Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 12
LIF OO STILL
28 - LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
Sagan býr í húsinu
Þau áttu sár þann
draum að gera upp
gamalt hús, svo sáu þau
fallegt hús á Akureyri
sem var í hræðilegri
niðurníðslu. Á dögunum
var svo húsið þeirra
friðað.
„Þegar við sáum þetta hús fyrst
var það í hræðilegu ástandi en
það hafði orðið bruni í því árið
áður. Við klifruðum inn um
glugga og efri hæðin var öll svið-
in,“ segir Aðalbjörg Hafsteins-
dóttir íbúi í Aðalstræti 16 á Ak-
ureyri en húsið var friðað á dög-
unum ásamt átta öðrum húsum.
Hún og maðurinn hennar Olaf-
ur Óskar Óskarsson voru á ferð
á Akureyri um verslunarmanna-
helgina 1990. Þau segja að það
hafi verið draumur hjá þeim að
eignast gamalt hús. Sá draumur
rættist og þau keyptu húsið í fé-
lagi við Karl Frímannsson og
réðust í að gera það upp.
í bað tvisvar á dag
Þau segja að smiðirnir eigi mik-
inn heiður af því hvernig til
tókst og áhugi þeirra hafi drifið
þau áfram. Þeir heita Hólm-
steinn Snædal og Sverrir Lauf-
dal og eru báðir fæddir í húsinu.
„Fólk var ferlega hissa á þessum
áhuga okkar á húsinu. Flestir
sögðu að það væri ónýtt og það
ætti hreinlega að rífa það. Auð-
vitað var mikil vinna að gera
húsið upp og í það fóru fjöl-
margar vinnustundir. Fyrsta
sumarið, árið 1991, fór bara í að
rífa innan úr húsinu. Það var
yfir tuttugu stiga hiti allt sumar-
ið. MiIIiveggirnir voru einangr-
aðir með heyi, það kom þvílíkur
skítur og drulla úr þessu öllu
saman að við þurftum að fara í
bað tvisvar á dag,“ segir Ólafur.
Hann segir að þau hafi reynt
að nota upprunalega viðinn þar
sem það hafi verið hægt. „Gólf-
fjalirnar voru eiginlega mjög vel
varðar. Það voru ein fjögur eða
fimm lög af teppum og dúkum
ofan á þeim. Svo voru allir vegg-
ir klæddir með spónaplötum.
Þær voru morknar og hálf
ógeðslegar. Við fórum burtu
með eina sex ruslagáma bara
með rusli úr veggjunum. Það má
eiginlega segja að við höfum
endurbyggt húsið í áföngum.
Síðan þegar húsið var komið í
það horf að að hægt var að búa í
því fluttum við inn árið 1994.
Það má eiginlega segja að mað-
ur hafi orðið ánægður við hvern
áfanga sem náðist, þetta var
stórkostlegt. Það var líka þrýst-
ingur frá smiðunum sem hélt
okkur við efnið,“ segir Ólafur.
Húsfríðunarsjóður dýr
Húsið á sér merkilega sögu, en
um byggingasögu þess er lítilega
fjallað í bókinni lnnbærinn og
fjaran. Það var Sigtryggur Jóns-
son byggingarmeistari frá Espi-
hóli sem byggði húsið. Hann
byggði einnig hús Menntaskól-
ans á Akureyri. Þar segir að styr
hafi staðið um að bygginarleyfið.
I húsinu eru tvær íbúðir Aðal-
heiður og Ólafur búa á efri hæð-
inni ásamt Þóru dóttur sinni. A
ncðri hæðinni búa þau Sigríður
Síta Pétursdóttir, Ingi Karl Sig-
ríðarson og Híimar Þór Óskars^
son.
/ húsinu eru tvær íbúðir. Hjónin HHmar Þór Óskarsson og Sigríður Síta Pétursdóttir [fyrir framanj búa á neðri hæðinni og Að-
albjörg Hafsteinsdóttir og Ólafur Óskar Óskarsson [fyrir aftan) búa uppi. Þau Aðalbjörg og Ólafur gerðu húsið upp.
mynd: br/nk.
í stofunni hangir ein af fyrstu
Ijósakrónunum sem komu I Hrísey.
mynd: brink.
Aðalheiður og Olafur segjast
hafa orðið fýrir örlitlum von-
brigðum með Húsfriðunarsjóð
ríkisins. Hann hafi gert kröfur
sem reyndust þeim meiri kostn-
aðarauki en framlagið sem kom
að móti. Hins vegar hafi þau
fengið mjög góðan stuðning frá
Húsfriðunarsjóði Akureyrar, sem
hafi veitt þeim hagstætt lán.
„Við rákumst líka á það viðhorf
að við hefðum nú ekkert vit á
því sem við værum að gera. Það
eru eintómir arkitektar í nefnd-
inni sem úthluta styrkjunum.
Hins vegar fengum við Tómas
Búa Böðvarsson byggingar-
tæknifræðing til þess að hanna
fyrir okkur þessar breytingar.
Það var ódýrarar heldur en að fá
arkitekt til þess að teikna þær,“
segir Ólafur.
Sumarhótel
Innbú og innanstokksmunir
bera svip sögunnar. Ljósakrónan
sem hangir í stofunni er til að
mynda fyrsta Ijósakrónan sem
kom í Hrísey. Ólafur segir að
ýmsir hafi verið duglegir að
gauka að þeim gömlum hús-
munum. „Fyrir utan að vera
íþróttakennari þá er ég rafvirki
og einu sinni var ég að taka nið-
ur ljósakrónu hjá fólki og spurði
svo af rælni hvað það ætlaði að
gera við krónuna. Hún átti að
fara á hauganna, þannig að ég
Það kviknaði I húsinu árið 1989. Efri
hæðin sviðnaði öll. Rósettan I stofunni
og símahornið.
Það hefur verið búið i húsinu Aðal-
stræti 16 á Akureyri í 100 ár. Það var
friðað á dögunum. mynd: brink.
fékk hana gefins. Það er ýmis-
legt sem við höfum fengið gefins
eins og taurulluna og sófasettið.
Kosturinn við að vera í svona
gömlu húsi er að maður þarf
ekkert að eltast við tískusveiflur.
Það er gestaherbergi í risinu.
Þeir sem sjá húsið á utan verða
oft ansi hissa þegar að þeir
koma þangað upp og sjá allt
þetta pláss. Hér er oft gest-
kvæmt á sumrin, þá er engu lík-
ara en húsið sé í hlutverki sum-
arhótels." -pjesta
Það er alltaf gaukað einhverju gömlu að þeim sem búa í gömlum húsum. Taurullan sú
arna er á efstu hæðinni. Stytturnar fengu Ólafur og Aðalbjörg að gjöf. mynd: brink
Allt innanstokks er I gaméldágs stíl. mynd: brInk
Símahornið var alveg sviðið þegar Aðalbjörg og Ólafur keyptu húsið, en nú er það
V. . glæsllegiÁ'að líta. mynp: brink