Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 8
LÍFIÐ í LANDINU S
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
Maður verður skelfingu lostinn. Ég get ímyndað mér að það sé algengt vegna þess að maður heldur að óreyndu að það sé ekki mikið vitað um krabbamein og meðferðin sé mest í formi tiirauna. í
höndum lækna og hjúkrunarfólks kemst maður sro að því að þekking þeirra er mikil og maður finnur sig fljótlega í öruggum höndum, “ segir Árni Ragnar Árnason, þingmaður Suðurnesja.
Lítið hefur
boríð á Áma
Ragnari
Ámasyni á
þingi síðustu
misseri enda
kannski eðli-
legt, hann hefur þurft að
kljást tvisvar sinnum við
krabbamein frá árínu
1995. Rannsóknir sýna
að batahorfur hans em
góðar og hefur hann
samþykkt viðtal við Dag
um sjúkdóminn og póli-
tíkina.
„Þessi sjúkdómur er eins og fal-
inn eldur, hann getur kviknað aft-
ur hvenær sem er. Þess vegna er
ég í stöðugu eftirliti," segir Ami
Ragnar Arnason, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sem hefur
gengið í gegnum erfiða lífsreynslu
síðustu ár. A skömmum tíma hef-
ur hann greinst tvisvar sinnum
með krabbamein og' tvisvar geng-
er orðinn fær
í allan sjó
ist undir uppskurð og stranga
lyfjameðferð. Síðari aðgerðin var
mikil og meðferðin eftir því, og
hann einangraði sig frá vinnu í
samræmi við ábendingar lækna
og einbeitti sér að því að sigrast á
sjúkdómnum en er nú nánast
kominn með sitt fyrra þrek og bú-
inn að hella sér út í pólitíkina að
nýju.
Segja má að Arni sé lítt þekktur
á landsvísu þó að hann hafi fyrst
verið kjörinn á þing fyrir níu
árum. Hann er þingmaður Suð-
urnesja og hefur beitt sér íyrir
framfaramálum þeirra, svo sem
tvöföldun Reykjanesbrautar.
Hann hefur sérstaklega unnið að
sjávarútvegsmálum að utanríkis-
málum ógleymdum og var vara-
formaður sjávarútvegsnefndar AI-
þingis á síðasta kjörtímabili.
Hann er fæddur og uppalinn á
Isafirði, bjó síðan í Keflavík fram
til 1995 að hann flutti í Kópavog-
inn. Hann hefur nánast alla sína
ævi búið í byggðarlögum sem
hafa lifað af gæðum sjávar. „Öll
mín tengsl við lifandi efnahagslíf
hafa verið í gegnum sjávarútveg-
inn,“ segir hann.
Haustið 1995 veiktist Árni
Ragnar illa þegar krabbamein
greindist í ristli eftir langan að-
draganda. „Eg held að einkennin
hafi veríð álitiy .á^gseinþViíni,
þeim sem ég leitaði til. Það var
viðkvæðið hjá læknum að ég
skyldi fara mér hægar og draga úr
álaginu, en svo þurfti ekki nema
smávægilega athugun til að leiða
í ljós hvað var að. Órskömmu síð-
ar var krabbameinið komið á hátt
stig,“ segir Árni Ragnar. Hann
gekkst undir aðgerð í lok nóvem-
ber og var hluti ristilsins fjarlægð-
ur. Læknarnir töldu sig hafa kom-
ist fyrir meinið en ákváðu lyfja-
meðferð allt árið 1996. Að með-
ferð lokinni var útlitið gott. í
framhaldi af þessu hefur hann
ásamt starfinu unnið með yfir-
Iækni sjúkrahússins að fjáröflun
fyrir rannsóknabúnaði sem mun
gera kleift að greina slík krabba-
mein á frumstigum, jafhvel hefja
krabbameinsleit á þessu sviði. En
tveimur árum síðar dundi reið-
arslagið aftur yfir. Krabbamein
greindist á ný.
„Þetta þýddi nýja aðgerð. Ég
var skorinn upp rétt eftir kosning-
ar í fyrravor. Það var mikil skurð-
aðgerð, ristillinn var nánast allur
tekinn og hluti af lifur. I aðgerð-
inni fundust mein á bak við líf-
færin sem ekki var hægt að taka
og voru því síðar brennd með
geislum. Strax efitir skurðaðgerð-
ina hófst ströng lyfjameðferð.
Hún var nánast eins og í fyrra
„ffiiPfl-.l’ettari. Lyfja-
meðferð og geislameðferð sam-
tímis var lokið á hálfu ári. Tökin
voru því greinilega miklu harðari
og af því dró ég þá ályktun að
læknarnir teldu ástæðu til rót-
tækra aðgerða og ég hegðaði mér
í samræmi við það,“ segir hann.
Maður verður
skelfingu lostinn
Tilfinningalegt áfall hlýtur að
vera gífurlegt þegar krabbamein
greinist og Árni Ragnar segir að
fýrstu viðbrögð séu sennilega þau
sömu hjá flestum. ;,Maður verður
skelfingu lostinn. Ég get ímyndað
mér að það sé algengt vegna þess
að maður heldur að óreyndu að
það sé ekki mikið vitað um
krabbamein og meðferðin sé mest
í formi tilrauna. I höndum Iækna
og hjúkrunarfólks kemst maður
svo að því að þekking þeirra er
mikil og maður finnur sig fljót-
Iega í öruggum höndum. Við
þessa vissu er auðveldara að vera
jákvæður og vinna sjálfur að bata.
Ég er sannfærður um að þetta
skiptir mildu máli,“ segir hann.
Veikindin voru hrikalegt áfall
fyrir fjölskylduna og jafnvel erfið-
ari fyrir hana en hann sjálfan,
sérstaklega meðan það versta
gekk yfir. „Þegar kom að skurðað-
gerð í bæði skiptin var ég orðitjn
nokkuð veikur, veikari að vísu í
lýrra skiptið en seinni skurðað-
gerðin var gríðarlega viðamikil og
eftirköstin tóku nokkrar vikur.“
Við veikindin kveðst Árni Ragnar
hafa skoðað allt sitt umhverfi í
nýju Ijósi og forgangsröðin hafi
óneitanlega breyst. Heilsan fór að
skipta hann meira máli en áður.
„Ég reyni að gæta mín meira en
áður og vera vakandi fýrir þeim
sem eru mér næstir. Þeir verða
náttúrulega fyrir mesta álaginu af
þessu,“ segir hann.
Að tjá samúð
Þjóðfélagið er ekki laust við for-
dóma þegar krabhamein er ann-
ars vegar en þeir fara mjög hverf-
andi með aukinni þekkingu. „Það
er ennþá nokkuð af fólki sem veit
ekki hve milda þekkingu hcil-
hrigðisstéttirnar búa við vegna
þess að það hefur ekki þurft á því
að halda. Ég varð þess áskynja að
margt fólk kann ekki að taka á
djúpstæðum tilfinningalegum
viðfangsefnum. Eftir að stórfjöl-
skyldurnar hurfu eru vandamálin
leyst inni á stofnunum. Áður voru
þau Ieyst inni á fjölmennum
heimilum með þrjár, jafnvel fjórar
kynslóðir. Núna eru tvær kynslóð-
ir inni á hverju heimili og sú
þriðja kemur stundum í heim-
sókn. Heimilin annast ekki svona
iftár. Pað 'gfefá stöfriáiiifnár.“ •"■