Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 14

Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 14
LÍF OG HEILSA 30 - LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 2000 rDnpr Frjálsíþróttasam- bandið hefur sent frá sér hlaupaskrá sína og fýrsta marþon- hlaupið er í mars. Sumir láta sér ekki nægja að hlaupa maraþon heldur vilja helst vera á hlaupum einhverstaðar úti í náttúrinni. „Okkar bestu stundir eru þegar við erum komnir eitt- hvað út í eyðibyggðir. Við hlaupum þá stundum klukkustundum saman og förum gjarnan gamlar fjalla- leiðir. Það er í rauninni ekk- ert sem jafnast á við það,“ segir Sigurður Bjarklind. Sigurður Bjarkiind, menntaskólakennari skiptir hlaupum í þrjú stig. Það er byrjandinn, keppnismaðurinn og lífsgæðahlauparinn. Hann segir að allir hlauparar ættu að prófa að hlaupa maraþon en það krefjist undirbúnings. myno: brink þetta með sæmilegum stæl dugar ekkert minna en að undirbúa það með árs fyrirvara. Svo er það lífsgæða- hlauparinn, sem er far- in að þroskast frá keppnishlaupum, en heldur engu að síður áfram að hlaupa. Hann notar hlaupin til þess að slappa af eftir amst- ur dagsins og fer kannski ekki alveg troðnar slóðir, er svona á óhefðbundnum slóð- um. Toppurinn á þvf er að stunda fjallahlaup sumar og haust," segir Sigurður. Njóta þess að hfaupa Starfs síns vegna tekur Sigurður þátt í Brunn- árhlaupinu, sem er skólahlaup á milli VMA HEILSA Hann hefur hlaupið ásamt Karli Halldórs- syni. Þeir fara alltaf út að hlaupa fimm daga í viku og nota veturinn til þess að undirbúa sumarið. Þeir hlaupa á hverju ári út í Fjörður og hafa hlaupið frá Eyjafirði yfir fjöll og firn- indi til Mývatns. Að sögn Sigurðar er eng- inn hörgull af skemmtilegum hlaupaleið- um. Hann segir mikilvægt að vera alltaf að til að viðhalda þrekinu. veturna verður maður bara að láta sér nægja götuhlaupin. Margir sem eru að hlaupa úti á sumrin fara inn á haustin og eru inni allann vet- urinn. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir að hlaupa úti,“ segir Sigurður og bæt- ir því við að menn verði bara að taka því rólega ef úti sé hálka og klaki. Maraþon toppurinn Sigurður segist sjá þróun hlauparans fyrir sér í þremur stigum. „Fyrsta stigið er byrj- andinn. Það er fólk sem er að byrja að hreyfa sig og hlaupa. Það er að byija að finna sig og þá er bara að komast á milli ljósastaura. Það tekur almennt tvö ár að koma sér upp hlaupagrunni. Næsta stigið er keppnismaðurinn. Þegar að fólk er farið að hlaupa aðeins meira vill það gjarnan bera sig saman við aðra. Þá eru menn kannski komnir með þrek í það að geta haldið keppnishraða í fimm eða tíu kílómetra hlaupi. Þá verða menn rosa- lega uppteknir af því að geta náð árangri og safna verðlaunum og leggja á sig alveg ótrúlegt erfiði í frekar leiðinlegum æfing- um. Drifkrafturinn á bak við það er gleðin við að bæta sig og ná árangri. Eitt ættu samt allir að prófa sem eru í þessu og það er að fara f heilt maraþon. Það er ákveðið takmark sem allir hlauparar verða að ná. Hinsvegar er alveg ástæðulaust að byrja á því. Menn byija gjarnan á því að hlaupa fimm eða tíu kílómetra, síðan fara þeir í hálfa maraþonið og síðan í heilt maraþon. Þannig að það er best að það sé svolítill stígandi í þessu. Ef menn ætla sér að gera og MA og segist reyndar hafi unnið það í síðustu skiptin. Svo taki þeir félagarnir alltaf þátt í gamlárshlaupinu. Það sé hins- vegar ekkert metnarðarmál hjá þeim leng- ur að hlaupa keppnishlaup. „Eg er búinn að fara tvisvar í Mývatnsmaraþon og við félagarnir vitum alveg útá hvað það geng- ur. Það er geysilega gaman að taka þátt í því. Það er vel að því staðið og öll umgjörð mjög skemmtileg. Sumir eru keppnis- menn og þeir ná oft mestum árangri sem hafa þetta grimma hugarfar og eru svolít- ið strangir við sjálfa sig. Þeir ná oft alveg frábærum árangri. Það getur verið drif- kraftur að fara í keppnishlaup og standa sig vel. Það er reyndar mjög strangt pró- gram ef þú ætlar að ná einhverjum ár- angri. Þannig að sumir verða þreyttir á því og þá er þessi valkostur, f staðinn fyrir að hætta að fara frekar út í þessi lífsgæða- hlaup, ef menn vilja virkilega njóta þess að hlaupa," segir Sigurður. -PJESTA Vertu með í heilsuátaki! Losaðu þig við vetrarslen og þreytu og aukakílóin í leiðinni. Sjálfstæðir Herbalife dreifendur. Ragnhildur og Kristján. Símar 453 7015 og 897 7822 agga@vor- tex.is Frábær vara! Aukakílóin burt. Ég missti 11 kg á 9 vikum. Betra útlit, bætt heilsa, meiri orka. Hafðu samband. Stefanía 453 5665 GSM 862 6193 Biddu um það sem þú vilt. Biddu um hjáip, biddu um ráðleggingar og hugmyn- dir -en vertu aldrei hræddur um að biðja um hjálp. Guðmundur, sími 899 4662 Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri. Ég missti 7 kg. á 5 vikum. Síðasta sending seldist strax upp. Frábær vara sem vinnur á appelsínuhúð. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. Iris 898 9995, iris@mmedia.is Visa/Euro INTERNET Hefur þú áhuga á að taka þátt i stæðsta viðskip- tatækifæri 21. aldarinnar í gegnum INTERNETIÐ. Árið *98 velti internetið 7 billjónum $ Árið *99 velti internetið 200 bill.jónum $. Ensku kun- nátta nauðsynleg. Uppl. á www.Iifechanging.com Hafðu samband við mig ef þig vantat vörur. Lilja Stefánsdóttir, sjálfstæður Herbalife dreifiaðili. (visa/euro) vs. 462 4123 hs. 462 3450 GSM 695 1293 INTERNET-HRAÐLESTIN MEÐ FYRIRTÆKIÐ OKKAR UM BORÐ HYGGUR Á HNATTFERÐ. Ef þú átt tölvu , þá eigum við farmiðann. Vilt þú koma með í stórkostlegustu viðskiptaferð nýrrar aldar? Hafðu samband við Stefán og Sólveigu sjálfstæða HERBALIFE-dr.aðila. S. 461-4161 899-9192 stef@simnet.is Er offita og næringatengdir sjúkdómar stærsta heilbrigðisvandamál á nýrri öld? Eiga íslendingar feitustu börn í evrópu? Hundruð fslendinga hafa verið að ná frábærum árangri á síðustu árum. Vertu einn þeirra og komdu þér í þitt rétta líkamsform. Hringdu og ég aðstoða þig samkvæmt þínum þörfum. Aðhald og 100% trú- naður. Takmarkaður fjöldi. visa/euro Simi 462-1458 Jóhanna Ertu að missa vitið? Viltu grennast á auðveldan og fljótlegan hátt. 100% nátturulegar vörur. 30 daga skilafrestur. Snjólaug og Gunnar. Sími 483 4699 og 695 5677, sendum frítt í póstkröfu. Visa/Euro. E-mail gunnarmagg@islandis.is www.richfromnet.com Djúpur háls KYIMLIF Ragnheíður Eiríksdóttir skrifar í vikunni varð ég fyrir þeirri vafasömu reynslu að sjá valda kafla úr hinni ldass- ísku kvikmynd Deep Throat. Myndina hefur ef- laust hvert lögráða (muniði þegar ópenir sögðu „lög- ríða“?) aðili heyrt minnst á, en fyrir óglögga og hreinlífa er líldega réttast að drepa aðeins á helstu atriðum varðandi myndina. Peningavél Leikstjórinn Gerard Damiano gerði Deep throat árið 1972 og ásamt nokkrum öðrum amerískum klámmyndum í fullri lengd, markaði myndin upphaf tímabils þar um slóðir þegar klám var mjög móðins og fram- arlega á merinni. Eg á semsé við framarlega á umræðu og afþreyingarmerinni en ekki kannski eins framarlega á tæknimerinni eða smekklegheitamerinni. Deep throat hefur verið áætluð ein af 10 mestu peningavélum kvikmyndasögunnar og er þar á fínum gull- stalli með öðrum fínum myndum á við Star Wars (þessa fyrstu með Harrison „beib“ Ford) og ET. En í stað geimdverga og ann- urs.gcimfí'nerís. skartar .Deep ihroat skutlu. sem heitir Linda Lovelace og ægilega stóru tippi sem er fast við yfírskeggjaðan mann sem heitir Harry Rcems. Reyndar koma fleiri konur og fleiri ógnarlimir við sögu en þessi tvö eru langfrægust og algjörlega aðal og hin standast þeim sko alls engan snún- ing. Raunsæi? Svo er þessi líka fí'ni söguþráður í myndinni, Linda er ólánsöm kona sem fær ekki full- nægingu þar til hún kemst að því með hjálp kærleiksríka læknisins sem Reems Ieikur að snípurinn á henni er staðsettur djúpt aftur í koki. Samtölin eru líka listilega fléttuð. Mér er minnistæðast atriðið þar sem Linda fær bónorð frá kærastanum en hún neitar því með sakleysissvip og segir: „I’m sorry but I can’t, the man I marry has to have a nine inch cock“. Svo ræða þau lítillega um tippa- stækkanir og með einu sfmtali til Harrys, sem greinilega er galdralæknir, stækkar tippið á kærastanum um helming og það gleður Lindu sem tjáir þá gleði af mikilli áfergju. Umdeild Það merkilega við myndina er aðallega . ti'enut,. og nóte.benc að bæði.uitriðin. bafa. verið og eru enn mjög umdeild. I fyrsta lagi markaði hún upphaf pornótískutímabils hjá broddborg- urum í NY sem skyndilega flykkt- ust í limmúsínum og pelsum á grjótharðar pornómyndir eftir dinner á Savoy og lærðu sitt hvað um munngælur. I öðru lagi er það stórmerkilegt að kjami myndar- innar liggur í kynnautn konunnar, söguþráðurinn snýst um ákveðið vandamál sem konan Linda á við að stríða og á vandamálinu er svo fundin lausn og eftir það eyðir Linda meirihluta myndarinnar í tryllingslegum fullnægingarsen- um. Það má reyndar setja stórt spurningamerki við raunveruleika- tengsl höfunda, ég hef á mínum heilbrigðisferli amk. ekki heyrt get- ___ ið um konu með klítoris í koki. Svo er Iausn vandans líka algjörlega phallocentrísk (limlæg) því sælunni nær konan ekki nema með því að þræða risa- vaxna göndla ofan í vélinda sér. Það er reyndar eitt annað sem er mjög merkilegt við Deep throat, og það er hversu helv. Iéleg myndin er. Lýsingin er hörmung, hvítir rass- ar hamast og hold. allt er skringilega bleikt Myndin markaði upphaf pornótískutímabils hjá broddborgurum I NY sem skyndilega flykktust í limmúsínum og pelsum á grjót- harðar pornómyndir. og rakt, tónlistin er út í hött en hefur þó kannski ákveðið skemmtanagildi og að lok- um má geta þess að undirritaðri varð dálítið ómótt í kvið og hálsi við sláturhúsalegustu kyngingarsenurnar. Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur .kynlifspistill@hotinail.com

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.