Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 7
Da^wr. LAUGARDAGUR 15. APRIL 2000 - 23 Ufw ÍLAmjimj . j Ólafur Ragnarsson stjórnarformaður Vöku-Helgafells afhendir fulltrúum nemenda úr áttunda bekk Hagaskóla eintak af þjóðsagnasafninu. Gamlar sög- ur fýrir nýja kynslóð „Það sem kom AB á hausinn á sínum tíma var að þangað voru ráðnir viðskiptafræðingar úr Há- skólanum sem vissu ekki hvað það er að gefa út bækur. Mál og menning hefur plumað sig vegna þess að þar kunna menn til verka og uppskera samkvæmt því. Mál og menning er eina úgáfufyrir- tækið á landinu sem hefur rit- stjórn, flokk manna, sem fer í gegnum handrit og sendir menn heim ef þarf og segir þeim að koma aftur næsta ár. Bækur mín- ar hafa komið út hjá Máli og menningu, ég varð að fara þrisvar í gegnum sumar þeirra og fyrir það er ég afar þakklátur því bæk- urnar stórgræddu á því. Sumir höfundar eru reyndar viðkvæmir fyrir sinni persónu, það sem þeir hafa skrifað, hafa þeir skrifað og vilja engu breyta. Þeir líta því á allar leiðbeiningar sem óþarfa af- skiptasemi. En alls staðar úti í heimi er þessi háttur hafður á. Það var séð um kalla eins og Hemingway, þeir höfðu ritstjórn scm kembdi bækurnar og ég held að þeir hafi bara grætt á því.“ - Af þeim listamönnum sem þú hejur kynnst, hver er þér eftir- minnilegastur? „Langskemmtilegasti rithöf- undur sem ég hef kynnst var Halldór Laxness. Hann var ótrú- legur sagnamaður. Arið 1984 fór ég í heimsókn að Gljúfrasteini nteð kanadísku ljóðskáldi, Davíð Arnasyni. Við sátum í hálfan ann- an tíma og hlustuðum á Halldór lýsa því hvernig menn notuðu gafla, hrífur og alls kyns tól til að hrekja hann frá Nýja Islandi. Davíð, sem er frægur sagnamað- ur í Kanada, sagði mér að hann hefði aldrei á ævinni hlustað á skemmtilegri frásögn og hafði hann þó hlustað á marga góða sagnamenn. Halldór var ákaflega skemmti- legur maður og hann gat allt, en maður vissi aldrei hver hann var. Hann var líka ótrúlega viðkvæm- ur. Við vorum góðir vinir. Svo skrifaði ég ritdóm árið 1972 í Skírni um Islendingaspjall og sagði í lokin að Halldór hefði mátt nefna nöfn Þórhalls Vil- inundarsonar og Sigurðar Líndals sem höfðu skrifað greinar sem voru á svipuðum nótum og skrif Halldórs um Landnámu. Halldór reiddist mér illa en það vissi ég ekki fyrr en tveimur árum seinna. I ráðherrabústaðnum var haldið boð honum til heiðurs og þar hélt hann ræðu og bölsótaðist út í blaðasnápa sem væru að væna hann um ritstuld. Það voru tveir menn sem vissu um hvað hann var að tala. Það voru Olafur Jóns- son og Sigurður Líndal, því Hall- dór hafði sagt sig úr bókmennta- félaginu um leið og greinin birtist í Skírni. Þeir fóru upp að Gljúfra- steini og lágu yfir honum og fengu hann til að hætta við úr- sögnina. Allt jafnaði þetta sig þó og þegar ég varð fimmtugur fékk ég skeyti frá Halldóri: „Til ham- ingju með ljóð og list.“ Síðan var gott með okkur." Hefði viljað gera betur - Ertu dnægður með lífsslarfic) eða hefdirðtt viljað gera nteira? „Eg hefði viljað gera meira en aðallega hefði ég viljað gera betur. Blaðamcnnskuárin voru á sinn hátt mjög skemmtileg. Eg var rit- stjóri Samvinnunnar í sjö ár og á þeim tíma gerði ég ekki annað. Það má náttúrlega segja að ég hefði getað nýtt þau ár í að skrifa bækur sem væru nú uppi í hillu meðan Samvinnan er niðri í skúffu. Auðvitað getur rnaður velt sér upp úr slíkum hlutum en ég var með tjölskyklu og varð að vinna fyrir mér. Eg er alls ekki óánægður með „Mál og menning hefur plumað sig vegna þess að þar kunna menn til verka og uppskera sam- kvæmt því. Mál og menning er eina úgáfu- fyrirtækið á landinu sem hefur ritstjórn, flokk manna, sem fer í gegn- um handrit og sendir menn heim ef þarf og segir þeim að koma aft- ur næsta ár“ lífsstarfið. Eg er kannski á þrengri vettvangi en margir aðrir rithöf- undar. Eg hef aldrei getað skrifað almennilega skáldsögu þótt ég hafi reynt það. Eg er í dálítið sama stíl og Þórbergur, sem gat aldrei búið til persónur. En svo eru menn eins og Joyce, allt sem hann skrifaði var sjálfsævisögu- legt en hann gat ummyndað það í eitthvað annað, en það hefur mér gengið mjög illa.“ - Ertu búinn að skrifa allar þær bækur sem þú ællaðir þér? „Eg á eftir þrjár. I haust kemur út bók sem heitir Undir dag- stjörnu og Ijallar um árin tíu á Mogganum, hún hefur undirtitil- inn athafnasaga. Svo á ég eftir að skrifa bók sem verður átakasaga og fjallar um Samvinnuárin, Grikkland, Víetnam og Rithöf- undasambandið og hún kemur út eftir eitt eða tvö ár. Og þá er eftir bókin Ferðalok. Nú, svo kemur út þýðing á Portrait of the Artist as a Young Man og þá er Joyce kom- inn allur nema Finnegan’s Wake.“ - Og á hún ekki að koma? „Nei, ekki til að tala um. Ég á góðan vin í Berlín sem kom hing- að í sumar og hafði með sér Finn- egan's Wake á þýsku. Þýðandinn hafði eytt sautján árum í þýðing- una sem er jafnlangur tími og Joyce var að skrifa bókina. Svo fór ég að lesa þýskuna og spurði vin minn hvort hann skildi hana. Nei, hann sagðist ekki skilja hana, þetta væri miðaldaþýska. Aumingja maðurinn eyddi sautján árum í þetta. Kannski verður hann ódauðlegur fyrir vik- ið en ég ætla ekki að taka áhætt- una. Besti kennari minn í New York var af írskum ættum og hann sagði eitt sinn: „Þegar ég er kominn á eftirlaun ætla ég að eyða því sem eftir er ævinnar í að skýra út og gera grein fýrir sex lín- um í Finnegan’s Wake.“ Þá vissi ég að sú bók væri ekkert lyrir mig.“ - Hefurðu komist að einhverri niðurstöðu um tilgang hfsins? „Tilgangur lífsins er að reyna að gera það besta úr því sem manni er gefið. Mér finnst þegar ég lít til baka yfir þessi sjötfu ár að það sé eitthvert mynstur þarna sem ég ákvað ekki. Jú, vitanlega verður maður að velja en það er eins og ég hafi ekki ráðið því hvað ég valdi. Mér finnst ég vera að sinna ætlunarverki sem ég fæddist til að ljúka. Mér finnst þetta skrítið því við vorum svo mörg systkinin og ekkert þeirra fór lengra en í barnaskóla. Ég spyr mig stund- um: Af hverju ég?“ - Nú eyðir fólk oft áratugum til að komast frá æsku sinni, ertu sáttiir við þína bemsku? „Ég er sáttur við hana. Það var mikið áfall að missa móður sína níu ára gamall. Faðir minn eignaðist börn með tveimur systrum hennar áður en hún dó, en svo tók önnur þeirra við heimilinu, hélt því saman og bjargaði því í raun og veru. Þegar ég var búinn að koma æsku minni á blað í Undir kal- stjörnu þá var eins og lyft væri af mér þungu fargi. Oft er tal- að um að skrifa sig frá hlutum og það gerði ég með þessari bók - og er enn að gera. Já, mér finnst skriftirnar vera læknis- dómur. Góð aðferð til að bjarga sálinni." Vaka-Helgafell hefur sent frá sér íslenskt þjóðsagnasafn sem geymir á áttunda hundrað sögur. „Ég lít á þjóðsögur sem ex- istensialískar sögur,“ segir Sverrir Jakobsson einn ritstjóra nýs þjóðsagnasafns sem Vaka Helgafell hefur nýlega sent frá sér, „þessar sögur fjalla um manninn og baráttu hans við örlög sín, heiminn og hið ókunna. Þær eru mjög óhugn- anlegar og ólíkt ævintýrum þar sem allt gengur upp og rætist, enda þjóðsögur oft illa.“ Heimur þjóðsagna er nú enn á ný aðgengilegur nútímales- endum með úgáfu þessa fimm binda þjóðsagnasafns sem geymir á áttunda hundrað sög- ur. Ritstjórar verksins eru Olaf- ur Ragnarsson, Sverrir Jakobs- son og Margrét Guðmunds- dóttir. Sverrir ber meginábyrgð á vali sagnanna. Hann segir ýmis konar forsendur hafa leg- ið að baki valinu á þeim. „Við vildum hafa í þessu safni þekktar sögur, svo fólk saknaði ekki einhvers. Einnig skemmti- legar sögur því fólk verður að hafa gaman af lestrinum. Síðan var miðað við að sögurnar væru sem frá breiðustu tímabili og þær ná allt frá upphafi sagna- ritunar til tuttugustu aldar.“ En af hverju er þörf á nýju þjóðsagnasafni? Margrét Guð- mundsdóttir leggur áherslu á að þjóðsögur eigi erindi við hverja nýja kynslóð. „Ég held að það sé gott að hver kynslóð gefi þær út fyrir sig og það þarf einnig að kynna þær nýjum kynslóðum, annars gleymast þær,“ segir hún. Margrét hafði umsjón með gerð skráa í verk- ið, annaðist samræmingu texta og sá um að færa stafsetningu til nútímahorfs. „Þessar þjóð- sögur eru gamlar, þær ciga að vera gamlar en það er algjör óþarfi að láta gamaldags staf- setningu þvælast fyrir lesend- um,“ segir hún. „Stafsetningin sem birtist í þeim safnritum, sem við tökum sögurnar úr, er stafsetning skrásetjara og staf- setning ritstjóra þeirra verka. Ef litið er yfir þjóðsagnaflóruna þá er þar skrautleg stafsetning og frágangur og það er alveg óþarfi að láta þá sundrungu ríkja í þessu nýja safni." Sögurnar eru flokkaðar á nýj- an hátt þannig að efni þeirra verði sem auðnýtanlegast fyrir nútímalesendur. I formála verksins segir Ólafur Ragnars- son að það flokkunarkerfi sem stuðst hafi verið við í íslensk- um þjóðsagnasöfnum allt frá miðri 19. öld sé að inörgu leyti framandlegt í augum fólks við lok tuttugustu aldar og upphaf þeirrar tuttugustu og fyrstu. Sögunum er í þessu nýja safni skipað í fjóra meginflokka sem bera heitin: Af mannfólki, Af æðri máttarvöldum, Ur ríki náttúrunnar og Ur huliðsheim- um. Sögumanna og skrásetjara er getið eftir því sem mögulegt var og fæðingarár og dánarár þeirra ef það fannst. Sem dæmi má nefna að við söguna Upp mínir sex í Jesú nafni stendur: handrit sr. Skúla Gíslasonar (1825-1888) á Breiðabólstað eftir Gunnhildi Jónsdóttur (1787-1866) á Minna-Hofi. Þessi aðferð er vel til þess fall- in að færa sögurnar, umhverfi þeirra og tíma nær lesandan- um. I lok inngangs segja ritstjór- ar: „I íslenskum þjóðsögum birtist hugmyndaheimur geng- inna kynslóða okkur ljóslifandi, fólkið við leik og störf, í gleði og sorg. Frásagnargáfan ræður ferðinni, ímyndunaraílið ljær óskum og draumum vængi. Is- lenskar þjóðsögur eru hluti af íslensku þjóðlífi, þvf nútfðin á rætur í fortíðinni og allt sem við lifum er framhald þess sem áður var.“ ,Mér finnst þegar ég lit til baka yfir þessi sjötíu ár að það sé eitthvert mynstur þarna sem ég ákvað ekki. Jú, vitanlega verður maður að velja en það er eins og ég hafi ekki ráðið þvi hvað ég valdi.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.