Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 - 33 Í>^WJT_ Guðríður tengir tvo Höggmynd Ásmundar Sveinssonar af Guðríði Þorbjarnardóttur, kven- hetju og landkönnuði, og syni hennar, Snorra, hefur verið komið fyrir í Þjóðmenningarsafninu í Ottawa í Kanada. Sama höggmynd hefur staðið við Byggðasafnið í Glaumbæ í Skagafirði frá árinu 1994. í tilefni opinberrar heimsóknar Davíðs Oddssonar forsætisráð- lierra til Kanada á dögunum af- henti hann kanadísku þjóðinni að gjöf höggmynd Asmundar Sveinssonar af Guðríði Þor- bjarnardóttur og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni, þar sem þau standa í stafni víkinga- skips. Snorri er talinn fyrsti Evrópubúinn sem fæddur er í vesturheimi, fyrir um 1000 árum. Davíð afhenti Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada, höggmyndina við há- tíðlega athöfn í Þjóðmenning- arsafninu í Ottawa, Museum of Civilization. Heiðursgestur við athöfnina var hinn íslenskætt- aði geimfari, Bjarni Tryggva- son. Þótti nærvera hans vel við hæfi því líkt og Guðríður var víðförulst íslenskra kvenna á framandi slóðum síns tíma þá er Bjarni viðförulastur Islend- inga á framandi slóðum nútím- ans. Einnig kom fram við at- höfnina Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona sem tók m.a. lagið með kanadískum grunnskóla- börnum. Sagan á bakvið höggmyndina Athöfnin í Ottawa markaði upp- haf landafundahátíðar Islend- inga í Kanada á þessu ári. Af- hending höggmyndarinnar af Guðríði og Snorra markaði hins vegar endi á ferli sem hófst fyrir sjö árum þegar ferðamálafröm- uðir í Skagafirði fengu þá hug- mynd, með Vigfús Vigfússon, þáverandi ferðamálafulltrúa í broddi fylkingar, að minnast með einhverjum hætti hetjunnar og landkönnuðarins Guðríðar Þorbjarnardóttur og sonar henn- ar, Snorra Þorfinnssonar. Ætl- unin var að vekja athygli banda- rískra og kanadískra ferðamanna á Skagafirði og tengja saman arfleið þessara þjóða. Naut verk- efnið stuðnings fjölda einstak- linga og félagasamtaka á slóðum Vestur-Islendinga. Vitað var um höggmynd Ás- mundar Sveinssonar af Guðríði og Snorra, sem sýnd var á heímssýningunni í New York 1939-1941, og kom sú hugmynd snemma upp að koma þeirri höggmynd lyrir í Glaumbæ í Skagafirði, þar sem Guðríður og Snorri hjuggu í upphafi 11. ald- ar. Sú höggmynd glataðist reyndar en frumeintakið varð- veittist á Ásmundarsafni í Höggmyndin af Guðríði Þorbjarnardóttur og Snorra komin á sinn stað í Þjóðmenningarsafninu i Ottawa. I/ið höggmyndina eru, frá vinstri, Vigfús Vigfússon, fulltrúi Skagfirðinga við athöfnina, Lovísa Björnsdóttir, eiginkona hans, og Davíð Gíslason, formaður landafundanefndar I Kanada, sem átti frumkvæði að því að koma höggmyndinni vestur um haf. Hópur Vestur-lslendinga i Ottawa, sem kallar sig íslandsvini, stillti sér að sjálf- sögðu upp við höggmyndina af Guðríði og Snorra. Glaumbæ fyrir 6 árum var Vestur- Islendingurinn Davíð Gíslason, bóndi í Geysis- byggð í Manitoba, skammt norðan við Gimli, og for- maður landa- fundanefndar í Kanada. Davíð fannst saga Guð- ríðar mjög merki- leg og kom til hugar að svona höggmynd yrði að setja upp vestanhafs. Á þeim tíma vissi hann ekki af annarri afsteypu en þegar hann komst að því fór boltinn að rúlla. Þegar hann var svo skipað- ur formaður landafundanefnd- arinnar vestra fyrir rúmum tveimur árum setti hann málið á dagskrá fyrir alvöru. Skemmtileg tenging I samtali við Dag sagðist Davíð vera afar ánægður með hvernig til tókst í Ottawa. Athöfnin hefði markað upphaf landafundahá- Nemendur úr grunnskólum ÍOttawa og náqrenni aðstnðí 'eikSynin9u um Guðríðiog víkingana með runu Hjalmtysdóttur. Diddú. tíðarinnar og vel til fundið að byrja á svo táknrænni athöfn sem tengdi saman þessa menn- ingarheima. Davíð er fæddur í Manitoba árið 1941, sonur Jósefs Gísla- sonar og Guðrúnar Eiríksdóttur. Hann tengist Skagafirði og Glaumbæ með skemmtilegum hætti því móðir hans fæddist á Tilkomumikil athöfn Vigfús Vigfússon var viðstaddur athöfnina í Ottawa, fyrir hönd Skagfirðinga, og sagði hann í samtali við Dag ánægjulegt að höggmyndin af Guðríði og Snorra væri komin upp vestan- hafs. Hann sagði marga aðila hafa komið þar að máli, m.a. Sigríður Sigurðardótt- ir, safnstjóri í Glaum- bæ, Svavar Gestsson, aðalræðismaður Is- lands í Kanada, Davíð Gíslason, formaður landafundarnefndar í Kanada, og síðast en ekki síst hefði Davíð Oddsson átt stóran þátt í að leggja loka- hönd á verkið. „Athöfnin var til- komumikil og tókst í alla staði mjög vel. Þetta fékk mikla at- hygli fjölmiðla í Kanada. Opinher heim- sókn Davíðs gaf þessu aukið vægi og fékk athöfnin enn meiri athygli fyrir vikið. Högg- myndin tengir óneitanlega Skagafjörð við fornar slóðir Guðríðar í vesturheimi og getur haft mikla þýðingu fyrir ferða- þjónustu beggja landa," sagði Vigfús. -BJB Vigfús afhendir Sylvie Morel, safnsstjóra ^ðmena/ngar- safnsins I Ottawa, tjósmynd frá afhjupunmn "« 1« og imgwHBnrH*" Reykjavík. Var afráðið að gera tvær bronsafsteypur af verkinu og setja aðra þeirra upp í Glaumbæ. Vigdís Finnbogadótt- ir, þáverandi forseti íslands, af- hjúpaði minnisvarða, þar sem höggmyndin stendur ofan á blá- grýtissteini, sumarið 1994 og nú hefur hin höggmyndin loks hlot- ið verðugan stað í vesturheimi. Sú hugmynd varð til með skemmtilegum hælti því meðal viðstaddra á athöfninni í Einar Gústafsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs i New York, og Bjarni Tryggvasongeimfari á góðri stund. Bjarni var heiðursgestur við hátiðina og Einar attiþátt í að komá höggmynd af Guðríði og Snorra upp í Glaumbæ á sínum tíma. bænum Miklagarði í Skagafirði og var skírð í Glaumbæjarkirkju. Eins árs gömul fór hún með for- eldrum sínum til Kanada árið 1920. „Þessi tenging er mjög skemmtileg og ég á marga ætt- ingja í Skagafirði, sem og víðar á landinu því faðir minn á ættir sínar að rekja til Snæfellsness,“ sagði Davíð. Aðspurður hvort samskipti landanna aukist ekki enn meir, eftir að Guðríður og Snorri eru komin á áberandi stall, sagðist Davíð reikna með því. Þannig væru formleg tengsl komin milli Byggðasafnsins á Glaumbæ og Vesturfarasetursins á Hofsósi annars vegar og hins vegar Vest- ur-íslenska safnsins í Gimli í Kanada. „Höggmyndin er orðin tákn þessara samskipta sem von- andi eiga eftir að aukast," sagði Davíð Gíslason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.