Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 2
18 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 HELGARPOTTURINN Bylting er framundan hjá Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri. Það er að segja sýning á leikriti sem byggt er á þeirri frægu sögu Animal Farm eftir George Orwell - en það verður sýnt undir nafninu Bylting. Þetta er mikið verkefni og leggja 40 manns hönd á plóginn. Tónlist- arstjórn er í höndum Elínar Bjarkar Jónasdóttur og Helga Hreiðars Stefánssonar, leikstjóri er Agnar Jón Egilsson en öll kórfógrafía er unnin af hópnum. Frumsýning er áætluð 30. aprO næst- komandi í Samkomuhúsinu á Akureyri. Samfylkingin mun eftir helgina opna nýja heimasíðu sem mikil vinna hefur að undan- förnu verið lögð f að smíða. Slóðin að henni er samfylking.is og að sögn kunnugra verð- ur þetta einhver flottasta heimasíða lands- ins. Ritstjórar hennar eru þeir Björgvin G. Sigurðsson og Hreinn Hreinsson og ætla þeir að uppfæra síðuna daglega með upplýsingum af því helsta sem er að gerast á vettvangi stjórnmálanna. Hin brosmilda Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, sem frá því um áramót hefur verið kynninga- fulltrúi Kjarvalsstaða og Listahátíðar í Reykja- vík, hefur nú sagt upp störfum þar. Þetta mun allt vera f mestu friðsemd gert, en ástæðan er sú að Áslaug er ásamt manni sínum, Sigurði Nordal, að flytja til Bretlands þar sem hann fer til starfa hjá banka þeim sem FBA keypti nýlega þar í landi. Forseti vor og fulltrúi við merkar stundir úti í hinum stóra heimi, Ótafur Ragnar Gríms- son, verður viðstaddur hátíðarhöld í Kaup- mannahöfn um helgina í tilefni af 60 ára af- mæli hennar hátignar, Margrétar Dana- drottningar, á morgun. í kvöld verður há- tíðarsýning f Konunglega leikhúsinu og á morgun verður guðsþjónusta í Hallarkirkj- unni, drottningu til heiðurs. Að loknum há- degisverði f höll Kristjáns VII verður móttaka í ráðhúsi Kaupmannahafnar. Á sunnudags- kvöldið verður hátíðarkvöldverður og stiginn dans f Kristjánsborgar- höll. Svo skemmtilega vill síðan til að í dag, 15. apríl, á fyrrurn forseti vor, hún Vigdís Finnbogadóttir, 70 ára afmæli en báðar halda þessar heiðurskonur til í kóngsins Köbenhavn. Spurningin er bara hvort þær mæta f veislur hvorrar annarar... Eitt umtalaðasta mál líðandi viku eru þær stórframkvæmdir sem Sólveig Péturs- dóttir gekkst fyrir í dómsmálaráðuneytinu, þar sem hún lét koma upp einkaklósetti fyrir sig á skrifstofu sinni. í anddyri Alþingishúss- ins, undir málverkinu stóra sem sýnir þjóð- fundinn fræga árið 1851, heyrðist þessi staka kveðin. Hér kemur skýringin á þörfinni fyrir einkaklósetti í dómsmálaráðuneytinu og er hún ort í orðastað ráðherrans snyrtilega: Mér finnst jafnan mest um vert, (og mótmæli öllu bulli) að klósettið sé úr kristal gert en kranarnir úr gulli. Vikuna 24. til 30 aprO verður ísland í öndvegi á svokallaðri Alparósarhátíð (Azalea) í borg- inni Norfolk í Bandaríkjunum. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1953 og er ætl- að gefa fbúum Norfolk tækifæri á að fagna veru NATO-stöðvar f borginni. fsland hefur einu sinni áður verið í öndvegi á Azalea, árið 1990. Samkvæmt venju er Alparósardrottn- ing útnefnd frá heiðurslandinu og að þessu sinni hlotnaðist tvítugri Reykjavíkurmær sá heiður, írisi Huld Halldórsdóttur, sem er á meðfylgjandi mynd. íris Huld mun þessa viku koma fram við ýmis tækifæri til að kynna land og þjóó. Aðrir full- trúar íslands í Norfolk verða m.a. Barnakór Snælandsskóla, myndlistarkonan Sjöfn Har og Ijósmyndarinn Páll Stefánsson. íris Huld Halldórsdóttlr. Sólveig Pétursdóttir. Áslaug Dóra Eyiólfsdóttir. Spennusögu átta höfunda um Leyndardóma Reykjavfkur 2000 hefur verið vel tekið í bókaverslunum og vakið umtal og áhuga. Á sérstök- um fundi sem Bókasamband íslands heldur f dag í Kornhlöðunni eiga höfundarnir að mæta til að árita bókina og taka þátt í umræðum um íslenskar spennusögur. Mesta forvitni vekur hvort hin dularfulla Stella Blómkvist mætir á staðinn, en hún hefur hingað til haldið hinu rétta nafni sínu vandlega leyndu. „Á leikana koma krakkar vítt og breitt af landlnu og mörg hver koma aftur og aftur. I/ið erum búin að sjá okkar helsta skíða- fólk á Andrés, “ segir Gísli Krist- inn Lórenzson, sem setið hefur í framkvæmdanefnd leikanna frá upphafi. mvndir brink. Leikur og keppni Einn af sumarboðunum eru Andrésar Andarleikarnir sem nú eru haldnir á Akureyri. Leikarnir hafa verið haldnir frá 1976, en í ár taka þátt f þeim 800 keppendur víðs- vegar af landinu. Veðrið setti þó strik í reikninginn í gær. „Ég er mjög áhugasöm um skiðaiþróttina og mér finnst þetta merkilegur og skemmti/egur viðburður sem ég vil ekki missa af, “ segir Jóhanna Skaftadóttir frá Dalvík sem tekur núna þátt í sínum nítjándu Andrésar Andarleikum. „Við höfum aldrei séð annan eins fjölda á setningarathöfn og var í fyrrakvöld. Eina breytingin sem við gerðum frá fyrri árum var að við bættum við flugeldasýningu. At- höfnin heppnaðist geysilega vel,“ segir Gísli Kristinn Lórenz- son, títtnefndur Kiddi Lór, sem setið hefur í framkvaémdanefnd leikanna frá upphafi. Kiddi segir að á fyrstu leikunum hafi verið 148 keppendur en í ár séu þeir tæplega 800, en tæplega 200 manns koma að undirbúningi leikanna. Gaman og gefandi Þegar menn mættu í fjallið í gær- morgun var útlitið ekki glaesilegt því um nóttina hafði brostið á með vestanroki og varð að fresta allri keppni síðdegis vegna þess. Kiddi segir að aldrei sé hægt að reikna út veðrið. I morgun, laugardag stóð til að keppnin byrjaði klukkan 9 og að keppt yrði í öllum flokkum. Þá er stefnt á stórsvig, svig, risasvig og göngu með frjálsri aðferð. Síðan er gert ráð fyrir verðlaunaafhendingu í Iþróttahöllinni og að henni lokinni á að ganga að sundlauginni þar sem verður grillveisla fyrir þátttakendur og fararstjóra. Á sunnudaginn verð- ur lokakeppnin og verðlaunaaf- hending og myndasýning og mótslit klukkan 15:30. Allt veltur þetta þó á veðri. Kiddi segir það sé gaman og gef- andi að standa í undirbúningi leik- anna. „Það er mjög gaman að vinna fyrir börnin. Þetta er leikur og þetta er keppni. Á leikana koma krakkar vítt og breitt af landinu og mörg hver koma aftur og aftur. Við erum búin að sjá okkar helsta skíðafólk á Andrés, eins og til að mynda Krist- inn Björnsson. Margt af þessu fólki náði varla uppúr skónum, af því þeir voru svo Iitlir þegar þeir komu hingað fyrst. Hingað koma heilu íjölskyldurnar. Það er til fólk sem kom með börnin sín á fyrstu leik- ana og það er núna að koma með afa- og ömmubörnin." Fjölskylduleikar „Andrésar Andarleik- arnir eru toppurinn á vetrinum. Þegar mað- ur hefur áhuga á ein- hverri íþrótt, þá fylgir maður henni eftir til enda. Eg hef áhuga á skíðaíþróttinni, mér finnst gaman að stun- da skíði og ég tala nú ekki um ef maður hef- ur fjölskylduna með,“ segir Jóhanna Skafta- dóttir, frá Dalvík sem tekur núna þátt í sín- um 19. Andrésarleik- um. Hún og Brynjólf- ur maður hennar eiga þrjá syni sem allir stunda skíði og hafa tekið þátt í Andréstar Andarleikum. Þau komu á fyrstu leikana árið 1982 með elsta soninn en tveir elstu synir þeirra eru ennþá að keppa á skíðum. „Fjölskyldan er öll á þessum leik- um og Þorsteinn bróðir minn var á fyrstu Ieikunum og þetta eru 23. leikarnir sem hann mætir á sem fararstjóri. Yngsti sonurinn keppir í 12 ára flokki þannig að þetta er síð- asta árið hans. Ég vona samt að mér verði fengin einhver verkefni til þess að geta haldið áfram að koma. Þetta er alveg geysilega skemmtilegt. Ég er mjög áhugasöm um skíðaíþróttina og mér finnst þetta merkilegur og skemmtilegur viðburður sem ég vil ekki missa af.“ -PJESTA Hannes Hlífar kom sá og sigraði á Reykjavíkur- skákmótinu. Hann hafði ekki aðeins betur í bar- áttunni við innlenda kollega heldur þá erlendu líka. Og voru þó þar á meðal þekkt nöfn í heimi skáklistarinnar. Sigur Hannesar Hlífars er því hinn glæsilegasti og hann réttilega kjörinn mað- ur vikunnar. Hannes Hlífar Stefánsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.