Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 8
24 LAUGARDAGUR 15. MARS 2000 Uafpur Það munaðj litlu að ég yrði Vestur-lslendingur Vegur Vest- urfaraseturs- ins á Hofsósi fer vaxandi, enda er mik- ill áhugi á málinu bæði heima og heiman. Áframhaldandi upp- bygging er framundan. „Að verða alhliða þjón- ustu- og tengslamið- stöð með menningar- legu ívafi er okkar markmið og áætlun segir Valgeir Þorvalds- son, forstöðumaður set- ursins, hér í viðtalinu. „Eg hef stundum hugleitt kjör og aðstæður þess fólks sem hér bjó og fluttist vestur um haf laust fyrir síðustu aldamót og hef verið að reyna að setja mig í þess spor. Oft hef ég blaðað í ár- ferðisannálum og öðrum frá- sögnum þar sem sagt er frá ástandinu á þessum tíma og finnst mér trúlegt að hefði ég lifað þennan tíma og aðstæður þá hefði ég sjálfur líklega farið vestur, rétt eins og margir ætt- ingjar mínir hér í Skagafirði gerðu. Eg hef sjálfur ekki alltaf farið troðnar slóðir í Iífinu og hef reynt að bjarga mér með að- ferðum, sem eru ekki endilega hefðbundnar," segir Valgeir Þor- valdsson, forstöðumaður Vestur- farasetursins á Hofsósi. Vegur þess hefur farið vaxandi sfðustu misseri og samstarfssamningur við ríkisvaldið, sem gerður var á síðasta hausti, rennir traustum stoðum undir starfsemina. Er Setrinu falið að vera alhliða þjónustu- og minningarstofnun um það fólk sem flutti frá Is- Iandi til Norður-Ameríku í hin- um miklu þjóðflutningum, sem náðu hámarki fyrir um hundrað árum. Nýja ísland og Utah „Að verða alhliða þjónustu- og tcngslamiðstöð með menningar- legu ívafi er okkar markmið og áætlun,“ segir Valgeir. Og upp- bygging Vesturfarasetursins er margháttuð. I gamla kaupfélag- húsinu á Sandi á Hofsósi er meginsýning setursins, en hún var sett upp þegar starfsemin fór af stað fyrir fjórum árum. Sýn- ingin er í eigu Byggðasafns Skagfirðinga og ber nafnið Ann- að land - annað líf. Yfir stendur bygging á skemmuhúsum í gömlum stíl, þar sem tvær sýn- ingar verða opnaðar í sumar. Sú fyrri verður opnuð 10. júní, en það er farandsýning frá Nýja Is- Iandssafninu í Gimli í Kanada. Hin sýningin er um ferðir Is- Iendinga til Utah og sögu ís- lensku mormónanna og Ieitina að Paradís. Sú sýning verður „Ég skynja mikinn áhuga á okkar starfi fyrir vestan og margir viija hefja samstarf við okkur. Hinsvegar verður að fara afar varlega. Tilfinningar þessa fólks sem við erum að vinna fyrir, gagnvart Gamla landinu, eru sterkar og við megum ekki fara fram úr sjálfum okkur í einhverri auglýsingamennsku, “ segir Valgeir Þor- valdsson m.a. hér í viðtalinu. myndir: sbs Mikil uppbygging er fyrirhuguð hjá Vesturfarasetrinu á næstu árum og hér er Val- geir við líkan sem sýnir framtíðaráætlanir um uppbyggingu i fjörunni á Hofsósi. Safnhús í gömlum stíl eru nú íbyggingu og von bráðar verður byggð bryggja. opnuð 3. júlí og er hönnuð af Arna Páli Jóhannssyni. Hún er óvenjuleg að því leyti að sagan er þar sögð og séð af sjónarhóli Utahmanna sjálfra. „Þar fæst óvenjuleg sýn á málið, sem ég held að sé fræðandi og skemmti- Ieg fyrir Islendinga," segir Val- geir. Eins og áður sagði verður sett upp stór farandsýning, sem kemur frá Nýja-Islandssafninu í Gimli í Kanada, og þar verður sögð saga fyrstu fslensku land- nemanna í Kanada. Sýningin verður uppi til 5. ágúst og er þetta eini staðurinn á landinu þar sem hún verður sett upp. „Starfsfólk safnsins vestra hefur hannað sýninguna, sem kemur mjög skemmtilega út. Nýlega gengum við frá samstarfssamn- ingi við þetta safn í Gimli og hann er hluti af þeirri áætlun okkar að að stofna til tengsla og samvinnu við stofnanir og Is- lendingafélög vestanhafs um rannsóknir og sýningahald. Samskonar samning höfum við einnig gert við Islendingafélagið í Utah í Bandaríkjunum. Svona samninga tel ég vera til mikilla hagsbót lyrir báða aðila.“ Konungsverslunarhús, bryggja og leikmynd Jafnhliða þessu hefur Valgeir Þorvaldsson í hyggju að reisa á næsta ári eftirlíkingu af Kon- ungsverslunarhúsinu svo- nefnda, en það stóð á Plássinu, sem svo var nefnt - skammt frá Gamla Pakkhúsinu. Þar eru hugmyndir um að setja upp sýningu um landnám Islend- inga í Norður-Dakota í Banda- ríkjunum en það er næsta svæði sem við höfum ákveðið að vinna með. Til þess fylkis lá straumur íslensku landnem- anna hvað stríðast. „Ég held að þetta verði afar merkileg sýn- ing. Þykist ég til dæmis vita að margir íslenskir dýrgripir séu þarna vestra, gripir sem banda- rískir eða kandadískir sérfræð- ingar átta sig ekki á hversu mikilvægir eru fyrir íslenskan menningararf. Eða segjum sem svo þú værir að yfirgefið landið þitt í síðasta skipti og hefðir eitt koffort til að setja eigur þínar í. Ilvað myndir þú gera? Þú myndir væntalega setja í það ýmsa verðmæta kjörgripi, eða einhverja eigulega hluti. Þarna nefni ég til dæmis út- skorna muni, handverk hvers- konar, íslenskar hækur og margt fleira. Því þurfum við sérstaklega að lcita þessara merku gripa, sem ég tel að þarna séu, þó ekki væri til ann- ars en fá myndir af þessum hlutum á sýninguna." Þá undirritaði Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra í síð- ustu viku samning við Valgeir um stuðning samgönguráðu- neytisins við Vesturfarasetrið vegna smíði bryggju, sem standa mun fyrir framan bygg- ingar setursins á Hofsósi. Bryggjan verður í gömlum stíl, og verður hún hluti að eins- konar leikmynd eða umgjörð, þar sem saga íslensku Vestur- faranna er sögð. Hugkvæmni og áræðni Uppbygging Vesturfaraseturs- ins er nú kortlögð þrjú til fjög- ur ár fram í tímann. „Við reyn- um að hafa borð fyrir báru í okkar áætlunun," segir Valgeir. „Eg skynja mikinn áhuga á okkar starfi fyrir vestan og margir vilja hefja samstarf við okkur. Hinsvegar verður að fara aíar varlega. Tilfinningar þessa fólks sem við erum að vinna fyrir, gagnvart Gamla landinu, eru sterkar og við megum ekki fara fram úr sjálf- um okkur í einhverri auglýs- ingamennsku. Það gefur Vest- urfarasetrinu að mínum dómi Iíka mikla sérstöðu að vera staðsett í litlu þorpi út á landi. Eg hef fundið glöggt vestan- hafs að fólki þar finnst vænt um að forfeðranna sé minnst með svo myndarlegum hætti að þorp á íslandi sé sérhæft í þessari þjónustu. Þetta skapar mun meiri áhrif og allt aðra stemmningu en ef starfsemin væri í húsi í Reykjavík." Síðustu ár hafa á milli 10-12 þúsund manns heimsótt Vest-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.