Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 Thyptr Fluguveiðar að vetri (154) Garðar, hvað er í vestinu? Hvenær er nóg dót í vest- inu? Hver maður hefur sinn stíl í þvf efni. Lax- veiðimenn komast af með minna en silungsveiði- menn, sem eru sumir ákaflega vel vopnum bún- ir. Það var með nokkurri eftirvæntingu að ég fór á kynningarfund hjá Stang- veiðifélagi Hafnarijarðar þar sem Garðar Scheving var að segja byijendum til. Vestið hans er nefnilega sannkallaður undraheimur. Öryggi á oddinn Garðar hefur tekið þá skynsamlegu ákvörð- un að fjárfesta í veiðivesti sem er líka bjarg- vesti. I því er smá koltvísýringskútur sem blæs vestið út þegar kippt er í spotta. Sjálf- ur er ég ekki enn búinn að fjárfesta í svona, en er alltaf á leiðinni, og þá ber að kaupa viðurkennda vöru þvf mikið er til af drasli í þessum vöruflokki. Vonandi verð ég ekki of seinn. Enginn veiðimaður kemst af án þess að vera með klippur á sér. Til að ldippa flugur af taumi og snyrta hnúta. En það gat verið að Garðar væri kominn með græju sem fáir eiga: rotara, hníf og brýni, allt í einu tæki. Mikið þing sem menn ættu að líta eftir. Rotara vilja margir hafa, ég nota bara hnífsskeftið. En brýni er nokkuð sem mörgum sést yfir. Algjört þing þegar fluga stýkur stein. Ein festa getur gert flugu gagnslausa, en brýnið gert hana skæðari en nokkru sinni fyrr. Skeið! Hvernig væri að fá sér skeið í vestið? Það fyrsta sem Garðar gerir þegar hann er bú- inn að ná silungi er að stinga skeiðinni upp í hann, reka ofan í kok og draga varlega út með þvf sem hann var að borða síðast. Að hans mati eitt það mikilvægasta í vestinu. Sérstaklega sniðnar skeiðar fyrir fiska fást í veiðibúðum og pöntunarlistum. Þyki mönnum þetta vísindi, þá bið ég menn að halda sér fast. Garðar er alltaf með Iítið „sýnishornaglas" á sér til að setja góðgætið í - þetta sem hann fínnur í maga silungsins. Til frekari könnunar og hnýt- inga. I glasinu er formaldahýð til að kvik- indin geymist. Hjá þeim Hafnfirðingum er lítið og skemmtilegt skordýrasafn í svona glösum svo menn nái réttu lagi á púpum- ar! Meiri vísindi! Það næsta sem Garðar dró úr vestinu var hitamælir. Ef vatnshiti er 4-5 gráður veiðir hann djúpt, jafnvel með þyngdum flugum. Ef vatnshiti fer upp í 5-7 gráður er hann kominn í smærri flugur. Og þegar lofthiti er kominn í kannski 13-14 gráður er eins gott að huga að þurrflugum, og þá grípur Garðar sílíkonbrúsann sem hann er með í vestinu til að þær fjjóti betur. Eða úða- brúsa með efni sem þurrkar stóru flugum- ar. Þetta gengur hann alltaf með á sér til veiða. Og svo þarf hann auðvitað klíputöng því stundum þarf að fara lengst ofan í kok á fískum - eða losa öngul úr félaganum! Vaðstafur Garðar dregur fram græjurnar einsog töfra- maður kanínur: Við vöðlubeltið hefur hann vaðstaf. Hann er sérstaldega gerður til að leggjast saman í hólk, en réttir vel úr sér og styður vaðandi veiðimann þegar gripið er til. Þarfaþing og veit ég að styrkir marga sem ekki líður vel í straumi. Og svo er hann með netpoka líka hangandi í beltinu, fyrir aflann. Þarf meira í eitt vesti? Jú, tauma! Sjálfur mælir hann með Danyl Tectan Premium, frá pöntunarlista Cabeles. Og svo lítið bragð: leggja taumana í bleyti yfír nótt svo þeir séu ömgglega ekki of stökkir þegar til kastanna kemur. Sjálfur hef ég oft lent í að jafnvel nýkeyptir taumar em of stökkir eftir að liggja í hillum búða. Þetta er þjóð- ráð sem ég ætla að prófa. Garðar er með fí'na tauma fyrir þurrflug- ur, og sverari í nokkrum stærðum fyrir aðr- ar veiðar. Og svo er hann með leðurpjötlu hangandi framan á sér til að draga taum- inn gegnum svo hann rétti vel úr sér. Og þá er eftir að geta þess að þessi veiðimaður fer aldrei út í vatn nema hafa með sér þijár spólur á hjólið í vestinu: eina með flotlínu, eina með hægtsökkvandi, og eina með sökkenda. Er þá ekki allt talið: grifflur em í einum vasa, tilbúnar ef hann skyldi nú kula og manni verða kalt á höndunum. Bingó. Þetta er eins og heilt herfylki. Og er þá ótalinn háfurinn sem hangir aftan á baki í teygju. Fyrirgefíð. Og FLUGURN- AR! Eg náði ekki að telja boxin, en sýndist þau 4 og það stór. Ofrausn? Við Garðar höfum rætt þessi mál og höfum ólíka heimspeki. Ég segi: því minna sem maður ber á sér, því betra. Hann segir: maður á að hafa allt sem mögulega þarf við höndina: „vestið mitt er ekki nema 2.5 kíló“. Þetta ber hann til allra veiða. „Mað- ur veit jú aldrei" segir hann og þá rifjast upp að enn ein græjan er um borð, Íítið stjörnuskrúfjárn „því það er svo gaman að hjálpa félaganum ef þarf'. Og svo veiðir hann auðvitað aldrei án gleraugna. En hvaða flugur? En á hvað veiðir þessi vel búni veiðimaður? Eg bað Garðar að velja „tíuflugnaboxið“ sem ýmsir veiðimenn hafa sýnt í að undan- förnu. Þetta eru þær 10 flugur sem Garð- ar myndi hafa með sér ef hann mætti að- eins hafa þær og engar aðrar. Gefum hon- um orðið: Blue Charm: Þessi fallega orginal fluga er hnýtt á Partridge Q 10 nota ég til leitar að fiski. Það er ekki að furða þótt fískur taki eftir slíkri flugu. Ég kasta henni þvert í strauminn, dreg ýmist hægt eða hratt eftir því sem við á. White Wing númer 8 Kamasam 830 með hring hakkel bæði sem blautfluga og þurrfluga númer 12. I björtu hlýju veðri (hálfskýjuðu) tvö til þijú vindstig. Mickey Finn á Kamasam númer 8-830 hefur reynst mér vel og oftast strippa ég hana. Hún er góð í sjóbleikju og urriða- veiði. March Brown númer 10. Hún er góð fluga bæði einkrækja og tvíkrækja. Blaut- og þurrfluga númer 12. Lensman þurrfluga númer 12 og 14 er sterk þurrfluga, kasta henni upp í straum- inn. Black and Blue einkrækja númer 8 Kamsam 830 er ein af þeim flugum sem ég læt ekki vanta í boxið. Evrópa þurrfluga er nýtt á 12 og 14 Kamasam 440. Góð í hlýju suddaveðri og hægum vindi. Black Gnat þurrfluga númer 12 og 14 er einnig góð fluga. Taumurinn sem ég mæli með er Tectan Premium frá DAM 0,14 Ijögurra punda mjúkur, sterkur og Ieggst vel á vatnið og er einnig samlitur vatninu. Watson’s Fancy púpa númer 8 Kama- sam 170 læt ég ekki vanta, strippa púpur eftir þörfum. Peacock púpa með gull kúlu og rauðan háls má ekki vanta í boxið. Hnýtt á númer 8 Kamasam 170. Þessi púpa er mjög góð bæði í ám og vötnum. Þessar flugur mínar reynast góðar í sjó- bleikjuveiði og inn til landsins í ám og vötnum. Góða veiði!" FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar .............. Krossgáta nr. 173 Lausn ................. Nafn................... Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 173 í krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta nr. 173), Strandgötu 31, 600 Akur- eyri eða með símbréfi í númer 460-6171. Lausnarorð 171 var „grindverk". Vinningshafí er Guðbrandur Jóhanns- son, Dilksnesi, 781 Horna- Ijörður og fær senda bókina Grafar-Jón og Skúli fógeti, saga úr Skagafirði frá 18. öld, eftir Bjöm Jónsson lækðírSkjaldliotg gefur Út. Verðlaun: Fylg- snið eftir Dean R. Koontz. Skjaldborg gefur út.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.