Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 7
 Tfagur. ÞJÓÐMÁL ttei HAflW'A'VU.iV. . V K fl U f\ II \I HI I (\ V M - d MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 19 9 9 - 7 Varúóarreglan og Flj ótsdalsvirkjun vafans. Síðast í grein, sem hún ritar í Mbl. þ. 1 l.þ.m. En henni virðist erfitt að láta þá skoðun sína gilda um Fljótsdalsvirkjun. ,Á Eyjabökkum verpa 13 tegundir fugla, 50-70% geldra heiðargæsa á íslandi fella þar fjaðrir og eru þar í sárum í u.þ.b. 4 vikur á ári, hreindýrin nýta sér svæðið til beitar, þar er að finna fjölbreyttan gróður, jafnvel láglendisteg- undir og verður landið að teljast einstaklega beitarþolið, “ segir Kolbrún m.a. í grein sinni. KOLBRUN HALLDORS- DOTTIR ALÞINGISMAÐUR SKRIFAR Mig langar að gera að umræðu- efni framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar um sjálfbæra þró- un í íslensku samfélagi. Aætlun þessi var samþykkt í ríkisstjórn- inni að Ioknu umhverfisþingi, sem haldið var 1996. I henni er gerð grein fyrir þeim meginregl- um, sem gilda í almennum um- hverfisrétti og voru samþykktar á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó 1992. Ein þeirra er svoköll- uð varúðarregla, sem kveður á um það að ekki skuli að öðru jöfnu ráðist í framvkæmdir sem kunna að hafa alvarleg eða óbæt- anleg umhverfsiáhrif í för með sér, fyrr en sýnt sé að þær hafi ekki slík áhrif. I öðru lagi langar mig að vitna í kaflann um Orku og iðnað, en þar segir: Þróun ís- lensks iðnaðar og orkubúskapar verði með þeim hætti að nýting orkulinda skerði ekki lífskilyrði komandi kynslóða og að slík nýt- ing og hvers kyns iðnaðarstarf- semi valdi ekki skaðlegri meng- un eða óhóflegri röskun vistkerfa og náttúruminja. Hlutverk var- úðarreglunnar er að tryggja það að náttúran fái notið vafans, þegar einhver vafi leikur á því að vísindin geti svarað til um áhrif viðkomandi framkvæmda á líf- ríkið. Þetta er afskaplega göfug regla og nær jafnt til lífsskilyrða manna og dýra, en hvemig kem- ur hún fram í gjörðum ríkis- stjórnarinnar? Hér er efLnn Deilt er um Fljótsdalsvirkjun 210 MW virkjun Jökulsár í Fljótsdal, sem gerir ráð fyrir rúmlega 4 km stíflu og 44 km2 uppistöðulóni á Eyjabökkum við rætur Snæfells. Þar að auki er gert ráð fyrir að safna saman vatni úr nærliggjandi bergvatns- ám og færa það vatn með veitu- skurðum, niðurföllum og jarð- göngum í Eyjabakkalón. Eyjabakkar eru svokallað flæðiland, þeir liggja í 650 metra hæð yfir sjávarmáli og ná frá svo- nefndu Snæfellsnesi upp að Eyjabakkajökli. Á Eyjabökkum verpa 13 tegundir fugla, 50% - 70% geldra heiðargæsa á Islandi fella þar fjaðrir og eru þar í sár- um í u.þ.b. 4 vikur á ári, hrein- dýrin nýta sér svæðið til beitar, þar er að finna ljölbreyttan gróð- ur, jafnvel láglendistegundir og verður Iandið að teljast einstak- lega beitarþolið. Þar eru ein- stæðar náttúruminjar þar sem eru hraukar uppi undir Eyjafelli, sem bera vitni um framhlaup Eyjabakkajökuls 1890. Þá hefur jökullinn hlaupið fram með slíku afli að hann hefur rótað upp um- talsverðu magni af grónu landi, rutt því saman í hrauka og ýtt á undan sér. Síðan hopar jökullinn en eftir standa Hraukarnir, þög- ul minnismerki um afl skriðjök- ulsins. Þessar náttúruminjar eru að öllum líkindum einstæðar í veröldinni, þær er einungis að finna á tveimur stöðum á Islandi og ættu því að njóta friðunar sem sérstæð landslagsheild skv. náttúruverndarlögum. Þá full- nægir svæðið öllum skilyrðum, sem gerð eru til votlendissvæða með verndargildi skv. Ramsar sáttmálanum og bíður þess eins að stjórnvöld útnefni það sem slíkt. Við virkjun Jökulsár í Fljótsdal tapast allt það land, sem hér er lýst, undir vatn. Þess utan tapast einir 15 fossar auk fjölda flúða og hávaða í ánni þar sem hún rennur 20-30 km. leið niður í Fljótsdal. Er hægt að halda því fram að ffamkvæmd, sem hefur í för með sér aðra eins röskun á viðkvæmu vistkerfi landsins og dýrmætum náttúruminjum, sé í sátt við náttúruna og sé innan hóflegra marka? Ef svo er þá heldur ríkisstjórnin sínu striki óhikað með hreina samvisku, en ef á því leikur nokkur vafi þá er ríkisstjórnin skuldbundin til að láta náttúruna njóta þess vafa. Enda hefur umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir lýst því yfir hvað eftir annað að hún vilji og muni láta náttúruna njóta Að vega og meta Ríkisstjórnin hefur yfir að ráða tæki, sem ætlað er að meta það hvort röskun af því tagi sem að framan greinir sé innan hóflegra marka eður ei. Þetta tæki nefnist mat á umhverfisáhrifum og hef- ur verið notað af vestrænum þjóðum um áratuga skeið, ein- mitt til þess að leiða til lykta ágreiningsmál af því tagi sem við eigum nú í. Við höfum komið okkur saman um lög, sem kveða á um hvernig slíkt mat á að fara fram og þó í þeim lögum sé ákvæði sem túlka má á þann veg að Fljótsdalsvirkjum þurfi ekki að undirgangast slíkt mat, þá væri ríkisstjórnin, -með því að túlka það náttúrunni í hag, að framkvæma vilja meiri hluta þjóðarinnar og standa við orð sín í framkvæmdaáætlun um sjálf- bæra þróun. Raunar langar mig að stinga upp á því hér að ríkisstjórnin gerist enn djarfari og um leið göfugri í gjörðum sínum. Ef ráð- herrar, sem lýst hafa því yfir að þeir vilji sættir í þessari deilu, meina eitthvað með því sem þeir segja, ættu þeir að koma því til leiðar að framkvæmdum við virkjunina verði hreinlega slegið á frest meðan við mörkum okkur stefnu til framtíðar, stefnu sem gerir okkur kleift að stunda sjálf- bæran orkubúskap, vega og meta virkjanakosti, finna lausnir { byggðamálum og síðast en ekki síst nota nýju náttúruverndarlög- in náttúrunni og mannlífinu til hagsbóta. Ef við ætlum að eiga von um bjarta framtíð í þessu landi þá er okkur lífsnauðsyn að ná sátt um alvöru stefnu um sjálfbæra þróun í íslensku sam- félagi. Stóríðja við Eyjafjörð SVANBJÖRN SIGURÐSSON RAFVEITUSTJÓRI Á AKUREYRI SKRIFAR Fyrir eitt hundrað og tveim árum var stofnsett stóriðja við Eyja- Ijörð. Þá var stofnað fyrirtæki á Gleráreyrum á Akureyri, sem hét Tóvélar Eyfirðinga, til að vinna söluvöru úr ull af íslensku sauð- kindinni. Samband Islenskra Samvinnufélaga tók síðar við verksmiðjunni og var hún nefnd Gefjun. Iðnaðurinn óx og dafn- aði og brátt fisu fleiri verksmiðj- ur á eyrunum við Glerá. Stofnuð var Skinnaverksmiðjan Iðunn, þar sem sútaðar voru gærur, saumaðir pelsar og gerðir skór. Síðar reis fataverksmiðjan Hekla, en þar var framleiddur allskyns klæðnaður. Það mun hafa verið árið 1984, sem starfsemi Sam- bandsins náði hámarki á Akur- eyri og voru þá um 1.000 starfs- menn við rekstur verksmiðjanna. Akureyringar voru þá 13.711 og 7,3% þeirra voru starfsmenn iðn- aðardeildar SÍS. Þessi iðnaður skapaði sterkan byggðakjarna sem enn er við lýði. I sogkrafti SÍS-verksmiðjanna skapaðist og þróaðist annar iðn- aður og aðrar atvinnugreinar, sem lifa enn, og í því sambandi kemur mér Útgerðarfélag Akur- ejringa fyrst { hug. Um þessar mundir eru Akureyringar um 15.000. Stóriðja sem hefði 500 starfsmenn á launaskrá er ekki eins risavaxin og mönnum virðist í fyrstu, en áhrifin á atvinnulífið verða mikil. StarfsmannaQöldi slíkrar verksmiðju yrði þó ekki nema 3,3% af öllum íbúum Akur- eyrar. Árið 1984 var raforkpnotkunin á Akureyri um 110 GWh, en á ár- inu 1999 virðist hún ætla að verða um 127 GWh. Þessar tölur eru ekki í góðu samræmi við íbúafjöldann, en það er reyndar Ný stóriðja við Eyja- fjörð mirndi á sama hátt draga með sé annan iðnað og aðrar atvinnugreinar, sem til dæmis, hyggðist á þekkingariðnaði, með Háskólann á Akureyri í hroddi fylkiiigar. ekki eingöngu vegna stóriðjunnar á Gleráreyrum, sem ekki er leng- ur til, heldur að hluta til vegna þess að upphitun húsa hefur færst að mestu frá raforku til jarðvarma. Ný stóriðja við Eyjafjörð mundi á sama hátt draga með sé annan iðnað og aðrar atvinnugreinar, sem til dæmis, byggðist á þekk- ingariðnaði, með Háskólann á Akureyri í broddi fylkingar, eins og fram kemur í svargrein eftir Jörund Valtýsson við „Stóriðja og menning við Eyjafjörð" í Viku- degi 15. júlí sl. Með þekkingar- iðnaði á Jörundur við rannsóknir, tölvuvísindi, hugbúnaðariðnað, erfðatækni, fjármálaþekkingu og fleira. Vissulega er þekkingariðn- aður áhugaverður, en fyTst þarf að hressa upp á atvinnulífið með aukinni framleiðni. Það vantar stóriðju á svæðið, til dæmis sink- verksmiðju. Byggðin við Eyjafjörð mundi styrkjast og vaxa, atvinnusvæðið stækka og haghvæmni aukast. Eina landssvæðið sem hefur möguleika á að mynda byggða- kjama, sem væri mótvægi við höfuðborgarsvæðið og draga mundi úr fólksflótta þangað, er Eyjafjarðarsvæðið. Meðaltalstölur yfir rafafl sem flutt var frá Blönduvirkjun í ágústmánuði sl. fóru 97,2% til vesturs og mest af því áfram til suðvesturhornsins, en 2,8% til austurs. Meðalframleiðsla afls var tæplega 100 MW. Virkjunin getur framleitt 150 MW. Rafork- an er flutt til suðvesturlands, því á Norðurlandi er ekki þörf fyrir hana eins og málin standa. I Kröflu er hliðstæða sögu að segja, þar fóru 90,1% austurum áleiðis til suðvesturlandsins, en 9,9% urðu eftir á norðaustur- landi. Meðalframleiðsla afls í Kröflu var í ágúst tæplega 55 MW. Mikil töp verða við þennan flutning á afli, sem mundi bætast við það afl sem tiltækt er milli Blönduvirkjunar og Kröflu, ef stór notandi yrði til á því svæði. Ódýrasta raforkan fyrir stóriðju er á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.