Dagur - 11.03.2000, Qupperneq 8
L ÍF/Ð í LANDINU ^
- LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
„Þetta er alvarlegur sjúkdómur og þótt það sé kannski ekki til eftirbreytni hefég kosið að fara þá leið að afneita honum með því að líta svo á að mér eigi ekki eftir að fara aftur, og það er alls ekki úti-
lokað að það gerist þó líkurnar séu meiri á þvi að mér hraki."
Mér leyfist ekki að
hugsa í kjörtímabilum
Garðar
Sverrisson,
formaður
Öryrkja-
bandalags-
ins, hefur
verið áber-
andi í fréttum undan-
farið vegna hatrammra
deilna við Davíð Odds-
son þar sem hvorugur
hefur gefið eftir í kjarn-
yrtum yfirlýsingum. í
viðtali ræðir Garðar um
deilurnar, pólitíkina,
skáldskapinn og MS
sjúkdóminn sem hann
er haldinn.
- Finnst þér að þú hafir gengið
of langt í ummælum um Davtð
Oddsson?
„Síður en svo. Davíð Odds-
son er búinn að mála sig út í
horn, ekki bara úti í þjóðfélag-
inu heldur í sínum eigin flokki,
með einstaklega lítilmótlegum
ummælum sem hæfa engan
veginn manni í hans stöðu. I
stað þess að rökræða efnislega
spyrðir hann saman sjúkdóma
og óreiðu og kallar fátækt fólk
smælingja. Ef ég bregst ekki
við slíkum ummælum við
hverju á ég þá að bregðast?
Síðan ber hann Oryrkjabanda-
laginu á brýn að hafa misfarið
með fé við auglýsingagerð sem
hafi verið í samkrulli við ákveð-
inn stjórnmálaflokk. Ef í sæti
forsætisráðherra væri maður
sem fólk tæki mark á hefðu
þessi ummæli kallað á tafar-
lausa opinbera rannsókn og
lögsókn.
Einn stjórnmálaforingja kaus
Davíð að taka auglýsingar Ör-
yrkjabandalagsins sem per-
sónulega árás á sig og störf sín.
Hann hefur ítrekað gert okkur
þann óleik að setja málefni
okkar í flokkspólitískan farveg.
Davíð er orðinn fulltrúi sjónar-
miða sem eru í rauninni horfin
með öllum þorra þjóðarinnar.
Kannanir hafa sýnt að yfir-
gnæfandi meirihluti þjóðarinn-
ar vill bæta kjör öyrkja. Það eru
breyttir tímar og breyttur hugs-
„Ég starfaði um tíma
sem blaðamaður og
veit af reynslu að ef
Davíð mislíkar á hann
til að leggja fjölmiðla
og jafnvel tiltekna
menn á ís og tekur
ekki frá þeim símtöl.
Menn vilja ekki kosta
þvf til, enda er vont fýr-
ir fjölmiðlamann að
vera í þeirri stöðu að
ná ekki sambandi við
forsætisráðherra."
unarháttur og Davíð myndi
vaxa í áliti ef hann skynjaði
þetta og breytti um kúrs.
Davíð tengir persónu mína
ákveðnum stjórnmálaflokki og
það ræðst af því að sem korn-
ungur maður var ég í Alþýðu-
flokknum og fylgdi Vilmundi
Gylfasyni í Bandalag jafnaðar-
manna. Síðan er liðinn hálfur
annar áratugur og ég hef sinnt
flestu öðru en pólitísku vafstri.
I örvæntingu sinni bregður
Davíð á það ráð að gera þetta
mál að persónulegu einvígi
milli sín og mín. Hann reynir
að grafa undan trúverðugleika
mínum meðal annars með því
að segja að ég hafi kallað hann
fasista og nasista og sagt hann
vera vanheilan á geði. Hann
veit mætavel sjálfur að það sem
ég sagði var að ummæli hans
og framkoma í þinginu endur-
spegluðu ójafnvægi og vanlíð-
an. Það sér hver maður að það
er óravegur frá vanlíðan yfir f
það að vera vanheill á geði. I
starfi mínu sem formaður Ör-
yrkjabandalagsins umgengst ég
marga einstaklinga sem eru
vanheilir á geði og það myndi
aldrei í lífinu hvarfla að mér að
leggja manni andlega vanheilsu
til lasts á einn eða annan hátt.
Þá er óravegur frá nasisma og
því að líkja lítilsvirðingu for-
sætisráðherra í garð öryrkja við
lítilsvirðingu flokks Heiders í
garð innflytjenda. Þetta veit
Davíð en hann skákar í því
skjóli að menn muni ekki ná-
kvæmlega hvað ég sagði. Davíð
Oddson er forsætisráðherra og
einhverjir hafa, sem betur fer
kannski, tilhneigingu til að
trúa því að forsætisráðherra sé
heiðarlegur maður sem segi
satt og rétt frá, þó að við, því
miður, eigum því ekki að fagna
nú um stundir. Svo bætir hann
því við að ég hafi sagt að hann
mætti ekki fara í kirkju. Eg
hefði nú þvert á móti talið að
fáir ættu brýnna erindi í kirkju
en einmitt hann, maður sem
sér fjandmenn í hverju horni
og telur að öll gagnrýni hljóti
að vera af illum hvötum sprott-
in. I þessu sambandi má rifja
upp að hann hefur ráðist á for-
vera mfna hjá Öryrkjabandalag-
inu og sakað þá um nákvæm-
lega það sama og hann sakar
mig nú um, að misbeita sam-
tökum okkar f flokkspólitískum
tilgangi. A þessu byrjaði hann
strax sem borgarstjóri.
Það er umhugsunarvert að
Davíð er aldrei látinn standa
fyrir máli sínu í fjölmiðlum.