Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 12
1-2-- MIDVIKVDAGUR 22. SKPTEMBEtt I 9 9 .9
RENE RUSSO
AFFAIR
Miðvikud. 1(1. 21 & 23
BÍG DADDY §§3 A *HK | Lmná
Adam Sandler WWW f$r 1 |ÉÉ
Sýnd kl. 18,21 og 23
B.i. 16 ára
Sýnd kl. 19
mBm
□□|DPUV|
D I G I T A L
RÁÐHÚSTORGI
SÍMI 461 4666 | H X
Sýnd kl. 17
Htrttasta hetja sem sett heftir ttertd samati
er ksmin á hwita tjaldið!
Matthew Broderick og Rupert Euerett
fara á kostum i (rábærri mynd.
Sýnd kl. 21
Síðasta sýning
ÍÞRÓTTIR
Xfc^wr
Góð stemmning er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Ítalíu á Laugardalsvelli I kvöld kl. 20:00. Stelpurnar
bjóða áhorfendum frítt inn á leikinn og er vonandi að sem flestir noti sér það. - mynd: teitur
■ Mf - mAx' * jö
Hf rWMÍi ^,,
Fntt á landsleik
íslands og Italiu
I kvöld kl. 20:00 mætir
íslenska kvennalands-
liðið í knattspymu liði
ítala í 3. riðli Evrópu-
móts landsliða. ítalska
liðið er geysisterkt og
komst m.a. í úrslitaleik
síðustu Evrópukeppni
og var meðal þátttak-
enda í úrslitakeppni
HM í Bandarikjunum í
sumar.
1 kvöld klukkan 20:00 fer fram á
Laugardalsvelli leikur Islands og
Italíu í 3. riðli Evrópukeppni
kvennalandsliða í knattspyrnu.
Leikurinn er annar leikur íslenska
liðsins í riðlinum, en sá fyrsti var
gegn Ukraínu, þann 22. ágúst sl.
Sá leikur, sem fram fór ytra, end-
aði með 2-2 jafntefli, en þar sem
úkraínska liðið tefldi fram ólögleg-
um leikmanni var íslenska liðinu
dæmdur 0-3 sigur í leiknum og
þar með öll þijú stigin.
Italska liðið, sem er að leika sinn
fyrsta Ieik í riðlinum, er eitt af
sterkustu landsliðum Evrópu og
samkvæmt styrkleikalista sem tek-
inn var saman fyrir HM kvenna í
Bandaríkjunum, var liðið þá í
sjötta sæti á heimslistanum, en Is-
land í því tuttugasta. Liðið lék til
úrslita á síðasta Evrópumóti, en
tapaði þá úrslitaleiknum naum-
lega 0-1 gegn Þýskalandi.
I úrslitakeppni HM kvenna í
Bandaríkjunum í sumar, lenti liðið
í riðli með Þýskalandi, Brasilíu og
Mexíkó, sem var lang sterkasti rið-
ill keppninnar og lenti þar í 3ja
sæti riðilsins. Eins og kunnugt er,
lenti Brasilía í 3ja sæti keppninn-
ar, en Þýskalandi tapaði fyrir
heimsmeisturum Bandaríkjanna í
8-liða úrslitum.
I ítalska liðinu eru margar af
frægustu knattspyrnukonum
heims og má þar nefna Antonellu
Carta, sem leikið hefur tæplega
120 landsleiki fyrir Italíu.
Það er því ljóst að andstæðingar
íslenska liðsins í kvöld eru geysi-
sterkir og spennandi verður að sjá
hvernig valkyijunum okkar tekst
til gegn þessum blóðheitu suð-
rænu afkomendum gömlu róm-
versku keisaraþjóðarinnar.
Byrjunarlið Islands:
Markvörður:
Þóra B. Helgadóttir, Breiðabliki
Aðrir leikmenn:
Auður Skúladóttir, (fyrirliði)
Stjömunni
Guðlaug Jónsdóttir, KR
Rakel Ogmundsdóttir, Breiðabliki
Edda Garðarsdóttir, KR
Ásthildur Helgadóttir, KR
Margrét R. Ólafsdóttir, Breiðabliki
Guðrún J. Kristjánsdóttir, KR
Ásgerður H. Ingibergsdóttir, Val
Rósa J. Steinþórsdóttir, Val
Katrín Jónsdóttir, Kolbotn
Varamenn:
Sigríður F. Pálsdóttir, KR
Erla Hendriksdóttir, Fredriksberg
Helena Ólafsdóttir, KR
Sigrún Óttarsdóttir, Breiðabliki
Guðrún S. Gunnarsdóttir, KR
Meistara-
ininí
í kvöld og annað kvöld hefst al-
varan hjá íslensku handknatt-
leiksfólki, með árlegum Ieikjum
í Meistarakeppni kvenna og
karla.
I kvennaflokki keppa Islands-
meistarar Stjörnunnar gegn bik-
armeisturum Fram og fer leikur-
inn fram í kvöld kl. 20:00 í
íþróttahúsinu í Ásgarði í Garða-
bæ.
I karlaflokki keppa Islands- og
bikarmeistarar Aftureldingar við
Iið FH, sem lék til úrslita í bik-
arnum og fer leikur liðanna
fram á morgun, fimmtudag, í
íþróttahúsinu að Varmá.
LJrslit leikja í gærkvöld:
Knattspyrna
Meistaradeild Evrópu
FC Porto-OIympiakos 2-0
Real Madrid-Molde FK 4-1
PSV Eindhoven-Valencia 1 -1
Rangers-Bayern Munich 1-1
Bordeaux-Willem II 3-2
Spartak Moscow-Sparta Praha 1-1
Hertha BSC-Chelsea FC 2-1
AC Milan-Galatasaray 2-1
Island í öðnim
styrkleikaflokki
Eftir seinni leikina í undankeppni
Evrópumóts landsliða í hand-
knattleik, sem fram fóru um helg-
ina, er Ijóst hvaða tólf þjóðir eru
komnar áfram í úrslitakeppni
mótsins sem fram fer í Króatíu í
bytjun næsta árs. Þijár Norður-
landaþjóðir eru meðal þeirra
þjóða sem komast áfram, en það
eru auk íslands, Noregur og Dan-
mörk, auk þess sem Svíar koma
beint í úrslitakeppnina, sem nú-
verandi Evrópumeistarar. Aðrar
þjóðir sem komust áfram voru
Spánn, Þýskaland, Úkraína,
Frakkland, Portúgal, Rússland og
Slóvenía, sem óvænt sló Ungverja
út úr keppninni.
Úrslit:
Makedónía-Ísland 32:29 (55:61)
Danmörk-Georgía 31:23 (63:48)
Spánn-Austurríki 29:22 (57:44)
Noregur-Ítalía 27:21 (53-38)
Pólland-Þýskaland 25:30 (41:56)
Hv. Rússl.-Úkraína 23:23 (44:52)
Frakkland-Rúmenía 19:18(41:33)
Júgóslavía-Portúgal 23:22 (51:52)
Rússland-Tyrkland 33:23 (62:47)
Ungveijal.-Slóvenía 23:27 (52:59)
Eins og sést hér að ofan réðust
úrslit flestra viðureignanna með
nokkrum mun, nema í viðureign
Júgóslava og Portúgala, þar sem
Portúgalar komust óvænt áfram á
aðeins eins marks mun. Portúgal-
ar unnu heimaleikinn með þriggja
marka mun og tókst með mikilli
baráttu að hanga í eins marks tapi
á útivelli. Júgóslavía, þetta gamla
handknattleiksveldi, situr því
heima í úrslitakeppninni.
I úrslitakeppninni í Króatíu
verður keppt í tveimur riðlum og
verður dregið í riðlana í næstu
viku. Þegar er búið að skipta
þjóðunum í tvo styrkleikahópa og
verða þrjár þjóðir úr hvorum hópi
dregnar saman í riðlana.
Islenska liðið er í styrkleikahópi
tvö, ásamt Króatíu, Danmörku,
Noregi, Úkraínu og Slóveníu, en í
sterkari hópnum eru Rússland,
Svíþjóð, Spánn, Þýskaland,
Portúgal og Frakkland.