Dagur - 11.03.2000, Page 4

Dagur - 11.03.2000, Page 4
WÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551-1200 Stóra sviðið ki. 20:00 GULLNA HLIÐIÐ - Davíð Stefánsson í dag lau. 11/3 kl. 15:00, örfá sætl laus, í kvöld lau. 11/3 kl. 20:00, nokkur sæti laus, mið.15/3 uppselt, sun. 19/3 kl. 21:00 næst síðasta sýning, lau. 25/3 síðasta sýning. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ - Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun. 12/3 kl. 14:00 uppselt, sun. 19/3 kl. 14:00 uppselt, sun. 26/3 kl. 14:00 uppselt, sun. 2/4 kl. 14:00, nokkur sæti laus, sun. 9/4 kl. 14:00, nokkur sæti laus, sun. 16/4 kl. 14.00, nokkur sæti laus. ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt Sun. 12/3, uppselt, fim. 16/3 uppselt, sun. 26/3. Takmarkaður sýningafjöldi. KOMDU NÆR - Patrick Marber 8. sýn. lau. 18/3, uppselt, 9. sýn. fös. 24/3, nokkur sæti laus, 10. sýn. mið. 29/3 nokkur sæti laus. Sýningin er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS - Bertolt Brecht Þri. 21/3, allra síðasta sýning, örfá sæti laus. LANDKRABBINN - Ragnar Arnalds Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Búningar: Sigurjón Jóhannsson, Margrét Sigurðardóttir Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir Leikendur: Erla Ruth Harðardóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Gunnar Hansson, Jóhann Sigurðarson, Kjartan Guðjónsson, Ólafur Darri Ólafsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Skúlason, Stefán Jónsson, Þórunn Lárusdóttir. Frumsýning fös. 17. mars uppselt, 2. sýn. mið. 22/3, örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 23/3, örfá sæti laus. Litla sviðið ki. 20:30 HÆGAN, ELEKTRA - Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Fös. 17/3 uppselt, lau. 18/3 nokkur sæti laus, fös. 24/3, sun. 26/3, fim. 30/3. Smíðaverkstæðið kl. 20:00 VÉR MORÐINGJAR - Guðmundur Kamban f kvöld lau. 11/3, nokkur sæti laus, sun. 12/3, fös. 17/3, örfá sæti laus, lau. 18/3. USTAKLÚBBUR LEJKHÚSKJALLARANS mán. 13/3 kl. 20:30 Kvöld með Kamban. Leikin verða atriði úr sýningu Þjóðleikhússins, Vór morðingjar, fjallað um höfundinn og sýnd brot úr sjónvarpsmynd Viðars Víkingssonar.Umsjón: Þórhallur Sigurðsson. Miðasalan er opin mánud,- þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.- sunnud. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200. thorey@theatre.is MENNINGARLÍFÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 Thyur Hræddir við Wolfe? BÓKA- HILLAN Elías Snæland Jónsson ritstjóri Bandaríkjamenn hafa lengi leitað að þvf sem þeir kalla „Miklu am- erísku skáldsög- una“ og deilt um hvort einhver sé búinn að skrifa hana, og þá hver, eða hvort enginn hafi ennþá unnið það afrek, og muni kannski aldrei gera. Þegar umræða um þetta kemst á kreik kallar það gjaman ekki aðeins fram mjög andstæð viðhorf til þess hvað átt sé eiginlega við með þess- ari „miklu skáldsögu," heldur einnig öfund og afbrýðisemi rit- höfunda sem telja sig eiga meira tilkall til að hafa samið slíkt verk en allir hugsanlegir keppinautar. Þeir sem íylgjast með banda- rískri bókmenntaumræðu hafa fengið að kynnast slíkum fjand- skap síðustu misserin og kjamsa gjarnan á stóryrtum yfirlýsingum sem þekktir skáldsagnahöfundar vestra hafa Iátíð falla í því sam- bandi. Þetta eru gömlu brýnin á bandarískum bókamarkaði Norman Mailer, John Updike, John Irving og fylgismenn þeirra. En sá sem vakið hefur bók- menntalega reiði þeirra eða ör- væntingu, eftir því hvernig á það er litið, er hinn eini og sanni Tom Wolfe sem hefur unun að því að lenda upp á kant við bókmennta- ljónin (sem sumir íylgjenda hans segja reyndar að séu risaeðlur en ekki ljón!) Lof og last Og hvað gerði Tom Wolfe af sér? Jú, hann sendi frá sér skáldsögu númer tvö - sautján árum eftir að sú fyrsta sá dagsins ljós, „The Bon- fire of the Vanities." Hún heitir „A Tom Wolfe. Man in Full“ og kom á jólamark- aðinn árið 1998, en í pappírskilju nú í vetur. Sagan fékk stórkostleg- ar móttökur bæði flestra gagn- rýnenda, sem gjaman líktu höf- undinum við Dickens, Zola og Balzac, og almennings sem gerði hana snarlega að metsölubók. Þetta var einum of mikið fyrir gömlu ljónin sem litu á Wolfe íyrst og fremst sem blaðamann, en ekki skáldjöfur. John Updike orðaði það svo í grein að sagan væri „skemmtisaga, ekki bókmenntir." Norman Mailer líkti lestri bókar- innar, sem er hátt í átta hundruð blaðsíður, við ástarleiki við ofur- þungan kvenmann: „Þegar hún leggst ofan á þig er öllu lokið. Val- ið er á milli þess að elska hana eða kafha." Enn annað skáldljón, John A Man in Fu|| Irving, gekk lengra: „Þetta er eins og að Iesa lélegt dagblað eða slæma grein í tímariti. Þér líður illa,“ sagði hann um skáld- skap keppi- nautarins. Wolfe lætur þá félaga að sjálfsögðu ekki eiga neitt inni hjá sér. Hann kallaði Mailer ________ og Updike „tvær gamlar beinahrúgur' og var ekld lengi að finna skýringuna á árásum þeirra: „Það er vegna þess að bókin mfn varpar afar stór- Skáldsagan sem allir hæla nema gömlu bókmennta Ijónin. Hver er hræddui? Bandarískur háskólamaður rit- aði nýverið grein undir fyrir- sögninni „Hver er hræddur við Tom Wolfe?“ og Qallað þar að hluta til um þessi harkalegu af- stöðu gömlu ljónanna til nýju skáldsögunnar. Og var ekki einn um að telja árásirnar merki um ótta við þær miklu vinsældir og lof sem „A Man in FuII“ hefur fengið. Staðreyndin er nefnilega sú að lestur á bókum sumra þekktustu skáldsagnahöfunda Bandaríkj- anna af eldri kynslóðinni er á mikilli niðurleið. Þá er sjálfsálit þeirra yfirleitt í himinhæðum. Þeir Iíta hver um sig á sjálfa sig sem risa bandarískra bókmennta og bregðast því reiðir við þegar einhver kemur utan að og fær bæði meira lof gagn- rýnenda og miklu meiri sölu á markaðinum en þeir geta Iátið sig dreyma Að mati margra gagn- rýnenda er „A Man in Full“ margbrotin og hríf- andi lýsing á bandarísku samfélagi. Höfuðpersón- urnar koma úr gjörólíkum áttum, en tengjast þó. Og undir kraumar eldfimt sakamál sem getur hvenær sem er valdið samfélags- legri sprengingu. Eins og í fyrri skáldsögu Tom Wolfe eru lýsingar á umhverfi og aðstæður mikilvægur þáttur frásagnarinnar; í fyrri bókinni var það New York en í þessari Atl- anta. um skugga, og menn eins og Mailer og Updike Ienda í skuggan- um. Og hvað gerir þú í myrkrinu? Þú blístrar. Þeir eru að blfstra í myrkrinu!" KVIK- MYNDIR Leikstjóri og handritshöf- undur: Ragnar Bragason. Leikendur: Ró- bert Amfinns- son, Kristbjörg Kjeíd, Bjöm Jörundur Frið- bjömsson, Silja Hauksdóttir, ____________ Ólafur Darri Ólafsson, Margrét Akadóttir og Eggert Þorleifsson. Framleiðendur : Zik Zak og Is- lenska kvikmyndasamsteypan. Sýnd í Háskólabíói. Mangnát Elísabet Ólafsd skrifar mynd Hilmar (Björn Jörundur Friðbjörnsson) og Gulli (Ólafur Darri Ólafsson) slást um ástir Júlíu (Silja Hauksdóttir). sértrúarsöfnuði og dreymir um að ná ástum prestsins (Eggert Þorleifsson). Dóttir hennar (júl- ía) er sú eina sem á í sambandi og það meira að segja við tvo karlmenn. Opinberi kærastinn, Hilmar (Björn Jcrundur Frið- bjömsson), er sjómaður og hún notar tímann á meðan hann er í burtu til að taka á móti leynileg- um heimsóknum Gulla (Ólafur Darri Ólafsson) sem er giftur. Saga afans er rómantískust, en rómantíkin víkur smám saman fyrir ærslum gamanleiksins sem nær hámarki í síðasta hlutanum, þar sem Margrét Ákadóttir og Eggert Þorleifsson eiga einkar góðan samleik. Treginn er þó aldrei mjög Iangt undan þótt að- stæður séu kómískar. Það er að- all myndarinnar hvað Ieikurinn er góður og verður það Iíka að skrifast á skýrari og dýpri per- sónusköpun í handriti en við eig- um að venjast í íslenskum bíó- myndum, sem greinilega skilar sér til leikaranna. Þannig eru flestar persónurnar á einhvern hátt eftirminnilegar. Kristbjörg Kjeld gleymist ekki svo glatt í hlutverki geðsjúku ástandskonunnar sem einhvern- tíma bjó í Hollywood og Iék í kvikmyndum. Róbert Arnfinns- son er sannfærandi vonbiðiil og hreinlega hjartnæmur þegar af- inn tekur upp á því leika á harm- onikku undir glugga sinnar heittelskuðu í snjókomunni. En stórgóður leikur Björns Jörundar í hlutverki sjómannsins skyggir þó óneitanlega nokkuð á Silju Hauksdóttur, sem nær því ekki að gera Júlíu spennandi. Þó skil- ar hún sínu ágætlega. Aðrar per- sónur stalda styttra við. Ragnari Bragasyni notar þá að- ferð að tengja sögurnar saman með þvf að Iauma inn atriðum úr hverri sögu inn í hinar sögurnar. Þannig bjargar hann myndinni frá því að vera samsuða þriggja stuttmynda. Leiðir aðalpersón- anna liggja ekki einu sinni saman í lokin. Það fellur ekki allt í Ijúfa löð í lokin eins og í rómantískum gamanmyndum, til þess er veru- leiki persónanna of nærri raun- veruleikanum. Þannig eru líka örlög þeirra, sem þau hafa í rauninni enga stjórn á, ósköp venjuleg. Fíaskó skilur því eftir sig örlítið tómarúm og vonleysi fremur en von. En þannig er tíð- arandinn listarinnar mitt í góð- ærinu. I kvikmyndinn Fíaskó eru sagðar þrjár sögur. Þetta eru ekki ástar- sögur í þeim skilningi að þar sé sagt frá sambandi tveggja ein- staklinga. Sögurnar eru af þrem- ur ólíkum einstaklingum á ólík- um aldri í leit að ást. Það sem tengir þær saman er að þær ger- ast á sama tíma, þótt þær séu ekki sagðar samtímis, og tilheyra persónum sem búa f sama húsi og sömu Ijölskyldu. Afinn (Róbert Arnfinnsson) er ekkjumaður á eftirlaunum, sem hundleiðist Iífið. En þegar hann rekst á Helgu (Kristbjörg Kjeld) færist líf í gamla skrokkinn og hann ákveður að gera sér dælt við konuna. Steingerður dóttir hans (Margrét Ákadóttir) er lífs- þreytt og miðaldra, meðlimur í Fíaskó er leikaranna

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.