Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 10
m
LJrJ.
LAjJDJjJU /
26
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
Inga Biarnason fyrir fjölda ára.
Þau hafa lengi þekkst en þegar Inga setti upp Frú Klein eftir Nicolas Wright í fyrra-
vetur kom Jón Viðar að því verki sem andlegur stuðningur og svo vann hann leik-
gerð fyrir Útvarp sem Inga leikstýrði. Þar byrjaði hin formlega samvinna sem síöan
hefur haldið áfram.
„„ a SVHi er em bara gð Ma
leikurum og drífa upp leikmynd heldur krefst svnino
s»Z™:"tafZÍk:'S and’e9S UndirbúniZ lTann9-
' e9ir Jon Vidar Myndm er gömul og tekin ur
safni.
Grimmasti og jafnframt
hataðasti gagnrýnandi
landsins og einn dáð-
asti leikstjórinn eru
gengin í eina sæng leik-
listinni til eflingar. Þau
standa saman að for-
skóla fyrir leikara og
áhugamenn um leiklist
framtíðarinnar sem
hefst einmitt í dag.
Persónur og leikendur:
-Jón Viðar Jónsson, gagnrýn-
andi og einn lærðasti leikhús-
fræðingur landsins. Hann er
sjálfstætt starfandi fræðimað-
ur sem lagt hefur stund á
rannsóknir á íslenskri leiklist-
arsögu. Hann skrifaði dokt-
orsritgerð sína fyrir fjórum
árum og fjallaði þá meðal
annars um starfsferil Stefanfu
Guðmundsdóttur sem var ein
af frumherjum íslenskrar leik-
Iistar á vegum Leikfélags
Reykjavíkur á fyrri hluta ald-
arinnar. Rannsóknir Jóns Við-
ars beinast nú að starfí kyn-
slóðanna um miðbik 20. ald-
ar, þróuninni frá áhuga-
mennsku yfir í atvinnu-
mennsku og leikurunum sem
gengu inn í atvinnuleikhúsin
þegar þau voru stofnuð.
- Inga Bjamason, einn þekkt-
asti leikstjóri landsins, hefur
komið að ýmsu síðustu ár,
bæði kennslu og leiklist. Upp
á síðkastið hefur hún aðallega
haft hönd í bagga með að
koma út þremur hljómdiskum
með tónlist eftir eiginmann
sinn heitinn, Leif Þórarins-
son. I áranna rás hefur hún
sett fjölda leikverka á svið,
einkum í Alþýðuleikhúsinu og
Hvundagsleikhúsinu, meðal
annars forngrísk verk í þýð-
ingu Helga Hálfdánarsonar.
Jafnhliða leikhúsinu hafa mál-
efni fólks með húlimíu og
anorexíu staðið henni nærri
og hefur hún haldið nokkur
námskeið þeim til aðstoðar.
Inga er nú að ná heilsunni
aftur eftir meðferð við krabbþ-
—nrrchrlr"—~
„Ég datt í Strindberg.“ segir
hún glettin um hugðarefni sín
síðustu mánuði. „Ég er eiginlega
búin að halda við Strindberg í
heilt ár.“
Holltað
starfa saman
Það er tvímælalaust nýjung að
tveir andstæðir pólar, leikstjóri
og gagnrýnandi, fari að starfa
saman í íslensku Ieikhúsi. Hvað
kemur til? Inga segist alltaf hafa
talið það hollt fyrir Iistamenn og
leikstjóra að vinna með fræði-
manni. „Vinna leikstjóra er svo-
lítið önnur en fræðimannsins og
ég held að við græðum mikið á
því að vinna saman. Við Jón höf-
um verið vinir í mörg ár og höf-
um sameiginleg áhugamál. Leik-
húsið tengir okkur mikið sam-
an,“ byrjar hún þar sem við sitj-
um í stofunni hjá henni á
Klapparstígnum. Það er leikhús-
ið sem er þeirra hjartans mál og
um það hlýtur spjallið óhjá-
kvæmilega að snúast.
Þau hafa lengi þekkst. Kynnt-
ust fyrst á frumsýningu sem bar
upp á þrítugsafmæli Ingu í
Borgarnesi fyrir 18 árum og svo
var Jón Viðar Ieiklistarstjóri Út-
varpsins í nokkur ár og hafði þá
náin samskipti við Ieikara og
leikstjóra. Þegar Inga setti upp
Frú Klein eftir Nicolas Wright í
fyrravetur kom Jón Viðar að því
verki sem andlegur stuðningur
og svo vann hann leikgerð fyrir
Utvarp sem Inga Ieikstýrði. Þar
byrjaði hin formlega samvinna
sem síðan hefur haldið áfram.
Það er erfítt að Iýsa samstarfi
þeirra í smáatriðum en þau
koma greinilega að því úr ólík-
um áttum, Inga með sína þekk-
ingu á starfinu innan leikhúss-
ins og Jón Viðar úr fræði-
mennskunni. Skoðanir hljóta oft
að vera skiptar en „við bæði
ræðum saman, rífumst og tölum
okkur niður. Ég hlusta á hvað
honum fínnst og hann hlustar á
það sem mér finnst. Ég myndi
segja að hann „inspíreri" mig til
að skoða nýja hluti,“ segir Inga.
Skort á aðstoð
við ieikstjóra
- Er hvorugt ylikctr leiðnndi i sam-
starfinu?
„Inga er náttúrulega leik-
stjóri,“ segir Jón Viðar fljótur
til svars. „Nei, nei. Við náttúru-
lega vinnum okkar verk nokkuð
sjálfstætt. Við höfum talsvert
langa reynslu af þcssum störf-
um sem eru í eðli sínu ólík,
annars vegar hin fræðilega hlið
sem er mín sérgrein," segir
hann og Inga rifjar upp að hún
hafi verið Ieikari erlendis í tíu
ár áður en hún hafi snúið sér
að leikstjórn.
Fyrir erlendu leikhússfólki er
það sjálfsagt mál að hinir
fræðilegu og verklegu þættir
séu samstilltir í eina heild.
„Það að setja verk á svið er ekki
bara að hóa saman leikurum og
drífa upp leikmynd heldur
krefst sýningarvinna alltaf mik-
ils andlegs undirbúnings og
rannsókna. Þegar um er að
ræða verk sem eru ekki sprott-
in upp úr okkar samtíð verður
leikstjórinn að setja sig inn í
jarðveg verksins, kynna sér höf-
undinn og samtímann, þær
listrænu hugmyndir sem voru
efst á baugi þegar verkið var
samið o.s.frv.
Þetta er mikil vinna og það
er ekki alltaf hægt að ætlast til
þessað Ieikstjórar hafi tíma og
tök á því að vinna hana. Leik-
stjórinn þarf aðstoð en í ís-
lensku leikhúsi hefur talsvert
skort á að hann fengi hana,“
segir Jón Viðar.
Listgreinin líður
Það er tæpast ofmælt að staða
gagnrýnandans hafi verið staða
Grýlunnar í fslensku leikhúsi
en Jón Viðar telur að ekkert
gagn verði að framlagi gagnrýn-
andans nema það sé borið fram
af fullri einurð.
„Ég held að allir skynsamir
leikstjórar geri sér grein fyrir
þessu og séu þakklátir fj'rir það
að einhverjir vilji skoða verk
þeirra af hlutlægni og leggja
sinn dóm á þau,“ segir hann.
I íslensku leikhúsi hefur hins
vegar borið við að leikhússfólk
hafi litið á gagnrýnina sem per-
sónulega árás og þá er hætt við
að öll skoðanaskipti koðni nið-
ur. „A endanum er það Iist-
greinin sjálf sem líður fyrir
þetta.“
Sjónarmið leikstjórans eru
pínulítið önnur. Þegar Inga
ferðaðist með leikhúsinu um
meginland Evrópu fékk hópur-
inn stundum gagnrýni á sama
verk í mörgum löndum. Þau
settust niður og lásu gagnrýn-
ina saman, voru stundum á
sama máli og stundum ósam-
mála en litu ekki á hana sem
árás.
„Ég er svo mikill þverhaus að
ég held alltaf að ég viti best
sjálf þannig að gagnrýnendur
hafa aldrei stuðað mig og það
er ekki oft sem mér finnst
gagnrýni hafa kennt mér neitt
því að ég hef vitað þetta sjálf.
Skoðanir eru alltaf skiptar og
mér finnst það geysilega mikil-
vægt að fólk geti verið á önd-
verðum meiði. Maður verður
ekki óvinur einhvers þó að
maður hafi aðra skoðun en
hann. Á Islandi verður allt svo
persónulegt en ég sé ekki að
þetta þurfi að vera svona per-
sónulegt. Mér finnst það mjög
slæmt. Gagnrýni er enginn
stóri dóntur," segir hún.
ílöþlsmjrf ao izo eljjnm rHBHS.
Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur og Inga Bjarnason leikstjóri eru gengin i eina
sæng leiklistinni til eflingar. Skoðanir hljóta oft að vera skiptar en „við bæði ræð-
um saman, rífumst og tölum okkur niður. Ég hlusta á hvað honum finnst og hann
þlustar á.það sem ,mér fipnst. Ég myndi segja pð hann ‘iigspfrgrj" mig til að. skoða
_________________________nýjpiiluti:$ggjr.lnga,, , , . . 6hw