Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 11
MIDVIKUDAGVR 22. SEPTEMBER 1999 - 11 FRÉTTIR RíMð kært fyrir mannréttmdabrot Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir kæru Siglfirðings ehf. á hendur ís- Ienska ríkinu vegna þess að ekki sé hægt að áfrýja dómum Félags- dóms til æðra dómstigs. Hins veg- ar sér dómurinn ekki ástæðu til að skoða hvort skipun dómara í Félagsdóm brjóti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu. Forsaga málsins er sú að i júní 1996 var Siglfirðingur dæmdur í Félagsdómi til að greiða hálfa milljón í sekt vegna uppsagnar fjögurra starfsmanna félagsins. Af hálfu Félagsdóms var talið að uppsagnirnar brytu í bága við ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Félagið taldi hins vegar að niðurstaða Félagsdóms væri umdeilanleg. Það gat hins vegar ekki áfrýjað málinu til Hæstaréttar þar sem það er ekki heimilt vegna ákvæða laga í vinnulöggjöfinni. I samningsvið- auka við Mannréttindasáttmála Evrópu er hins vegar kveðið á um það að þeir sem fundnir séu sekir um refsivert brot eigi rétt til þess að fá sakfellingu og refsingu end- urskoðaða af æðri dómi. — GRH Álverið í Straumsvík. Leiðtogajjjálf- im hjá ISAL Stjómunamám, sem hlotið hefur nafnið Leiðtogaþjálfun ISAL, hófst í gær á vegum Islenska álfé- lagsins. Námið er ætlað stjóm- endum og millistjórnendum ál- verksmiðjunnar til að gera þá hæf- ari í starfi. Námið dreifist á tvo vetur og eru námslok áætluð vorið 2001. Leiðtogaþjálfun ÍSAL er nýjasti Iiðurinn í fræðslustarfi fyr- irtækisins, sem aukist hefur und- anfarin ár, samkvæmt tilkynningu frá Straumsvík. rtlíl Til sölu 51 % hlutur rikisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leita eftir tilboðum í 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. (FBA). Fyrirkomulag sölu verður með þeim hætti að áhugasamir hópar skili í lokuðu umslagi tilkynningu til Ríkiskaupa um þátttöku fyrir kl. 14 fimmtudaginn 21. október 1999. Hver hópur þarf að uppfylla ákveðin skilyrði, t.d. um dreifða eignaraðild og að bjóðendur í hverjum hópi séu ekki skyldir eða fjárhagslega tengdir. Pegar seljandi hefur samþykkt tilboðshópana gefst þeim kostur á að skila tilboði til Ríkiskaupa fyrir kl. 14:00 föstudaginn 5. nóvember 1999. Bjóða skal í allan hlut ríkisins sem til sölu er, 51%. Tilboð skulu miðast við staðgreiðslu, sem fram fari hjá Ríkisféhirði eigi síðar en mánudaginn 15. nóvember 1999. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag sölunnar verður birt í sölugögnum sem munu liggja frammi hjá Ríkiskaupum frá og með þriðjudeginum 28. september 1999 kl. 14:00. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu RIKISKAUP Slátursalan í fullum gangi __A.__ ódýr og góður matur HRÍSALUNDUR - fyrir þig! i___________________________________________________________'___________;___________________________________________________ AUK k905-19 sia.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.