Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 11
X^MT' LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 - 27 MATARGATIÐ Grétar Sigurðarson með Hangiostinn á diski og Hermann Jóhannsson, fyrrverandi Ostameistari íslands. Ostur hinnar hinstu óskar? Grctar Sigurðarson osta- meistari og höfundur Hangi- ostsins góða sagðist mikið hafa velt fyrir sér nafni á af- kvæmið og hann hafi einfald- lega ekki fundið neitl betra en Hangiostur. Það væri ein- falt, þjóðlegt og lýsti um leið vinnsluaðferðinni og vísaði til hangikjötsins sem unnið er á sama hátt. Aðspurður kveðst hann ekki hafa velt fyrir sér erlendu nafni á ost- inn ef til útflutnings kæmi einhverntímann eða til notk- unar við lýsa honum fyrir er- lendum gestum. Ostafréttaritari Matargats velti málinu dulítið fyrir sér eftir að hafa smakkað þetta lostæti og datt strax í hug „Smoky Delight", sem Iýsir bragðinu ágæta vel. Enn- fremur þótti koma til greina að vera með smá útúrsnún- ing og bregða á orðaleik í tengslum við „hangi“ og nefna ostinn á ensku „Hanged Man’s Cheese", sum sé ostur hengda manns- ins eða snörufarans, með vís- un til þess að osturinn er svo góður að vinsæl hinsta bón þeirra sem á að fara að hengja væri að fá smá bita af þingeyskum Hangiosti í nesti. Grétar Sigurðarson með hangi- ostinn góða. Það er mikil hefð fýrir framleiðslu góðra osta á Húsavík og ostar þaðan margverðlaunaðir. Nýjasta afurðin er Hangiostur sem hefur fengið frábæra dóma þeirra sem smakkað hafa. Hangiosturinn er einkaframtak Grétars Sigurðarsonar osta- meistara hjá MSKÞ og hann hefur verið að þróa þennan ost undafarin tvö ár og hefur lítil- Iega kynnt hann að undanförnu. Osturinn er sem sé ekki í fram- leiðslu hjá fyrirtækinu og óvíst hvað gerist í þeim efnum. En byrjunin og viðtökurnar lofa allt- ént góðu. Ostafréttaritari Matargats leit við í samlaginu í vikunni og hitti þar fyrir Grétar með Hangiost- inn góða. Við fyrstu sýn virðist Hangiosturin ckki vera ostur og minnir fremur á litla hangikjöts- rúllu, ellegar ryðgaða hand- sprengju. En þegar netinu og vaxhúðinni er flett utan af og osturinn skorinn þá leynir sér ekki hvað hér er á ferð. Mildur reykjarilmur er af ostinum og bragðið einstaklega gott, kunn- uglegt auðvitað en um Ieið mjög sérstakt. Eins og maður sé í .senn að maula ost og hangkjöts- bita. Hangiosturinn er að uppruna að sama stofni og Havarti-ostur sem framleiddur er hjá MSKÞ ehf. Og það tekur tímann sinn að reykja ostinn, því hann þarf að hanga í reyk þrisvar sinnum lengur en venjulegt hangilæri þó hann sé fimm sinnum minni um sig. Osturinn er reyktur í reyk- húsinu að Geiteyjarströnd í Mý- vatnssveit og er þar í góðum höndum Héðins Sverrissonar sem um árabil hefur framleitt reyktan lax og silung í hæsta gæðaflokki. Jákvæðar viðtökur Grétar segist hafa prófað að reyka fleiri tegundir en Havarti í upphafi tilraunanna, m.a. Búra og 26% brauðost en þeir hafi reynst of feitir og skilað of römmu reykjarbragði. Og magr- ari ostar befðu orðíð of þurrir. Havarti hefði reynst langbest. Og það hefur komið í ljós að osturinn geymist mjög lengi. „Hann ber aldurinn vel,“ segir Grétar sem hefur geymt ostinn utan kælis í 6-7 mánuði og hann batnaði að dómi Grétars ef eitthvað var. Hangiosturinn hefur verið kynntur á nokkrum stöðum að undanförnu, m.a. á veitinga- stöðum á Húsavík og Akureyri og í versluninni Búrfelli á Húsa- vík. Gatið spurði Grétar um við- tökurnar. * - ',Þaer hafa undantekhirigídaust verið mjög jákvæðar. Við vorurfi með ostinn í kynningu á þorra- blóti á Akureyri og bæði veit- ingamenn og gestir Iuku miklu lofsorði á hann. Og raunar höf- um við ekki fengið neikvæð við- brögð til þessa“. Taðreyktur - að sjálfsögðu! Reyktir ostar eru ekki algengir í heiminum og raunar segist Grétar aðeins þekkja eina teg- und, ítalskan Provalone ost, sem hann bjó til þegar hann var að Iæra í Danmörku íyrir margt löngu, en sá ostur var ekki á boðstólum í verslunum þar. Reyktur ostur hefur heldur ekki verið á markaði á íslandi, nema einn smurostur blandaður með reykessens. „Hangiosturinn okk- amer hinsvegar gjörólíkuni þeim ítalska og örugglega öðrum reyktum ostum einnig, ekki síst fyrir þá sök að hann er taðreykt- ur en annarsstaðar er brennt viði þegar reykt er. Og á þessu er mikill munur, eins og menn þekkja á milli taðreykta hangi- kjötsins og þess birkireykta," segir Grétar. Og hann bætir því við að ís- lendingar séu örugglega Iíklegri til að borða reyktan ost en aðrar þjóðir, vegna hundruð ára reyk- hefðar í landinu, þeir séu því ekki að smakka eitthvað fram- andi og kannist vel við bragðið. Ostakúltur Ostakúltur ‘ ‘Íslcndíriga 1 hefur gjörbreyst á síðustu 20 árum eða svo. „Fyrir 1980 vorum við margfalt minni ostaætur en frændur okkar á hinum Norð- urlöndunum enda úrvalið ekki mikið hér, fyrst og fremst þessi hefðbundni mjólkurostur oná brauð, eitthvað af smurostum og mysuostur. Framboðið hefur margfaldast og tegundirnar og neyslan líka og við erum nú engir eftirbátar annara í osta- áti. Hér er hægt að fá afbrigði af flestum þekktum ostateg- undum og nær allar þessar teg- undir eiga sér erlendar fyrir- myndir. Nema ef til vill Hangi- osturinn sem hefur nokkra sér- stöðu og er kannski þjóðlegasti osturinn með hliðsjón af ís- lenskri reykingahefð,“segir Grétar Sigurðarson. Aðspurður tekur hann undir það að fátt í íslenskri ostagerð kæmi erlendum ostagæðingum á óvart. Nema hugsanlega tað- reykti Hangiosturinn, það væri ekki öruggt að þeir hefðu áður smakkað ost sem líkist honum. Eins og áður sagði er Hangi- osturinn ekki kominn á markað og á þessu stigi liggur ekkert fyrir um framleiðslu á honum. A meðan verða flestar ostaætur bara að öfunda þá fáu, eins og ostafréttaritara Norðurlands- deildar Matargatsins, sem hafa fengið að smakka þennan sér- staka og rammíslenska ost. js Bestur með bjór? Af skiljanlegum ástæðum eru ekki til neinar upskriftir af Hangiostinum eða leiðbein- ingar um hvernig best er að bera hann fram, þar sem ost- urinn er ekki á markaði og fáir hafa meðhöndlað hann. Grétar segir að það sé raunar mjög notalegt að stífa hann úr hnefa ómengaðan og skola miður með bjór. Þá sé einnig mjög gott að dífa honum í piparrótarsósu og skola niður með íslensku brennivíni og giska þjóðlegt um leið. Hann segist og hafa brætt ostinn ofan á ristaða brauðsneið og það hafi verið einstakt ljúfmeti og reykja- keimurinn úr beikoni eða hangikjötsneið hafi verið innifalinn í ostinum. Og Grétar telur einnig að það geti verið forvitnilegt aii prófa að rífa hangiostinn ofan á ýsu eða annan fisk og haka í ofni. Frímann Sveinsson, mat- reiðslumeistari í versluninni Búrfelli sem hefur kynnt skúnnum sínum, mælir með honum í osta- pinna, t.d. með melónu eða mandarínu. Þannig að það eru þegar ýmsar hugmyndir í gangi um hvernig best sé að matreiða þennan þjóðlegasta af öllum íslenskum ostum. JS 00*.i,i .. l . o .• I I > ii ■ ■ i*),|

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.