Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 5
Anna Líndal myndlistarmaður segist alls ekki vera bitur kona þótt kvennréttinda- mál séu henni hjartansmál. Anna Líndal mun sitja fyrir svörum á Sjónþingi sem hefst í Gerðubergi í dag klukkan 13.30. Að Sjónþingi loknu verður opnuð yfirlitssýning þar sem stiklað er á stóru yfirferil listakonunnar. Nýjasta verk hennar er myndbandsinnsetning og er það að finna í Gall- erfi Sævars Karls við Bankastrætið. Eins og flestir íslenskir myndlist- armenn hóf Anna Líndal nám í Myndlista- og handíðaskóla Is- lands áður en hún hélt utan til framhaldsnáms við Slade School of Fine Art í London University College. Þaðan útskrifaðist hún árið 1990 og hefur síðan unnið að myndlist. Anna tilheyrir þeim hópi mynd- Iistarmanna sem ekki binda sig við einn miðil eða tækni. Hún kýs heldur að nota þann efnivið sem hún telur henta best hverju sinni. „Eg er frekar að koma hugmynd- um og skilaboðum á framfæri en vinna með tækni. Lg lít á tæknina sem tæki til þess,“ og bendir á að á yfirlitssýningunni verða bæði grafíkverk, málverk, Ijósmyndir, skúlptúrar og vídeó. - Mú í dag floklui myndlistar- menn i tvo hópa, þú sem einbeita sér að ákveðinni tækni og hina sem horfafyrst á hugmyndina? „Eg held að það megi flokka myndlistarmenn niður í miklu fleiri hólf en tvö! En eitt einkenni á samtímanum er að mörkin milli miðla eru ekki svo Ijós. Þetta á við um mörk sagnfræði og sögu, en getur líka átt við um hönnun, auglýsingar og myndlist." Margt fyrirfram ákveðið - Hvað áttu við þegar þti talar itm óljósan mun á sögu og sagnfræði? „í myndlist er oft verið að nota raunverulega sögu, en hún getur Iíka verið ákveðin tegund af sagn- fræði þegar hún er orðin tákn fyr- ir stærri heild.“ - Líturðu svo á að þú sért að segja sögur í þínum verkum? „Já. Eg fæst við að myndgera huglæga hluti sem tákna hefðirn- ar og orkuna í þjóðfélaginu. Eg velti því mikið fyrir mér hversu mikið við ráðum eigin lífi. Það er svo margt sem er fyrirfram ákveð- ið, til dæmis það að við skulum nota hnífapör til að matast og sofa í eigin rúmi. Við höldum alltaf að við séum að taka sjálf- stæðar ákvarðanir en í rauninni eru þær hlekkur í stærri heild sem rúmast í þjóðararfleiðinni. Þessir þánkar eru mér efniviður í myndlist. Kannski er það vegna þess að mín ætt hefur búið £ sama húsinu frá 1838. Mér finnst ég vera afsprengi þess sem þá var að gerast. Húsið minnir mig sífellt á að við stökkvum ekk- ert alsköpuð fram.“ Smáfuglarnir og mylsnan - En nú fjallar myndbandsinn- setningin hjá Sævari Karli um náttúruna. Myndirnar voru tekn- ar í ferð sem þú fórst upp á Vatnajökul með Jöklarannsókn- arfélaginu. „Þetta er náttúruverk þar sem ég reyni að einblína á þörf okkar til að skilja hana. Við geymum náttúruna og orkuna sem stafar frá henni í okkur hvert sem við förum. Ég finn fyrir þessari orku og langaði til að finna henni sjónrænt tjáningarform. Eg vildi samt ekki myndgera landslag heldur velta fyrir mér þeim áhrifum sem náttúran hefur á okkur sem íslendinga til dæmis. Tæknin í verkinu er dýr og flókin, en verkefnið var valið á M-2000 og þeirra framlag gerði það að verkum að ég gat komið hugmyndinni í myndrænt form. Annars eru flest verkin mín að einhveiju leyti viðbrögð við per- sónulegum upplifunum.“ Hverskonar persónulegum upplifunum? „Allskonar. Sem dæmi gekk ég einu sinni inn í hannyrðaverslun í Bergen. Þar sá ég til sölu út- saumsmynd af smáfugli að týna upp korn. Á myndinni stóð : „Mylsna er líka brauð“. Þetta sló mig svo, að á þessari Iitlu hvítu teikningu, sem einhverjar konur ætluðu að sauma út, gat ég séð heilan heim af kúgun. Mér fannst alveg magnað að konurn- ar ætluðu f frístundum að fara að sauma út sína eigin kúgun.“ Mál sem snúa að mér „Út frá þessu kviknaði hug- myndin að verkinu „Heimilis- friður“. Ég lagði útsaumsmynd- ir, sem á stendur „Drottinn blessi heimilið" á tólf túngumál- um, yfir jafnmargar skúringaföt- ur og sýndi á norræna textílþrí- æringnum. Aðeins á norsku hélt ég myndinni af smáfuglunum með mylsnuna. Þetta er aðeins eitt dæmi, en mér þykir þessi ósýnilegi heimur tilverunnar gífurlega spenn- andi.“ - Verkin þín eru oft á afskap- lega kvenlegum nótum og vt'sa oft í reynsluheim kvenna. „Þau gera það af því að ég er kona. Ef ég væri karl þá myndi ég fjalla um eitthvað annað. Þetta eru mín 'viðbrögð við hluí- um sem snúa að mér. Kvenrétt- indamál eru mér að sjálfsögðu hjartans mál. Ég gerði tvinna- keflisverkið til heiðurs umhyggju og natni og notaði þau af því mér fannst tvinnakefli henta vel til að myndgera þennan þátt mannlegs eðlis. Það hefur aldrei hvarflað að mér að karlmaður geti ekki verið bæði umhyggju- samur og natinn. Enda hafa allir karlmennirnir í mínu lífi reynst mér afskaplega vel og ég er því ekki bitur kona!“ - Nú áttu ekkert ýkja langan feril að baki en ert samt búin að taka þátt í sýningum út um allan heim. „Innsetningin með tvinnakefl- unum í Nýlistasafninu árið 1994 hefur opnað fyrir mér margar dyr. Síðan þá hef ég haft næg verkefni, nokkuð sem er mjög mikilvægt fýrir myndlistar- menn.“ Finn ekki fyrir ríkidæminu Anna opnar möppuna sína og bendir á myndir af þétthangandi tvinnakeflum sem lafa í eigin þræði á veggjum Nýló. „Þetta verk fékk mjög fín við- brögð og ég hef sýnt það á nokkrum stöðum utan íslands. I framhaldi af þessari sýningu var mér boðið að taka þátt í Skúlp- túr/skúlptúr á Kjarvalsstöðum. Síðan kom norræni þríæringur- inn og tvíæringurinn í Istanbúl. Það skiptir miklu máli að taka þátt f þessum stóru sýningum því þannig halda hlutirnir áfram.“ - Geturðu þá lifað af myndlist- inni? „Vandamálið með myndlistina er að hún er ekki sjálfbær. Og þá skiptir miklu máli hvort mað- ur er Islendingur eða Þjóðverji. Til dæmis á alþjóðlegum sýning- um. Þá finnur maður ekkert sér- staklega lyrir því að vera frá einni af rfkustu þjóðum heims.“ -MEÓ. KJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551-1200 Stóra sviðið kl. 20:00 KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS - Bertolt Brecht í kvöld lau. 12/2, örfá sæti laus, mið. 16/2, lau. 26/2. Takmarkaður sýningafjöldi. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ - Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun. 13/2 kl. 14:00, uppselt, kl. 17:00, uppselt, sun. 20/2 kl. 14:00, uppseltog kl. 17:00, örfá sæti laus, sun. 27/2 kl. 14:00, örfá sæti laus, sun. 5/3 kl. 14:00, uppselt, kl. 17:00, örfá sæti laus, sun. 12/3 kl. 14:00, örfá sæti laus, sun. 19/3 kl. 14:00, nokkur sæti laus, sun. 26/3 kl. 14:00, nokkur sæti laus. KOMDU NÆR - Patrick Marber Þýðandi: Hávar Sigurjónsson. Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir Leikstjóri: Guðjón Pedersen Leikarar: Baltasar Kormákur, Brynhildur Guðjónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson Frumsýning fös. 18/2 , 2. sýn. mið. 23/2, 3. sýn. fim. 24/2, 4. sýn. sun.27/2. Sýningin er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. GULLNA HLIÐIÐ - Davíð Stefánsson Lau.19/2, uppselt, fös. 25/2, örfá sæti laus, lau. 4/3, lau. 11/3, kl. 15:00 og lau. 11/3 kl. 20:00. ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt Þri. 22/2, uppselt, lau. 4/3, kl: 15:00, lau. 12/3. Takmarkaður sýningafjöldi. Smíðaverkstæðið kl. 20:30 VÉR MORÐINGJAR - Guðmundur Kamban Fös.18/2,örfá sæti laus, lau. 19/2, fös. 25/2, sun. 27/2. LISTAKLÚBBUR LEIK- H ÚSSKJ ALL ARANS mán. 14/2 kl. 20:30 íslensk myndlist við aldamót. Málþing um stöðu íslenskrar myndlistar í samstarfi Sjónlistárfélagsins og Listaklúbbsins. Frummælandi er Auður Ólafsdóttir, listfræðingur. Umsjón og fundarstjórn: Jón Proppé. Miðasalan er opin mánud.- þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.- sunnud. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200. thorey@theatre.is Miðasala: 462-1400 Samstarfsverkefni Leikfélags Akureyrar og leikhópsins Norðanljós Skækjan Rósa -eftir José Luis Martín Descalzo Þýðandl Örnólfur Árnason Ljósahönnun: Ingvar Björnsson Hljóðmynd: Kristján Edelstein Leikmynd og búningar: Edward Fuglo Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir Leikari: Saga Jónsdóttir Frumsýning laugard. 19. feb. kl. 20.00 AÐEINS 10 SÝNINGAR GJAFAKORT - GJAFAKORT Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Munið gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf! Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.