Dagur - 28.12.1999, Síða 2

Dagur - 28.12.1999, Síða 2
2 — I’HIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 rDgptr FRÉTTIR Fiiimir Ingólfsson, idnaðar- og viðskipta- ráðherra, tók óvænta ákvörðun mn jólin um að hætta í pólitík og taka við stöðu banka- stjóra Seðlahankans. Valgerður Sverrisdótt- ir tekur við af honum. Finnur Ingólfsson, iðnaSar- og viðskiptaráðherra, verður hanka- stjóri Seðlabankans frá og með 1. janúar. Hann tilkynnti .það á ríkisstjórnarfundi í gær að hann væri á meðal umsækjenda um embættið. Það þýðir bara eitt, hann fær embættið. Sem viðskiptaráðherra hefði hann átt að skipa í embætti Seðlabankastjóra en sagði sig frá því á ríkisstjórnarfundinum. Það verður Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sem skipar í stöðuna, en Seðlabankinn fer undir emh- ætti forsætisráðherra frá og með áramótum. Talið er víst að Val- gerður Sverrisdóttir muni taka við stöðu iðnaðar- og viðskipta- ráðherra um áramótin og þá um leið Byggðastofnun sem færist þá undir iðnaðarráðuneytið. Samkvæmt héimildum scm Dagur telur áreiðanlegar eru það pcrsónulegar ástæður sem valda því að Finnur ákveður að hætta nú í pólitík. Endanlega niun hann hafa tilkynnt Halldóri As- Finnur Ingólfsson er meðal umsækjenda um seðlabankastjórastöðu. grímssyni ákvörðun sína daginn fyrir Þorkáksmessu. Finnur hef- ur mátt sæta harðari gagnrýni sem pólitíkus en flestir aðrir hin síðari ár og í mörgum tilfellum líka frá eigin flokksfélögum. Hann mun því hafa metið stöð- una svo að ekki yrði friður um hann héðan í frá frekar en hing- að til og því væri það best íyrir flokkinn að hann drægi sig í hlé. Hættir Páll líka? Halldór Ásgrímsson átti fund með Páli Péturssyni á Þorláks- messu. Áður en Finnur tók þessa ákvörðun sína hafði vcrið ákveð- ið að Páll Pétursson léti af ráð- herradómi um áramótin og Val- gerður Sverrisdóttir tæki við embætti félagsmálaráðherra. Þetta hreytist en heimildir Dags herma að sterkur hljómgrunnur sé fyrir því í þingflokknum að Páll verði samt látinn víkja sæti þar sem hann hafi með augljós- um og opinberum hætti farið fram gegn flokknum og flokks- forustunni - t.d. í byggðastofnun- armálinu. Hins vegar liggur ekk- ert fyrir um hvenær af frekari mannaskiptum í stjórninni gæti orðið. Ef hins vegar og þcgar Páll hættir eru fjórir þingmenn sagðir munu glíma um þann ráð- herrastól. Þetta eru þeir Jón Kristjánsson, Hjálmar Árnason, Kristinn H. Gunnarsson og Olaf- ur Orn Haraldsson, sem verður I. þingmaður Framsóknarflokks- ins í Reykjavík þegar Finnur hættir. Jónína Bjartmarz skipaði 3. sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík við þingkosningarnar í vor og tekur því sæti á þingi þegar Finnur Ingólfsson lætur af embætti um áramótin. - S.DÓR Umsækjendur Bankaráð Seðlabankans hefur verið boðað á fund ld. 1 1 í dag til að fjalla um umsóknir um stöðu seðlabankastjóra. Um- sóknarfrestur rann út í gær kl. 16 og bárust alls 15 umsóknir. Þrír umsækjenda eru starfs- menn Seðlabankans. Þessir sóttu um stöðuna auk Finns: Axel Rúnar Pálmason hagfr., Guðný Isleifsdóttir bókasafnsfr., Halldór Halldórsson skrifstm., Helga Jónsdóttir borgarritari, Ingimundur Friðriksson aðstoð- arbankastjóri Seðlabankans., Leó E. Löve hrk, Loftur Altice Þorsteinsson verkfr., Már Guð- mundsson aðalhagfr. bankans, Ólafur ísleifsson hagfr. bank- ans, Sigurður Kr. Sigurðsson verslunarm., Sigurður Snævarr hagfr., Valgerður Bjarnadóttir hagfr., Yngvi Örn Kristinsson frkvstj. peningamálasviðs bank- ans, Þorsteinn J. Vilhjálmsson dagskrgerðarm. og Þorsteinn Þorgeirsson hagfr. Ólafur G. Einarsson, fyrrum ráðherra og þingforseti, er for- maður bankaráðs Seðlabankans, skipaður af Sjálfstæðisflokkn- um. Tveir fulltrúar Framsóknar- flokksins eru í bankaráðinu, þau Davíð Aðalsteinsson, bóndi að Arnbjargarlæk og fyrrum þing- maður, og Ingunn Sveinsdóttir, bankastarfsmaður í Reykjavík. Fastlega má reikna með að þessi þrjú í meirihluta ráðsins gefi Finni atkvæðið sitt í dag. Óljóst erhvað minnihlutinn mun gera, þeir Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníunnar, og Ragnar Arnalds, rithöfundur og fyrrum þingmaður. - bjb „HerOlega liótur svipur á ináíiim“ Tíöindin um Fiun Ingólfsson vekja víða athygli. Stermgiimur J. segist ekki í langan tíma hafa séð jafn nakta flokkspólitíska beit- ingu valds. Segja þurfti Sverri Hermannssyni tíðind- in þrisvar. Steingrímur. J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagðist í samtali við Dag óska Finni til hamingju og alls góðs sem per- sónu. Hann taldi ráðninguna sem slíka ekki svo fráleita í ljósi þess að Finnur væri búinn að vera viðskiptaráðherra í nokkur ár og með viðskiptafræðimennt- un að auki. Hins vegar væri hann ekki faglega séð hæfasti umsækj- andinn ef litið væri til þeirra seðlabankamanna sem hefðu skilað inn umsókn, t.d. Más Guðmundssonar. „Ekki er þessi ráðning fagleg. Það er með öllu Ijóst. Flitt er svo öllu svakalegra en það er svipur- inn á máiinu í heild sinni fyrir SteingrímurJ. Sverrir Her- Sigfússon. mannsson. stjórnarflokkana. Mér sýnist það ekkert standa í sjálfstæðismönn- um að hjálpa til við að koma þessu á koppinn. Þeir geyma stöðuna í eitt og hálft ár og rjúka svo í að ráða í haná á nokkrum klukl<utímum þegar það hentar þeim að leysa innri flokksleg vandamál með sínum pólitísku hrókeringum. Lærdómurinn er sá að Framsókn umgengst þessi æðstu embætti þjóðarinnar eins og sína einkaeign, þegar þeir eru í aðstöðu til þess. Það er svaka- legt að horfa upp á það, núna undir lok aldarinnar. Fyrir þá sem trúa því að öldinni ljúka núna um áramótin geta þeir sagt að Framsókn kveðji öldina með stæl. Svipurinn á málinu í heild er herfilega Ijótur og langt síðan maður hefur séð jafn nakta flokkspólitíska beitingu valds. Auglýsing um stöðuna er hreinn skrípaleikur," sagði Steingrímur J. Sigfússon. „Landhremsim að homun í pólitík" Spurður um viðbrögð við þessum tíðindum um Finn vildi Sverrir Hermannsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, benda á að hann væri ekki sá maður sem svaraði óhlutdrægnast þegar Finnur Ing- ólfsson ætti hlut að máli. Hann vildi þó óska honum góðs gengis í nýju starfi. „I hreinskilni sagt tel ég land- hreinsun að honum í pólitík. En það sem undrun vekur er að Finnur skuli stíga þetta skref því að þetta skref stígur hann sjálfur. Hann ákveður að hverfa yfir í þetta starf og það getur ekki ver- ið nema vegna þess að að honum hafi verið þjarmað af formanni flokksins og hann rekinn áfram í stórmálum sem að Finnur sér ekki fyrir endann á og kýs þess vegna að axla sín skinn," sagði Sverrir. Spurður hvort tíðindin hafi ekki komið honum á óvart sagði Sverrir að þetta hafi flogið fyrir á síðustu dögum. Hann hefði feng- ið fregnir af málinu á sunnu- dagsmorgni sem sannfærðu sig endanlega. „En auðvitað lét maður segja sér þessi tíðindí þrim sinnum líkt og Njáll forðum," sagði Sverrir Hermannsson; - fl|B 20 árí pólitík Finnur Ingólfsson, sem er 45 ára að aldri, er nú að hætta af- skiptum, af stjórnrríalum eftir næfri tuttugu ára féfil á þeim vettyángi. Stjórnmálaafskiptin hófust: í Háskólanum er hann var formaður Stúdentaráðs árin 1980-1981. Hann varð aðstoð- armaður ráðherra árið 1983 og aðstoðaði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra til ársins 1987. Þá ! varö hann aðstoðar- maður Guðmundar Bjarnasonar í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu til 1991. Hann hef- ur verið þingmaður Framsókn- arflokksins í Reykjavík frá árinu 1991 og iðnaðar- og viðskipta- ráðherra frá 1995. I nokkur skipti á árunum 1 987-Í990 kom hann injn á Alþingi sem vara- þingmaður. Finnur var. formað- ur þingflokks framsóknarmanna 1994-1995. Finnur hefur unnið sig upp innan Framsóknarflokksins. Hann var fyrst formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna 1982-1986, gjaldkeri Framsókn- arflokksins 1986-1994, formað- ur fulltrúaráðs framsóknarfélag- anna í Reykjavík 1987-1991 og varaformaður flokksins síðan 1998. Ólafur Örn Haraldsson tekur nú við foringjahlutverki framsóknarmanna í Reykjavík sem I. þingmaður flokksins þar. Hann segir að áherslubreytingar hljóti að vera óhjákvæmilegar. Áherslu- breytingar Þegar Finnur Ingólfsson hættir sem Júngmaður og ráðherra tek- ur Ólafur Örn Haraldsson við sem 1. þingmaður og foringi framsóknarmanna í Reykjavík. Hann sagði í samtali við Dag í gær að hann tæki því með ró en að ákvörðun Finns hafi komið sér mjög á óvart. Hann hefði ekkert af málinu vitað fyrr en hann heyrði um það í gær. „Þetta eru vitaskuld mikil pólitísk tíðindi að Finnur lng- ólfsson, ráðherra á besta aldri, skuli taka þá ákvörðun að hætta í pólitík. Ekki bara fyrir fram- sóknarmenn í Reykjavík heldur á landsvísu. Hann hef'ur verið óskoraður foringi framsóknar- manna í Reykjavík og haft mjög ákveðnar skoðanir, eins og menn vita. Það hef ég raunar haft líka og því er óhjákvæmilegt að það verði einhverjar áherslu- breytingar hjá mér. En fyrst og fremst verð ég að hafa samráð við flokksmenn í Reykjavík um starfið í framtíðinni," sagði ÓlafurÖrn. Hann segir að sam- starf þeirra Finns hafi alltaf ver- ið sérstaklega gott þótt þá hafi greint á varðandi lögformlegt umhverfismat á Fljótsdalsvirkj- un. Olafur segir að Finnur hafi alltaf vitað af skoðunum sínum í I málinu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.