Dagur - 11.03.2000, Page 9
LÍF/Ð í LAND/NU
Thypr
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000- 25
Hann er aldrei tekinn á beinið
og kemur sér undan því að rök-
ræða við menn. Hann velur
stað og stund, sendir yfirlýsing-
ar í sjónvarpsþætti eða birtist
eins og páfinn í gegnum gervi-
hnattarsamband og vegur
þannig að mönnum úr laun-
sátri, sem hefur hingað til ekki
þótt ýkja karlmannlegt. I þau
fáu skipti sem fjölmiðlum gefst
tækifæri til að ræða við mann-
inn er það í formi spariviðtala,
þar sem engu er líkara en verið
sé að ræða við Elísabetu Breta-
drottningu í huggulegu teboði.
Eg starfaði um tíma sem
blaðamaður og veit af reynslu
að ef Davíð mislíkar á hann til
að leggja fjölmiðla og jafnvel
tiltekna menn á ís og tekur
ekki frá þeim símtöl. Menn
vilja ekki kosta því til, enda er
vont fyrir fjölmiðlamann að
vera í þeirri stöðu að ná ekki
sambandi við forsætisráð-
herra.“
- En nú verður því ekki neit-
að að Davt'ð Oddsson nýtur mik-
illa vinsælda meðal þjóðarinnar.
„Ertu viss um það?“
- Skoðanakannanir sýna það
hvað eftir annað.
„Ég verð ekki var við þessar
vinsældir. Sagan sýnir að vísu
að forsætisráðherrar hafa ætið
skorað hátt í skoðanakönnun-
um, sama hverjir hafa gegnt
því embætti. Þarna nýtur hann
stöðu sinnar. Annars er þetta
út af fyrir sig bráðskarpur mað-
ur á margan hátt, þótt hann
taki forverum sínum ekki fram
um dómgreind, háttvísi og virð-
ingu fyrir öðru fólki. Það hefði
til dæmis verið algerlega
óhugsandi að maður á borð við
Geir heitinn Hallgrímsson
hefði nokkurn tímann orðið sér
til minnkunar með munnsöfn-
uði eins og þeim sem Davíð
hefur viðhaft í okkar garð að
undanförnu.11
- Lastu einhvem timann smá-
sagnasafn Davtðs Odssonar?
„Nei, en ég heyrði hann hins
vegar Iesa eina smásöguna og
þótti hún drepfyndin."
- Var það sagan sem gerist í
Moskvu?
„Já. Ég hló mikið þegar hann
las hana upp og hann flutti
hana skemmtilega. Sálmurinn,
sem hann sagðist hafa ort í
þinginu undir umræðum um
fjárlög, þótti mér Iíka góður.
Sérstaklega þóttu mér fyrstu
tvö erindin einstaklega vel
samansett og sýna að hann
hefur fljúgandi hæfileika á
skáldskaparsviðinu. Hann ætti
að gefa sér meiri tíma til að
nýta þessa hæfileika. Svo sá ég
að þú splæstir jafnmörgum
stjörnum á smásagnasafnið
hans og skáldsöguna sem ég
sendi frá mér um sömu jól. Ég
má þvf til með að lesa hann.“
Ógleymanleg ár
með Vilmundi
- Nií hlýtur Ingihjörg Pálma-
dóttir að bera einhverja ábyrgð
á bágri stöðu öryrkja, hún er jú
heilbrigðisráðherra.
„Því miður hefur Ingibjörg
ekki haft burði til að standa í
ístaðinu eins og vonir okkar
stóðu til. Þegar hún kom í
embætti hafði hún gagnrýnt
þáverandi heilbrigðisráðherra
og heitið þvf að afnema skerð-
ingu tekjutryggingar vegna
tekna maka. Ég er viss um að í
hjarta sínu vill hún afnema
þessa tekjutengingu en pólitískur
styrkur hennar innan ríkis-
stjórnarinnar virðist ekki nægja
til að fá þessu framgengt. Mér
finnst það dálítið skrýtið í Ijósi
þess að Sjálfstæðisflokkurinn
er eini stjórnmálaflokkurinn
sem hefur formlega samþykkt
að afnema allar tekjutengingar
í almannatryggingakerfinu. Ég
held að Ingibjörg vilji ná ár-
angri en komist ekki lengra.
Þar sé hún ofurliði borin af
köllunum í rfkisstjórninni. En
hin pólítíska ábyrgð er hennar.
Af þeirri ábyrgð mun hún að
óbreyttu ekk geta þvegið hend-
ur sínar."
- Þú nefndir áðan Vilmund
Gylfason, saknarðu eldhuga
eins og hans úr íslenskri -pólitík?
„Ég held að það sakni hans
fleiri en ég. Hann fór sínar eig-
in Ieiðir og var ansi frjór og
fundvís á hliðar á málum sem
aðrir sáu ekki. Margt af hans
gagnrýni, til dæmis um hags-
munaárekstra, er orðin viðtekin
heilbrigð skynsemi í dag. Hann
var ekki nema 34 ára þegar
hann féll frá, þannig að hans
ferill varð ekki langur en hefði
honum enst líf hefði hann náð
mjög Iangt. Hann var á undan
sinni samtíð og það voru mikil
forréttindi fyrir mig sem ungan
mann að kynnast honum og
vinna náið með honum í blaða-
mennsku og stjórnmálum.
Þetta voru ógleymanleg ár og
ég á Vilmundi margt gott að
þakka, enda var hann einhver
velviljaðasti maður sem ég hef
kynnst á lífsleiðinni, hvetjandi,
hlýr og traustur þegar á reyndi.
Þótt hann ætti sér margt
stuðningsfólk úti í samfélaginu
þurfti hann gjarnan að bera
hitann og þungann af barátt-
unni einn og óstuddur í þjóðfé-
lagsumhverfi sem á
þeim tíma átti of
langt í land með að
skilja allt litróf hug-
mynda hans og til-
finninga."
- Gætir þú hugsað
þér að hella þér út t
stjórnmál og þá sem
þingmaður?
„Eg neita því ekki
að stundum þegar ég
hlusta á umræður í
þingi verður mér ansi
mál að kveðja mér
hljóðs en það er ekki
þar með sagt að mig
langi til að verða
þingmaður frá
morgni til kvölds allt
árið um kring. Ef það
starf á að vinnast
samviskusamlega þá
er það mjög krefjandi
og vanþakklátt starf á
ýmsan hátt. En eins
og sakir standa er
það málstaðnum til
meiri framdráttar að
ég reyni að vinna
vinnuna mína hér og
standa mína plikt
heldur en að bjóða
mig fram til þings.“
- Þú ert stjórnar-
andstæðingur, hvort
fylgirðu Samfylking-
unni eða Vinstri
grænum?
„Fyrir síðustu
kosningar var ég
fenginn til að ræða
málefni öryrkja hjá
þremur stjórnmála-
flokkum, auk þess
sem ég var aðalræðu-
maður hjá verkalýðs-
félögunum f Hafnar-
firði 1. maí og á há-
tíðarfundi samtaka
vinstri sósfalista um
kvöldið. Að öðru leyti
hef ég ekki mætt á
stjórnmálafundi í
hálfan annan áratug. Hins veg-
ar nota ég þann lýðræðislega
rétt minn að kjósa og hyggst
gera það áfram, krossa við
þann Iista sem mér er skapi
næst hverju sinni."
- Mig langar samt til að spyrja
þig hvern þú teljir hæfastan til
að verða formaður Samfylking-
ar.
„Ef Ossur Skarphéðinsson
tæki afdráttarlausari afstöðu
með málstað öryrkja og léti
ekki misvitra ráðgjafa hvísla því
í eyru sér að slíkt kynni að
vera til óvinsælda fallið, gæti
hann orðið öflugur leiðtogi því
til þess hefur hann alla burði,
„Þetta voru ógleyman-
leg ár og ég á Vilmundi
margt gott að þakka,
enda var hann einhver
velviljaðasti maður
sem ég hef kynnst á
lífsleiðinni, hvetjandi,
hlýr og traustur þegar
á reyndi."
er harðgreindur og fljótur að
átta sig. En sú vitundarvakning
sem er að verða meðal þjóðar-
innar um nauðsyn þess að efla
hér almannatryggingar á eftir
að setja hvern þann stjórn-
málamann í vanda sem ætlar
sér að eltast við einhverja
ímyndaða miðju og ímyndaðan
nútíma. Efling velferðarkerfis-
ins á svo auknu fylgi að fagna
að sá stjórnmálaflokkur sem
fyrstur gerir sér grein fyrir því
mun vinna stórsigur í næstu
kosningum. Það gæti orðið
Samfylkingin. En það gæti allt
eins orðið Sjálfstæðisflokkur-
inn eða Ögmundur Jónasson
og félagar. Ég ber virðingu fyrir
Ogmundi, því mér finnst hann
knúinn áfram af heilsteyptri
réttlætiskennd, rétt eins og
margt kvenfólkið í Samfylking-
unni og nú síðast séra Hjálmar
Jónsson, sem lofar góðu og
gæti í samvinnu við aðra
óbreytta stjórnarliða náð ár-
angri fyrir okkar hönd. Við
megum ekki gleyma því að
sögulega séð hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn ekki verið í eins
mikilli andstöðu við öryrkja og
ætla mætti af framkomu núver-
andi formanns hans og nægir
þar að nefna það risaátak í al-
mannatryggingamálum sem
Ólafur Thors hafði forgöngu
um árið 1946, að vísu í sam-
starfi við jafnaðarmenn og sósí-
alista. Eins gæti nýr og endur-
bættur Framsóknarflokkur tek-
ið upp á því að Ieita í smiðju
Hermanns og Eysteins, sem
tóku út sinn þroska við fótskör
Jónasar frá Hriflu, sem á sinni
tíð hefur verið hverju hugsandi
ungmenni mikilsverð hvatning
til dáða.“
Forréttindi
að fá að berjast
- Þú hefur skrifað nokkrar bæk-
ur, þar á meðal metsölubókina
Býr íslendingur hér? Vildirðu
ekki hafa meiri tt'ma til ritstarfa?
„Oft þegar ég er orðinn
þreyttur sakna ég þeirra og
kannski enn frekar þess að
hafa ekki meira tíma til að lesa
annað en skýrslur og þjóðmála-
greinar. Ég gríp þó öðru hverju
niður Hannes Pétursson og
Thor, les nokkrar síður og
gleymi um leið stað og stund.
Starfið hér hjá Öryrkjabanda-
Iaginu er andlega krefjandi og
ég hef ekki heilsu til að skipta
mér milli þess og ritstarfa. Rit-
störf eru erfiðari en fólk held-
ur, sennilega með erfiðustu
störfum sem menn geta valið
sér. Jafnvel þótt ég væri full-
frískur færi það ekki saman við
starfið hér.
Í frítíma hlusta ég talsvert á
tónlist. Ég hef alltaf haft gam-
an af klassískri tónlist í bland
við rokk og þjóðlagatónlist og
er nú kominn til þess óvænta
þroska að vera farinn að hlusta
mest á Wagner, sem ég var
sannfærður um að ég ætti
aldrei eftir að kunna að meta.
En það tekur sinn tíma að
kynnast honum og það er sann-
arlega þess virði, auk þess sem
það er mikið status symból fyr-
ir lítilfjörlegan öryrkjaleiðtoga.“
- Hvernig hamlar MS sjúk-
dómurinn eðlilegu Itfi?
„Fyrst og fremst hefur hann
áhrif á úthald mitt og starfs-
þrek. Áður fyrr gat ég setið við
fram á kvöld en nú er það
þannig að þegar líður á daginn
er ég orðinn uppgefinn. Þessu
fylgja sjón- og heyrnartruflanir
og ég á til dæmis ekki lengur
gott með lestur. Einn fylgifisk-
ur eru verkir víða um líkamann
sem erfitt er að lýsa fyrir þeim
sem ekki þekkja, en líkjast
helst tannpínu.
Þetta er alvarlegur sjúkdóm-
ur og þótt það sé kannski ekki
til eftirbreytni hef ég kosið að
fara þá leið að afneita honum
með því að líta svo á að mér
eigi ekki eftir að fara aftur, og
það er alls ekki útilokað að það
gerist þó líkurnar séu meiri á
því að mér hraki. Mér finnst
þægilegra að takast á við sjúk-
dóminn með þessa hugsun í
farteskinu en á móti kemur að
þegar köstin koma verða von-
brigðin fyrir vikið meiri. Þetta
er því allt dálítið grár leikur."
- Finnst þér kannsld innst
inni að þú þurfir að koma
meiru í verk af þvt tíminn
kunni hugsanlega að vera
naumur?
„Þú ert fyrsta manneskjan
sem bendir mér á þetta. Mér
finnst einmitt að ég þurfi að
gera mikið hér og nú. Ég stend
mig að því að gera ekki áætlanir
nema örfá misseri fram í tím-
ann. Mér Ieyfist að minnsta
kosti ekki að hugsa í kjörtímabil-
um eins og sumum öðrum. Það
er alls ekki með öllu vont að
verða fyrir þessari reynslu, það
opnar augu manns fyrir mörgu,
maður sér lífið í öðru ljósi og
gerir sér betur grein íyrir því
hvað það er sem raunverulega
skiptir máli. En í starfi mínu
hitti ég fólk sem á við miklu al-
varlegri fatlanir að stríða og býr
við miklu lakari kjör, þannig að
maður hættir að vorkenna sjálf-
um sér. Ég er í starfi þar sem
mér er treyst til að berjast fyrir
réttindum þessa fólks og það
finnst mér rnikil forréttindi. Þótt
það felist ákveðin lífsfylling í því
að setja saman bók sem veitir
fólki ánægju þá finnst mér ég
gera meira gagn í starfi mínu
hér en ef ég væri að skrifa bæk-
ur. Mér finnst ég vera að leggja
mitt fram."
„En í starfi mínu hitti ég fólk sem á við miklu alvarlegri fatlanir að stríða og býr við miklu
lakari kjör, þannig að maður hættir að vorkenna sjálfum sér. Ég er í starfi þar sem mér er
treyst til að berjast fyrir réttindum þessa fólks og það finnst mér mikil forréttindi"