menn þurftu að vanda sig. En fót-
gönguliðarnir í nútímahernaðin-
um eru gerðir út með hríðskota-
byssu og þeir skjóta í allar áttir í
von um að hitta einhvern. Nú
telja menn um að gera að moka
nógu miklu í mannskapinn eða
verða undir. Þetta er kannski ein-
hverskonar uppgjöf við því að
reyna að koma á framfæri tiltölu-
lega litlu magni af vönduðu efni,
sem fjöldinn nær eigi að síður í.
Þetta er líka vísbending um að
sjónvarpið sé nú farið sömu leið
og útvarpið fór með tilkomu sjón-
varpsins."
- Hvað áttu við með þvt'?
„Utvarpið var sameinandi mið-
lil’ ailrar þjóöannnar, sem eridi'
þjóðina með kvöldvökum, erind-
um, uppbyggilegu þjóðlegu efni.
Með tilkomu sjónvarpsins missti
útvarpið þessa stöðu sína alger-
lega. Sjónvarpið varð hinn sam-
einandi miðill og útvarpsstöðvum
fíölgaði, þótt það tæki reyndar
langan tíma. Nú flaggar ríkisút-
varpið því sem meiri háttar tíð-
indum að þeir nái 30% hlustun á
hádegisfréttirnar. Nú virðist sjón-
varpið vera að fara sömu leið. Nú
boðar RÚV nýja rás og virðist
hafa komist að jreirri niðurstöðu
að einn hluti þjóðarinnar geti
ekki lifað án þess að hafa beinar
íþróttaútsendingar en hinn hlut-
inn þoli þær ekki. Og nýjar sjón-
varpsstöðvar spretta nú upp, eins
og með útvarpsstöðvarnar áður.“
- Óneitanlega heyrist á þér að
þessi þróun verði á kostnað gæð-
anna?
„Þetta ýtir ekki undir aukin
gæði efnis. Kotríki eins og ísland
hefur ekki einu sinni efni á að
halda uppi einni alvöru sjónvarps-
stöð, því íslenska sjónvarpið hefur
ailtárrvenóv aov stærstúm riihtá u't-
lendur iniðill með íslenskum
texta. Þótt menn séu orðnir snjall-
ari en áður og ódýrara að gera ís-
lenskt sjónvarpsefni þá hefur sá
sparnaður verið notaður til að
Iengja dagskrána. Þessa þróun alla
má sjá með skýrum hætti í bókinni
„Fjölmiðlun og menning", sem
Ragnar Karlsson á Hagstofunni
tók saman, þar sem meðal annars
er fjallað um útsendingartíma og
hlutfall frumsýnds og endursýnds
efnis. Gæðaefni eykst ekki og ekki
heldur innlent efni. Og jressi meg-
infjölmiðill Jijóðarinnar er ekki
lengur samstíga þjóðmenningunni
að öðru leyti, heldur er að taka við
allt annað menningarumhverfi,
með öllum sínum kostum og göll-
um,“ segir Þorbjörn.
Helmtngur endursýningar hjá
Stöð 2/Sýn
I ritinu „Fjölmiðlun og menning"
er margvíslegan fróðleik að finna
um þróun ljósvakamiðlanna á
undanförnum árum. Útsendingar-
timi sjónvarps í heild hefur aukist
riróöum skretum, t.d.' u'r b'. /Iftf
stundum árið 1991 upp í 23.800
stundir árið 1996, en fækkaði aft*
ur í 16.300 stundir árið eftir. Frá
1993 hefur dagskrá Ríkissjón-
varpsins lengst úr 2.750 stundum
í 3.440 stundir í fyrra. Hjá Stöð 2
lengdist útsendingartími úr rúm-
lega 4.400 stundum í næstum
6.300 árið 1997 en styttist aftur í
5.900 stundir í fyrra. Þegar litið er
til þess að 53% allra útsendinga
Stöðvar 2 eru endursýnt efni (47%
hjá Sýn), býður Ríkissjónvarpið þó
nokkru lengri frumsýnda dagskrá,
þar sem endursýnt efni er aðeins
tæplega 9% á þeim bæ.
Hlutur innlends efnis hefur líka
verið nokkuð stöðugur hjá Ríkis-
sjónvarpinu, rúmlega 30% dag-
skrárinnar á síðasta ári. Hjá Stöð
2 hefur innlent efni hins vegar
hraðminnkað síðustu árin. Árið
1995 voru 21% dagskrárinnar inn-
lent efni og þar áður aldrei undir
15-17%. Árið 1996 datt innlenda
efnið niður í 12% og áfram niður í
11% á síðasta ári, eða úr 680
stundum niður í 580 milli ára.
Hjá Sýn er undir 4% dagskrárinn-
ar innlent efni.
Um helmingur allra útsendinga
Stöðvar 2 er frá Bandaríkjunum
og næstum 2/3 frá enskumælandi
löndum. Hjá Ríkissjónvarpinu er
ríflega 20% bandarískt efni og alls
1/3 frá enskumælandi löndum.
Norrænt efni hefur farið
hraðminnkandi á Ríkissjónvarp-
inu, niður í rúmlega 3% (kringum
2 stundir á viku) síðustu árin, en
það sést nánast ekki hjá Stöð 2.
I ritinu kemur m.a. fram að
einkastöðvar hafa smám saman
verið að stækka sinn hlut á kostn-
að RÚV. Árið 1997 var svo komið
að samanlagðar tekjur Ijósvaka-
miðlanna (um 4,6 milljarðar)
skiptust nánast til helminga milli
RÚV og einkastöðvanna. Þetta
átti bæði við um afnotagjöld og
áskriftir, sem skiluðu ríflega 2/3
teknanna og auglýsingar/kostun
þaðan sem tæpur 1/3 teknanna
var upp runninn. Kostun er þó ríf-
lega tvöfalt meiri hjá einkastöðv-
unum, eða 96 milljónir á móti 42
milljónum hjá RUV árið 1997.
Kostun hófst 1991 hefur síðan
margfaldast bæði hjá RÚV og
e i n ka s tö ð vu n u m.
Jafnræði í auglýsingatekjum
Stöð 2 hefur hækkað áskriftar-
gjöld sín ríflega tvöfalt meira á ár-
unum 1990-98 (um 52%) heldur
en RÚV afnotagjöldin (24%). Af-
notagjald RÚV (sem skiptist á
milli sjónvarps og útvarps) var
24.100 krónur árið 1998 og hafði
þá verið óbreytt í sex ár. Áskriftar-
gjald Stöðvar 2 var þá komið í
42.200, Sýnar í 30.800 kr. og
Fjölvarps í 16.300 krónur.
Athygli vekur að Hagstofan tel-
ur greiðendur afnotagjalda RÚV
um 89.500 á síðasta ári, sem hefði
þá átt að færa RÚV um 2.150
milljóna iðgjaldatekjur. I raun
voru þær aðeins um 1.570 millj-
ónir, sem samsvaraði aðeins
65.500 iðgjaldsgreiðendum,
þannig að ríflega fjórðunginn
(24.000 greiðendur og 580 millj-
ónir) vantar af einhverjum ástæð-
um.
Hlutur sjónvarpsauglýsinganna
einna og sér skiptist orðið nánast
jafnt milli Ríkissjónvarpsins og
einkastöðvanna. Árið 1997 höfðu
auglýsingatekjur sjónvarpsstöðv-
anna aukist um næstum 50% á
aðeins þrem árum eða í 740 millj-
ö'nir. Hliitur einkastöövanna sem
var u.þ.b. 40% framan af áratugn-
um hafði vaxið f helming á árun-
um 1996 og 1997.
Fastráðnir starfsmenn Stöðvar 2
og Sýnar voru árið 1997 orðnir
fleiri en hjá Ríkissjónvarpinu, eða
212, auk 25 sem voru sameigin-
legir starfsmenn sjónvarpsstöðv-
anna og Bylgjunnar, eða alls
kringum 225. Ríkissjónvarpið
hafði þá 163 fastráðna og alls
kringum 200 starfsmenn, sé sam-
eiginlegum starfsmönnum |>ess og
útvarpsins skipt á sama hátt. Við
þetta má bæta við að Skjár 1 hef-
ur þegar ráðið um 60 manns til
starfa.
ERLENDAR FRETTIR
íbúar í Taívan notuðu mótorhjólahjálma til að verjast hruni úr skemmdum
_________byggingum._
Götur gengu
í bylgjum
Kinverjar buðu Taívau
aðstoð vegna jarð-
skjálftans sem er eiuu
sá stærsti á öldiuui.
Síðdegis í gær höfðu fundist um
1700 lík í Taívan, en talið var að
nærri þijú þúsund manns að auki
lægju undir rústum húsa sem
hrundu í jarðskjálftanum á
mánudag. Skemmdir voru gífur-
legar, hús hrundu og malbikuð
stræti undu upp á sig og bylgjuð-
ust eins og pappi.
Innlendir sem erlendir björg-
unarmenn vinna hörðum hönd-
um að því að bjarga fólki úr rúst-
unum og höfðu ekki gefið upp
von um að enn gæti fólk fundist á
lífi.
Talið var að jarðskjálftinn á Taí-
van á mánudag hafi verið 7,6 stig
á Richterkvarða, eða örlítið stærri
en skjálftinn sem varð meira en
15.000 manns að bana f Tyrk-
landi fyrir nokkrum vikum. Þetta
er mesti jarðskjálfti sem orðið
hefur á Taívan í áratug.
Manntjón af völdum jarð-
skjálfta hefur ekki verið meira á
Taívan frá því 1935, en þá reið
jarðskjálfti yfir eyjuna sem mæld-
ist 7,4 stig á Richterkvarða og
varð rúmlega 3.000 manns að
bana.
Jiang Zemin, forseti Kína, lýsti
samúð sinni og bauð fórnarlömb-
um jarðskjálftans aðstoð þrátt
fyrir að stirt sé á milli ríkjanna og
kínversk stjórnvöld viðurkenni
ekki sjálfstæði Taívans, Kínversk
stjórnvöld lita hins vegar á Taívan
sem óaðskiljanlegan hluta af Kína
og þess vegna líta þau í raun á
íbúa Tafvans sem íbúa í Kfna.
Upptök skjálftans voru nálægt
borginni Taichung, og þar í
grennd urðu mestu skemmdirnar
og flest dauðsföllin. Hátt í 1000
lík höfðu fundist í borginni og
næsta nágrenni hennar í gær.
Skjálftinn varð um klukkan
1:45 að næturlagi að staðartíma,
og því voru flestir íbúar í fasta-
svefni heima hjá sér. Jarðskjálft-
inn fór hægt af stað með hægum
bylgjuhreyfingum, en styrkur
þeirra jókst jafnt og þétt og varð
að lokum svo öflugur að fólk
hristist bókstaflega úr rúminu.
Flestar byggingarnar sem hrundu
voru nýleg háhýsi, en sum þeirra
hrundu til hliðar á næstu bygg-
ingar.
Eftirskjálfti varð í gær sem
mældist 6,8 stig á Richterkvarða,
og má búast við mörgum fleiri
eftirskjálftum á næstunni.
Ibúar á Taívan eru um 22 millj-
ónir, en eyjan er á miklu jarð-
skjálftasvæði. Tugir jarðskjálfta
verða þarna á hverju einasta ári,
en flestir þeirra eiga þó upptök
sín töluvert austan við eyjuna og
valda sjaldan tjóni svo nokkru
HEIMURINN
Ekkert lát á fLóðimuin
BANDARÍKIN - Ekkert lát virtist vera á flóðunum í Norður-Karólfnu f
gær og um 8.000 manns dvöldust enn í neyðarskýlum. Yfirvöld í Banda-
ríkjunum skýrðu frá því í gær að a.m.k. 63 manns hefðu látist af völdum
fellibylsins Floyds, sem reið yfir austurströnd Bandaríkjanna lyrir helgi.
Fellibylurinn er því sá mannskæðasti sem orðið hefur í Bandaríkjunum
frá því 1972, en það ár varð fellibylurinn Agnes 122 manns að bana.
Afvopnim KLA fagnað
JÚGOSLAVIA - Bæði Nató og Sameinuðu þjóðimar Iýstu í gær ánægju
sinni með að tekist hefði að semja við Frelsisher Kosovo (KLA) um af-
vopnun, en yfirstjórn KLA féllst á það á mánudaginn að afhenda vopn
sín friðargæslusveitum Nató í Kosovo. Afvopnuninni átti upphaflega að
Ijúka á sunnudaginn, en var frestáð um tvo sólarhringa. KLÁ-sveitirnar
starfa þó áfram, en verður breytt í borgaralegar sveitir í stað herliðs.
Vegabréfaskoðun áfram iiman
Schengen
LÚXEMBORG - Evrópudómstóllinn í Lúxemborg kornst í gær að þeirri
niðurstöðu að vegabréfaskoðun á landamærum aðildarríkja Schengen-
samkomulagsins verði áfram heimil. Aður en vegabréfaskoðun innan
Schengen-svæðisins verði afnumin sé nauðsynlegt að samræma full-
komlega eftirlit og aðrar aðgerðir á ytri landamærum svæðisins.