Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 11
Xfc^wr LAUGARDAGUR 8. APRIL 2000 - 27 MATARGATIÐ „Ég ekki að þessu eingöngu sparnaðarins vegna heidur vegur ánægjan miklu þyngra hjá mér, “ segir Gunnar Baldursson sem býr til páskaegg i frístundum sínum. MYND E. ÚL. tggin nans afa Margir eru spá í þessa dag- ana hvaða stærð af páska- eggi þeir eigi að kaupa handa börnunum eða barna- börnunum. Á það að vera Góu egg númer 5, Nóa Siríus númer 4, nú eða Bónus núm- er 3. En þessu er Gunnar Baldursson ekkert að velta fyrir sér. Hann býr nefnilega til eggin sjálfur handa sínum barnabörnum. „Þegar svona siður er kominn á þá vilja allir halda honum og þótt elsta barna- barnið sé komið um fermingu þá er það sem betur fer ekki orðið of stórt fyrir páskaeggið frá afa,“ segir Gunnar og brosir breitt. Hann kveðst eitt árið hafa verið orðinn ansi seinn og hálfgert að komast í eindaga með páskaeggjagerð- ina og þá hafi honum ekki Iiðið vel. „Eg hef búið til eggin í ein tíu ár og þetta er orðin hefð sem ég vil helst ekki rjúfa,“ segir hann. Þegar blaðamann ber að garði hjá honum eitt kvöldið situr hann með málsháttabókina og skrifar niður þann boðskap og þau heilræði sem honum þykir við hæfi að velja handa barna- börnunum og ég vona að ekki sé verið að skemma fyrir þótt hér birtist smá sýnishorn: Mörgum verður gætnin að gagni. Bráðir eru barnshugir. Afbragð elska flestir og Hvað ungur nemur, gamall temur. Alltaf að læra Aðspurður segir Gunnar barnahörnin vera níu talsins, á aldrinum frá eins og hálfs árs upp í fermingaraldur. Auðvitað fá öll eins egg frá afa, enda á hann bara páskaeggjamót af einni stærð. í þeim mótum eru eggi steypt, hver helmingur fyrir sig. Mótin eru úr þunnu en dálítið stífu plasti og mynstruð svo páskaeggin verði skrautleg. Hvar skyldi Gunnar hafa fengið þessi mót? „Annað hvort í Pipar og salt eða Húsasmiðjunni. Eg hreinlega man ekki hvort var en þau fengust á báðum þessum stöðum," seg- ir hann. Gunnar hefur sérstakt form til að steypa fótinn í og ofan í hann stingur hann plaströrbút til að fóturinn verði að hluta til holur innan og eggið falli betur ofan í hann. Til að auðveldara sé að losa rörbútinn þegar súkkulaðið er orðið storknað utan um hann þá hefur Gunnar skorið eftir bútnum langsum þannig að auðvelt sé að klemma hann saman og ná honum þannig úr form- inu. „Þetta er bara mín hönnun," segir hann og kímir. „Þessi vinnsla hefur ver- ið að þróast hjá mér í langan tíma og ég er alltaf að læra. Eg byrjaði til dæmis með rjómasúkkulaði og ætlaði að vera voða flottur á því. Eggið leit ágætlega „Ég byrjaði til dæmis með rjómasúkkulaði og ætlaði að vera voða flottur á því. Eggið leit ágætlega út í byrjun en svo seig það bara niður“. út í byrjun en svo seig það bara niður. Súkkulaðið var of mjúkt. Aðeins inn í frystinn Mér hefur gefist lang best að nota súkkuhjúp frá Mónu. I hvert egg nota ég 200 grömm og blanda það þannig að ég nota 150 gr. súkkuhjúp og 50 gr Oragne hjúp. Það síðarnefnda gerir svo góðan keim. Eg bræði súkkulaðið í potti við mjög vægan hita og eys því í mótið, set svona þrjár skeiðar í einu, rúlla mótinu til þannig að súkkulaðið renni um það allt og gæti þess að það fari vel upp á brún- irnar, svo þær verði svolítið þykkar og því verði auðveldara að festa helming- ana saman. Stundum fer ég aðeins með mótið út í kuldann á svölunum til að flýta fyrir storknuninni og set það svo um stund inn í kæliskáp. Síðan kemur önnur umferð alveg eins svo eggið verði ekki mjög þunnt. Best er að setja form- ið dágóða stund inn í frysti áður hvolft er úr því, þá losnar súkkulaðið auðveld- lega.“ Gunnar hefur sandpappírsörk á borð- inu, skellir súkkulaðinu á hana og dreg- ur það þar aðeins til svo væntanleg samskeyti á egginu verði slétt og felld. Svo þegar kemur að því að líma helm- ingana saman þá gerir hann það gert með bræddu súkkulaði. Því rjóðar hann á samskeytin með bómullarpinna og leggur helmingana saman. En fyrst verður hann auðvitað að setja allskonar góðgæti inn í eggið og ekki má gleyma málshættinum. „Það er sitt lítið af hverju sem ég set í eggið, hlaup, smartís, Iakkrís, súkkulaðirúsínur og kúlur. Eg geng frá því öllu í lítinn poka og kem hon- um fyrir inni í öðrum helmingnum áður en ég loka með hinum. Það er ómögulegt að hafa sælgætið laust, það ræðst ekkert við það þannig þegar verið er að Iíma.“ Mest ánægjunnar vegna Þegar eggið hefur verið límt saman er því komið fyrir á Iöppinni, og auðvítað límt þar með bræddu súkkulaði. Þá er eftir að skreyta eggið með smartísi, eða öðru smádóti, koma unganum fyrir á toppnum og setja eggið í plastpoka sem bundið er fyrir með slaufu. Ungana kaupir Gunnar í Blómavali en telur að þeir fáist víðar. Unginn kostar á annað hundrað krónur en hvað heldur hann að svona heimagert egg kosti í heild sinni? Eg hef aldrei talið það saman enda er ég ekki að þessu eingöngu sparnaðarins vegna heldur vegur ánægjan miklu þyngra hjá mér. Eg er búinn að gera þetta mér til gamans lengi og þótt það væri bras fyrst þá er ég kominn upp á ágætis lag við það núna. En ég giska á að eggin hjá mér séu að minnsta kosti helmingi ódýrari en ef ég keypti þau út úr búð. . s. ________________ gun. Páskatertur FersktertaStími 4 eggjahvítur 200 gr. sykur 100 gr. brytjað súkkulaði 'A bolli muldar salthnetur 'A bolli saxaðar döðlur Eggjahvítur og sykur þeýtt sam- an. Oðru efni blandað saman við með sleif. Sett í tvö form, gjarnan misstór. Bakað við lítinn hita (þurrkað). A milli botnanna er þessi hlanda sett: 100 gr. muldar makkarónukökur 3 msk. sherrý Makkarónurnar eru íagðar í bleyti í sherrý 2 þeyttar eggjarauður i4 lítri ijómi, þeyttur Eggjarauður og rjómi þeytt saman. Sherrylegnu makkarónunum bætt út í. Þeyttur rjómi settur ofan á og tertan er skreytt með kiwi, melónum og nýjum jarðarberjum. (Abending) Agæt aðferð við að mylja makkarónur er að setja þær í plastpoka og rúlla yfir þær með kökukefli. Tertameð púðursykurmarengs 2egg 60 gr. sykur 30 gr. hveiti 30 gr. kartöflumjöl 1 til 2 teskeiðar lyftiduft Þeyttur botn, bakaður við 180 gráður. Marengsiun 2 eggjahvítur 2 dl púðursykur Þeytt saman, bakað við 180 gr. hita, ekki alveg þurrkað. Súkkulaðikrem: 2 eggjarauður 2 msk. sykur þeytt vel saman 3 msk. þeyttur rjómi 100 gr. tjómasúkkulaði brætt Þessu er blandað saman við eggja- hræruna. Tertan er sett þannig saman: Neðst er kökubotn, þá dálítið skúklculaðikrem, þá þeyttur rjómi, marengsinn, þeytt- ur rjómi, efst er súkkulaðikrem og utan með kökunni er þcyttur rjómi. Gott er einnig að bera þeyttan rjóma með. Dajm terta 3 eggjahvítur 1 50 gr. sykur þeytt saman 150 gr. söxuðum möndlum bætt varlega í. Bakað við 175 gr. í einum botni. Krem: 3 eggjarauður 75 gr. sykur 2 stór Dajm súkkulaði K lítri qómi Eggjarauður og sykur þeytt saman, Dajm súkkulaðið mulið smátt og sett út í. Rjónr- inn þeyttur og blandað varlega saman við með sleif. Botninn settur á fat og kremið sett ofan á. Kakan er fryst og tekin úr frosti tveimur tímum áður en hún er borin fram. Hehnild: Húsfreyjan 1. tölublað, 43. árgangur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.