Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 2
2 - MIBVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
Tkypr
FRÉTTIR
Vísiindabú nýjung
á Norðiirlöndum
Skyldi vísundarækt þrífast hér á landi? Guð forði okkur frá því, svarar ritstjóri búnað-
arbiaðsins Freys.
Vísundarækt er ein af nýj-
ustu búgreinimum á Norð-
urlöndum.
Vísundarækt er hafin í Danmörku og
vaxandi áhugi á hinum Norðurlöndun-
um. Það voru bændahjón á Fjóni sem
hófu þessa ræktun árið 1993 á „Ditlevs-
dal Bison Farm“, með kaupum á þrem
kvígum og nauti frá Miðvesturríkum
Bandaríkjanna. A sinni 50 hektara jörð
hafa þau ljölgað vísundum í 150, þar af
50 kýr, og reka þar með stærsta vísunda-
bú í Norður-Evrópu. Búið vakti, sem
vænta mátti, mikla athygli fjölmiðla.
Sex aðrir bændur í Danmörku hafa
nú tekið upp vísundarækt með kaupum
lífdýra frá fyrsta búinu, samkvæmt upp-
lýsingum sem Freyr hefur úr danska
Landsblaðinu. Finnskir bændur eru
þegar komnir með gripi. Sænskur bóndi
fær sína fyrstu gripi í desember. Norsk-
ir bændur hafa sýnt búgreininni áhuga
og fyrirspurnir hafa líka borist frá
Þýskalandi.
Um 780 kr. fyrir kilóið af kjöti
Þótt fullvaxnir vísundar Iíti ógnvænlega
út, eru þeir sagðir hinar rólegustu og
þægilegustu skepnur. Þeir eru hópdýr
og þrífast ekki færri en a.m.k. fjórir
saman. Til að stofna vísundabú þarf því
þijár kvígur og naut hið minnsta. I
Danmörku kostar slík hjörð kringum
100.000 dkr., eða rúmlega 1 milljón ís-
lenskra króna. Við fóðrun vísunda eða
beit þarf einkum að gæta þess að
prótein í fóðri þeirra sé Iágt, ella drepast
þeir. Þeir eru því einkum fóðraðir með
heyi og hálmi, auk próteinsnauðrar fóð-
urblöndu.
Eldisgripum er slátrað um eins og
hálfs árs aldur og hafa þá náð um 200-
250 kílóa fallþunga. Danskir vísunda-
bændur hafa fengið sem svarar 780
krónum íslenskum fyrir kjötkílóið, eða
150-195 þús.kr. fyrir grip. Þetta er
miklu hærra verð en fyrir algengar kjöt-
tegundir - enda vísundakjötið sagt eftir-
sótt og minna á villibráð. Auk þess seg-
ir blaðið verulega eftirspurn eftir vís-
undahúðum og hauskúpum, sem notað
er til skrauts.
Ekki eins axfavitlaust og
strútarækíin en....
- Kannski þarna sé komin npplögö auka-
búgrein jyrir íslenska bændur, t.d. á
gresjum Suðurlands?
„Nei. Þó þetta sé að vísu ekki eins
arfavitlaust eins og strútaræktin, þá bið
ég guð mér til hjálpar að enginn fari að
taka þetta of alvarlega hér á landi,“ svar-
aði Matthías Eggertsson ritstjóri Freys -
sem sagðist öðru fremur hafa tekið
þetta upp í blaði sínu sem skondna
frétt. Stofnun slíks bús yrði t.d. mjög
kostnaðarsöm og menn vissu af langri
reynslu að kjötmarkaðir eru ekkert grín.
Og fleiri kjötQöll sé meðal þess sem
hvað síst vantar á Islandi.
Að vísundar gætu dafnað á Islandi tel-
ur Matthías kannski ekki ólíklegt. En
mikil grunnþekking sé jafnan nauðsyn-
leg áður en farið sé út í nýjar greinar.
Væri einhver glóra í þessu yrði það
a.m.k. að vera fyrsta málið að senda
mann til starfa á svona búi f eitt ár hið
minnsta.
Lækkar með auknu framboði
Varðandi hátt verð minnir Matthías á að
loðdýrarækt á Islandi hafi t.d. gengið
best á meðan bændur gátu selt hver öðr-
um Iífdýr, óháð öllum sveiflum á heims-
markaði. Eins verði væntanlega með
vísundaræktina, hún gangi vel meðan
markaðurinn sé einkum lífdýrasala
manna á milli. Kjötið sé sjálfsagt spenn-
andi og forvitnilegt til að byija með og
seljist því á háu verði í smáum stíl á dýr
veitingahús. En verðið Iækki líka venju-
lega með auknu framboði. — HEI
í pottinum voru menn að
ræða auglýsinguna scm
nýi netbanki SPRON var
með í beinni útsendingu
frá Perlunni á Stöð 2 á
mánudagskvöldið. Þar löbbuðu
leikaraniir Hibnir Snær Guðna-
son og Þórunn Lárusdóttir fram
og til baka í einhvers konar
geimbúningum og tíunduðu
glæsileika nýja bankans.
(Nefndu víst ekki símanúmer
bankans rétt en allt getur jú
gerst í beinni!) Höfðu pottverjar á orði að Gleði-
bankinn væri endurfæddur í nýrri mynd því eins
og sagði í þeim texta: þú leggur ekkert inn, tekur
bara út...
Hiimir Snær
Guðnason.
Annað vakti athygli pottverja í
þessum efnum. SPRON til-
kynnti með bravúr á Seyðisfirði
að slóðin á Intemetinu fyrir
bankann væri nb.is. Fyrirfram
hefði mátt reikna með slóðinni
netbanki.is en þeir hjá Islands-
banka voru á undan að tiyggja
sér þá slóð. Pottveijar telja að
ruglingur eigi eftir að verða á þessum netfyrirbær-
um bankanna en þeir hjá íslandsbanka óttast ekki
slíkt. Þeir hafa tryggt sér netbanki.is og segja að
nb.is standi bara fýrir næstbestir...
Yfir í alit annað. Eins og rætt var
um í heita pottinum í gær þá
heyrast af því sögur að Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir sé farhi
að gjóa augunum til Bessastaða.
Er kxmningi pottveija úr stuðn-
ingsmannahópi Ólafs Ragnars
las þetta var hann á því að Sigríð-
ur Dúna og Friðrik Sophusson
myndu ekki ráða við framboð
fjárhagslega og eins líka að Ólafur væri ekki á för-
um frá Bessastöðum. Annar pottverji benti á að
Kolkrabbanum væri í lófa lagið að púkka undir
þau ágætu hjón ogfreista þess að koma Ólafi frá...
Sigríður Dúna
Kristmunds-
dóttir.
FRÉT TA VIÐTALIÐ
Reynir
Amgrímsson
læknir ogframkvæmdastjóri hjá
Urður, Verðandi, Sktild
Staðsetning erfðavísis sem
veldur meðgöngueitrun.
Mikilvægur hlekkur tilað
skilja orsök sjúkdómsins.
Ekki í sjónmáli að hægt sé að
koma í vegjyrir meðgöngu-
eitrun. Há dánartíðni í
heiminum.
Næsta skref er að finna
- Hvaða frýðingu hefur það að tekist hefur
uð staðsetja erfðavisir sem er einn aforsök-
um meðgöngueitrunar?
„Það er kannski einkum tvennt. í fyrsta
Iagi að við höfum náð þarna áfanga í rann-
sókn á þessum sjúkdómi og sýnt fram á að
kenningar okkar um að hann sé fjölskyldu-
lægur. Einnig að slík fjölskyldulægni megi
skýra út frá erfðum en ekki endilega út frá
einhverjum öðrum sameiginlegum fjöl-
skylduþáttum eins og fæði. Af þeim sökum
er þetta mikilvægur hlekkur til að skilja or-
sök sjúkdómsins sem menn hafa glímt við í
30-40 ár og lítið orðið ágengt. Þannig að
þetta er svona ákveðið skref í þá átt. I öðru
lagi má segja að við höfum gengið með það
í maganum að það sé gott að gera erfða-
rannsóknir á íslandi og þá sérstaklega í því
er lítur að algengum heilbrigðisvandamál-
um frekar en dæmigerðum erfðasjúkdóm-
um. Það má því segja að þetta sé fyrsti ár-
angurinn sem næst í því.“
- Er kannski í sjónmáli að hægt sé að
koma í veg fyrir að konur fái meðgöngueitr-
un?
„Nei, það verður örugglega mjög seint að
við munum geta komið í veg fyrir það. Hins-
vegar er hugsanlegt að fleiri svona uppgötv-
anir en ekki aðeins þessi ein og sér sem skil-
ar okkur meiri þekkingu að hægt verði að
þróa meðferð sem kemur í veg fyrir sjúk-
dóminn. í dag erum við að meðhöndla
ákveðinn einkenni þegar í óefni er komið,
eins og t.d. þegar konur eru komnar með
mjög háan blóðþrýsting. Þá erum við í raun-
inni að takast á við blóðþrýstingin en ekki
orsök sjúkdómsins."
- Hvert verður þá framhaldið þegar bi'tið
er að staðsetja þennan erfðavtsi?
„Það sem við erum búnir að gera núna er
að finna þessum tiltekna erfðavísi stað á
nokkuð þröngu bili á litningi númer tvö.
Það sem gerist næst er að gera fínkortslagn-
ingu sem er nýr hlutur hérlendis. Það hefur
ekki verið gert áður. Það er að einangra gen-
ið út úr svæðinu. Við erum komnir á svæði
þar sem eru kannski nokkur hundruð gen
þar sem langflest þeirra eru óþekkt. Við
megum því búast við því að finna ný gen
sem hafa kannski ekki endilega neitt með
þennan sjúkdóm að gera en er ekki enn búið
að uppgötva. Það gerum við vonandi í leið-
inni. Síðan þurfum við að finna genið sjálft,
skilja og sjá hvað það gerir, hvar það virkar
og í hvaða Iíffærum. Það eru því næstu
skrefin í þessu. f þessu sambandi má líka
sjálft genið
nefna að við erum þarna að finna erfðavísi
sem skiptir ekki máli nema fyrir minnihluta
þeirra kvenna sem fá meðgöngueitrun, eða
um 20%.“
- Er meðgöngueitrun algengur sjúkdóm-
ur?
. „Það erum 2% kvenna sem fá þennan
sjúkdóm á íslandi. í heiminum er talið að
um hálf miljón kvenna fái hann á ári hverju
í alvarlegu formi. Þá er mjög há dánartíðni
úr þessum sjúkdómi. Hinsvegar höfum við
verið mjög heppin enda hafa íslenskar kon-
ur ekki Iátist úr honum í nokkra áratugi.
Aftur á móti er talsvert um fósturlát af hans
völdum."
- Hverskonar sjúkdómur er meðgöngu-
eitrun?
„Sjúkdómurinn kemur fyrst fram sem hár
blóðþrýstingur. I miðri meðgöngu fer hann
að hækka og ekki óalgengt að það gerist hjá
svona 10% kvenna. Síðan geta bæst við önn-
ur einkenni eins og t.d. að nýrun fara að
Ieka og eggjahvíta finnst í þvagi. Þetta getur
síðan vaxið stig af stigi þannig að fleiri líf-
færi fara að gefa sig. Álvarlegasta formið er
hinsvegar svonefndir fæðingarkrampar eða
flogaveikiköst. Yfirleitt er það lífshættulegt
ástand." - grh