Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 6
LÍFIÐ í LANDINU 22 - LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 2000 „En það er líka ákveðin eyði- leggingarhvöt sem dregur höf- undinn áfram. Hann þarfað brjóta niður það sem hann var að gera áður til þess að geta byggt eitthvað nýtt. Ella er nokkur hætta á þvi að menn séu alltafað aka Miklubraut- ina.“ kemur að innan Einar Már Guðmunds- son var nýlega verð- launaður á kvikmynda- hátíðinni í Gautaborg fyrir handrit sitt að Englum alheimsins sem Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaði. í viðtali ræðir Einar Már um skáldskap og ritstörf. - Hvað er erfiðast við að breyta skáldsögu i kvikmyndahandrit? „Þar eru ansi mörg Ijón í veg- inum. Skáldsagan er í eðli sínu opin og frjáls og þar er hægt að ferðast milli atburða og byggja brýr á milli ólíkra sviða. I kvik- myndahandriti þarf að gæta að nákvæmni, þar verður að vera hægt að mynda hvert orð. Eg man að þegar við gerðum hand- ritið að Börnum náttúrunnar fór ég stundum á flug í skrifum en þá sagði leikstjórinn Friðrik Þór við mig: „Það er ekki hægt að kvikmynda „einsog". I kvikmyndahandritinu að Englum alheimsins er fólgin ákveðin einföldun á sögunni án þess að sú einföldun sé beinlínis sýnileg. I myndinni á að ríkja sama jafnvægi og í sögunni með skipti milli hins harmræna og hins broslega. Erlendir framleið- endur tóku þátt í gerð myndar- innar. Þeir sáu handritið og komu með tillögur sem voru afar misvitrar. Við Friðrik Þór vinnum eftir þeirri reglu að ef einhver kemur með tíu athuga- semdir og ein þeirra er góð þá erum vað ánægðir. En við tökum okkur líka það vald að vera síð- ustu dómararnir." - Ertu ánægður með myndina? „Eg er búinn að sjá myndina fimm eða sex sinnum og get vel hugsað mér að sjá hana oftar. Leikurinn í myndinni er frábær og það sama má segja um leik- stjórn og kvikmyndatöku og tón- list. Að mínu mati lifa bókin og myndin hlið við hlið.“ - Nú er þetta vinsælasta bókin þtn, maður kemsl ekki hjá því að finna að hún er fólki mjög kær. Komu frábærar viðtökur þér á óvart? „Þegar við Friðrik Þór vorum að vinna að Börnum náttúrunn- ar sögðum við fólki að þetta væri bíómynd sem fjallaði um tvö gamalmenni sem flýja af elli- heimili. Fólk sagði: „Hver kemur að sjá þessa mynd?“ En það sem fólk bjóst fyrirfram við að eng- inn vildi sjá varð mynd sem margir hrifust af. Sama má segja um Englana. Ég hélt því lengi fyrir sjálfan mig um hvaða efni ég væri að skrifa en þegar ég loks sagði fólki frá því töldu fáir þetta viðfangsefni vænlegt, svona saga myndi ekki höfða til margra. En ég varð að skrifa þessa bók og hélt því ótrauður áfram. Fyrstu viðbrögðin sem ég fékk voru frá fólki sem þekkti til málefna sögunnar þannig að ég komst fljótlega að því að bókin ætti hljómgrunn. Það er galdur skáldsögu að hún lætur ekkert uppi og sá sem ætlaði sér að skrifa sögu eftir stöðlum sem líklegir væru til vinsælda myndi að öllum líkind- um skrifa fremur dautt verk sem heillaði fáa.“ Ferð út í óvissuna - Þáð er talað uM það sem mesta hne)'ksli í sögu íslensku bók- menntaverðlaunanna þegar Englar alheimsins hlutu ekki til- nefningu en fengu síðan Bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Það hljóta að hafa verið þér nokkur vonbrigði að bókin var ekki tilnefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna. „Kannski var það í augnablik- inu, en rithöfundar verða að leyfa þeim sem velja bækur til bókmenntaverðlauna að hafa vinnufrið. Síðan getur hver og einn, eins og þú og fleiri, haft sína skoðun á valinu. En það er lítilmannlegt af höfundum að „Menn geta ekki heimtað vinsældir og viðurkenningu. Halldór Laxness sagði: Upp- hefðin kemur að utan. Ég segi: Upphefðin kemur að innan.“ kvarta. Menn geta ekki heimtað vinsældir og viðurkenningu. Halldór Laxness sagði: „Upp- hefðin kemur að utan.“ Eg segi: „Upphefðin kemur að innan." Eg lærði af vini mínum, Sigfúsi Daðasyni, þá gömlu gullnu reglu að tveir góðir lesendur eru betri en tvö þúsund slæmir. Og ef bækurnar hafa eitthvað gott að geyma þá öðlast þær smám sam- an sinn sess. En auðvitað geta ákveðin ytri atvik, eins og til dæmis verðlaun, hjálpað vegferð þeirra." - Nú hefur þér vegnað mjög vel á þínum rithöfundarferli, sér- staklega síðustu árin, ótlastu aldrei að' skrífa bók sem bæðí ál- menningur og gagnrýnendur munu fussa yfir? „Ekki þannig að ég játi það fyrir mér. Ef menn telja sig vera að skrifa af einlægni þá halda þeir sínu striki. Menn verða einmitt að taka þessa áhættu; að óttast hvorki almenningsálit né dómara, spyrja frekar eins og Rögnvaldur í Englunum: „Hvað myndi Agli Skallagrímssyni finn- ast um verkið?" Rithöfundar koma sér upp sínum eigin mæli- kvörðum. Þeir verða ekki út- skýrðir nákvæmlega. Þegar ferill höfunda er skoðaður eru þar yf- irleitt hæðir og Iægðir en við vit- um ekki hvernig framtíðin horfir á það sem verið er að skapa í dag og það þarf heldur ekki að vera að framtíðin hafi á réttu að standa.“ - En verðlaun, eins og hand- ritsverðlaunin, skipta þau þig máli? „Allar viðurkenningar eru af hinu góða því þær eru viður- kenning hins ytri heims á þessu innra puði sem rithöfundar standa í einir og afskiptir. Mað- ur er þakklátur fyrir slíkt, auk þess sem svona verðlaun auka áhugann á því sem maður er að gera. Eg hef notið þeirrrar gæfu í sambandi við mín skrif að geta farið mínar eigin leiðir, sinnt rit- gerðarsmíð, ljóðagerð, smásagna- gerð, skáldsagnagerð og handrita- gerð. í upphafi var þetta nauðsyn til að lifa af, en nú vil ég hafa þetta svona. Það er mjög gott eftir skáldsögu að vinna í einhverju öðru og hvert form er skóli fyrir hitt. Maður flytur lærdóma úr Ijóðinu yfír í skáldsöguna og úr skáldsögunni í kvikmyndahandrit- ið og þannig koll af kolli. Svo lít ég á skáldskaþfrin' í HeiJd si'nnl sem ákveðna þjóðfélagslega þátt- töku. Þess vegna skrifa ég hug- leiðingar eins og þær sem birtust í Launsonum orðanna, þar sem ég er sjálfur að gera mér grein fyrir tilgangi þess að miðla anda orðanna." - Nú ertu með skáldsögu í smíðum, um hvað er hún? “Hún Qallar um sömu fjöl- skyldu og í Fótspor á himnum en það eru ekki sömu persónur í þungamiðju sögunnar. Líklega er ég að vinna að sagnabálki, sögum sem tengjast innbyrðis, en eru sjálfstæðar eins og gömlu strákasögurnar. Annars vil ég ekld tjá mig um saumaskapinn meðan ég er í honum; ég sýni vestið þegar það er tilbúið. Það að skrifa skáld- sögu er ferð út í óvissuna og þá eru margir þættir að mótast samtímis. Eg vil sem minnst segja um þessa bók vegna þess að forsendurnar gætu verið gjör- breyttar eftir tvær vikur og þá dauðsæi ég eftir orðum mínum.“ - Ertu sáttur við öll þín skáld- verk? „Eg er oft spurður að því hvað mér þyki best og hvað verst og hvað ég haldi mest upp á. En ég hef tekið svipaða afstöðu til bókanna og barnanna; ég geri ekkert upp á milli þeirra. Þó að hver bók út af fyrir sig kunni að mælast misjafnlega fyrir og ein- hver bók sé vinsælli en önnur þá er hvert verk sem maður skapar þáttur í heildarferli. En það er líka ákveðin eyðileggingarhvöt sem dregur höfundinn áfram. Hann þarf að brjóta niður það sem hann var að gera áður til þess að geta byggt eitthvað nýtt. Ella er nokkur hætta á því að menn séu alltaf að aka Miklu- trautiná.'1 -KB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.