Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 3
"mÍð'vÍKÚDÁ'GUR 22. S EPT E M B E R i 9 9 9 - 3 Tkgur. FRETTIR Lokuðu tilboði og forvali hafnað Frá blaðamannafundinum í Ráðherrabústaðnum í gærþarsem Finnur Ingólfsson og Árni Mathiesen kynntu áform ríkisins um sölu á FBA-bréfunum. mynd: e.úl Viðskiptaráðherra og sjávarútvegsráðherra staðfestu á frétta- iiiaimafuudi í gær frétt Dags iim að salan á hlut ríkisius í FBA færi fram með opnu tilhoði en hámark sett á hvað hver og eiun má kaupa stórau hlut. Eins og skýrt var frá í Degi í gær var Davíð Oddsson forsætisráð- herra beygður í deilu stjórnar- flokkanna varðandi söluna á 51% ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Hann sagði í sjón- varpsviðtali fyrir nokkrum dög- um að selja bæri hlutinn Iokuð- um hópi eftir forval. A blaða- mannafundi í gær, staðfestu svo Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, frétt sem birtist í Degi í gær, að um opið útboð verði að ræða þar sem dreifða eignaraðild á að tryggja með reglum um skyldleika og há- markskaup hvers aðila sem nem- ur 6% af nafnverði hlutabréfs. Fyrir kl. 14.00 fimmtudaginn 21. október 1999 eiga áhuga- samir hópar að skila lokuðu um- slagi, inn til Ríkiskaupa með upplýsingum um innbyrðis sam- setningu og hlutfallslega skipt- ingu eignarhluta innan hópsins sem ætlar að bjóða í hlutinn. Til að tryggja að hámarksverð fáist fyrir hlut ríkisins er talið nauðsynlegt að hópur fjárfesta verði sameiginlega um allan hlutinn. Hámarksverð fyrir hlut- inn verði aðeins tryggt með því að selja hann allan í einu lagi. Ekki verði tekið við lægri tilboð- um en sem miðast \áð gengið 2,8. Bönkunum bannað að kaupa Varðandi reglur um skyldleika og hámarksverð hvers og eins segir að með hugtakinu skyldir aðilar og/eða Ijárhagslega tengdir sé átt við hjón, sambýlisfólk, skyld- menni f beinan legg, bræður eða systur, systkynabörn, systkyni föður eða móður eða tengingu milli aðila með sama hætti vegna ættleiðingar. Foreldra, börn, bræður og eða systur maka eða sambýlisfólks. Samstæða félaga, móðurfélög og dótturfélög. Ef einstakur aðili á meira en 35% eignarhlut í lögaðila eða ef ein- stakur aðili eða skyldir aðilar eiga samanlagt meira en 35% eignarhlut í tveimur lögaðilum eða fleirum, skulu þeir aðilar teljast tjárhagslega tengdir. Ríkisbönkunum, Landsbanka og Búnaðarbanka, er óheimilt að mynda hóp með öðrum og inn- lendum bönkum og sparisjóðum og bjóða í bréf. Aftur á móti telj- ast sparisjóðirnar ekki skyldir að- ilar og er þeim því heimilt að kaupa bréf. Gengið verður úr skugga um það fyrirfram hvort hóparnir sem ætla að bjóða í hlutinn uppfylli skilyrðin um skyldleika og eða tengsl aðila og um hámark eign- arhluts hvers aðila og þeim þá gefinn kostur á að leiðrétta og bæta úr hugsanlegum ágalla. Ut- boðið verður í höndum Fram- kvæmdanefndar um einkavæð- ingu. Utboðið verður kynnt í dag, auglýst í blöðunum á morgun, útboðsgögn eiga að liggja fyrir 28. september, og þann 17. októ- ber verður auglýsingin í dagblöð- um, þann 21. október skili hópar inn þátttökutilkynningum, mánudaginn 25. október verður gefin út aðvörun vegna formsat- riða. Tilboðum verði síðan skilað formlega föstudaginn 5. nóvem- ber og 15. sama mánaðar verði greiðslu skilað. - S.DÓR vísir.is 68% á móti banka- samnma Tveir af hverjum þremur sem greiddu atkvæði um spurningu Dags á Vísisvefnum eru á móti því að Landsbanki og Islands- banki renni saman í eitt fyrir- tæld. Spurningin hljóðaði svo: Á að sameina íslandsbanka og Landsbanka? 68% þeirra sem greiddu atkvæði svöruðu þeirri spurningu neitandi, en 32% voru fylgjandi sameiningu bank- anna. Ný spurning Nú er komin ný spurning á vef- inn: Tekst KR að sigra í bikar- keppninni í knattspyrnu? Niður- stöður þeirrar atkvæðagreiðslu verða birtar fyrir helgi, eða áður en Islandsmeistararnir mæta Skagamönnum næstkomandi sunnudag á Laugardalsvelli. Slóðin er: visir.is Skrípaleíknr og sýndarmeimska Fiimur Ingólfsson segir að einkavæding bankanna hafi aldrei verið sett í uppnám. Steingrímur J. Sigfás- son segir áform uin dreifða eignaraðild aðeins vera að nafn- inutil. Árni M. Mathiesen sagði á fréttamannafundi í gær að mark- miðið við undirbúninginn á söl- unni á 51% hlut ríkisins í FBA hefði verið að fá sem hæst verð fyrir hlutinn á eins opinn hátt og hægt er. Hann sagði að hér væri um stærstu einkavæðingu að ræða sem fram hefði farið hér á landi. Þá hafnaði hann því að um deilur hafi verið að ræða milli stjórnarflokkanna varðandi söl- una á hlut ríkisins í FBA. Finnur Ingólfsson tók undir það að engar deilur hafi verið sem settu einkavæðinguna í upp- nám. Hann sagði að í raun hefðu Steingrímur J. Sigfússon. allar tímasetningar, sem ráðherr- arnir hefðu sett sér í þessu máli, staðist. Bæði hann og sjávarút- vegsráðherra sögðu mögulegt að setja lög til að tryggja dreifða eignaraðild á bankanum á eltir- markaði, þannig að kennitöluæv- intýrið endurtaki sig ekki. Hins vegar hefði engin ákvörðun um það verið tekin innan ríkisstjórn- arinnar. Mátti bíða þingsins Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, sagði í gær að það væri vægast sagt gagnrýnisvert að hefja sölu á 51 % hlut ríkisins nú áður en þing kemur saman eftir allan þann hringlandahátt og skrípaleik sem hefur verið í þessu máli milli stjórnarflokk- anna síðustu vikurnar. Nauðsyn- Iegt hefði verið að bíða þingsetn- ingar svo hægt væri að setja lög og reglur um þetta mál og þá ekki síst um hvað gerist á eftir- markaði. „En ég þekki mitt heimafólk og bjóst þess vegna allt eins við því að svona yrði að málunum staðið. Þarna er bara um hreinan skrípa- leik að ræða þar sem menn eru að nafninu til að tala um einhverja dreifða eignaraðild. Stjórnar- flokkarnir gera engar ráðstafanir með löggjöf til að tryggja hana til frambúðar. Hvernig sem þetta kapphlaup og dellumakarí fer með þetta útboð er ljóst að um sýndarmennsku er að ræða því dreifð eignaraðild er ekki tryggð til frambúðar. Þá teldi ég rétt að ríkið ætti ráðandi hlut í bankan- um og gæti haft hönd í bagga með því sem þar gerist, samanber norsku leiðina," sagði Steingrím- ur J. Sigfússon. - S.DÓR FBA-bréfíit ruku upp Hlutabréfamarkaðurinn tók við sér í gær (jftir að ríkið tilkynnti tilhögun sína á sölu FBA-bréf- anna. Þau ruku upp í verði og lokagengið endaði í 2,99. Það er 5% hækkun frá deginum á und- an. Viðskipti með bréfin námu 30 milljónum króna af um 180 milljóna viöskiptum á Verðbréfa- þingi í gær. Verslað var með bréf Flugleiða fjTÍr 20 milljónir króna og fyrir 15 milljónir með bréf Landsbankans. - BJB Jafnréttislög ekki brotiu Kærunefnd jafnréttismála komst nýlega að þeirri niðurstöðu að að- standendur Fegurðarsamkeppni Islands hefðu ekki brotið jafnrétt- islög er þeir vísuðu einum keppanda úr keppninni Ungfrú Island, þar sem hún hefði setið nakin fyrir á ljósmyndum í tímaritinu Playboy. Keppandinn kærði þá ákvörðun til Jafnréttisráðs og vísaði til keppn- innar Herra Island, þar hefði karlkynskeppanda ekki verið vísað frá þótt á allra vitorði væri að hann hefði komið nakinn fram í blaðinu Bleikt & blátt. Kærunefnd telur hins vegar verulega aðfinnsluvert að aðstandend- ur Ungfrú Island gerðu þátttakendum ekki grein íyrir því skilyrði með óyggjandi hætti að þeir mættu ekki koma fram naktir opinber- lega. Sjónvarpiuu seiukar Ekkert verður af flutningi sjón- varpsins í nýtt húsnæði í útvarps- húsinu í Efstaleiti um áramótin eins og til stóð. Markús Om Ant- onsson útvarpsstjóri segir að ákveðið hafi verið að seinka fram- kvæmdum vegna flutningsins. Hann býst við að sjónvarpið verði komið með „annan fótinn“ í út- varpshúsið fyrr mitt næsta ár. Utvarpsstjóri segir að vinna við lóðaframkvæmdir sé í fullum gangi og verið sé að huga að innrétting- um fyrir sjónvarpið. Þá sé í undir- búningi útboð á tækjum fyrir það. Hann segir að ástæðan fyrir því að ákveðið var að seinka framkvæmd- um í tengslum við flutninginn sé m.a. út af þeirri miklu þenslu sem sé á vinnumarkaði. I þ\ í sambandi bendir hann m.a. á að fyrirtæki og opinberir aðilar hafa jafnvel ekki fengið nein tilboð í verkefni vegna þess að menn geta ekki sinnt þeim vegna anna og þá séu verðin eft- ir því. - GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.