Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 13
M'/Jjf'ÍKÍrMléftiT’i’i. éép't'éikh'é'í 1's'kV - & •rsr X^iir_ ÍÞRÓTTIR Hlymir Birgisson „Leikmaður Dags“ Hlynur Birgisson með Dagsbikarinn. Hlynur Birgisson, Leiftri, var oftast val- inn í Dagsliðið í sum- ar og hlaut þar með Dagsbikarinn, eftir spennandi keppni við Stevo Vorkapic, Grindavík. Eftir lokaumferð Landssíma- deildarinnar er ljóst að Hlynur Birgisson, Leiftri, varð efstur á Dagslistanum, yfir þá leikmenn sem valdir voru í Dagsliðið eftir hverja umferð. Lokastaðan varð sú, að Hlynur varð einn efstur á listanum, valinn alls níu sinnum og hlaut þar með Dagsbikarinn glæsilega, sem gefinn er til eignar af fyrirtækinu Markómerki í Hafnarfirði. Hlynur var á loka- umferðunum í harðri keppni við Stevo Vorkapic, Grindavík, sem lenti í öðru sætinu, valinn alls átta sinnum, en tókst að sigla framúr í Iokin og tryggja sér topp- sætið fyrir síðustu umferðina. Hlynur sem í sumar var að leika sitt fyrsta tímabil hér á landi eftir að hann kom heim frá Orebro í Svíþjóð, er vel að sigrinum kom- inn, en hann hefur átt mjög jafnt og gott tímabil með Leiftri og ver- ið kjölfestan í leik liðsins. í vali Dags komu alls 88 leik- menn við sögu, þar sem flestir komu frá KR, eða alls þrettán. Næstir og jafnir þar á eftir komu Eyjamenn, Skagamenn, Keflvík- ingar og Blikar með alls tíu leik- menn hvert félag. KR-ingar voru líka oftast valdir í liðið að alls 42 sinnum, en næstir komu Eyja- menn, sem valdir voru alls 29 sinnum og í þriðja sætinu Leift- ursmenn, valdir alls 26 sinnum. Eftirtaldir Ieikmenn voru vald- ir í Dagsliðið: Ním sinnum: Hlynur Birgisson, Leiftri Aftn sinnum: Stevo Vorkapic, Grindavik Sjö sinnum: Hlynur Stefánsson, ÍBV ívar Ingimarsson, IBV Sex sinnum: Bjarki Gunnlaugsson, KR Fimm sinnum: Grétar Hjartarson, Grindavík Guðm. Benediktsson, KR ívar Bjarklind, ÍBV Jens Martin Knudsen, Leiftri Jóhannes Harðarson, IA Þormóður Egilsson, KR Fjórum sinnum: Albert Sævarsson, Grindavík David Winnie, KR Einar Þór Daníelsson, KR Sigurður Orn Jónsson, KR Þrisvar sinnum: Alexandre Santos, Leiftri Bjarni Þorsteinsson, KR Gunnar Oddsson, Keflavík Kristján Brooks, Keflavík Páll Guðmundsson, Leiftri Sigurbjörn Hreiðarsson, Val Sigursteinn Gíslason, KR Sigþór Júlíusson, KR Tvisvar sinnum: Atli Knútsson, Breiðabliki Ágúst Gylfason, Fram Birkir Kristinsson, ÍBV Che Bunce, Breiðabliki Eysteinn Hauksson, Keflavík Goran Aleksic, ÍBV Guðni Rúnar Helgason, ÍBV Gunnar S. Magnússon, Víkingi Hákon Sverrisson, Breiðabliki Hilmar Björnsson, Fram Hreiðar Bjarnason, Breiðabliki Jón Grétar Olafsson, Víkingi Kári Steinn Reynisson, IA Kenneth Matijani, IA Kjartan Einarsson, Breiðabliki Kristinn Lárusson, Val Marcel Orlemans, Fram Pálmi Haraldsson, IA Salih Heimir Porca, Breiðabliki Scott Ramsey, Grindavík Sumarliði Arnason, Víkingi Steinn V. Gunnarsson, Leiftri Sturlaugur Haráldsson, IA Une Arge, Leiftri Þórhallur Hinriksson, KR Einu sinni: Alexander Högnason, IA Alexandre da Silva, Leiftri Allan Mörköre, ÍBV Andri Sigþórsson, KR Anton Björn Markússon, Fram Arnór Guðjohnsen, Val Ásgeir Baldursson, Breiðabliki Ásmundur Arnarson, Fram Bjarki Guðmundsson, Keflavík Daði Árnason, Val Daníel Hafliðason, Víkingi Daníel Hjaltason, Víkingi Einar Orn Birgisson, KR Gestur Gylfason, Keflavík Guðmundur Oddsson, Keflavík Gunnlaugur Jónsson, IA Heimir Guðjónsson, ÍA Hjalti Jóhannesson, IBV Hjalti Kristjánsson, Breiðabliki Hjálmar Hallgrímsson, Grindav. Hjörtur Fjeldsted, Keflavík Hjörv'ar Hafliðason, Val Hörður Már Magnússon, Val Indriði Sigurðsson, KR Ivar Sigurjónsson, Breiðabliki Jón Þ. Stefánsson, Val Jón Sveinsson, Fram Kristinn Guðbrandsson, Keflavík Marel Baldxinsson, Breiðabliki Olafur Pétursson, Fram Oli Stefán Flóventsson, Keflavík Páll Gíslason, Leiftri Ragnar Hauksson, IA Ragnar Steinarsson, Keflavík Reynir Leósson, IA Sinisa Kekic, Grindavík Steinar Guðgeirsson, Fram Steingrímur Jóhannesson, IBV Sævar Pétursson, Fram Zoran Miljkovic, ÍBV Þrándur Sigurðsson, Víkingi Lokastaðan eftir félögum: Félag: Leikm: Hve oft: KR 13 42 ÍBV 10 29 Leiftur 8 26 Grindavík 6 21 ÍA 10 18 Breiðablik 10 16 Keflavík 10 15 Fram 8 12 Valur 7 10 Víkingur 6 9 Dagsliðið 18. umferð Anton Biörn Markússon Guðmundur Benediktsson Fram KR Daníel Hjaltason ívar Ingimarsson Víkingi ÍBV Govan Aleksic Scott Ramsev ÍBV Grindavík Hjalti lóhannessnn Sig. Orn lónsson ÍBV KR Hlvnur Birgisson Þormóður Ggilsson IBV KR Atli Ivnútsson Breiðabliki Úrvalshópur Dags (Hafa verið valdir þrisvar eða oftar) Markmenn: Jens Martin Knudsen, Leiftri Albert Sævarsson, Grindavík Varnarmenn: Bjarni Þorsteinsson, KR Stevo Vorkapic, Grindavík Hlynur Birgisson, Leiftrí ívar Bjarklind, ÍBV Hlynur Stefánsson, ÍBV Þormóður Egilsson, KR Sigurður Orn Jónsson, KR David Winnie, KR Miðjumenn: Ivar Ingimarsson, IBV Jóhannes Harðarson, ÍA Guðmundur Benediktsson, KR Sigursteinn Gíslason, KR Einar Þór Daníelsson, KR Gunnar Oddsson, Keflavík Sigþór Júlíusson, KR Páll Guðmundsson, Leiftri Sigurbjörn Hreiðarsson, Val Sóknarmenn: Bjarki Gunnlaugsson, KR Grétar Hjartarson, Grindavík Kristján Brooks, Keflavík Alexandre Santos, Leiftri Roy Keane tilbúum í slagtnn Seinni leiMmir í aimarri umferó Meist- aradeildar Evrópu fara fram í kvöld, þar sem Evrópumeistarar Man. United mæta Sturm Graz á útivelli. Meistaramir munu þar leggja alla áherslu á að ná aftur upp þeim haráttuanda, sem leiddi þá til sig- urs á þremur víg- stöðvum. Eftir áfallið í jafnteflisleik Manchester United og Wimble- don um helgina, þegar Ryan Giggs þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, geta áhangendur liðsins nú andað Iéttar. Roy Kea- ne hefur nefnilega tilkynnt að hann sé búinn að ná sér að fullu eftir meiðslin sem hann hlaut í Iandsleik Irlands og Júgóslavíu fyrr í mánuðinum og sé tilbúinn í slaginn gegn Sturm Graz í D- riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þetta eru góðar fréttir fyrir áhangendur United, því Keane var sárt saknað í leiknum gegn Króatía Zagreb á Old Trafford í síðustu viku, þegar United náði aðeins 0-0 jafntefli á heimavelli í fyrsta leik riðilsins. Búist er \dð að Giggs, sem meiddist á hásin, verði frá um tíma, jafnvel í nokkrar vikur. Fastur liður eins og venju- lega hjá Giggs Að sögn Alex Fergusons er þetta orðinn fastur liður hjá Giggs á hverju keppnistímabili. „Venju- lega hefur það þó gerst seinna á tímabilinu. Hann er mjög snögg- ur leikmaður og þetta er mjög al- gengt með slíka leikmenn," sagði Ferguson. Keane hefur verið í sérstakri meðferð vegna meiðslanna sem hann hlaut á hásin, en virðist nú búinn að ná sér að fullu. „Eg hef æft á fullu síðustu fjóra daga og mér líður mjög vel. Það er því ekkert til fyrirstöðu fyrir leikinn í kvöld. Eg er laus við eymslin í hásininni og hnéð er líka orðið gott, þannig að ég er í góðu standi og hlakka til að vera aftur með,“ sagði Keane. Eftir markalaust jafntefli í fyrsta leiknum gegn Króatía Zagreb á heimavelli, veitir United ekkert af góðum meðbyr í Ieikinn í Austurríki. Liðið má ekki við því að tapa þar stigum og verður hreinlega að vinna, ef það ætlar að vera með í toppslagnum. I hinum leik D-riðiIsins mun Króatía Zagreb, sem nú er án Ro- berts Prosinecki, sem er meidd- ur, fá franska Iiðið Marseille í heimsókn, sem verður án marka- hróksins Christope Dugarry, sem nú tekur út Qögurra leikja bann. Lazio til alls líklegt A A-riðli fær ítalska liðið Lazio, úkraínsku meistarana Dinamo Kiev í heimsókn. Lazio lék sinn besta leik á tímabilinu, þegar það vann Torino 3-0 í ítölsku deild- inni á sunnudaginn og ætti því að vera til alls líldegt á heima- velli. Lazio verður þar án mark- varðarins Luca Marchegiani, sem er meiddur, en Úkraínu- mennirnir munu gera allt til að sigra eftir óvænt tap gegn ung- verska liðinu Maribor í fyrstu umferðinni. Hin viðureign A-riðils er leikur Maribor gegn Bayern Leverku- sen, sem er eina liðið sem ekki hefur tapað leik í þýsku úrvals- deildinni til þessa. Þjóðverjarnir verða eflaust án brasilíska mið- herjans Ze Roberto, en þeir munu örugglega mæta ákveðnir til leiks, þar sem Maribor er til alls líklegt eftir sigurinn gegn Dinamo Kiev í fyrstu umferðinni. Battistuta í góðri gæslu í B-riðli fara fram tveir hörku- leikir, þar sem Arsenal tekur á móti AIK Solna frá Svíþjóð og Barcelóna fær Fiorentina í heim- sókn. Svíarnir mæta til leiks í London án framkvæmdastjórans, Stuart Baxters, sem nú tekur út leikbann, eftir að hafa gagnrýnt dómarann, eftir 2-1 tapleikinn gegn Barcelóna í fyrstu umferð- inni. Barcelónaliðinu hefur ekki gengið alltof vel að undanförnu og tapaði 2-1 gegn smáliðinu Alaves í spænsku deildinni um helgina. Lazio hefur aftur á móti verið á mikilli siglingu og þeir Frank de Boer og Michael Reizi- ger í vörn Brassanna munu ör- ugglega hafa góðar gætur á Gabriel Battistuta, sem er í mildu stuði þessa dagana og skoraði þrennu gegn Verona um helgina. Norðnienn í stuði I C-riðli fær þýska liðið Borussia Dortmund, sem vann góðan sig- ur á 1860 Múnchen í þysku deildinni um helgina, Boavista í heimsókn, þar sem Þjóðvetjarnir verða án landsliðsmannsins Christian Wörns. I hinum leik C-riðilsins mætir norska liðið Rosenborg, hol- Ienska liðinu Feyenoord. Norð- mennirnir unnu góðan 7-1 sigur gegn Skeid í norsku úrvalsdeild- inni um helgina og ættu því að verða í miklu stuði, eftir að hafa unnið 0-3 sigur á Boavista í fyrstu umferð meistaradeildar- innar. Leikir kvöldsins: Maribor - B. Leverkusen Lazio - Dynamo Kiev Arsenal - AIK Solna Barcelona - Fiorentina Bor. Dortmund - Boavista Rosenborg - Feyenoord Króatía Zagreb - Marseille Sturm Graz - Man. United

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.