Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 7
0**0»-
o T n
> r n 'i>
Vwvr
ÞJÓÐMÁL
ÞRIDJVD AGU R 28. DESEMBER 1999 - 7
Fj órflokkuriim
í lok aldartnnar
„Svo lengi sem ég man hefur verið umræda ísamféiaginu um að þessi skipan væri úrelt og „fjórfiokkurinn" hefði
runnið sitt skeið, “ segir Jón Kristjánsson m.a. í grein sinni.
JÓN
KRISTJÁNS-
SON
skrifar
Það var í upphafi þessarar aldar
sem grunnur var lagður að því
flokkakerfi sem við búum nú við
í íslenskum stjórnmálum. Jónas
Jónsson lagði grunn að flokka-
skipaninni á vinstri væng og
miðju stjórnmálanna og skrifaði
stefnuskrá Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins með eigin
hendi. Ætlaði Alþýðuflokknum
að höfða til verkafólks við sjávar-
síðuna, en Framsóknarflokknum
að höfða til fylgis í sveitum
landsins. Sjálfstæðisflokkurinn
var flokkur embættismanna og
atvinnurekenda. Þetta var sú
mynd sem dregin var upp þegar
núverandi flokkakerfi var í burð-
arliðnum.
Seinna myndaðist síðan Sósí-
alistaflokkurinn og tvær íylkingar
börðust á vinstri vængnum. Þar
með var kominn „fjórflokkurinn“
svokallaði sem enn í dag Iifir í ís-
lenskum stjórnmálum.
Vinstri vængurinn
Svo lengi sem ég man hefur ver-
ið umræða í samfélaginu um að
þessi skipan væri úrelt og „Qór-
flokkurinn“ hefði runnið sitt
skeið. Kvennalistinn var sér-
stæð uppákoma í íslenskum
stjórmálum, hann markaði spor,
og hefur áreiðanlega orðið til
þess að létta konum róðurinn í
stjórnmálaflokkunum, en hann
hvarf. Framboð á vegum samtak-
anna var f raun lokað helmingn-
um af þjóðinni og skipulag þeirra
og forusta var laus í reipunum.
Utskiptaregla af Alþingi og for-
mannsleysi voru ekld síst þung í
skauti þessum samtökum.
Samíylkingin sem nú berst fyr-
ir tilveru sinni var marktæk til-
raun til þess að fækka flokkum á
vinstri væng og mynda stóran
flokk sem mótvægi við Sjálfstæð-
isflokkinn. Allt bendir til þess nú
að tilraun þessi hafi mistekist. í
raun er Samfylkingin ekki annað
nú en stækkaður Alþýðuflokkur
en gengi hennar hefur verið afar
slakt í skoðanakönnunum síðan
um kosningar. Areiðanlega veld-
ur þar nokkru um að ekki er búið
að leysa úr skipulagsmálum
flokksins eða treysta forustu til
framtíðar í sessi.
Samkvæmt skoðanakönnunum
hafa „Vinstri grænir", eða Sam-
tök um grænt framboð nú náð
styrk Alþýðubandalagsins og
rúmlega það. Líklegt er að bróð-
urparturinn af fylgi Kvennalist-
ans hafi gengið til liðs við sam-
tökin. Þar að auki hafa þeir hjá
Vinstri grænum losnað við þann
höfuðverk að samræma sjónar-
miðin. Þeir gátu tekið stefnu Al-
þýðubandalagsins upp nokkurn
vegin óbreytta með áherslu á um-
hverfismál, meðan þeir hjá Sam-
fylkingunni þurftu að samræma
sjónarmiðin.
„Vinstri grænir“
Fróðlegt verður að fylgjast með
gangi mála á næstunni. Sam-
fylkingin þarf mjög á því að
halda að koma skipulagsmálum
sínum á hreint með flokksstofn-
un og kjöri á leiðtoga. A meðan
geta Vinstri grænir reynt að
treysta sig í sessi og halda utan
um það fylgi sem þeir hafa feng-
ið í skoðanakönnunum. Þeir
munu gera út á andstöðu við
einkavæðingu, andstöðu við nán-
ari samskipti við Evrópuþjóðir,
andstöðu gegn Nato, og einnig
munu þeir telja sig hafa ráð und-
ir rifi hverju í byggðamálum.
Hvort þessi andstöðupólitík dug-
ar til þess að vera 20% flokkur
verður framtíðin að skera úr um.
Eg trúi því vart að svo verði. Hins
vegar nægir þessi pólitík áreiðan-
lega til þess að verða 10-15%
flokkur.
Styrkur Sjálfstæðisflokksins
Hræringarnar á vinstri væng
stjórnmálanna hafa eins og ávallt
áður styrkt Sjálfstæðisflokkinn,
sem hefur trausta stöðu sam-
kvæmt skoðanakönnunum. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur fengið
fríspil undanfarið, og afstaða
Vinstri grænna gagnvart þeim
flokki er mjög athyglisverð. Al-
þýðubandalagið kynnti sig sem
höfðuðandstæðing Sjálfstæðis-
flokksins. Athyglisvert er að
Steingrímur Sigfússon kynnir
sinn flokk ekki þannig. Af mál-
flutningi hans má ráða að höfuð-
andstæðingur Vinstri grænna sé
Framsóknarflokkurinn. I ræðum
hans á Alþingi nú lyrir jólin lagði
hann sérstaka áherslu á Fram-
sóknarflokkinn þegar hann ræddi
um stjórnarflokkana og ranga
stefnu þeirra að hans mati.
Það er alveg ljóst að með þessum
málflutningi er Steingrímur að
gera út á grátt svæði sem Iöngum
hefur verið á milli Framsóknar-
flokksins og Alþýðubandalagsins.
Þarna er um að ræða þjóðernis-
sinnað félagshyggjufólk, fólk sem
hefur ekki sætt sig til fulls við
varnarliðið á Keflavíkurflugvelli
og hefur andvara á sér gagnvart
einkavæðingunni. Þetta fólk lítur
á Sjálfstæðisflokkinn sem sinn
höfuðandstæðing. Það er því
mikil þversögn í því fólgin að
Steingrímur tali til þessa fólks
um leið og hann afskrifar Sjálf-
stæðisflokkinn sem höfuðand-
stæðing. Það liggur í augum uppi
að hann vill komast á þá stöðu að
hann sé valkostur fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn að starfa með og lokar
ekki neinum dyrum á það. Þessi
málflutningur er svo áberandi að
Sjálfstæðismenn taka vel eftir
honum og hafa haft orð á honum
við undirritaðan.
Löng valdatíð, fleiri óvinir
Framsóknarflokkurinn hefur ver-
ið slakur í skoðanakönnunum
undanfarið. Svo hefur löngum
verið á milli kosninga. Flokkur-
inn er í skotlínunni og margir
gera sér það að skyldu að gagn-
rýna forustumenn hans sem
standa í eldlínunni í erfiðum
málum. Það skiptir hins vegar
mestu máli að missa ekki sjónar
af takmarki sínu í baráttu dags-
ins. Flokkurinn hefur verið í for-
ustu á miklu framfara- og breyt-
ingaskeiði í lok þessarar aldar,
verið í ríkisstjórn síðan árið 1971
að fjórum árum undanskildum.
Þessi langa ábyrgð á málum hef-
ur skapað flokknum og forustu
hans marga andstæðinga, en það
er ekki annað en taka því. Það er
niðurstaðan sem skiptir máli.
Þessi tími hefur verið mesta hag-
sældarskeið sem þessi þjóð hefur
upplifað. Enginn getur borið á
móti því að hér er framsækið vel-
ferðarþjóðfélag, og lífskjör með
því sem þau gerast best. Það þýð-
ir ekki að hér séu ekki vandamál
við að fást. Rótleysi í samfélag-
inu og neysla vímuefna eru
vandamál sem þarf að snúast
gegn af alvöru. Byggðaröskun er
alvarlegt vandamál og einnig þarf
ætíð að huga að þeim sem böll-
um fæti standa í samfélaginu.
Þessi verkefni blasa við á nýrri
öld.
20 milljarðar í bílalán á einu ári
JÓHANNA
SIGURÐAR
DÓTTIR
alþingismadur
skrifar
Viðskiptaráðherra hefur á Alþingi
svarað fyrirspurn minni um útlán
hjá tryggingarfélögum og eignar-
leigum. Útlán eignarleigufyrir-
tækja til einstaklinga hafa aukist
um hátt í 500% á 4 árum. Þau
voru 1.997 millj. kr. 1995 en
voru á árinu 1998 9.297 millj. kr.
Aætla má að þessu útlán sem eru
að verulegu leyti hjá Glitni og
Lýsingu séu mest vegna bílalána.
Útlán vátryggingafélaga voru
tæpir 6 milljarðar 1996 en voru
1998 rúmlega 10 milljarðar
króna og hafa aukist um 68% á
þremur árum. Af þessu má áætla
að um 20 milljarðar hafi farið í
bílalán hjá eignarleigufyrir-
tækjum og tryggingafélögum
1998. Innnflutningur á bílum til
einstaklinga hefur þrefaldast frá
árinu 1994 en þá var hann um
6.400 bílar en þessu ári voru
fluttir inn um 18 þúsund bílar.
M.v. 20 milljarða bílalán trygg-
ingafélaga og eignarleigufyrir-
tækja á árinu 1998 og influtta
bíla sem voru 16.700 á því ári má
ætla að meðallán á hvern inn-
fluttan bíl hjá þessum aðilum
hafi verið rúmlega 1 milljón kr. á
síðasta ári.
Aukning á bflaeign meiri en
á íbúðaeign
Þessar fjárhæðir í bílalán á einu
ári eru fyrir utan útlán bankanna
sem á árinu 1998 voru 106 millj-
arðar króna, sem ætla má að sé
að töluverðu leyti vegna bílalána
í bönkunum, en útlán bankanna
til einstaklinga hafa tvöfaldast á
fjórum árutn. Þétfa kemur heima
og saman við að 62 milljarða
eignaaukning heimilanna í land-
inu er mest vegna aukinna bif-
reiðaeignar eða 34 milljarðar, en
28 milljarðar eru vegna fbúða-
eignar á sama tíma og skuldir
heimilanna hafa aukist um 144
milljarða króna.
Óábyrg útlánastefna
Þessi staða endurspeglar þá gíf-
urlegu þenslu sem er í þjóðfélag-
inu. Ekkert er auðveldara en að
kaupa og taka allt að láni, bíla,
heimilistæki, utanlandsferðir,
bara nefna það. Innlánsstofnan-
ir, krítarkortafyrirtæki, trygginga-
félög, eignarleigur lána og lána.
Greiðslumat sem lánveitingar
nýja íbúðalánasjóðsins byggja á
miðast við framfærslukostnað
sem er út úr öllu korti, enda hef-
ur Ráðgjafastofa heimilanna var-
að við þeirri viðmiðun.
Allstaðar blasa við freístingarn-
ar,; Kaupið nú, greiðið síðar. Ekki
er spurt um greiðslugetu, bara
veðsetningu vegna lánanna hjá
lánastofnunum. Ekki er ólíklegt
að lánastofnanir muni eignast
drjúgan hluta af nýjum bílaflota
landsmanna komi til mikillar
niðursveiflu eða efnahagskreppu.
Neysluæöi
Þetta neysluæði í þjóðfélaginu og
óábyrg úllánastefna Iánafyrir-
tækja er mikið áhyggjuefni. Þetta
kemur fram í litlum þjóðhagsleg-
um sparnaði sem ekki hefur ver-
ið minni um langt skeið eða síð-
an í lok áttunda áratugarins og er
nú aðeins 14% af Iandsfram-
leiðslu. Seðlabankinn og Þjóð-
hagsstofnun telja að hann þurfi
að aukast um 30 milljarða eða
fara í 19% af þjóðarframleiðslu,
til að sparnaðurinn standi undir
áformaðri Qárfestingu á næsta
ári. Neysluæðið kemur einnig
fram í miklum viðskiptahalla sém
spáð var í október að ýrði 29
milljarðar króna en stefnir nú i
að verða 38 milljarða á þessu ári.
Eiúkenni fjármálakreppu
Margt í efnahags- og fjár-
málaumhverfinu nú ber ein-
kenni, sem getur verið undanfari
fjármálakreppu eða bankahruns.
A því vakti Seðlabankinn m.a. at-
hygli í ársskýrslu sinni s.l. vor,
þar sem leitast var við að greina
rætur fjármálakreppu og vís-
bendingar sem gætu orðið til að
vara við slíkum kreppum. Bent
var m.a. á að útlánaþensla og
mikil hækkun fasteignaverðs eða
hlutabréfaverðs væru yfirleitt
undanfari bankakreppu, sem
brjótist út þegar hlutabréfaverð
eða fasteignaverð fellur. Fæstir
vilja af þessu vita, en hversu
lengi er hægt að berja hausnum
við steininn?
.innió'jloalöfniiii; «