Dagur - 11.03.2000, Qupperneq 20
36- LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
Dagur
R A Ð 1 IIIGLÝSINGAR
-™ *
NAMSKEIÐ Ý M 1 S L E G T S T Y R K 1 R
Bílasalar
Námskeið ti! undirbúnings prófi fyrir þá sem vilja
afla sér leyfis til sölu notaðra bifreiða verður
haldið dagana 20. mars til 3. apríl kl. 16:00 til
20:00 í Fræðslumiðstöð bílgreina við Mosaveg.
Tekið er við skráningu í síma 586 10 50.
Staðfesta þarf þátttöku fyrir 16. mars með
greiðslu þátttökugjalds.
Fáist næg þátttaka er áætlað að halda námskeið
fyrir verðandi bifreiðasala á Akureyri í vor. Þeir
sem kunna að hafa áhuga á þátttöku þar eru
beðnir að gera viðvart í síma 586 10 50 fyrir 16.
mars.
Prófnefnd bifreiðasala
Fræðslumiðstöð bílgreina
FUNDIR
Aðalfundur
Sláturfélags Suðurlands svf.
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður
haldinn á Hótel Selfossi, föstudaginn 24. mars
2000 og hefst kl. 14:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr.
samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Tiliögur frá félagsaðilum sem bera á fram á
aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í
hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum
fyrir aðalfund.
Reykjavík, 3. mars 2000.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.
Akureyrarbær
íþrótta- og tómstundadeild Akureyrar
auglýsir breytingu á innheimtu
aðgangseyris fyrir fatlaða að sundlauga-
og skíðamannvirkjum á Akureyri.
Samkvæmt bókun íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar
sem samþykkt var af bæjarráði og staðfest í bæjarstjórn
Akureyrar, ganga í gildi nýjar reglur um innheimtu
aðgangseyris fyrir fatlaða að sund- og skíðamannvirkjum
Akureyrar frá og með 1. apríl árið 2000.
Þeir aðilar sem metnir eru 75% öryrkjar, sbr. örorkumat
Tryggingastofnunar ríkisins, fá frían aðgang að
sundlauga- og skíðamannvirkjum Akureyrar.
Einstaklingum ber að framvísa viðurkenndu skírteini
Tryggingastofnunar við afgreiðslu. Þeir einstaklingar
sem þurfa fylgdarmann eru vinsamlegast beðnir um að
láta skrá það í kort sín hjá viðkomandi forstöðumanni.
f.h. íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar
íþrótta- og tómstundafulltrúi.
ATVINNA
■M-j
ÍHf;'
Menntamálaráðuneytið
Embætti þjóðminjavarðar
laust til umsóknar
Embætti þjóðminjavarðar er laust til umsóknar.
Þjóðminjavörður hefur umsjón með þjóðminjavörslu í
landinu öllu. Hann er forstöðumaður Þjóðminjasafns
íslands og framkvæmdastjóri þjóðminjaráðs. Um
skipun/setningu þjóðminjavarðar fer eftir ákvæðum 2.
gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989 ásamt síðari breytingum
og ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins nr. 70/1996, ásamt síðari breytingum. Að öðru
jöfnu skal ráðinn maður með sérfræðimenntun í
menningarsögu og reynslu af stjórnunarstörfum. Um
laun þjóðminjavarðar fer eftir ákvörðun kjaranefndar,
sbr. lög nr. 120/1992, um Kjaradóm og kjaranefnd með
síðari breytingum.
Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um menntun og
fyrri störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00
föstudaginn 31. mars 2000.
Menntamálaráðuneytið, 10. mars 2000.
www.mrn.stjr.is
TILKYNNING
Ný símanúmer í
KENNARAHÚSINU
Skrifstofan - 595 1111
Fax 595 1112 • Afgreiðsla orlofshúsa 595 1122
Endurmenntunarsjóður grunnskóla 595 1133
Endurmenntunarsjóðurframhaldsskóla 595 1122
Netfang: ki@ki.is • Veffang: www.ki.is
Kennarasamband íslands
Félag gmnnskólakennara .
Félag framhaldsskólakennara
Félag tónlistarskólakennara
Félag stjórnenda við framhaldsskóla
Félag kennara á eftirlaunum
Skólastjórafélag Islands
Kennarahúsinu
Laufásvegi 81
101 Reykjavík
Kísilgúrsjóður
Styrkir - Lán - Hlutafé
Tilgangur sjóðsins er að kosta undirbúning aðgerða til
þess að efla atvinnulíf í þeim sveitarfélögum sem nú
eiga verulegra hagsmuna að gæta vegna starfsemi
Kísiliðjunnar h.f.
Til að ná fram markmiðum sjóðsins er stjórn hans
heimilt að veita áhættulán, styrki og að kaupa hluti í
nýjum og starfandi félögum. Um stuðning geta sótt,
fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar.
Styrkir:
Kostnaðarliðir sem notið geta stuðnings:
1 Undirbúningskostnaður verkefna
1 Vöruþróun
2 Átak til markaðsöflunar
3 Nám eða starfsnámskeið, samkvæmt sérstakri
ákvörðun stjórnar.
Lánakjör og hlutafjárkaup:
4 Kjör á lánum sjóðsins taka mið af kjörum
hliðstæðra lána hjá fjárfestingalánasjóðum.
5 Sjóðurinn tilnefnir að jafnaði ekki í stjórn þeirra
hlutafélaga sem hann á hlutdeild í nema hlutur
sjóðsins sé umtalsverður (þriðjungur eða
meira) og að stjórnaraðild sé talin æskileg til að
efla stjórnun hlutafélagsins.
Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki svo sem til að
niðurgreiða framleiðslukostnað. Styrkur verður aldrei
hærri en sem nemur helmingi af styrkhæfum kostnaði.
Umsóknarfrestur vegna vorúthlutunar 2000 er til 3.
apríl
Umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur og frekari
upplýsingar fást hjá Atvinnuþróunarfélaqi Þinqeyinqa.
Sími 464 2070, fax: 464 2151.
A T V I N N A
Akureyrarkirkja UBM
Sóknarnefnd Akureyrarkirkju auglýsir hér með eftir
starfskrafti. Um er að ræða nýtt starf og mun sá/sú
sem ráðin(n) verður taka þátt í að móta það.
Starfshlutfall er 75%.
Helstu verkefni:
1. Umsjón með ýmsum þáttum safnaðarstarfs
og aðstoð á því sviði.
2. Ritara- og útgáfustörf.
Kröfur um hæfni
Djáknamenntun, kennaramenntun eða sambærilegt.
Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu
og hæfileika til samskipta, samvinnu og frumkvæðis.
Nánari upplýsingar veittar í Akureyrarkirkju.
Umsókanarfrestur er til 30. mars.
Umsóknir skulu sendar til:
Akureyrarkirkja,
b/t formanns sóknarnefndar,
Rósthólf 442,
602 Akureyri.
Akureyri 10. mars 2000
Sóknarnefnd Akureyararkirkju.
Umbrot/hönnun
Óskum eftir að ráða starfsmann í umbrot blaðsins
á Akureyri.
Reynsla og kunnátta í notkun Freehand,
Photoshop og Quark xpress
Umsóknir berist í afgreiðslu Dags, Strandgötu 31,
600 Akureyri, merkt: Umbrot
ÖÍ4. j