Dagur - 20.10.1999, Qupperneq 7

Dagur - 20.10.1999, Qupperneq 7
r eeet naahTHn .ot íuaKaavtnaut - 3 Sennilega verður 28. nóvember 1998 fórnarlömbum alvarlegs op- inbers ofbeldis og lögfræðingum minnisstæður. Þann dag dæmdi æðsti dómstóll Bretaveldis, dóm- stóll Lávarðadeildarinnar, að Augusto Pinochet, fyrrum herfor- ingi og æðsti maður Chile frá 1974 til 1990, skyldi ekki njóta friðhelgi í Bretlandi gegn málsókn Baltasar Garzón, spænsks réttar- kerfismanns, vegna grófra ofbeld- isverka á síðustu árum herfor- ingjastjórnar Chile. Baunar gerðu Bretar meira. Þeir meinuðu Pinochet brottför frá Bretlandi þar til fyrir Iægi hvort fallist yrði á framsal hans sem sakamanns til Spánar. Það er enn til umfjöllun- ar fyrir breskum dómstólum. Sjálfur virðist Pinochet hafa treyst að réttindi tengd ævilangri setu í Oldungadeild Chile og sem fyrrverandi þjóðarleiðtoga tryggðu honum friðhelgi gegn málsókn vegna óhæfuverka. Haldreipi hans hefur verið sú grunnregla al- þjóðalaga að sjálfstæði þjóðríkja og forræði þeirra um eigin mál útilokaði afskipti dómstóla ann- arra ríkja af málum hans. Pin- ochet hafði oft áður sótt Breta- veldi heim og átti þar öfluga vini og málsvara, svo sem Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta um langt árabil. Víst er að framsalskrafan hefur komið Pinochet á óvart. Eldri lög- fræðingur, vanur því að jafnræðis- regla frönsku byltingarinnar 1789 gilti um Pétur og Pál, og þótti sjálfsagt að hún gilti ekki um séra Jón, verður agndofa gagnvart víð- feðmi stjórnarháttabreytinganna, sem af þessum dómi geta leitt. Hann undrast órökvísi sína og annarra til þessa og að það hafi tekið meira en tvö hundruð ár að koma kjarnaatriði jafnfræðisreglu frönsku byltingarinnar í virka framkvæmd. Enn frekar er undrunarefni að það skyldi koma í hlut breskra Iá- varða að Iétta af friðhelgi, sein tengd var háum titli og að afstaða eins lávarðar skyldi ráða úrslitum. DómstóII Lávarðardeildarinnar klofnaði í málinu. Atkvæði þriggja réðu úrslitum en tveir voru á móti. Stjórn Bandaríkjanna brá skjótt við að gengnum Pinochet- dómnum og yfirlýsti fáum dögum síðar að við framkvæmd utanríkis- stefnu þeirra í Suður - Ameríku, m.a. á valdatíma Pinochet hefðu verið gerð mistök. Þessi yfirlýsing hefur margþætt áhrif, m.a. þau að rjúfa möguleg ábyrgðartengsl nú- verandi valdamanna við fyrri tíma og staðfesta ný viðhorf við árþús- undaskipti. Var Pmoclieídoniuriim illa grundað slys? Nei, svo sannarlega ekki. Hann má meta sem Iið í löngu og á stundum slitróttu lcrókaferli þar scm áhcrslan á mannréttindi al- „Staða almenns borgara gagnvart opinberu valdi er í brennipunkti. Lokadir hringir opinberra valda hafa víða og lengi tíðkast. Með áhrifum valdamanna á fjöimiðia, víðlesin dagblöð, útvarp og sjónvarp, hafa þeir víða getað ráðið miklu um skoðanamyndun almennings og þar með úrslitum kosninga og langvarandi framhaldi valda sinna, “ segir Tómas m.a. í grein sinni. - mynd: þök mennt og jöfnuð manna hefur sil- ast fram frá síðustu áratugum átj- ándu aldarinnar með frönsku byltingunni og stjórnarskrá Bandaríkjanna. Á nítjándu öld- inni má nefna eftirtektarverð Ieik- verk norska skáldjöfursins Ibsens, auk stjórnarskrárákvæða ýmissa Ianda og upphaf kvenréttindabar- áttu. A tuttugustu öldinni hefur margt gerst. Nýlenduveldi hafa sleppt valdataumum og fjöldi nýrra þjóðríkja hefur komið til. Sambandsríki sem haldið hefur verið saman með herstjórn og harðstjórn hafa og eru enn að brotna upp. Myndun laustengdari svæðasambanda og heimssam- banda er í örri þróun og fleira og fleira. Sem dæmi skal nefndur árangur samkynhneigðra fyrir mannréttindum sínum og opnun almennra skóla fyrir fleiri nem- endum og meiri aðlögun starfs- hátta skólanna að þörfum ein- stakra nemenda. Upplýsinga- og samskiptabyltingin, sem grund- vallast á mikilli tölvunotkun al- mennings, er sem stendur áhuga- verðasta fyrirbærið sem mótar ferlið í átt til aukinna mannrétt- inda. Staða almenns borgara gagnvart opinberu valdi er í brennipunkti. Lokaðir hringir op- inberra valda hafa víða og lengi tíðkast. Með áhrifum valdamanna á fjölmiðla, víðlesin dagblöð, út- varp og sjónvarp, hafa þeir víða getað ráðið miklu um skoðana- myndun aimennings og þar með úrslitum kosninga og langvarandi framhaldi valda sinna. Tölvan hcfur reynst notadrjúg við að upplýsa um glæpaklíkur og verk þeirra og um spillingu og lögbrot æðstu valdhafa. Valdhafar víða um lönd hafa réttilega fundið fyr- ir þessu síðustu ár. Ein megin- breytingin sem fylgt hefur tölvu- byltingunni er að almenningur sem er vanur miklu upplýsinga- flæði sættir sig ekki við leynd og þögn valdhafa um opinber mál, heldur krefst upplýsinga. Ný upp- lýsingalög víða um lönd staðfesta breytingar. Og almenningur og fjölmiðlar láta sig ekki aðeins varða sín eigin þjóðmál heldur einnig alvarleg mál annars staðar. Líkleg næstu skref gætu verið fleiri opinberar en Ieynilegar at- kvæðagreiðslur almennings um einstök mál, sem raunar hafa lengi tíðkast í Sviss. (skoðana- Lýðræði sem býr æðstu valdamömmm nánast órjúfandi Mð- helgi gegn málsókn, vegna starfa sinna, er slakt. Úr því þarf að bæta. kannanir einkafyrirtækja geta ver- ið varhugaverðar þar eð fyrirtækin eru lokuð og þau verða að afla tekna til reksturs síns hjá þeim sem móta spurningarnar og kosta kannanirnar, sem oft eru opinber- ir aðilar.) Ein meginniðurstaða upplýsingabyltingarinnar er sú að hún hefur víða breytt stjórnar- háttum og réttarkerfisframkvæmd í einstökum þjóðríkjum. Stundum einnig stutt að virkari framkvæmd mannréttinda og annarra grund- vallarreglna alþjóðalaga og sátt- mála, sem alþjóðastofnanir hafa illa megnað að koma í fram- kvæmd. Nýleg dæmi þar sem áhrifa upplýsingabyltingarinnar hefur gætt eru hrun Sovétríkj- anna og Júgóslavíu, breytingar í Austurlöndum nær, Indónesíu og víðar. Fræg eldri dæmi eru frið- samleg barátta Gandis í Indlandi og Nelsons Mandela í Suður - Afríku fyrir réttarbótum landa sinna. Máttur upplýsingabylting- arinnar hefur einnig náð lil fjöl- þjóðafyrirtækja, svo sem til Shell sem treysti sér ekki til að sökkva Brent Spar, gömlum olíuborpalli, í sjó, vegna andmæla náttúru- verndarsinna. Shell hefur þó áfram haldið því fram að minnst náttúruspjöll hefðu verið af því að sökkva pallinum. Skil svissneskra banka á andvirði nazistagulls stríðsáranna, vegna þrýstings er- lendis frá, er annað dæmi. Krafa nútímans um hraða og einsleitni alþjóðlegra skipta svo sem í sigl- ingum, viðskiptum, íþróttum og flugi er slík að ekki er rými fyrir sértitla og sérréttindi. Nýjar víddir Víst er að Pinochetdómurinn verður meðal stærstu dóma tutt- ugustu aldarinnar við hlið mála- ferla Alfreðs Dreyfus í Frakklandi í byrjun aldarinnar og Nurnberg- réttarhaldanna í Þýskalandi um miðbik hennar. Sérréttindi vald- hafa hafa verið helsti Þrándur í Götu gegn virkni markmiða frönsku byltingarinnar. Er að von- um að erfitt hafi reynst að víkja þeim til hliðar. En jákvæð lang- tíma áhrif dómstarfa lávarðanna í London virðast slík að áhrif stór- styrjalda og byltinga blikna. Nú, þegar friðhelgi fyrrverandi þjóðar- leiðtoga hefur verið svipt burt í stærstu og alvarlegustu málum, má vænta að sérréttindi valdhafa vegna minni mála verði einnig niður felld. Raunar er það ferli löngu hafið eins og að framan segir. Islendingar hafa til að mynda fellt niður sérréttindi emb- ættismanna sem lögfest voru í 108. gr. alm. hegningarlaga. Næsta skref gæti verið að breyta sérréttindum ráðherra, þannig að ekki gildi um þá sérákvæði að því er varðar réttarfar og þar með refsinæmi verka þeirra. Almennir borgarar verða að geta lagt fyrir faglega, óhlutdræga, opinberra dómstóla mál, sem varða stærstu pólitísk verk. Til þess þarf sam- þykki Alþingis þar sem samverka- menn valdhafanna sitja. Lýðræði sem býr æðstu valdamönnum nánast órjúfandi friðhelgi gegn málsókn, vegna starfa sinna, er slakt. Úr því þarf að bæta. Vera kann að íslenskir stjórn- málamenn fari sér hægt í stjórn- arskrárbreytingar af þessu tagi. En þeir eiga þá á hættu, fari þeir út fyrir landsteinana, að verða að svara fyrir verk sín í samræmi við ákvæði alþjóðasáttmála sem Is- Iendingar hafa staðfest og viður- kennda erlenda dóma. Fjölþjóðleg einkafyrirtæki hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir að réttarfar og réttarframkvæmd þjóðríkja, sem þau starfa í, skiptir máli. Sum þeirra hafa einmitt skákað í því skjólinu og hafa hætt lífi og heilsu starfsmanna, nágranna og um- hverfi starfsstöðva sinna í sam- ræmi við umburðarlyndi ófyrir- leitinna valdhafa. Fjölþjóðleg fyr- irtæki, sem ráðist hafa í illa grundaðar stórframkvæmdir geta nú fremur en áður, skyndilega staðið frammi fyrir því að leyfi valdhafanna til framkvæmdanna og rekstursins verði dæmt ólög- mætt. Jafnvel gerðardómur í London getur ekki breytt því. Má vænta að úr háskalegri starfsemi fjölþjóðafyrirtækja dragi. A stund- um er hnattvæðingin svo langt komin að alþjóðafyrirtæki eins og Norsk Hydro hefur mælt fyrir um að bréfaskipti og skýrslugerðir innan fyrirtækisins skuli fara fram á ensku en ekki norsku. Norsk Hydro og lánardrottnar þess eru því líklegir til að krefjast traustra lagalegra forsendna fyrir fjárfest- ingum sínum. Aðild þess að ál- verksmiðju á Austuriandi er ekki álitleg eins og málið er undir komið. Valdhöfum hér getur reynst erfitt að finna lukkuriddara sem ræður við að reisa risaálver. Reykjavík, 7. október 1999. TÓMAS GUNNARS- SON LÖGFRÆÐINGUR SKRIFAR Th&pr- MIDVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 - 7 ÞJÓDMÁL Nýir stjómarhættir - nýtt lýðræði

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.