Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 4
4- MÍÐVIKUDÁGÚR 2 2 . S E PTÉM B E R 1 9 $ 9
FRÉTTIR
Málfrelsi stjómarmanna í Hitaveitu
Suðumesja
Hörður Guðbrandsson, bæjarráðmaður, hefur lagt fram tillögu um að
bæjarstjóra verði falið að skrifa Hitaveitu Suðurnesja bréf þar sem
óskað verði samstarfs um að eyða óvissu um lögmæti stjórnarsetu í
Hitaveitu Suðurnesja. Hörður lét bóka að hann telji rétt að stjórnar-
formennska fulltrúa Grindavíkur verði flutt fram um eitt ár vegna
þess tíma sem málið tekur í flutningi fyrir dómi. Bæjarráð samþykkti
tillöguna. Olafur Guðbjartsson, bæjarráðsmaður, sat hjá við af-
greiðslu málsins. Bæjarráð Grindavíkur hefur fengið álitsgerð um
réttarstöðu stjórnarmanna í Hitaveitu Suðurnesja sem unnin er af Jó-
hannesi Karli Sveinssyni. hdl. Bæjarráð samþykkti að senda stjórn
Hitaveitu Suðurnesja álitsgerðina og óska eftir samstarfi við stjórnina
um niðurstöðu í málinu.
Starfsmaimaráðnmgar
Níu umsóknir bárust um starf við ræstingar við Grunnskóla Grinda-
víkur. Bæjarráð samþykkti að ráða Irisi Olafsdóttur til starfsins í stað
Hönnu Þóru Agnarsdóttur, sem sagði því lausu. Brynjólfur H. Ást-
þórsson hefur verið ráðinn starfsmaður Iþróttamiðstöðvar Grindavík-
ur. Hallfnður Helga Guðfinnsdóttir hefur verið ráðin skólaritari, en
sex umsóknir bárust um starfið, að tillögu stjómenda grunnskólans.
Bláa lónið.
Aðrein að Bláa lóninu
Bæjarráð Grindavíkur hefur lýst ánægju sinni með að slitlag skuli
hafa verið endurnýjað á Grindavíkurveginum, enda mikil og vaxandi
umferð á veginum ekki síst vegna nýrrar aðstöðu við Bláa Iónið. Þessi
aukna umferð skapar hins vegar oft á tíðum mikla hættu við afleggjar-
ann að Bláa lóninu og dæmi eru um að legið hafi við stórslysi á þess-
um stað. í Ijósi þessa vill bæjarráð beina því til Vegagerðarinnar að
láta gera aðrein við veginn að Bláa lóninu sem allra fyrst.
Bók og bjór!
Tekið hefur verið fyrir erindi ATVR um staðsetningu vínbúðar í
Grindavík. I erindinu var leitað eftir því hvort bæjarráð telji einhver
vandkvæði á því að vínbúð sé staðsett í húsinu Víkurbraut 62, en þar
er Bókabúð Grindavíkur. Einkunnaroð búðarinnar gæti því verið „Bók
og bjór“! Vínbúðin verður opnuð 24. nóvember nk. Bæjarráð gerir
enga athugasemd við ofangreinda staðsetningu. Jóhann Steinsson,
hjá ÁTVR, segir að nýlega hafi verið opnuð vínbúð á Vopnafirði í
byggingavöruverslun Kaupfélags Vopnfirðinga og í október verði opn-
uð vínbúð á Fáskrúðsfirði í húsnæði Heildverslunar Austurlands.
THboð í Hestabrekku
Sjö tilboð bárust í Austurveg 9 - Hestabrekku, frá eftirtöldum aðilum;
Halldóri Norðquist, 600.000 krónur sem greiðast á þremur árum; Ar-
inbirni og Þorkatli, 450 þúsund krónur, staðgreitt; Thorbergi Einars-
syni, 300.000 krónur; Sandkrafti, 250.000 krónur; Hildi Sveinbjöms-
dóttur, 500.000 krónur sem greiðist á 10 mánuðum; Birni St. Brynj-
ólfssyni, 400.000 krónur sem greiðast á 8 mánuðum og frá Óskari Þ.
Sveinssyni, 350.000 krónur, staðgreitt. Viðstaddir opnunina voru Ar-
inbjöm Árnason og Þorkell M. Magnússon. Bæjarráð samþykkir að
ganga til samninga við Hildi Sveinbjömsdóttur á grundvelli tilboðs
hennar. — gg
Guðmimdur Ennlsson ráðinn
mennmgarfuUtrúi
Bæjarráð Grindavíkur hefur sam-
þykkt ráðningarsamning við Guð-
mund Emilsson sem menningar-
fulltrúa Grindavíkur. Bæjarstjóri,
Einar Njálsson, lagði fram ráðning-
arsamning, erindisbréf íyrir skóla-
stjóra Tónlistarskóla, starfslýsingu
fyrir organista og starfslýsingu fyrir
almenn störf menningarfulltrúa.
Bæjarstjóri hefur einnig lagt fram
yfirlýsingu um menningarsamstarf
við Bláa lónið og Eldborg, sem
samþykkt hefur verið af bæjarráði.
Menningarfulltrúa var falið að
undirrita hana fyrir hönd bæjarins.
Guðmundur Emilsson.
Frá fundi bæjarstjórnar á Akureyri. Vegna hennar hafa ekki fallið úrskurðir um vanhæfi bæjarfulltrúa, hvað sem
síðar gerist.
Ekki vanhæfL
með 5 % hlut
Hveiiær eru bæjarfidl-
trúar vanliæíir að taka
áJkvarðanir sem hafa
áhrif á fyrirtæki sem
þeir eiga sjálfir í?
Ráðuneyti heíiir úr-
skurðað að 4.8% eign
sé í lagi, en 25% ekki.
Vanhæfi sveitarstjórnarmanna
hefur nokkuð borið á góma að
undanförnu vegna þess að bæjar-
fulltrúar í Isafjarðarbæ tóku
ákvörðun um að leggja til við
Byggðastofnun að hlutafélagið
Fjölnir á Þingeyri fengi allan
byggðarkvótann sem til sveitarfé-
lagsins kom, eða um 380 tonn -
þótt þeir eigi sjálfir hlut í fyrir-
tækinu. Málið var ekki kært og
því kom ekki til úrskurðar fé-
Iagsmálaráðuneytisins í málinu,
en fyrir liggja nokkrir eldri úr-
skurðir í hliðstæðum málum.
Ákvæði laganna
I 19. gr. sveitarstjórnarlaga nr.
45/1998 um hæfi sveitarstjórnar-
manna segir m.a. að sveitarstjórn-
armanni beri að víkja sæti við
meðferð og afgreiðslu máls þegar
það varðar hann eða nána vensla-
menn hans svo sérstaklega að al-
mennt megi ætla að viljaafstaða
hans mótist að einhveiju leyti þar
af.
I lögunum segir m.a.: „Eignar-
hald í hlutafélagi getur valdið
vanhæfi sveitarstjórnarmanns ef
sveitarstjórnin þarf að ljalla um
mál sem varðar hlutafélagið. Lfta
ber þó í hverju tilfelli til þess
meðal annars hversu stóran hlut
sveitarstjórnarmaðurinn á í hluta-
félaginu."
Úrskurðir ráðimeytisins
Blaðinu er kunnugt um eftirfar-
andi úrskurði félagsmálaráðu-
neytisins í málum af þessu tagi:
Árið 1987 úrskurðaði ráðuneyt-
ið að einn hreppsnefndarmaður í
Súðavíkurhreppi væri vanhæfur
að Qalla um málefni útgerðarfyrir-
tækisins Frosta vegna verulegs
eignarhluta í hlutafélagi sem var
langstærsti hluthafinn í Frosta.
25% eignarhlutur maka bæjar-
fulltrúa í Grindavík í Vísi orsakaði
vanhæfí hans þegar fjallað var um
málefni fyrirtækis sem var á leið í
samkeppni við Vísi.
I úrskurði ráðuneytisins frá 7.
febrúar 1994 varðandi Djúpár-
hrepp var talið að 4,8% eignar-
hluti sveitarstjórnarmanns í
hlutafélagi gæti ekki einn og sér
valdið vanhæfi sveitarstjórnar-
manns.
I áliti ráðuneytisins ári síðar
varðandi Búðarhrepp gilti það
sama um 0,5% hlut.
I ljósi þessara úrskurða veldur
eignarhluti bæjarfulltrúanna í
Isafjarðarbæ í Fjölni ekki van-
hæfi, en eignin er 2-3% af hluta-
fénu. — GG
Eignasala ÍS neniur
1,7 inilljörðuin krona
íslenskar sjávarafurðir (ÍS) hafa
síðan í Iok ársins 1998 selt eign-
ir fyrir um 1,7 milljarð króna auk
þess sem starfsmönnum hefur
fækkað verulega, m.a. úr 67 í 42
á Islandi, og allur reksturinn
hefur verið í endurskipulagn-
ingu. Þetta kom fram í tölu
Finnboga Jónssonar, forstjóra IS,
á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu-
stöðva nýverið, en hann tók við
starfi forstjóra í lok ársins 1998.
Afkoma fyrstu sex mánuðina var
betri en vonir stóðu til en gengi
bréfa félagsins lækkaði mjög
fram að uppgjöri, eða í 1,5 en í
dag er gengið í kringum 1,90.
Stærsta eignasalan fór fram í
nóvember í fyrra, þegar félagið
seldi hlutabréf fyrir 650 milljón-
ir króna. Þá gefur nýafstaðin sala
á skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins
við Sigtún 375 milljónir f aðra
hönd. Félagið seldi nýverið fisk-
réttaverksmiðju f Pennsylvaníu
fyrir 260 milljónir og vöruhúsið
Finnbogi Jóns-
son, forstjóri ÍS.
sem selt var
sl. vor fór á
253 milljónir.
Loks var um-
búða- og
rekstrar-
vörulager fyr-
irtækisins
seldur nýverið
fyrir 70 millj-
ónir króna og
þróunarsetur
IS var selt í
vor á 52 milljónir. Samtals nema
þessar eignasölur 1.660 milljón-
um króna. Á móti festir IS kaup
á nýju skrifstofuhúsnæði í Hafn-
arfirði fyrir 120 milljónir króna.
Nýir vendir
Nýr maður hefur tekið við stöðu
forstjóra Iceland Seafood Cor-
poration (ISC), svo og nýr verk-
smiðjustjóri. Þá er tekinn við nýr
framkvæmdastjóri sölu- og
markaðsmála og nýr fram-
kvæmdastjóri skrifstofu félagsins
í Hamborg, sem nú er stýrt frá
Bretlandi. Þá hefur átt sér stað
talsverð fækkun starfsmanna hjá
ISC og í Hamborg. Varnarsigur
virðist hafa verið unninn í
Bandaríkjunum, en slök afkoma
í fyrra var að 95 hundraðshlut-
um rakin til erfiðleika í rekstri
Iceland Seafood Corporation.
Tapið í Bandaríkjunum er nú 20
milljónir króna samanborið við
388 milljónir á sama tímabili í
fyrra.
Afkoman hjá Gelmer-Iceland
Seafood í Frakklandi batnaði
einnig og er rekið með 10 millj-
ón króna tapi á fyrri hluta ársins.
Gert er ráð fyrir að báðar verk-
smiðjurnar verði reknar með
hagnaði á síðari hluta ársins og
arðsemismarkmið muni nást,
sem eiga að skila 80 milljónum
króna frá Bandaríkjunum og 100
milljónum frá Frakklandi heim á
hverju ári. — GG