Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 - 21 Leikur listarinnar Á sýning- unni Terror 2000, sem nú stendur yfir í kjallara Norræna hússins, vekur athygli listaverk sem jafnframt er fót- boltaspil. Getur leikur verið list, spyrja menn og það ekki að ástæðu- lausu. Fótboltaspilið er eftir finnska listamanninn Jiri Geller. Það er ekkert óalgengt að rekast á svona spil á samkomustöðum karlmanna, sem í suðurhluta Evrópu myndu vera kaffihús og barir. Leikurinn fer fram á leik- velli á borði og eru liðsmenn fastir á stöngum fyrir ofan það sem tveir „leikmenn" stjórna. Fótboltaspilið hans Jiri er ekkert mikið öðruvísi, en þó hefur hann gert á þeim nokkrar grundvallarbreytingar. Liðsmenn spilsins eru litlir Jesúsar annars vegar og Búddar hins vegar sem sparka á milli sín hnetti í stað bolta. Leikurinn er tengdur tölvu, sem gestir geta séð undir horðinu, en frá henni koma ógurleg hljóð sem stjórnast af Ieiknum. Leikmenn spila því ekki aðeins hvor á móti öðrum heldur gefa tölvunni skipanir. Ekki bara fótboltaspil Spilið hans Jiris hefur sama að- dráttarafl og önnur fótboltaspil, en munurinn á þeim er sá að litlu Búddunum og Jesúunum ásamt táknmerkjum í hornum, hnetti og hljóðum er ætlað að vekja áhorfandann til umhugs- unar um valdabaráttu og múgsefjun trúarhragða sem bít- ast um yfirráð á okkar hnetti. Verkið er því þegar allt kemur til alls gerólíkt samskonar spilum á börum og kaffihúsum, sem eru ekkert annað en það sem þau sýnast vera, nefnilega fótbolta- spil. Það er að verða sífellt algeng- ara að rekast á listaverk af þess- um toga á sýningum erlendis, þótt ekki hafi borið mikið á slík- um verkum á Islandi. Astæðan gæti verið sú að íslenskir mynd- listarmenn séu ekkert tækni- sinnaðir en einnig gæti verið að þeir hafi ekki haft greiðan að- gang að tækninni. Oðru máli gegnir um starfsbræður þeirra útlenda sem margir hverjir hafa verið að fást við rafræna list, sem verkið í Norræna húsinu flokkast undir, í marga áratugi. Gutenberg byltingin Með rafrænni list er átt við myndbönd, hljóðverk, ljósverk, samskiptaverk, vélmenni og töluverk. Tölvulistin fór þó ekki að þróast af viti fyrr en einka- tölvan kom á almennan markað á viðráðanlegu verði fyrir rúm- um áratug. Síðan hafa sífellt fleiri Iistamenn tekið tölvuna í sína þjónustu og það ekki hara þeir sem fást við elektróníska list. Nýjasta afsprengi rafrænnar listar eru gagnvirk tölvuverk unnin með stafrænni tækni. Stafræn tækni er reyndar ekkert einkamál tölvulistar. Flana má nota við alla myndgerð í dag, hvort sem það eru ljósmyndir, myndbönd eða kvikmyndir. Staf- ræn tækni hefur breytt skynjun okkar segja menn og halda því fram að hún sé jafn byltinga- kennd og prentækni Gutenbergs var á sínum tíma. Tölvan hefur auk þess komið með nýja vídd inn í myndlistina sem er leikurinn. Myndlist hefur ekki þótt jafn nátengd leiknum og margar aðrar listgreinar, svo sem tónlist og leildist, en vel getur verið að það sé rangt mat. Myndlist fylgir reglum eins og allir Ieikir, en það sem einkennir leikinn eyðileggur listina. Eng- inn leikur gengur upp ef þátt- takendur hundsa settar leikregl- ur, þetta veit hvert mannsbarn. Hið sama gengur ekki upp í skapandi listum, þótt þær bygg- ist líka á ákveðnum reglum. Þeir listamenn sem sett hafa svip sinn á söguna hafa leikið sér að því að brjóta reglurnar, snúa þeim, slíta þær og afljaka, sjálf- um sér til skemmtunar, en sam- tímamönnum sínum til hrelling- ar. Slík óhlýðni virðist hins vegar vera óhjákvæmilegur hluti af frjórri sköpun sem einkennir mikil listaverk. Fá að vera með Lengi vel tóku njótendur lista ekki þátt í leik listarinnar öðru- vísi en sem áhorfendur og túlk- endur. Sem slíkir eru þeir á viss- an hátt þátttakendur í sköpun verksins og sumir hafa jafnvel viljað halda því fram að áhorf- andinn sé beinlínis höfundur þess. Marcel Duchamp hélt því fram að svo væri og tóku Iæri- sveinar hans á sjöunda og átt- unda áratugnum þær yfirlýsing- ar bókstaflega. Þeir vildu fá áhorfendur til að taka virkan þátt í gjörningum sínum og uppá- komum, sem minntu meira á helgiathafnir en leiki. Áhorfendur voru ekki eins ginnkeyptir fyrir þátttöku í slík- um ritúölum og þeir eru fyrir leiknum f tölvulistinni. Hann byggist á gagnvirkum eiginleik- um tölvunnar, sem er talin ein ástæðan fyrir vinsældum tölv- unnar meðal almennings. Flest- ar einkatölvur, sem keyptar eru inn á heimili eru fyrst og fremst notaðar sem leiktæki fyrir tölvu- leiki. Listamenn sem nota tölvur nýta þær gjarnan í svipuðum til- gangi, til að búa til einskonar leiki, sem tælir áhorfandann til þátttöku. Og það virðist virka þvf söfn með slíkum verkum minna meira á skemmtigarða en hefðbundin Iistasöfn. R9AD eftir Erskine Caldwell Þýðing: Jökull Jakobsson Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson Lýsing: Ingvar Björnsson Hljóðmynd: Kristján Edelstein Leikstjóri: Viðar Eggertsson Leikarar: Þráinn Karlsson, Hanna María Karlsdóttir, María Pálsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Agnar Jón Egilsson, Kristjana Jónsdóttir, Sunna Borg, Árni Tryggvason, Hinrik Hoe og Anna Gunndís Guðmundsdóttir. 2. sýning laugard. 15. apríl kl. 20:00 Uppseit 3. sýning miðvikud. 19. apríl kl. 20:00 4. sýning fimmtud. 20. apríl kl. 20:00 5. sýning laugard. 22. apríl kl. 20:00 jLi.iiiuúiaMiOaijLúiiúUtij, IbiDlnHULjEimEMa rHLtbl.rBð ILEIKFÉLAG AKIIREYRAR Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is sÓ0)j ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551-1200 Stóra sviðið kl. 20:00 LANDKRABBINN - Ragnar Arnalds 7. sýn. í kvöld lau. 15/4 uppselt, 8. sýn. mið. 26/4 örfá sæti laus, 9. sýn. fim. 27/4 örfá sæti laus, 10. sýn. fös. 5/5 nokkur sæti laus, 11. sýn. lau. 6/5 nokkur sæti laus, 12.sýn. fös. 12/5 nokkur sæti laus, fim. 18/5. GLANNi GLÆPUR í LATABÆ - Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun. 16/4 kl.14:00 örfá sæti laus og kl. 17:00 örfá sæti laus, sun. 30/4 kl. 14:00 uppselt, sun. 7/5 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun.14/5 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 21/5 kl. 14:00. DRAUMURÁ JÓNSMESSUNÓTT - eftir William Shakespeare. FRUMSÝNING fim. 20/4 uppselt, 2. sýn. fös. 28/4 örfá sæti laus, 3. sýn. lau. 29/4 örfá sæti laus, 4. sýn. mið. 3/5 örfá sæti laus. ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt Sun. 30/4. Takmarkaður sýningafjöldi. KOMDU NÆR - Patrick Marber Mið. 31/5. Sýningin er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. Litla sviðið kl. 20:30: HÆGAN, ELEKTRA - Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir í kvöld lau.15/4 örfá sæti laus, sun. 16/4, sun. 30/4. Smíðaverkstæðið kl. 20:00 VÉR MORÐINGJAR - Guðmundur Kamban í kvöld lau. 15/4, fös. 28/4, lau. 29/4. Sýningum fer fækkandi. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS 17. apríl kl. 20:30 Gullkistan. í tilefni af 50 ára afmæli Þjóðleikhússins verður fjallað um leikskáldið Guðmund Steinsson. Flytjendur eru Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Björnsdóttir, Stefán Jónsson, Erlingur Gíslason og Margrét Guðmundsdóttir. Umsjón hefur Jón Viðar Jónsson. Miðasalan er opin mánud.- þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.- sunnud. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200. thorey@theatre.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.