Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 23

Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 23
'■L SKAKMOLAR UMSJÓN: HALLDOR B. HALLDÓRSSON Hannes Hlífar sigraði Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson sigraði á opna Reykjavíkurmótinu en eins og flestum er kunnugt var það haldið nú á dögunum og lauk á fimmtudag. Hannes lagði sjálfan Victor Korchnoi að velli í næstsíðustu umferð og það með svörtu! Fyrir síðustu um- ferð var Hannes Hlífar efstur með sjö vinniga en næstir komu þeir Nigel Short, Alex- ander Grichuk, Xiang/.hi Bu, Anthony Miles og Jaan Ehlv- est. Hannes hafði því komið sér upp mjög þægilegu eins vinnigs forskoti fyrir síðustu umferðina en í henni átti hann að stýra hvítu mönnun- um gegn einu af ungstirnun- um sem tóku þátt í mótinu, Alexander Grichuk. Grichuk er aðeins sextán ára en hefur þegar afrekað margt og má m.a. geta þess að hann er stigahærri en Hannes. Hannes tefldi hins vegar af öryggi í skákinnni og þegar ekíd var langt liðið á hana bauð rúss- inn ungi jafntefli sem Hannes þáði. FÍannes Hlífar hafði því tryggt sé sigur á mótinu með árangur sem að samsvarar í stigum talið árangri heims- mcistarans sjálfs, Kasparovs! Aðrir íslendingar áttu frek- ar erfitt uppdráttar en þó stóðu þeir Sigurður Páll Stein- dórsson, Guðmundur Kjart- ansson og Björn Þorfinnsson sig vel. Það er að segja af hin- urn íslensku stórmeisturnum að þeir áttu frekar erfitt upp- dráttar og virstust tapa þegar þeir nálguðust toppinn eitt- hvað. Um önnur úrslit vísa ég til meðfylgjandi töflu en ég mun birtaútvalda skák úr mót- inu í næsta dálki. Sæti.Keppanndi. Land. Stig. Vinn 1 Hannes Stefánsson ISL 2566 7.5 2-8 Nigel D. Short ENG 2683 6.5 Viktor Korchnoi SUI 2659 6.5 Alexander Grischuk RUS 2581 6.5 Aleksander Wojtkiewicz POL 2563 6.5 Anthony J. Miles ENG 2579 6.5 Xiangzhi Bu CHN 2565 6.5 Jaan Ehlvest EST 2621 6.5 14-21 Helgi Áss Grétarsson ISL 2543 5.5 Helgi Ólafsson ISL 2491 5.5 Ásamt fleirum 22-34 Nick E De Firmian USA 2575 5 Arnar Gunnarsson ISL 2227 5 Björn Þorfinnsson ISL 2195 5 Þröstur Þórhallsson ISL 2489 5 Tómas Björnsson ISL 2224 5 Stefán Kristjánsson ISL 2254 5 Siguröur Sigfússon ISL 2215 5 Jón Árni Halldórsson ISL 2173 5 Ásamt fleirum 35-46 Tom E. Wiley ENG 2294 4.5 Sævar Bjarnason ISL 2305 4.5 SiqurÖur P. Steindórsson ISL 2056 4.5 Jón Viktor Gunnarsson ISL 2401 4.5 Benedikt Jónasson ISL 2285 4.5 Bragi Þorfinnsson ISL 2260 4.5 Kristján Eövarösson ISL 2170 4.5 Bragi Halldórsson ISL 2242 4.5 Sigurbjörn Bjönsson ISL 2282 4.5 Fyrir nánari úrslit bendi ég á heimasíðu mótsins,en hana er hægt að nálgast gegnum nýja íslenska skákvefinn, www.slzak.is. Mót um helgina Á sunnudagskvöld bryddar Skákfélag Akureyrar upp á nýj- ungum í starfsemi sinni er það heldur svokallaða bænda- glímu. Þessi bændaglíma fer þannig fram að öldungar (45 ára og eldri) mæta unglingum (16 ára og yngri) í einskonar liðakeppni. Teflt er í Skipagötu 18 að vanda. Skákþing ís- Iands, áskorenda- og opinn flokkur. Hefst svo í húsakynn- um Taflfélags Reykjavíkur í dag, laugardag, klukkan tvö. LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 - 39 LÍFIÐ í LANDINU Velgengni fatahónnuðar Hin danska Isabell Kristensen hóf feril sinn sem sýningarstúlka en söðlaði síðan um og gerðist fatahönnuður. Hún nýtur mikill- ar velgengni og meðal viðskipta- vina hennar eru Diana Ross, Cher, lvana 1’rump og Shirley Bassey sem er ein besta vinkona Isabell. Hún rekur verslun í London og aðra í Mónakó. Hún á heimili á báðum stöðum og er tíður gestur í veislusölum í Mónakó. Isabell sldldi við eigin- mann sinn fyrir tveimur árum eftir átján ára hjónaband. Þau eiga þrjú börn sem búa hjá henni. Isabell Kristensen ásamt börnum sinum þremur. 1: • ,1 |Li 41 v.Á , ■- ' Flugferð Vesalings hundurinn er orðinn þreyttur á að hanga svona í lausu lofti! Hann langar til að komast niður á jörðina sem fyrst. Hvaða strengir halda honum uppi? Brandarar Allir farþegarnir frá ísafirði voru farnir frá borði á Reykjavíkurflugvelli nema gamall maður sem skreið á rnilli sætaraðanna í flugvélinni. „Hvað eruð þér að gera?“ spurði flugfreyjan þann gamla. „Eg týndi karamellunni minni,“ svaraði karlinn. „Af hverju kaupið þér ekki bara aðra karamellu í flugstöðinni?" „Sjálfsagt geri ég það,“ umlaði gamli maðurinn, „en fyrst verð ég að finna þessa. Tennurnar mfnar eru fastar í henni.“ Eiginkonan: „Af hverju ferðu alltaf út á svalir um leið og ég byrja að syngja?" Eiginmaðurinn: „Ég vil ekki að ná- grannarnir haldi að ég sé að misþyrma þér.“ KRAKKAHORNIÐ Við viljum hvetja alla sem liafa eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er: Dagur - Barnahorn - Strandgata 31 600 Akureyri Tölvupóstur: pjetur@dagur.is /l Vatnsberinn Sjómennskan er ekkert grín en kvótadómurinn sýnist grátbros- legur af lágum sjónarhóli þorsks- ins. Fiskarnir Sæktu um póli- tískt hæli í Fær- eyjum. Þar er enginn Framsókn- arflokkur til að íþyngja þér. Hrúturinn Jafnvel sterkustu stálbitar gefa sig á endanum. Það er óhætt að kjökra dálítið á sjötugs- aldri. Nautið Sjóleiðin til Bagdad er ófær. Farðu frekar flug- leiðina til Flúsa- víkur á vængjum bjartsýninnar. Tvíburarnir Það eina sem þú þarft að óttast er sjálfur óttinn. Flóttaleiðin er -5:' aldrei lausn. ■' W'Q. Krabbinn Það er betra að vera svartur sauður í fjöl- skyldu þar sem allir eru hvítir hrafnar, en bleik- ur fíll. Ljónið Það er ekki marmarinn á sal- erninu sem gerir gæfumuninn heldur afkasta- geta fráveituæð- anna. Meyjan Sitthvað jákvætt hendir þig um helgina, ef þú manst að segja nei við vafasöm- um tilboðum á veitingastöðun- um. Vogin Holdið er veikt og viðkvæm er sálin. Og brothætt er Bermúda-skálin. Sporðdrekinn Það leysir engan vanda að baða sig upp úr vígðu vatni. Það þarf meira til að ná blettunum úr ærunni. Bogamaðurinn Þú ert skjálgur á eigin skapbresti. Láttu aðra um að meta þig sem manneskju, sjálfsálit er falsá- lit. Steingeitin Skýrsluhöfundar vara við nei- kvæðri stig- mögnum í sálar- lífi þinu um helg- ina. Fáðu þér bláberjaskyr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.