Dagur - 20.10.1999, Side 10

Dagur - 20.10.1999, Side 10
Vt eepr K'nhTno . ii s nuaMntHivaiM 10- MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 -rt SMÁAUGLÝSINGAR Hey til sölu Hey til sölu bæði baggar og fullþurrkaðar rúllur Uppl. í síma 862 2296. Húsnæði óskast______________________ Oska eftir herbergi til leigu á Akureyri. Upplýsingar í síma 464 1486 eða 861 2629. Einkamál Eg er 34 ára karlmaður, sem óskar eftir að kynnast góðri vinkonu, sem býr í Hafn- arfirði, Garðabæ eða í Reykjavík. Viltu vera svo væn að svara mér eins fljótt og hægt er. Ég hef mikinn áhuga á að kynnast þér, sem góðri vinkonu. Vinsamlegast hringdu í sima 869 4772. Takið eftir Samhygð, samtök um sorg og sorgarvið- brögð á Akureyri og nágrenni verða með opið hús í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 21. október kl. 20:00. Sr. Þor- grímur Daníelsson á Grenjaðarstað talar um hjónaskilnað og fleiri sorgaráföll. Samtökin fyrirhuga að vera með starf í minni hópum þar sem fólk getur hitt þá sem orðið hafa fyrir svipuðum áföllum. Við höfum fengið fagfólk okkur til aðstoðar. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Stjórnin. AL-ANON Samtök ættingja og vina alkohólista. Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Ef svo er getur þú í gegnum samtökin: - Hitt aðra sem glíma við samskonar vandamál - byggt upp sjálfstraust þitt. - bætt ástandið innan fjölskyldunnar. - fundið betri líöan Fundarstaöur: AA húsiö, Strandgötu 21, Akureyri, sími 462 2373. Fundir í Al-Anon deildum eru: Miðvikudaga kl. 21.00 og laugardaga kl. 11.00 (nýliöar boðnir velkomnir ki. 10.30) VE) ERUM MIÐSVÆÐIS MELVEGUR 17 • HVAMMSTANGA SÍMI 451 2617 • FAX 451 2890 Sýnishorn af bílum og tækjum á sýningarsvæði Hyundai Stavex 7 manna Diesel 4x4 árg.99 Subaru Legacy nýr árg. 99 Landrover douplecap 5 cyl. Diesel árg. 99 Nissan Diesel 4x4 árg. 99 Suzuki Grand vitara 6 syl. nýr árg. 99 Suzuki Balleno st. 4x4 nýr árg. 99 IVIMC douple cap 4x4 árg.95 Subaru Legacy árg.90 Hyuandai Elantra árg. 95 Hyuandai Sonata árg. 97 Lada Sport árg. 88 Grand Cherocy 6 syl. árg. 93 Toyota Turing árg. 95 Ford Explorer árg. 91 MF 4255 95ha 4x4 árg. 99 Ford newholland 6640 4x4 árg. 96 Ford newholland 5635 árg.97 Rúlluvél Wermer 504 árg. 99 Pökkunarvél K 7335 árg. 99 Pökkunarvél Tangó árg. 99 Sláttuvélar Kunn GMD 700 árg. 99 Niemeyer Eurodiese 260 árg. 99 Sturtuvagn 8,5 tonn Muavél nyemaier RS 340-DA árg. 99 Springmaster hestaflutningakerra árg. 99 Vegna mikillar sölu vantar allar gerð- ir af bílum og tækjum á söluskrá. Island - vetnissamfélag framtíðarinnar Fræðslufundur um vetnisvæðingu íslands á vegum félags landfræðinga miðvikudaginn 20. október kl. 20:30, stofu 201 í Odda, húsi félagsvísindadeildar HÍ Orka og orkunýting hefur verið mikið í samfélagsumræðunni að undanförnu og sýnist sitt hverjum. Miðvikudagskvöldið 20. október mun Jón Björn Skúlason, landfræðingur og framkvæmdastjóri íslenskrar nýorku flytja erindi um vet- nisvæðingu íslands sem kallast (SLAND - VETNISSAMFÉLAG FRAMTlÐARINNAR. Aðgangur er ókeypis og öllum heimil Véla - Pallaleiga Skógarhlíð 43, 601 Akureyri fyrir ofan Húsasmiðjuna Leigi út álvinnupalla. Henta vel við málningu og viðgerðir á litlum og stórum húsum. ■ZT 461-1386 og 892-5576 www visir i FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR rD^ftr FRÉTTIR Staða nútímakvenna í sveit er sögð vera mun óljósari en var þegar starfsvettvangur og valdastaða húsfreyjunnar á sveitaheimilum fortíðarinnar var óumdeild. Jafnrétti til sveita Til að efla stöðu og fé- lagslega virkui bæuda- kvenna. Ný hugsun. Hluti af byggðaþróun. Landbúnaðarráðuneytið hyggst ráða sérstakan starfsmann til að sinna hagsmunamálum kvenna og jafnréttismálum í landbúnaði og er áætlað að verja til þess um 5 milljónum króna á ári. Verk- efnið miðar einnig að því að gæta að sérhagsmunum bænda- stéttarinnar í atvinnuuppbygg- ingu og atvinnuþróun til sveita í samstarfi við önnur ráðuneyti. Nýja hujjsun A alþjóðlegum degi sveitakvenna nýverið kynnti landbúnaðar- ráðuneytið markmið og fram- kvæmdaáætlun sína til að stuðla að jafnrétti kynjanna sem Anna Margrét Stefánsdóttir hefur unnið fyrir ráðuneytið. Sem dæmi um félagslega þátttöku kvenna má nefna að á Búnaðar- þingi hafa setið tvær konur af 49 fulltrúum, en þrjár þegar mest hefur verið. Þá séu flest bónda- býli á kennitölu karlkynsbónda. Landbúnaðarráðuneytið telur brýnt að gert verði stórátak £ jafnréttis- og byggðaþróunarmál- um og þá ekki síst með tilliti til sérstöðu bændakvenna. Það verður m.a. gert með fræðslu- og upplýsingaefni og margvíslegum tillögum til úrbóta. Þótt margt hafi breyst í landbúnaði þá virð- ist sem karlaveldi hefðarinnar sé enn mjög ríkt á sama tíma og staða bændakvenna sé mun óljósari, bæði fyrir þeim sjálfum og öðrum. Af þeim sökum sé nauðsynlegt að bændakonur finni stuðning og hvatningu í jafnréttismálum. Þá sé það að- kallandi að ráðuneytið beiti sér fyrir öflugri starfsemi sem gæti stuðlað að aukinni félagslegri virkni beggja kynjanna innan landbúnaðarins með sérstakri áherslu á konur. Samhliða því yrði unnið að því að breyta hugs- unarhættinum innan kerfisins til að jafna þar hlut kvenna svo nú- tímakonur finni andlegu atgervi sínu farveg innan bændastéttar- innar í framtíðinni. — GRH Nýr hugbimað- ur frá Netverki íslenska hugbúná^ar- og há- tæknifyrirtækið Netverk hefur þróað nýja afurð er nefnist Fo- neStar. Um er að ræða hugbún- að er gerir gagnaflutning mögu- legan um farsímakerfi eins og t.d. GSM. Forráðamenn Net- verks segja að FoneStar geti t.d. flutt gögn úr fartölvu í gegnum GSM-kerfi á fljótari og hag- kvæmari hátt en áður hefur ver- ið mögulegt. Þessi nýja samskiptatækni ger- ir það m.a. að verkum að þegar samband rofnar, sendir Fone- Star eða tekur á nióti gögnum þar sem frá var hörfið í stað þess að byrja upp á nýtt. Þannig get- ur FoneStar stytt sendingartíma um allt að 80 prósent og dregið verulega úr kostnaði við gagna- flutninga, að því er forráðamenn Netverks fulltyrða. FoneStar vinnur með öllum helstu tölvupóstforritum sem eru á markaðnum í dag og starf- ar í bakgrunni þeirra án þess að notandinn verði þess var. „Með þessum hugbúnaði skip- ar Netverk sér í fremstu röð fyr- irtækja á þessum markaði," segir John Huckle, nýr forstjóri Net- verks. „Þessi búnaður á eftir að létta fartölvunotendum lífið og gera tölvusamskipti þeirra við skrifstofur og heimili ódýrari og öruggari. I dag er talið að aðeins tvö prósent af farsímanotendum séu að flytja gögn um slík kerfi. Það hlutfall mun hækka veru- lega á næstu árum, eftir því sem: slíkir gagnaflutningar verða hag-i kvæmari. Eg tel þvf að hugbún- aðurinn eigi eftir að gegna lykil- hlutverki á þessum ört stækk- andi markaði,“ scgir Huckle. John Tuckle, nýr forstjóri Netverks, ásamt Holberg Mássyni stjórnarfor- manni (t.h.) við kynningu á FoneStar gagnaflutningakerfinu. - mynd: e.ól.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.