Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 1
Verö ílausasolu 150 kr.
BLAÐ
82. og 83. árgangur - 199. tölublað
Gjörbreyttar for-
sendur R-listans
Ný staða varðandi
framhald R-listasam-
starfsins segir Finniir
Ingólfsson. - Aifreð
Þorsteinsson er á
öðru máli. Steingrím-
ir J. Sigfússon segir
samstarfsmál við R-
listann órædd hjá VG.
Framsóknarmenn eru ekki sam-
mála um framhald R-listasam-
starfsins þegar yfirstandandi
kjörtímabili Iýkur. Finnur Ing-
ólfsson, varaformaður flokksins,
er efins um framhald samstarfs-
ins en Alfreð Þorsteinsson borg-
arfulltrúi vill halda því áfram.
A aðalfundi fulltrúaráðs fram-
sóknarfélaganna í Reykjavík um
síðustu helgi kom fram mjög
hörð gagnrýni á R-listann og
margar efasemdaraddir um hvort
halda eigi samstarfinu áfram.
„Framhald R-Iistasamstarfsins
er mál sem er algerlega órætt hjá
okkur framsóknarmönnum. Það
er alveg klárt að ef og ég segi ef
menn ætla að velta þessu sam-
starfi fyrir sér við næstu borgar-
stjórnarkosningar, þá blasir við
nýtt pólitískt
landslag. A-
flokkarnir og
Kvennalistinn
er orðinn einn
flokkur og VG
er kominn til
sögunnar frá
því í síðustu
kosningum.
Þess vegna eru
forsendur fyrir
samstarfinu al-
gerlega nýjar og kalla á grund-
vallarumræðu um framhaldið,"
segir Finnur Ingólfsson, varafor-
maður Framsókriarflokksins og
foringi framsóknarmanna í
Reykjavík.
Stormur í vatnsglasi
„Nei, þetta er bara stormur í
vatnsglasi,“ sagði Alfreð Þor-
steinsson, borgarfulltrúi R-list-
ans frá Framsóknarflokknum,
um hvort brotthvarf Arna Þórs
Sigurðssonar úr Alþýðubanda-
laginu ógni R-Iistanum. Hann
var spurður hvort vilji væri til
þess að R-Iistinn verði endurnýj-
aður í samvinnu við Vinstrihreyf-
inguna fyrir næstu borgarstjórn-
arkosningar?
„Mér þykir
ekkert ólíklegt
að menn muni
ræða saman um
slíkt samstarf,"
segir Alfreð.
Margrét Frí-
mannsdóttir,
talsmaður Sam-
fylkingarinnar,
segir í samtali
við Dag að
Samfylkingin verði tilbúin með
framboð í öllum sveitarfélögum í
næstu sveitarstjórnarkosningum.
Hún tekur líka fram að Samfylk-
ingin muni að sjálfsögðu vera til-
búin í R-listasamstarf og að
bjóða fram með öðrum flokkum
eða samtökum þar sem það á við.
Órætt mál
- En hver er afstaða VG til sam-
starfs við R-Iistann við næstu
borgarstjórnarkosningar?
„Það er algerlega órætt mál hjá
okkur og þvf ótímabært að slá
neinu föstu um það með hvaða
hætti okkar aðkoma að sveitar-
stjórnarmálum verður. Það eina
sem ég get sagt á þessu stigi
málsins er að við munum taka
þessi mál fyrir og ákveða með
hvaða hætti við komum að þeim
og það verður sérstakur dag-
skrárliður á landsfundi okkar um
næstu helgi. Formleg ákvörðun
verður síðan tekin, vænti ég, á
komandi vetri," segir Steingrím-
ur J. Sigfússon, formaður flokks-
ins.
Hann segist búast við því að
hjá VG eins og öðrum flokkum
ráðist það nokkuð eftir aðstæð-
um á hverjum stað hvernig flokk-
urinn stendur að framboði.
Hann segir að það sé ekki
vinstri-grænna einna að segja til
um hvort og hvar samstarf verð-
ur. „Við eigum auðvitað flokks-
menn víða sem eru þátttakendur
í sveitarstjórnarmálum og þeir
munu án vafa hafa sitt að segja
hver á sínum stað hvernig þessu
verður hagað,“ sagði Steingrím-
ur. Hann bætti svo við að auðvit-
að væri líklegra að VG vildi sam-
starf til vinstri en hægri, áhersl-
ur flokksins lægju þar. - S.DÓR
Finnur Alfreð
Ingólfsson. Þorsteinsson.
Rjúpnastríð
á (jölliim
Árviss leit og óhöpp tengd
rjúpnaveiðinni fylgdu upphafi
rjúpnaveiðitfmans um helgina.
Stríðsástand er eitt þeirra orða
sem komið hefur fram í umræð-
unni um fyrstu dagana þegar
þúsundir veiðimanna arka á fjöll
í Ieit að bráð. Samkvæmt sam-
tölum sem Dagur átti við ýmsa
hagsmunaaðila hefur slíkum at-
vikum þó fækkað. Óháð einstök-
um atvikum um liðna helgi og
hvort útbúnaöur manna sem
þeim tengdust var í lagi eða ekki
er eðlilegt að spurt sé um eftir-
lit, öryggismál, útbúnað, kostn-
að við leit og ekki sfst hæfni
veiðimanna til að fara með sín
vopn.
Dagur ræddi við veiðistjóra,
skotveiðimenn, lögreglumenn
og björgunarsveitarmenn um
ástandið.
- Sjd núnar ú bls. 8-9.
Svanirnir, endurnar og aðrir fiðurfuglar á Tjörninni geta ekki kvartað undan kulda þessa dagana en engu að síður
þarfað fylla mallakútana. Hér vænta fuglarnir einhvers frá ungum herramanni, sem er í fylgd með pabba og stóra
bróður, en bera heldur lítið úr býtum. mynd: hilmar þór
Mökkurinn frá Járnblendiverk-
smiðjunni hefur ekki farið framhjá
vegfarendum. mynd: bjb.
Horfir á
mökkinn
Miklir bólstrar stigu til himins
úr þriðja ofni Járnblendiverk-
smiðjunnar í gær, þriðja daginn í
röð, vegna bilunar í reykhreinsi-
búnaði ofnsins. Svo mikill var
mökkurinn að Hermann Svein-
björnsson, forstjóri Hollustu-
verndar ríkisins, gat fylgst með
menguninni út um gluggann á
skrifstofu sinni í Síðumúlanum í
Reykjavík. Aðspurður hvað
flögraði í gegnum huga hans við
þessa sýn sagði hann viðbrögð
sín vera þau hvort ekki þyrfti
einfaldlega að loka ofninum.
Forstjóri Hollustuverndar seg-
ir þó að þegar verið sé að taka í
notkun nýjan ofn þá hefur verk-
smiðjan ákveðinn umþóttunar-
tíma til þess þótt útblástur sé
kannski meiri en eðlilegt getur
talist. Hann sagði að starfsmenn
Hollustuverndar myndu kanna
það hvort þetta rúmaðist innan
þessa prufutíma, nánast dag eft-
ir dag. Aftur á móti var ekki bú-
ist við að starfsmenn Hollustu-
verndar yrðu sendir á verk-
smiðjusvæðið til sýnatöku vegna
þessa. Þarna sé um að ræða kís-
ilryk sem sé slæmt fyrir lungu
þótt það sé ekki beinlínis eitrað
og vatnsgufa sem sé í þessum
bólstrum. Hinsvegar sé það hálf
ömurlegt að geta fátt eitt annað
en horft upp á þessa bólstra
bera við himinn án þess að geta
aðhafst nokkuð. Þó sé hægt að
beita sektum ef svona álíka hlut-
ir gerast umfram þann umþótt-
unartíma sem verksmiðjan hef-
ur til að gangsetja ofninn.
Viðurlög of væg
Hermann bendir á að viðurlög
við brotum á mengunarlöggjöf-
inni séu allof væg. Flann segir
að Hollustuvernd sé að reyna að
fikra sig áfram á þeirri braut að
menn taki mengunarlöggjöfina
alvarlega. I því sambandi bendir
hann á að Hollustuvernd hafi
kært mörg mál en þau hafa
mörg hver viljað daga uppi hjá
ríkissaksóknara. - GRH
Afgreiddir samdægurs
’Í Venjulegirog
f demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524