Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGU K 22. SEPTKMBER 1999 - 5
n^ur.
FRÉTTIR
L. u
Kaupmátturinn
að brenna upp
Ætla má að öll launahækkun almennra launþega síðustu 12 mánuðina
hafi nú þegar „brunnið upp“ á nýja verðbólgubálinu.
Verðhækkanimar að
imdanfömu hafa
næstum „brennt upp
til agna“ alla kaup-
máttarankningu af
6,3% hækkunum
meðallauna síðast-
liðna tólf mánuði.
Lítið vantar á að kaupmáttar-
aukning síðustu 12 mánaða hafi
nú brunnið upp til agna á nýja
verðbólgubálinu. Það gerist þeg-
ar heimilisútgjöldin hækka lang-
tímum saman um 0,4% og allt
upp í 0,8% á mánuði á sama
tíma og meðallaunin hækka lítið
sem ekkert. Launavísitalan
(meðallaun í landinu) hefur nú
fimmta mánuðinn í röð hækkað
um 0,1% og alls um 6,3% á síð-
ustu 12 mánuðum. Af þeirri
kauphækkun stendur nú aðeins
rúmlega 1% eftir sem aukinn
kaupmáttur, því vísitala neyslu-
verðs, það er heimilisútgjöldin,
hafa á sama tímabili hækkað um
4,9%, samkvæmt útreikningum
Hagstofunnar.
Allt brtmnið upp
Raunar má áætla að öll launa-
hækkun almennra launþega síð-
ustu 12 mánuðina hafi nú þegar
brunnið upp á nýja verðbólgu-
bálinu, og þeirra kaupmáttarauki
þar með allur gufað upp, því
meðallaunahækkun almenna
vinnumarkaðarins mælist jafnan
nokkru minni heldur en hækkun
launavísitölunnar f heild. En að
opinberir starfsmenn héldu þar
með ennþá einhverju eftir af sín-
um kaupmáttarauka á þessu
tímabili.
MiMl umskipti í ár
Þetta eru mikil umskipti frá þró-
un undanfarinna ára. Næstu 12
mánuðina á undan frá septem-
ber 1997 og fram í sama mánuð
í fyrra hækkaði vísitala neysiu-
verðs aðeins um 0,8% en launa-
vísitalan 8,3% svo eftir stóð 7,5%
kaupmáttarauki. Og á þriggja ára
tímabili, milli september 1995
og sama mánaðar 1998, hækkaði
vístala neysluverðs um 7,5 en
Iaunavístalan um 29,3% - þannig
að eftir stóð meira en 20% kaup-
máttarauki á þessu þriggja ára
tímabili, sem raunar frægt er
orðið. Þessi „hátíð“ virðist nú lið-
in tíð, og stefna hraðbyri í öfuga
átt, eins og áður var Iýst.
- HEI
Frá heimsókn Ólafs Ragnars á
Austfjörðum. mynd: austri
Hvatningar-
verðlaun
Á hátíðarsamkomu í félagsheim-
ilinu Valhöll á Eskifirði með íbú-
um Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í
gærkvöld hlutu eftirtalin ung-
menni Hðurkenningu forseta ís-
lands, Hvatningu forseta Islands
til ungra Islendinga. Þau eru
Rerglind Osk Guðgeirsdóttir, 16
ára á Reyðarfirði, Halldór Vil-
hjálmsson, 16 ára á Eskifirði,
Inga Mekkin Guðmundsdóttir,
11 ára á Reyðarfirði, Páll Jóhann-
esson, 10 ára á Reyðarfirði,
Sindri Snær Einarsson, 11 ára á
Eskifirði, Tinna Árnadóttir, 15
ára á Eskifirði, og Þorsteinn Ás-
björnsson, 17 ára á Eskifirði. 1
dag, miðvikudag, heimsækir for-
seti Islands Neskaupstað en á
morgun heimsækir hann Fella-
bæ, Norður-Hérað, Bakkafjörð
og Vopnafjörð. - SBS/GG
Samlð uin eflingu
hross aræktarinn ar
A heimsmótinu i Þýskalandi, þar sem tugir þúsunda söfnuðust saman vegna ís-
lenska hestsins, sagðist Guðni Ágústsson hafa saknað íslenskra fjölmiðlamanna og
beinna útsendinga líkt og af erlendum boltaleikjum. Frá blaðamannafundi Guðna i
gær. mynd: te/tur
Landbimaðarráðherra
hefur kynnt drög að
sanmingi við hags-
munasamtök í hrossa-
rækt uni eflingu
hrossaræktar í land-
inu.
„Markmiðið er að stuðla að auk-
inni fagmennsku í greininni, að-
laga stærð hrossastofnsins mark-
aðsaðstæðum, ræktunarmark-
miðum og markmiðum um hæfi-
lega landnýtingu, styrkja sam-
stöðu hrossabænda og bæta fjár-
hagslega afkomu,“ sagði Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra.
Á fundi fréttamanna kynnti hann
hugmyndir að samningi um efl-
ingu hrossaræktar, milli land-
búnaðarráðuneytis, Bændasam-
takanna, Félags hrossabænda,
Landssambands hestamannafé-
laga og Félags tamningamanna.
Eiðfaxi ii in allan heim
Á fundinum var skýrt frá mark-
aðsátaki; dreifingu Eiðfaxa
International í 40.000 eintökum
á ensku og þýsku til allra er-
lendra eigenda íslenskra hesta í
heiminum, sem kostar á sjöundu
millj. kr.
I samningsdrögunum er áætlað
að ríkið skuldbindi sig m.a. til að
leggja árlega fram x milljónir,
eins og það er orðað í ráð-
herraplagginu, næstu fimm ár til
efiingar hrossarækt, að efla nám
á sviði hrossaræktar og hesta-
mennsku, að beita sér fyrir því á
alþjóðavettvangi að Island verði
viðurkennt sem upprunaland ís-
Ienska hestsins, að beita sér fyrir
þróunar- og rannsóknarverkefn-
um, m.a. á sumarexemi og að
greiða fyrir útflutningi með við-
ræðum við stjórnvöld annarra
landa um lækkun innflutnings-
tolla á hrossum.
Erlenda þjóðhöfðingja á hak
Á móti er hestamönnum ætlað að
skuldbinda sig til að auka sam-
vinnu og samstarf og taka sameig-
inlega á viðfangsefnum varðandi
fræðslu-, kynningar- og markaðs-
mál, að beita sér fyxir í samvinnu
við Landgræðsluna að hrossabeit
samrýmist landnýtingu, að stuðla
að því að íslenskir hestar og
hestamenn gegni hlutverki við
móttöku erlendra þjóðhöfðingja
og við hátíðleg tækifæri og beita
sér fyrir því að hrossum í landinu
fækki að þvf marki sem nauðsyn-
legt getur talist vegna ræktunar-
starfs og tiltækra markaða fyrir
lífhross og hrossakjöt. Spurður út
í þetta svaraði Sveinbjörn
Guðmundsson, aðstoðarmaður
ráðherra, að hnífurinn væri besti
vinur ræktunarmannsins, enda
léleg hross of stór hluti í ræktun-
arstarfinu. - HEI
HólmMður til A-Tímor
Rauði kross íslands hefur ákveð-
ið að senda Hólmfríði Trausta-
dóttur hjúkrunarfræðing sem
sendifulltrúa til Austur-Tímor á
næstu dö'gum. Hún mun starfa
þar við sjúkrahús á vegum Al-
þjóða Rauða krossins í Dili, höf-
uðborg Austur-Tímor.
Um 15 sendifulltrúar Rauða
krossins eru nú í Dili. Þegar hef-
ur verið ákveðið að reisa færan-
legt sjúkrahús í borginni og eru
tjöld og tæki á leið þangað.
„Rauði kross Islands vill á
þennan hátt taka þátt í neyðarað-
stoð við fórnarlömb átakanna á
Austur-Tímor þessa dagana,"
segir Sigrún Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Rauða kross Is-
lands, í tilkynningu frá samtök-
unum.
Lýst eftir ljónuii bílum
Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Ijórum ökutækjum sem stolið hefur
verið upp á síðkastið. Um er að ræða rauðan Nissan Sunny, árgerð
‘93, með skráningarnúmerinu YM-967, sem stolið var frá Bíldshöfða,
og ljósbláa Toyota Corolla bifreið, árgerð ‘97, sem var stolið á bíla-
stæði íslandsflugs. Skráningarnúmer er DU-279. Þá er lýst eftir blá-
um Toyota Hiluxjeppa, árgerð ‘81, sem stolið var fyrir utan Skeifuna
5, skráningarnúmer G-7318. Nýjasti bíllinn í hópnum er Toyota
Corolla, árgerð ‘99, sem stolið var frá Breiðuvfk 39. Númerið er MR-
630. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ökutækin eru beðnir að láta
lögregluna í Reykjavík vita.
Yfir 1.400 vantar viirnu í Reykjavík
Um 800 karlar og 1.600 konur voru að jafnaði án vinnu í ágúst, hvar
af ríflega 1.400 manns voru í Reykjavík og nær 1.800 á höfuðborg-
arsvæðinu öllu. I lok mánaðarins hafði atvinnuleysisskráin lengst í
2.700 manns, hvar af 1.500 voru í Reykjavík og næstum 400 til við-
bótar í nágrannabæjunum. Sama dag voru 325 laus störf í boði hjá
vinnumiðlunum á svæðinu.
Á landsbyggðinni er atvinnuleysi helmingi minna en á höfuðborg-
arsvæðinu, 0,5% karla og 1,9% kvenna. Síðasta dag ágústmánaðar
voru þar rúmlega 700 manns á atvinnuleysisskrá og ríflega 400 laus
störf í boði. Á Vestfjörðum voru laus störf m.a.s. tvöfalt fleiri en þeir
atHnnulausu og á Vesturlandi álíka mörg og þar vantaði vinnu. Rúm-
Iega 300 atvinnuleyfi voru gefin út í ágústmánuði, tvöfalt fleiri en í
fyrra, og alls 1.760 frá áramótum. - HEI
Nýr nektarstaður á Akureyri
Eins og glöggir Akureyr-
ingar hafa kannski tekið
eftir þá var boðið upp á
svokallaðan „súludans" í
Kjallaranum um síðustu
helgi. Þórhallur Arnórs-
son, framkvæmdastjóri
Sjallans, vildi ekki stað-
festa að Kjallarinn ætti
að vera nektardansstaður
til frambúðar, en stað-
festi þó að síðasta helgi
hefði gengið vel og því
ætti að endurtaka leikinn
um næstu helgi. „Við vit-
um ekkert hvaða áfram-
hald verður á þessu, maður er bara aðeins að þreifa fyrir sér með
þetta,“ sagði Þórhallur. Hann staðfesti líka að Kjallarinn ætti ekki að
vera útibú frá skemmtistöðunum fyrir sunnan.
Súludans.