Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
xiJrJP J ÍAjJDJjJU y
Það er mín skoðun að listamenn eigi að taka þjóðféiagstega afstöðu þvíþeir geta komið sjónarmiðum sínum betur á framfæri en fólk sem er óvant að skrifa. Þeir sem geta tjáð sig eiga að gera það.
Skriftimar em
læknisdómur
Sigurður A.
Magnússon
lítur yfir far-
inn veg,
ræðir um
bókmenntir
og hræringar
á bókamarkaði, pólitík
og lífsviðhorf.
- Nií er vikci bóharinnar, þannig
að það er við hæfi að hefja viðtalið
á spumingu um bóklestur. Hef-
urðu áhyggjur af því að hann fari
minnkandi?
„Auðvitað hefur maður áhyggj-
ur því það er Ijóst að bóklestur
hefur minnkað. Rithöfundar
verða varir við það, minnkandi
bóklestur hitnar á þeim þar sem
þeir fá prósentur af sölunni. Svo
ég taki dæmi af sjálfum mér, þá
er ég með mun lægri rítlaun nú
en fyrir tuttugu árum. En það er
óþarfi að fyllast örvæntingu þótt
eitthvað hafi dregið úr bóklestri
því enn er mikið lesið og mikið
gefið út af góðum bókum. Svo er
rétt að benda á að fyrir tíma
launasjóðsins gátu einungis örfáir
lifað á skrifum sínum. I dag hafa
um sjötíu íslenskir höfundar
fengið heil verk eftir sig birt er-
lendis. Það finnst mér hreinlega
vera kraftaverk."
- Finnst þér íslenskir rithöfund-
ar jafn þjóðfélagslega meðvitaðir
og þeir voru hér á árttm áður?
„Nú er allt annað pólitískt
landslag og umhverfi en var.
Kalda stríðið, sem skipti mönnum
í fylkingar, er að baki. En mér
finnst íslenskir nútímarithöfund-
ar hafa mjög sterka þjóðfélagslega
vitund og höfundar eins og Guð-
mundur Andri Thorsson, Guð-
bergur Bergsson og Pétur Gunn-
arsson koma strax upp í hugann.
Það er mín skoðun að Iistamenn
eigi að taka þjóðfélagslega af-
stöðu því þeir geta komið sjónar-
miðum sínum betur á framfæri
en fólk sem er óvant að skrifa.
Þeir sem geta tjáð sig eiga að gera
það. Reyndar finnst mér skylda
hvers einasta manns í þjóðfélag-
inu að taka afstöðu til umhverfis-
ins.“
- Þú ert pistlahöfundur á DV og
þar verður ekki annað séð en þú
sért í stjómarandstöðu.
„Eg er alltaf f valdaandstöðu.
Það er svo skrítið en ég hef ein-
hvern veginn alltaf haft ofnæmi
fyrir valdi. Þegar ég var á Mogg-
anum skrifaði ég rabbdálka og
það varð allt vitlaust út af þeim.“
- Hvemig fannst þér að vinna á
Mogganum?
„Bjarni Benediksson réð mig á
Moggann á sínum tfma og stóð
alltaf með mér meðan hann var
ritstjóri. Kristmann Guðmunds-
son var bókmenntagagnrýnandi
blaðsins og var eitthvað óhress
með að ungur strákur var settur
við hlið hans og ekki bætti úr
skák að ég hafði gagnrýnt þýð-
ingu hans á einhverri bók. Hann
kvartaði við Bjarna sem hélt fund
með okkur og sagði við mig: „Sig-
urður, þú ert ráðinn hér til að
skrifa það sem þér finnst og þú
gerir það áfram.“ Eftir það hætti
Kristmann að heilsa mér.
Það var stundum bæði erf’itt og
einkennilegt að vinna á Moggan-
um. I orði kveðnu hafði ég frjáls-
ar hendur en ef ég kom með
grein sem tengdist viðkvæmum
„Fyrlr mér er Davíð
Oddsson dæmigerður
fýrir stjórnmálamann
sem kemur óorði á
stjórnmálin. Hann er
vissulega orðheppinn
og getur verið fýndinn
en er um leið ótrúlega
slunginn í innihalds-
lausum málflutningi.“
málum eins og hernámsandstæð-
ingum var mér tilkynnt fyrirfram
að greinin yrði ekki birt. Kalda-
stríðsandinn réð öllu þarna. Eg
man að eitt sinn birtist grein í
Tímanum þar sem fjallað var um
tvö andlit Morgunblaðsins og því
haldið fram að blaðið notaði mig
til að hafa þá sjálfstæðismenn
góða sem ekki vildu fylgja
Hokkslínunni í blindni. Ritstjórn
Moggans svaraði þessum skrifum
með því að ég þyrfti ekki að bera
rnínar greinar undir ritstjórnina.
Magnús Kjartansson gerði at-
hugasemd við það í Austra og
benti á að ég hefði verið boðaður
á menningarviku hernámsand-
stæðinga, ég hefði mætt en ekki
skrifað neitt um hátíðina. Hann
sagðist vita ástæðuna því ég hefði
sagt þegar ég kom á ráðstefnuna
að ritstjórn blaðsins hefði tilkynnt
mér áður en ég fór þangað að ég
fengi ekki að skrifa um hana og
ég hefði þurft að hlýða því. Þetta
væri nú allt frelsið, sagði Magnús
- og það var rétt hjá honum.“
- Ef við víkjum frá árum kalda
stríðsins og að nútímanum, hver
finnst þér vera helsta meinsemdin
í íslensku þjóðfélagi?
„Otrúleg pólitísk spilling og
fj'ármálaspilling. Fjársterk fyrir-
tæki eru hið dulda vald sem
aldrei sýnir sig opinberlega. Ríkis-
stjórnin er strengjabrúða fjár-
magnsaflanna sem fara sínu fram
í kvótamálinu og gagnagrunns-
málinu, jafnvel í virkjunarmálum.
Onnur meinsemd er dvínandi
áhugi fólks á stjórnmálum og þar
er ekki við neina aðra að sakast
en stjórnmálamennina. Almenn-
ingur lítur á þá sem loddara sem
ota sínum tota og fyrir vikið
finnst honum stjórnmál ekki þess
virði að skipta sér af þeirn."
- Hver er þá skoðun þín á for-
sætisráðherra, er hann ekki
þungaviktarsljórnmálamaður?
„Fyrir mér er Davíð Oddsson
dæmigerður fyrir stjórnmála-
mann sem kemur óorði á stjórn-
málin. Hann er vissulega orð-
heppinn og getur vcrið fyndinn
en er um leið ótrúlega slunginn í
innihaldslausum málflutningi.
Fyrir síðustu kosningar var mál-
flutningur hans í þoku, ekki var
tckið á einu einasta máli, og jafn
einkennilegt og það er fór það vel
í þjóðina. Davíð segir aldrei neitt
og það Bnnst mér svo ömurlegt.
En með þessum aðferðum hefur
hann náð tökum á Sjálfstæðis-
flokknum sem fylgir honum ná-
lega blint.“
Velgengni
Máís og menningar
- Við verðum að vt'kja að slótiíð-
indum á íslenskum bókamarkaði,
sameiningu Máls og menningar og
Vöku Helgafells. Finnst þér þetta
jákvæð þróun?
„Auðvitað óttast maður nokkuð
að fjarmagnið sé að taka yfirtaka
hugsjónastefnuna. Ef svo er í
þessu tilviki þá er það mjög
slæmt. Eg er auðvitað ekki
hlynntur því að eitt fyrirtæki verði
algjörlega ráðandi á bókamarkaði.
Eg hef samt ástæðu lil að ætla að
svo verði ekki og að lýrirtækin tvö
haldi sjálfstæði sínu. Ég held að
þessi sameining gæti orðið til
góðs ef rétt er haldið á málum.
Og mér sýnist menn almennt
vera fremur jákvæðir vegna þessa,
nema Jóhann Páll Vakíimarsson
enda var bann rokinn burt og er
því skiljanlega í fylu.“
- Hver heldur þti að sé lykillinn
að velgengni Máls og menningar?