Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 23

Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 23
Ð^ur. LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 2000 - 39 SKAKMOLAR UMSJÓN: HALLDÓR B. HALLDÓRSSON Einvígi! Skákþingi Reykjavíkur lauk um síðustu helgi á vægast sagt dramtískan hátt. Fyrir síðustu umferð voru nú flestir á því að Þröstur Þórhallsson, fyrirfram sterkasti skákmaður mótsins, væri nokkuð öruggur með sig- urinn, hann hafði nefnilega \dnnings forskot á næstu menn og virtist því staðan vera heldur vænleg. í síðustu umferð mætti hann Arnari E. Gunnarssyni og er skemmst frá því að segja að Arnar tefldi alla skákina mjög vel og lagði þar með eina stór- meistara mótsins að velli! Þar með áttu þrír skákmenn möguleika að komast upp að hlið Þrastar með sigri. Júlíus Friðþjófsson mætti Jóhann Ingvarssyni en varð að gera sér jafntefli að góðu. Þeir Sigurður P. Steindórsson og Bragi Þor- finnson mættust því í hreinni úrslitaskák um hvor þeirra fengi að mæta Þresti í einvígi um titilinn Reykjavíkurmeistar- inn 2000. Það fór á þann að veg að Bragi vann og fór því í einvígið \ið Þröst. Einvígið er nú hálfnað, tvær skákir búnar, og hefur Þröstur unnið þær báðar! Það má því segja að Þröstur Þórhallsson sé mjög lfklegur næsti skákmeistari Reykjavikur. Skákþing Akureyrar Nú er Skákþing Akureyrar rétt rúmlega hálfnað og er óhætt að segja að þó nokkuð hafi verið um óvænt úrslit. í fjórðu um- ferð A-flokks urðu úrslit á þá leið að Gylfí Þórhallsson lagði Torfa Stefánsson að velli með sinni alkunnu seiglu. Stefán Bergsson átti ekkert svar við góðri og öruggri taflmennsku Þórs Valtýssonar sem hefur skilað honum mörgum vinn- ingum hingað til í mótinu. Greinarhöfundur lagði Jón Björgvinsson að velli eftir mikl- ar hrakfarir í byrjun skákar. Guðmundur Daðason kemur enn á óvart og náði í urnferð- inni jafntefli gegn Ólafí Krist- jánssyni, stigahæsta manni mótsins. Staðan eftir fjórar umferðir í A-flokknum er eftir- farandi: 1. Þór Már Valtýsson 3 v. 2-4 Guðmundur DaSason 2.5 v. 24 Halldór B. Halldórsson 2.5 v. 24 Jón Björgvinsson 2.5 v. Aðrir hafa minna. I B-flokkn- um hefur ekki síður orðið mik- ið um óvænt úrslit. Helst ber að geta frammistöðu Agústar Braga Björnssonar, en hann er aðeins ellefu ára og með tveim góðum sigrum hefur honum tekist að tryggja sér sæti á næsta stigalista! Hann er jafn- framt í 1 -3 sæti B-fíokks, sann- arlega frábær árangur þar. Fyrsta skiptí í sögunni! í fyrsta skipti í sögu skákarinn- ar er haldið svokallað „ofur- skákmót" eingöngu í gegnum netið, þátttakendur, sem marg- ir hverjir eru með bestu skák- mönnum heims, sitja einfald- lega í stofunni heima hjá sér og tefla. í broddi fylkingar og reyndar einnig mótshaldari er svo besti skákmaður heims, Garry Kasparov. Hægt er að fylgjast með mótinu á heima- síðu Kasparovs www.kasparov- chess.com. Þess má reyndar geta að sterkasta skákforrit Heims í dag, „ísraelinn" Junior, verður meðal þátttakendæ Prinsessa í Mónakó Rainer fursti í Mónakó gekkst nýlega undir hjartaaðgerð sem heppnaðist vel. Furstinn er orðinn 76 ára gamall en hefur ekki í hyggju að afsala sér völdum til sonar sfns Alberts og mun þar mestu valda að Albert er enn ógiftur. Rainer kom í fyrsta sinn fram opinberlega eftir hjartaaðgerðina þegar hann setti sirkus- hátíð í Monakó. Þegnar hans fögnuðu honum ákaft. Senunni stal þó barna- barn Rainers, Charlotte, elsta dóttir Karólínu Mónakóprinsessu. Charlotte þykir afar fögur og glæsileg stúlka og mun örugglega verða eftirlæti fjölmiðla í framtfðinni. Charlotte prinsessa stal senunni frá afa sínum á sirkushátíð í Mónakó. KRAKKAHORNIB Rétt höfuð Hvert af höfðunum þremur passar á líkamann. Skip eyðimerkurmnar Úlfaldinn hefur verið kallaður skip eyðimerkur- innar. Geturðu hjálpað honum að komast f vatnið. Við viljum hvetja alla sem hafa eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er: Dagur - Barnahorn Strandgata 31 600 Akureyri Tölvupóstur: pjetur@dagur.is STJORNUSPA %ÉL Ærm f % Vatnsberinn Það renna á þig tvær grímur í dag. Og önnur er hugsanlega Thomsen. Fiskarnir Hafðu vaðið fyrir neðan þig. „Við- sjált er á vetrar- degi vötnin að ríða“. w Hrúturinn Enginn kvóti er eilífur og að end- ingu siturðu einn og „fölur meðal fiska“. Nautið Uppsafnaður ójöfnuður er best- ur. „Drekkum darraðarfull, drep- um hjör á skjöld". Tvíburarnir Ekki fagna of snemma. „Lifðu þá sem lóuþræll á leifum betri fugla“. Krabbinn Framsóknar- flokkurinn „fram á sínar lappir liggur, líki bónd- ans hjá“. Ljónið Kíktu niður á kirkjuþing, „í góðsemi vegur þar hver annan“. % Meyjan Því er logið á þíg að aldrei hafi „enn í manna minni, meira riðið nokkur íslending- ur“. Vogin Síðasti saltfisk- farmur verður endursendur. Því „svo er mikill Satans kraftur að saltaðir þorskar ganga aftur". /1 Sporðdrekinn Leiktu þér við jafnaldra þína. Því „eigi á saman æskuskeið og ellisporið þunga". Bogamaðurinn Hóf er best í ötlu. Því „saup ég seinlega og sak- aði eigi“. Steingeitin Haltu þér saman því „kjafta slitnar einatt ól“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.