Dagur - 11.03.2000, Side 18
34 - LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
UNGLINGALÍFIÐ í LANL
Foreldrar standandi bit
Leikfélag Menntaskólans á ísafirði setti upp Draum á Jónsmessunótt I tilefni af
Sólrisuhátíðinni.
Mikið húllumhæ hefur
veríð á ísafirði í þessarí
viku en þar hefur staðið
yfir Sólrísuhátíð. Fyrsta
Sólrísuhátíðin var haldin
fyrir 27 árum í Mennta-
skólanum á ísafirði síðan
hefur dagskráin undið
upp á sig. Hátíðin var sett
síðasliðinn sunnudag en
henni lýkur á morgun.
„Unglingar á ísafirði eru önnum
kafnir. Það er svo gaman að vera
hérna. Ef þú býrð á Isafirði og
langar til þess að hafa mikið að
gera þá gerirðu það. Þú þarft ekk-
ert annað en að rétta upp litla
fingurinn. Það er algjör óþarfi að
sitja heima, horfa á sápuóperum-
ar og kvarta yfir því, að það sé
ekkert að gera,“ segir Greipur
Gíslason, einn skipuleggjenda
Sólrisuhátíðar á Isafirði.
Dagskrá Sólrisudaga er íjöl-
breytt, það eru myndlistarsýning-
ar, tónleikar og fleiri uppákomur.
I gærkvöldi var Sólrisudansleikur-
inn þar sem hljómsveitin Miðnes
spilaði. I dag verða sýndar heim-
ildarmyndir í Menntaskólanum. í
kvöld verða síðan tónleikar, þá
kemur hljómsveitin Fálkar úr
Keflavík og síðan verður einhver
óvæntur glaðningur. A morgun
verður svo trúbadúrinn Hörður
Torfa með tónleika. I tengslum
við Sólrisuhátxðina setti svo leik-
félag Menntaskólans upp leikritið
Draum á Jónsmessunótt. Greipur
segir að sýningar hafi gengið vel.
„Það verður sýnt á morgun og
verður það að öllum líkindum
næst síðasta sýningin. Eg leik
þarna lítið hlutverk, það er hlut-
verk Páls Kvists. Það er leikstjór-
inn í leikhópnum í Iðnaðar-
mannaleikhúsinu. Hann er svolít-
,11 nörd. Það er mjög gaman að
standa í þessu. Það er alveg ótrú-
legt hvernig leikstjóranum hefur
tekist að ná því fram sem hann
vildi úr þessum efnivið. Ég veit að
margir foreldrar hafa verið alveg
standandi bit á því hvað krakkarn-
ir þeirra gátu. Sigrún Sól Olafs-
dóttir á heiður skilinn fyrir þetta
starf. Það hefur verið mjög gaman
að vinna með henni.“
Megnið utan skólatfma
Sólrisuhátfð stendur venjulega frá
sunnudegi til sunnudags en
Greipur segir að núna hafi vprið
reynt að að teygja þetta yfir tvær
helgar. Á föstudeginum fyrir viku
hafi verið opnað kaffihús sem
tengist hátíðinni og þá hafi út-
varpstöð Menntaskólans farið í
loftið. Á sfðasta laugardag var svo
söngvakeppni Menntaskólans.
Þar voru átta atriði en það voru
þau Gylfi Ólafsson og Róslaug
Agnarsdóttir sem sungu dúett,
sem sigruðu með Iagið „Orginal".
Viðburðir Sólrisuhátíðar eru opnir
öllum bæjarbúum. A skólatíma í
Menntaskólanum er dagskrá ætl-
uð nemendum, en Greipur segir
að öðru fólki sé ekki hent út. „Til
dæmis var Islenski dansflokkur-
inn með sýningu hjá okkur á mið-
vikudaginn klukkan þrjú og það
komu allmargir sem ekki eru í
Menntaskólanum á þá sýningu og
voru mjög velkomnir. Megnið af
dagskránni er utan skólatíma.
Dagskrárliðir hafa verið vel sóttir
af fólki utan úr bæ.“
Greipur segir að það sé gott að
eiga heima á ísafirði. „Eg hef
aldrei búið annars staðar, nema í
York og Kaupmannahöfn. Það var
reyndar ekki mjög lengi og ég var
lítill. Ég veit af því að mörgum
krökkum, sem fara héðan og eru á
„Ég veit afþvi að mörgum krökkum
sem fara héðan og eru á mínum aldri
og fara suður í framhaldsskóla þeim
grútleiðist I borginni. Ég held að þeir
sem vilji vera ánægðir með að búa
hérna séu það, “ segir Greipur Gíslas-
son, einn forsvarsmanna Sólrisuhátíðar
á ísaf irði.
mínum aldri og fara suður í fram-
haldsskóla þeim grútleiðist í borg-
inni. Ég held að þeir sem vilji vera
ánægðir með að húa hérna séu
það.“
Þurftu ekki að borga lista-
mönnum laun
Sólrisuhátíð er styrkt af Isa-
Ijarðarbæ og Landsbankanum en
Greipur segir fjármuni sem varið
er í hátíðina skila sér í ánægjunni.
„Það kostar inn á flesta þessa við-
burði og þannig fáum við pening í
kassann. Það fara allir á Sólrisu-
ballið, skólinn borgar leikstjórann,
þannig að við þurfum bara að
borga leikmyndina. Þannig má al-
veg ímynda sér að það sem kemur
inn af leiksýningunni dugi til að
borga aðra dagskrárliði. Gárung-
arnir voru að hlæja að því að við
værum með mjög metnaðarfulla
dagskrá núna af því dagskráin var
svo ódýr í fyrra - en þá var ekkert
flogið. Við þurftum því ekki að
borga neinum listamönnum laun,
en það var ofsalega fi'n dagskrá.
Við erum mjög stolt af þessari há-
tíð og ég veit að skólayfirvöld eru
mjög ánægð.
Við höfum haft gott samstarf
við tónlistarfélagið og myndlistar-
félagið hér á staðnum. Ég tel að
svona listahátíðir eigi ekki endi-
Iega að sækja svo mikið út fyrir
þetta svæði, heldur á líka að nota
það sem er fyrir. Bróðir minn er
framkvæmdastjóri skíðavikunnar
sem verður héma um páskana og
við höfum oft verið að ræða þetta.
Listahátíðir eru ekki bara til þess
að bæta við heldur verður líka að
styðja við bakið á því sem er á
staðnum." -PJESTA
Röddin er hljóðfæri og notar Jónsi hana sem
slíka, syngur texta á íslensku og sínu eigin
tungumáli til skiptis.
geðþekka útvarpsmann á Rás 2, segja
frá því að hann hafi verið á ferðalagi í
danskri járnbrautarlest og verið með
Ágætis byrjun diskinn í ferðaspilarnum
sínum. I klefanum hjá honum hafi ver-
ið danskur útvarpsmaður og Ieyfði Óli
honum að hlusta á Sigur Rós og mun sá
danski hafa hrósað tónlistinni en spurt
til hvers hægt sé að nota svona tónlist.
Tónlist er að sjálfsögðu vita gagnslaus
en gerir þó mesta gagn í heimi. Tónlist
er heilafóður og nærir skilningarvitin og
gerir lífið á jörðinni mun bærilegra. Sig-
ur Rós er á góðri leið með að Ieggja
undir sig heiminn með íslenskuna að
vopni. Textar hljómsveitarinnar eru á ís-
lensku ásamt því að vera á tungumáli
sem er þeirra eigin. Tungumál tónlistar-
innar er alþjóðlegt. Þvílíkur gullmoli.
-PJESTA
Tónleikar hljóm-
sveitarinnar Sigur
Rósar i Sjallanum
síðast liðinn
fimmtudag voru
upplifun fyrir
skynfærin.
„Vá!“ Var það eina sem kom uppí hug-
ann að loknum tónleikum Sigur Rósar
sem voru í Sjallanum síðastliðinn
fimmtudag. Þegar gengið var inn stund-
víslega klukkan níu voru kertaljós í
salnum, reykelsisilmur í Iofti, og slæð-
ingur af fólki og margir með farsímann
á lofti og sendu SMS. Fólk var að tínast
inn. Það var eftirvænting í Ioftinu en úr
hátölurunum hljómaði tónlist Hilmars
Arnar Hilmarssonar úr Englum Al-
heimsins. Sjallinn er ágætis staður til
þess að hlusta á plötur og tónlist
Englanna ágætis ujiphitun fyrir tónleik-
ana og hvað er betra til þess að magna
upp spennu en að láta fólk bfða.
Fólk var enn að tínast inn í húsið og
þegar tónléikarnir byrjuðu skyldu-
bundnum hálftíma of seint. Skömmu
seinna var salurinn þétt setinn. Hljóm-
sveitin spilaði lögin sín tvö úr „Englun-
um“, í bland við Iögin af Agætis byrjun
og ný lög sem væntanleg eru á geisla-
diski frá Fat Cat-útgáfunni bresku. Þar
var vögguvísan góðkunna eftir þá bræð-
ur Jón Múla og Jónas Arnasyni, „Bíum,
bíum bambalá," hljómaði skemmtilega í
búningi Sigur Rósar. Lögin af plötunni
Hljómsveitin Sigur Rós hefur vakið athygli fyrir frumlega og frjóa tónsköpun, en þeir drengir setja mark-
ið hátt og segjast ætla sér að breyta tónlistinni og því hvernig fólk lítur á tónlistina. myndir brink.
Ágætis byrjun hljómuðu hrárri en á út-
gáfutónleikunum í fyrra þegar þeir not-
uðu strengjakvartett, náttúruhljóð og
skyggnur til þess að auka áhrifamáttinn.
Tónlistin er tómlegri án þessara upp-
fyllimeðala.
Sjallinn er ágætis tónleikastaður, en
maður sem sat við hliðina á mér sagðist
gjarnan vilja sá hljómsveitina spila í
leikhúsinu. Ég er ekki frá því að það
hafi farið vel um hljómsveitina á sviði
Samkomuhússins. Hljómar lagsins Dán-
arfregnir og jarðarfarir hljóma vel og
Jónsi mundar fiðlubogann á gítarinn
sinn og tekst með þvf að skapa þvílíkt
flæði hljóða að það er alveg dásamlegt.
Röddin er hljóðfæri og notar Jónsi hana
sem slíka. Húsið nötrar f þyngstu köfl-
unum. Trommarinn slær djúpar pákurn-
ar og bassinn drunar. Þessir lágu undir-
tónar sem eyrað fær ekki numið verða
til þess að húsið nötrar. Það er gott að
vera alsgáður á tónleikum hjá Sigur
Rós. Þannig fær maður notið tónlistar-
innar til fulls. Þvílíkur hljómur.
Ég heyrði einu sinni Ola Palla, hinn